Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 Ferðir A kvöldin sameinast fólk i leik og söng við Hellna. Mannræktarmót verður undir Snæfellsjökli - ræktun líkama, þroski hugans og næring andans Eitt sérstæðasta mót verslunar- mannahelginnar er SnæfeUsmótið sem haldið er að HeUnum á SnæfeUs- nesi. Mótið í ár er það sjöunda í röð- inni en mótin hafa veitt fólki tæki- færi til mannræktar, jafnframt því að skemmta sér við leik og söng. Dagskrá mótsins miðar að því að veita leitandi einstaklingum tæki- færi til að kynna sér ýmislegt sem tengist ræktun Ukamans, þroska hugans eða næringu andans. Morgnarnir hefjast með léttum lík- amsæfingum og hugleiðslu. Yfir dag- inn er boðið upp á fyrirlestra um ýmis málefni, svo sem heUdræna heUun, fæðuna og heilbrigði líkam- ans, meðvirkni, óhefðbundnar lækn- ingaaðferðir með íslenskum blóma- dropum, notkun ilmkjamaolíu við nudd og heUun, áruútreikningar, fræðsluerindi um kraft hugsunar- innar, kynnt verða væntanleg ís- lensk spáspU, starf félagsskaparins Heimssýnar, Kipaulu jóga „Mikael“ um ísland og islendinga og fleira. Meðal fyrirlesara eru tveir læknar, sálfræðingur, huglæknir og fólk úr ýmsum starfsstettum en sameigin- legur áhugi aUra þessara aðila á auknum þroska einstaklingsins dregur þá inn i kraftsvið Jökulsins, þar sem þeir miðla öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Auk fyrirlestra og námskeiða verð- ur boðið upp á gönguferðir um Hellnafjöru undir leiðsögn Finnboga Lárassonar á Laugabrekku. Á sunnudeginum verður haldin helgi- stund við lífshndina (vígð af Guð- mundi góða Arasyni biskupi) með séra Rögnvandi Finnbogasyni og á sunnudagskvöldinu verður gengið að Bárðarlaug þar sem beðið verður fyrir friði í heiminum. Fiölbreytt bamadagskrá verður einnig á mót- inu með ýmsum leikjum og dönsum. Mótið er að sjálfsögðu án vímuefna og fjöldi mótsgesta er takmarkaður. Til að koma til móts við væntanlega mótsgesti hefur verð aðgöngumiða verið lækkað frá því sem það var í fyrra og er nú 3.500 krónur. Forsala aðgöngumiða á mótið er í verslun- inni Betra líf í Borgarkringlunni. Bindindismótið í Galtalækjarskógi 1993: Spaugstofan og Geirmundur í Galtalæk Árið 1967 var fyrsta bindindismót- ið haldið í Galtalækjarskógi og hefur mótið vaxið að vinsældum ár frá ári. Mótið er nú ein allra stærsta fjöl- skylduhátíð sem haldin er á íslandi ár hvert. Mótshaldarar em íslenskir imgtemplarar og Umdæmisstúkan á Suðurlandi nr. 1. Undirbúningur hátíðarinnar stendur nú sem hæst. Dagskráin er skipuð landsliði grínara og spaugara, Spaugstofunni, konungi sveiflunnar, Geirmundi Valtýssyni, hljómsveit- unum Örkinni hans Nóa, Pandemon- ium og Tannpínu, meistaranum í erobikk, Magnúsi Scheving, hinum fræga kvartetti, Raddbandinu, guðs- orðamanninum Pálma Matthíassyni, trúbadornum Herði Torfasyni, öku- leikni BFÖ, söngvarakeppni barna og karaokekeppni unglinga og leiftr- andi flugeldasýningu og varðeldi. Auk hefðbundinnar dagskrár má nefna leiktæki fyrir börn í Ævintýra- landi bamanna, þrautaleiki í Lukku- landi og minigolf. Góð hreinlætisað- staða er í Galtalækjarskógi og móts- gestir geta farið í stuttar gönguferðir í nágrenni skógarins eða notið nátt- úrunnar í fallegu og vímulausu um- hverfi. Miðaverð í forsölu fyrir fullorðna er 4.800 krónur, unglinga 4.300 krón- ur en ókeypis er fyrir böm. 500 krón- um dýrara er að kaupa miða við hhð- ið í Galtalæk. Aöstandendur mótsins mælast til þess að fuUorðnir sýni þeim yngri gott fordæmi og njóti helgarinnar án ölvunar. HANKOOK sumarhjólbarðarnir vinsælu á lága verðinu Leitið upplýsinga og gerið verðsamanburð Barðinn hf. Skútuvogi 2 • sími 68 30 80 •S UMFERÐAR RÁÐ ÁFENGISVARNARÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.