Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1993 19 Ferðir Hitinn sprettur fram í leir við bakka og í botni. Þarna fer maður í ókeypis leirbað. Nýjar og heillandi leiðir að „opnast": Náttúruundur norðan Vatnajökuls - ógleymanlegt aevintýri að busla í mátulega heitu vatni í Víti Signin Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum; Stöðugt eru að opnast nýjar og heillandi leiðir um landið. Nú í sum- ar verður efnt til ferða um hálendið norðan Vatnajökuls. Þar eru mörg stórkostleg náttúruundur sem sum hver eru fáum kunn. Má þar nefna hin hrikalegu Hafrahvammagljúfur í Jökulsá á Dal og Laugarvelli þar sem hægt er að fara í heita sturtu sem náttúran sjálf hefur útbúið. Tröllahellir og heitur foss Það er Philip Volger, menntaskóla- kennari og leiðsögumaður á Egils- stöðum, sem býður upp á sætaferðir um þetta svæði. Hann fer frá Egils- stöðum alla fimmtudaga. Þann dag verður ekið inn að Vatnajökli suður af Snæfelli og gist í skála við Snæfell fyrstu nótt. Þaðan er ekið í Hrafn- kelsdal um söguslóðir Hrafnkelssögu og norður yfir Jökulsá hjá Brú. Á þessum slóðum eru sumarhagar hreindýranna og er víst að hægt verður að sjá stórar hjarðir þeirra á beit. Frá Brú er ekið suður Brúar- öræfi að Hafrahvammagljúfrum. Þar hefur Jökla grafið hrikaleg gljúfur sem eru um tveggja km löng og allt að 200 metra djúp. Þar verður skoð- aður Magnahellir, en þjóðsagan segir að smalinn Magni hafi þar komist í kynni við tröllskessu. Skammt vest- ur af eru Laugarvellir. Þar sprettm- heitt vatn úr jörð og lítill volgur læk- ur myndar fjögurra metra háan foss sem er hin ákjósanlegasta sturta. Er það líklega einsdæmi í veröldinni. Torfbærinn á heiðinni Frá Laugarvöllum er ekið að Sæ- nautaseli þar sem gerður var upp gamall bær frá því byggð var nokkur á Jökuldalsheiði á fyrstu áratugum aldarinnar. Bærinn var gerður upp á sl. sumri og var Auðunn Einarsson aðalhvatamaður þess en Jökuldælir sáu um og kostuöu framkvæmdina með dyggri aðstoð Sveins Einarsson- ar, hleðslumeistara á Egilsstöðum. Nú í sumar er verið að ganga frá bænum að innan og gera brú yfir lít- inn læk til að auðvelda aðkomu. Er hún eftirlíking af gamalli brú sem gerð var á Jöklu fyrir bílaöld. Frá Sænautaseli verður ekið út á þjóðveg 1 og gist í Jökuldal (Skjöldólfsstöð- um) næstu nótt. Rétt við Öskju er gígurinn Víti. í honum er gruggugt vatn en mátu- lega heitt til baða. Það er ógleyman- legt ævintýri að busla í Víti. íbaðíVíti Að morgni þriðja dags verður hald- ið inn Jökuldal (efra dal), vestur Þrí- hymingsleið og yfir Jökulsá á Fjöll- um við Upptyppinga og þaðan liggur leiðin vestur í Öskju en komið verður við í Drekagili þar sem hægt er að sjá bólstraberg sem myndast við gos undir jökli. Öskjuvatn er sem kunnugt er dýpsta vatn hér á landi. Rétt við vatn- ið er gígurinn Víti. Þar varð mikið sprengigos 1875 sem lagði efstu byggð á Jökuldal í eyði tímabundið vegna öskufalls. Gígurinn er 150 metrar í þvermál við efri brún og 60 m á dýpt. Vatn er í botninum, gruggugt en mátulega heitt til baða og er það ógleymanlegt ævintýrí að busla þar í iðrum jarðar. Þar sprettur hitinn fram í leir við bakka og í botni og er þá líka hægt að fara í ókeypis leir- bað. Þetta Víti verður erfitt að yfirgefa en hafist það liggur leiðin í Herðu- breiðarhndir þar sem litið verður á kofarústir Fjalla-Eyvindar og gróður og fuglalíf við lindimar. Þetta kvöld verður svo haldið til Mývatns þar sem feröinni lýkur. Þaðan verður lagt upp að morgni sunnudags sömu leið til baka með nýja farþega austur að Egilsstöðum. 7 i— í ferðalagið • Farangursbox og grindur, buröarbogar, festingar og læsing- ar, bögglabönd, skíða-/veiðistangabogar. • Ljós, glitaugu og tengi fyrir aftanívagninn og hjólhýsið. • Tjöld og ýmis viðleguútbúnaður. FERÐAST ÞUINNAN ÍSUMART Peking 150 m. fortjaldi 8.900.- stgr. 9.400.- m. greiðslukorti S MANNAtjaW Lapbnd 2SVEFNPOKAR hftestar-5° 32Lkæft>ox ABtíánumpakka 4 MANNA Peking 180 2SVEFNPOKAR Nkesar -50 Akíeinumpakka opið laugardag kl. 10-16 sunnudagkl. 13-16 Einlitirfrá 1.900 - Þykkri frá 2.990.- TJALDASÝNING TJALOSTÓLAR KÆLISOX ALLA DAGA FRÁ KR. 990.- Á ÚTSÖLU PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ...þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR SVEFNPOKAR 5 FRÁ KR. 3.990.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.