Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 3 Fréttir Forseti færeyska alþýðusambandsins: Færeyingar þurfa f imm ára greiðslustöðvun - til að koma lagi á efnahags- og atvmnulífið Ingeborg Vinther, forseti færeyska alþýðusambandsins, segir að bull- andi óánægja sé meðal almennings í Færeyjum með afskipti danskra stjórnvalda af færeysku efnahagslífi. Fyrirsjáanlegt sé að Færeyingar eigi við verulega erfiðleika að etja á þessu ári. Lagafrumvörp séu þvinguö gegn- um færeyska lögþingið í trássi við vilja almennings. Mikil óánægja sé með afskipti danskra stjórnmála- manna af færeyskum innanlands- málum. Óánægjan með stöðu mála kraumi í færeysku þjóðlífi. Færey- ingar verði að fá fimm ára greiðslu- stöðvun til að geta komið efnahags- og atvinnulífinu í gang á nýjan leik og ráða við afborganir erlendra lána. Ingeborg Vinther hefur verið hér á landi undanfama daga ásamt Ole Kristian Kleist frá grænlenska al- þýðusambandinu með forystumönn- um íslensku verkalýðshreyfingar- innar. Þau hafa verið að bera saman bækur sínar og undirbúa sameigin- legan fund alþýðusambandanna í Grænlandi, Færeyjum og á íslandi hér á landi í haust. „Atvinnuleysið í Færeyjum er 21 prósent og fer ekki minnkandi auk þess sem togaraflotinn liggur við bryggju til að mótmæla nýjum kvóta- lögum. í april byrja samningavið- ræður milli verkalýðshreyfingarinn- ar og atvinnurekenda en í Færeyjum eru í gildi lög sem banna launahækk- anir fram til 1. apríl 1995. Fólk hefur misst vonina um að úr rætist. Færey- ingar verða að fá greiðslustöðvun til að geta komið atvinnulífmu í gang. Lítið samfélag þolir ekki 25-30 pró- senta atvinnuleysi," segir Ingeborg. Forseti færeyska alþýðusambands- efnahagserfiðleikum sínum en Fær- ráðstafana þeir grípi. Þeir geti lært vinnuleysi meðan veriö er að byggja ins telur að íslendingar hafi forsend- eyingar hafi gert. íslendingar hafi af reynslu Færeyinga og tekið betur upp fiskistofnana. ur til að geta bjargað sér betur út úr sjálfstæði og ákveði sjálfir til hvaða á vandanum en verði að forðast at- -GHS BOKA Félags ísle Opiö: Alla daga 24 mars-10 apríl Frákl: 10-19. Sími: 871620 Ingeborg Vinther frá færeyska al- þýðusambandinu hefur verið á fund- um hjá Alþýðusambandi íslands undanfarna daga með íslenskum verkalýðsleiðtogum til að bera sam- an bækur sínar og undirbúa sameig- inlegan fund hér á landi í haust. DV-mynd ÞÖK Afmælishátíð póstmanna í dag heldur Póstmannafélagið upp á 75 ára afmæli sitt í Sigtúni við Austurvöll á milh klukkan 17 og 19. Þess er vænst að sem flestir póst- menn og aðrir velunnarar félagsins mæti og fagni saman á þessum tíma- mótum. YFIR Lokað: Föstudaginn langa og páskadag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.