Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 Dagur í lífl Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings: unnið ráðgjafarstörf, og þurfti að ræða við Andrés Amalds út af verk- efnum. Loks fór ég aftur í tölvuna til að svara Pólveija sem hefur verið að skrifa mér. Hann ætlar yfir Vatna- jökul í sumar og þarf fullt af upplýs- ingum. Þá var kominn tími til að hjálpa Helgu með heimanámið en hún átti að teikna myndir í vinnu- bók. Klukkan fjögur sótti ég konuna í vinnuna. Við gátum spjallað yflr kaffibolla áður en ég rauk aftur upp á Stöð 2. Þar þarf ég að vera mættur klukkan fimm. Þá tekur við ákveðin rútína: athuga efnið frá Veðurstof- unni og læra utan að. Ég hef nefni- lega ekki lesskjá. Síðan þarf að raða táknum upp á kortin. Ef tími vinnst til fær maður sér eitthvað í svang- inn. Loks koma allir sem eiga að fara í útsendingu saman í sminkinu og spjaUa saman meðan förðunar- og hárgreiðslumeistarar vinna. Einnig þarf að koma fyrir sendihljóðnemum á okkur. Ég notaði tækifærið þegar það gafst til að athuga hver myndi heimsækja mömmu á spítalann en hún liggur á sjúkrahúsi um þessar mundir. Þá athugaði ég einnig klippi- tíma fyrir pistla, fróðleiksmola um Veðurstofuna, sem ég ætla að koma inn í nítján nítján á næstu dögum. Rabb á milli veðurs Á milli þess sem ég hleyp og segi veðurfréttir rabba ég við Eirik Jóns- son, Arnar hárgreiðslumeistara, sminkuna eða einhveija aðra. Þor- geir Ástvaldsson kom og tók við mig viðtal fyrir morgunþáttinn sinn og ég náði að vera kominn heim um níuleytið. Þá þurfti að afgreiða eitt eöa tvö símtöl. Ég eyddi kvöldinu síðan fyrir framan sjónvarpið en fór þó tiltölulega snemma í rúmið enda dagurinn erilsamur. Ég gaf mér þó tíma til að glugga aðeins í bækur sem Uggja á náttborðinu. Ég vaknaði klukkan fimmtán mín- útur yfir sjö. Um þessar mundir starfá ég sjálfstætt þannig að vinnu- tíminn er sundurshtinn og oft þarf ég að fara á marga staöi. Starfið felst í ritstörfum, dagskrárgerð og ráðgjöf ýmiss konar. Ég byijaði daginn á að keyra konuna mína, Maríu, í vinn- una. Þar sem ég nota bíUnn miklu meira en hún lendir það á mér að vera bílstjóri á morgnana. Hún vinn- ur sem vaktstjóri hjá þjónustuíbúö- um aldraðra og mætir eldsnemma í vinnuna. Þegar ég kom heim aftur var kom- inn tími til að koma ungunum í skól- ann. Helga Sigríður er átta ára en einnig á ég átján ára son sem er í Menntaskólanum við Sund og þarf að koma þeim báðum af stað skól- ann. Einnig er í húsinu listaspíra með kærastanum en þau sjá um sig sjálf en hún fer í Handíða- og mynd- Ustarskólann. Þegar þessu öUu var lokið þurfti að viðra hundinn en við eigum fjögurra mánaða hvolp. Ég held að klukkan hafi verið að verða níu þegar ég lauk við að koma í mig skyrinu og kom mér því næst upp á Stöð 2. Þar átti ég að vera mættur níu til að klippa tvö innslög, eitt í fréttirnar um nýuppgötvaðan jarðhita í HofsjökU en þangað fór ég um síðustu helgi. Einnig þurfti ég klippa innslag í þáttínn Visa-sport en það var um leiðangur á fáfarinn tind á HofsjökU miðjum sem er nafn- laus. Þetta tók um þijá tíma en þá gafst mér tími til að ræöa við Ingva Hrafn um viðbót við veðurfregnirnar á Stöð 2. Viö ætlum að bæta þjónustu þar og lögðum línur í því. Sústuttavill beikon og egg Það var kappsmál mitt að vera kominn heim klukkan eitt því þá kemur Helga Sigríður úr skólanum og ég þarf að taka á móti henni. Uppáhaldshádegisverður hennar er Ari T rausti gengur frá málverkum eftir föður sinn, Guðmund Einarsson frá Miðdal, ásamt bróður sínum, Agli Má. DV-mynd Brynjar Gauti beikon og egg. Aftur þurftí svo að viðra hundinn. Það biðu mín skilaboð að hringja í Saga-Film en ég hef verið að vinna kynningarefni um myndir sem fyrir- tækið framleiðir. Það þurfti að búa tíl enska kynningu með tveimur myndum sem eiga að fara á erlendan markað, um hvalaskoðun undan Hornafirði og jöklaferðir og mynd um Þjórsárver. Einnig þurftí að skipuleggja fund um nýtt verkefni sem er í uppsiglingu. Þá þurftí ég að kíkja í tölvuna og laga myndatexta í óútkomna bók hjá Vöku-Helgafelli. Þaö er bók sem ég er að vinna, reynd- ar önnur af tveimur, um eldvirkni á íslandi. Aldarafmæli undirbúið Um tvöleytið þurfti ég að vera kom- inn upp í Grafarvog að hitta bróðir minn en þar biöu kassar með mál- verkum eftir foður okkar, Guðmund Einarsson frá Miðdal. Við þurftum að ganga frá myndunum sem voru á leið á sýningu í Listasafni Akur- eyrar. Það er byrjunin á mörgum sýningum sem verða næsta tvö árin. En faðir okkar hefði orðið eitt hundr- að ára árið 1995. Skrifað til Pólverja Þegar ég kom heim aftur hringdi ég í Landgræðsluna, en þar hef ég Málverkum pakkað niður Finnur þú fimm breytingar? 250 Nafn: Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefiir fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 250 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavfk Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fertugustu og áttundu get- raun reyndust vera: 1. Guðrún Lísbet Níelsdóttir, Garðarsvegi 22, 710 Seyðisfirði. 2. Steinþór G. Stefánsson, Brú 2, 701 Egilsstaðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.