Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1994, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 26. MARS 1994 íþróttir DV ræðir við Petr Baumruk, Tékkann í handboltaliði Hauka: Gæti ekki hugsað mér að leika með neinu öðru félagi Það var fyrir fimm árum sem Hauk- ar komu auga á þennan snjalla leik- mann. Viggó Sigurðsson, sem þá þjálfaði Hauka, sá Baumruk í leik með Tékkum gegn íslendingum í Laugardalshöllinni í febrúar 1989. Strax eftir leikinn hafði Viggó tal af Baumruk og ræddi þann möguleika að hann kæmi til félagsins. Baumruk tók sér góðan tíma til að gera upp hug sinn, enda með íleiri tilboð upp á vasann, en að lokum tók hann þá ákvörðun að koma til íslands. Hann lék fyrst með Haukum í úrslita- keppni 2. deildar í ágúst 1989 þar sem Haukar tryggðu sér 1. deildar sæti og eftir það hefur leiðin legið upp á við hjá félaginu. „Avidesa á Spáni og Essen í Þýska- landi töluðu einnig við mig en eftir langa umhugsun ákvað ég að taka tilboði Haukanna og sé ekki eftir því. Mér hefur liðið einstaklega vel hjá Haukum og ég gæti ekki hugsað ' mér að leika meö neinu öðru félagi,“ sagði Baumruk í spjalli við DV. Hann býr ásamt konu sinni Jaroslövu Baumruk í Hafnarfirði. Þau eiga saman tvær stúlkur, Petreu, 8 ára, og Katarinu, 5 ára, og á mánudaginn eignuðust þau þriðja bamið þegar Jaroslava fæddi myndarlegan dreng á faeðingardeild Landspítalans. „Ég var sjö ára gamall þegar ég byijaði að æfa handbolta og lék þá með liði sem heitir Shclovosice. 17 ára gamall komst ég í unglinga- landsliðið. Þegar ég var 18 ára gekk ég í herinn og þar æfðum við hand- bolta. Stóru félögin í Tékklandi fylgd- ust með strákum í hemum og það var þá sem Dukla Prag kom auga á ' mig. Ég gekk til hðs við félagið og lék með því í níu ár,“ segir Baumruk. Hann vann sér fljótlega sæti í tékk- neska landsliðinu og var þar fasta- maður í mörg ár. Hann á að baki 145 landsleiki og hann lék með landslið- inu á tvennum ólympíuleikum. í Se- oul í Kóreu 1988 og í Barcelona 1992 og eftir leikana í Barcelona hætti hann í landsliðinu. Barda, sem nú er landsliðsþjálfari Tékka, haföi samband við Baumruk ekki alls fyrir löngu og bað hann að leika með landsliðinu mikilvægan leik gegn Slóvenum í Evrópukeppninni en ' Baumruk gaf ekki kost á sér. Baumruk fékk mikla viðurkenn- ingu á ferli sínum árið 1989 en þá var hann valinn íþróttamaður Tékkósló- vakíu. Eins og ein stór fjölskylda „Mér og fjölskyldunni hefur liöið - Óhætt er að segja aö Tékkinn Petr Baumruk hafi verið mikill hvalreki á fjörur handknattleiksdeildar Hauka þegar hann gekk til liðs við félagið fyrir fjórum árum. Þessi kraftmikli leikmaður hleypti strax nýju blóði í Haukaliðið og frá því að vera miðlungslið á íslenskan mæli- kvarða eru Haukamir nú með eitt albesta lið landsins og á dögunum hampaði liðið bikar í fyrsta sinn í rúm 40 ár þegar Haukar urðu deild- armeistarar. Á þessum fjórum árum hefur Baumruk leikið stórt hlutverk með Haukaliðinu. Hann hefur stjórnað varnarleik liðsins af festu og skorað mikið af mörkum og það er á engan hallað að segja að Tékkinn hafi verið kjölfestan í leik Hauka. Stolt fjölskylda á fæðingardeildinni. Petr Baumruk, kona hans Jaroslava Baumruk, Petra og Katarina eru hér ásamt nýja fjölskyldumeð- limnum á fæðingardeild Landspítalans í vikunni. DV-mynd Brynjar Gauti mjög vel á íslandi. Hér er gott að búa, loftið hreint og tært og fólkið vingjarnlegt, en það sem helst er hægt að setja út á er veðrið og dýrtíð- in. Strákamir í Haukum og allir for- ráöamenn félagsins hafa tekið okkur einstaklega vel og félagið er eins og ein stór fjölskylda. Allir hafa keppst um að hjálpa okkur. Það hefur kom- ið til tals hjá okkur að setjast að á íslandi og þá að sækja um íslenskan ríkisborgararétt og ég hef rætt við Þorgeir Haraldsson, formann hand- knattsleiksdeildarinnar, um þau mál.“ Jaroslava kona Baumruks vinnur á röntgendeild Landspítalans, Petra er í skóla og Katarina í leikskóla og tala þær allar mjög góða íslensku. Baummk hefur hins vegar verið lat- ur við að læra málið en nú horfir allt til betri vegar þvi á æfingum hefur Jóhann Ingi fyrirskipaö að aðeins megi tala íslensku við Baumruk. Baumruk starfar hjá handknattleiksdeild Hauka og þjálf- ar yngri flokka félagsins. Hann stundaði nám í íþróttafræðum í rúss- neskum skóla í Tékklandi og Haukar hafa verið mjög ánægðir með störf hans. Hef áhuga á að þjálfa Haukana Haukar hafa haft góða þjálfara í sín- um herbúðum undanfarin ár. Nú þjálfar Jóhann Ingi Gunnarsson liðiö og á undan honum var Viggó Sig- urðsson við stjómvölinn. Jóhann Ingi er með samning út þetta keppn- istímabil og mun að öllum líkindum framlengja samning sinn til eins árs. Eftir það er allt óljóst en óneitanlega hefur nafn Petr Baumruks komið upp þegar rætt er um þjálfara. En hefur hann sjálfur áhuga á því? „Já, ekki neita ég því að ég hefði áhuga en í dag er of snemmt að ræða þetta. Ég einbeiti mér núna 100% að því að spila handbolta og meðan ég er í góðu formi ætla ég að halda áfram í handboltanum á fullu." - Hvernig finnst þér handboltinn á íslandi standa? „Aðalvandamálið í íslenskum handknattleik að mínu mati er að menn nenna eöa vilja ekki spila vöm. Sóknarleikurinn er góður en ætli menn sér að ná langt verður að bæta varnarleikinn. Ég hef séð miklar framfarir í handboltanum hér á landi síðan ég kom hingað fyrst og nú em 8-10 mjög góð lið hér á landi þar sem munurinn á þeim er ekki svo mikill. Heima í Tékklandi er breiddin ekki svona mikil því þar em einungis 2-3 hð sem em sterk. Ég sé mikinn mun á íslenska landsliðinu hér heima og í leikjum erlendis. Liðið spilar vel á heimavelli en getur leikið mjög illa á útivöllum. Mér finnst mjög raunhæft að segja að ísland geti orðið í 4.-5. sæti á HM hér á landi 1995.“ Haukar og Selfoss leika til úrslita - Nú liður að úrslitakeppninni. Hverju spáir þú um leikina þar? „Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða hð verður íslandsmeistari. Mér sýnist að allir leikirnir í 8-liða úrslitunum verði mjög spennandi. Ég spái þó að við vinnum Aftureld- ingu, Víkingur vinni FH, Selfoss vinni KA og að Valur vinni Stjörn- una. í undanúrslitunum vinnum við Víking og Selfoss tekur Val og th úrshta um titihnn leika Haukar og Selfoss. Það er alltaf erfitt að leika gegn hðum eins og Selfossi, Val og FH og þetta eru yfir höfuð erfiðustu andstæðingamir." - Geturðu nefnt einhverja leikmenn á íslandi sem eru öðrum fremri? „Það eru margir góðir leikmenn á íslandi og breiddin er ahtaf að auk- ast. Valdimar Grímsson og Sigurður Sveinsson koma svona fyrst upp í hugann, þar eru toppleikmenn á ferð. Þeir eru afburðasóknarmenn en eins og fleiri eru þeir ekki góðir varnar- menn. Mér fannst Kristján Arason frábær leikmaður í sókn sem vörn þegar hann var heih. Annars finnst mér þessir eldri leikmenn hér á ís- landi yfir höfuð mjög góðir og get þá nefnt menn eins og Sigga Sveins, Alfreð og Pál Ólafsson. Þá em marg- ir ungir og efnilegir strákar í hand- boltanum hér, og þá get ég nefnt mann eins og Dag Sigurðsson í Val,“ sagði Baumruk. Gefhonum toppeinkunn Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, var inntur áhts á Petr Baumruk. „Baumruk er alveg einstakur íþróttamaður og er atvinnumaður í hugsun. Hann leggur sig 100% fram á hverri æfingu, hann setur aldrei út á störf þjálfara og það er alveg sama hvað það er. Þó svo að ég léti strákana í bahett myndi Baumruk segja það vera rétt þvi það er þjálfar- inn sem ræður. Hann er greinilega ahnn þannig upp, er samviskusamur og er sannur íþróttamaður. Hann var mjög sterkur fyrst þegar hann kom th Haukanna fyrir fjórum árum en síðan var hann aðeins farinn að dala á þriðja árinu. Síðan kom hann mjög sterkm- upp í fyrra, skoraði þá mjög mikið, en í ár hefur hann verið hðs- hehdarmaðurinn og verið sérlega sterkur að undanfórnu. Hann er kjöl- festan í vamarleiknum og hefur ver- ið mjög vaxandi sem sóknarmaður. Baumruk og fjölskylda hafa aðlag; ast mjög vel hér á landi og hann hef- ur verið að skha mjög góðu starfi sem þjálfari hjá félaginu. Eg sé alveg fyr- ir mér í náinni framtíð að hann taki við Haukahðinu þegar fram hða stundir. Ég gef honum því alveg topp- einkunn bæði sem íþróttamanni og rnanni." Ég sé ekkert fararsnið á honum Þorgeir Haraldsson, formaður hand- knattsleiksdehdar Hauka, tekur undir orð Jóhanns: „Við vorum ofsa- lega heppnir að fá Baumruk og höf- um átt mjög góð samskipti við hann og fjölskyldu hans. Hann hefur unnið einstaklega gott starf hjá okkur og ég tel aö hann eigi mjög stóran þátt í gengi Haukaliðsins í vetur. Störf Viggós og Jóhanns Inga ásamt komu Baumruks eru grunnurinn að þess- ari velgengni- Ég sé því ekkert farar- sniðáhonum." -GH * ý Get vel hugsað mér að setjast að á f slandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.