Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 Fréttir Enn talin þörf á frekari rannsóknum hjá Hringrás eftir fjögurra ára stapp: Jarðvegurinn á svæðinu er enn PCB-mengaður „Málið varðandi spennana er úr sögunni. Það er búið að taka olíuna og senda hana Sorpu og spennarnir eru famir til vinnslu en mengunin í jarðveginum er þarna ennþá,“ segir Tryggvi Þórðarson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirhti Reykjavíkurborg- ar. Eins og greint var frá í DV fyrir íjórum árum fundust spennar á at- hafnasvæði Hringrásar við Sunda- höfn. Spennarnir innihéldu PCB- mengaða oUu sem lak út í jarðveginn á athafnasvæði Hringrásar. Þar var einnig móttaka notaðra rafgeyma og oUu þeir sýru- og blýmengun í jarð- veginum sem að sögn kunnugra er óviðunandi. Tryggvi segir að lauslegar þreifmg- ar og athuganir hafi verið í gangi en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvað gert verði. Reykjavíkurhöfn, borgarverkfræðingur og Heilbrigðis- eftirlitið hafi átt með sér samstarf og hingað hafi verið fenginn sérfræð- ingur frá Kanada til ráðlegginga. Aðspurður sagöi Tryggvi að áhrif mengunarinnar væru óljós. PCB væri efni sem brotnaði ekki auðveld- lega niður. Ef mengunin væri kyrr í jarðveginum væru áhrifin engin en hitt væri Ijóst aö ef hún bærist út frá svæðinu þá gæti hún haft eituráhrif á þann hátt að efnið safnaðist fyrir ofarlega í fæðukeðjunni þar sem maðurinn er efstur. „Það hefur eitur- Hringrás í kerfinu Júlí '89 Greint frá því í fréttum aö menguð PCB-olía finnist í spennum á athafnasvæði Hringrásar. Ágúst '90 Greint frá þvf í fréttum að sýru- og blýmengun sé aö finna á athafna- svæði Hringrásar. Mars '93 Eiður Guðnason, umhverfisráöherra, segist ætia að skoöa máliö. Apríl '94 Málið til athugunar hjá borgarverkfræðingi. Des. '93 Kanadískur sérfræöingur skilar skýrslu að lokinni rannsókn og segir frekari rannsókna þörf. '93 H e i I brigði sefti rl it Reykjavíkur gerir athugun á ástandinu. Segir aö þörf sé rannsóknar. N6v. '93 Verkfræðistofa skilar skýrslu eftir að hafa kannað málið. Segir aö frekari rannsókna sé þörf. Hringrás hefur ekki starfsleyfi til að taka á móti PCB eða rafgeymum fyrr en úrbætur hafa verið gerðar á aðstöðu fyrirtækisins. DV-mynd GVA áhrif og það er tahð mjög óæskilegt að fá þetta efni út í umhverfið,“ segi Tryggvi. PCB er mjög hættulegt og getur lít- ið magn valdið krabbameini. Til dæmis var starfsmönnum Hringrás- ar boðin læknisskoöun, á sínum tíma, hjá atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvarinnar. Hringrás hefur ekki starfsleyfi til að taka á móti PCB eða rafgeymum fyrr en úrbætur hafa verið gerðar á aðstöðu fyrirtækisins og Heilbrigði- seftirhtið hefur eftirht með starfsemi fyrirtækisins. Hins vegar er ljóst að ef nauðsynlegt reynist að fara út í jarðvegsskipti þá er um kostnaðar- samar framkvæmdir að ræöa. „Við teljum að það eigi að fara út í frekari rannsóknir áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvað á að gera,“segirTryggvi. -pp Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur: Er að velta málinu fyrir mér „Ég er með máhð til umsagnar og er að velta því fyrir mér. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvað beri að gera,“ segir Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur. - Er þörf frekari rannsókna í mál- inu? „Það er þaö sem menn eru að klóra sér í höfðinu yfir. í fyrsta lagi var heilbrigðiseftirhtið að gera athugun. Síðan létum við verkfræðistofu at- huga hvað aðgerðir á lóðinni mundu kosta og hverjar yrðu fýsilegastar og þar var rannsökuð betur mengun á lóðamörkunum og hún var miklu minni en mælst hafði í blettum inni á lóðinni. Menn gáfu sér það að það kæmi til áhta að lofa þessu öhu sam- an að vera og ganga frá með steypu og malbiki og þétta svo með jarðvegs- fylhngum í lóðamörkunum. Síðan fengum við erlendan ráögjafa sem hefur meiri reynslu og þekkingu en við á umhverfisathugunum til að skoða máliö. Hann lagði til frekari rannsókn og frekari mæhngar. Það er það sem ég er að velta fyrir mér; hvort það sé ástæða til að fara út í þær eða hvort við eigum að fara beint út í frekari aðgerðir." - Er þetta ekki orðið nokkuð langt ferh sem máhð hefur gengið í gegn- um? „Jú, það má nú segja það. En það skýrðist fyrst verulega með skýrslu heilbrigðiseftirlitsins í ágúst ’93. Næsta skref var tekið strax á eftir th aö taka fyrir frekari mengun á lóða- mörkunum. Það eru því sárahtlar eða engar líkur á þvi að nokkuð ber- ist út af lóðinni. Þannig að þama er ekki nein „panic situation“,“ segir Stefán. Stefán segir að Hringrásarmenn hafi fengið Iðntæknistofnun til aö vinna að umhverfisútekt á starfsemi fyrirtækisinsr Hann segir þetta já- kvætt en taki ekki á fortíöarvanda starfseminnar. „Þar erum við ekki komnir að niðurstöðu. Jafnvel lærða menn greinir á um framhaldið," seg- ir Stefán. Hann segist jafnframt efast um að menn séu komnir á það kunn- áttustig að þeir viti hvað sé 100 pró- sent öruggt í þessum fræðum. -PP I dag mælir Dagfari Blikar á stál í Breiðabliki Það er víðar barist en í Bosníu. í virðulegu fjölbýhshúsi viö Efsta- leiti í Reykjavík standa menn nú gráir fyrir jámum og blokkin logar í ófriði. Hús þetta gengur undir nafninu Breiðablik og er byggt og búsett af mörgum vahnkunnum heiðursborgurum sem flestir hverjir em sestir í helgan stein. Menn úr viöskiptalífínu og opin- bera lífínu sem hafa átt langan og erilsaman starfsdag og ætla mætti að sitji á friðarstóh í þægilegu umhverfi. En enginn veit sína ævina fyrr en öh er því íbúamir í Breiðabliki hafa nú lýst yfir stríði hver gegn öðmm og standa í haröari og grimmari átökum en þeir hafa áður upplifaö á sínum dögum í hringiðu þjóðlífsins. Griðarstaðurinn er orð- inn að vígvelh. í síðustu viku sendi stjóm húsfé- lagsins frá sér tilkynningu um að- alfund. Þar fylgir með dagskráin og þar segir: „Að ræða skuh hvort beita skuh 17. grein fjölbýhshúsalaga gagn- vart Bent Scheving ThorSteinssyni vegna ítrekaðra brota hans á um- gengnisreglum. Aðvömn eða brott- vikning úr húsinu kemur til áhta ef ekki vih betur“. Dagfari hefur þetta úr DV. í frásögn DV kemur fram aö Bent Scheving og félagar hans hafi mót- mælt sölu húsfélagsins á húsnæði á jarðhæð og haft betur í héraðs- dómi. Húsfélagið hyggst áfrýja þeim dómi til Hæstaréttar og má það ekki minna vera en að sjálfur Hæstiréttur skerist í leikinn þegar góðborgarar á efri árum fara í hár saman. Ennfremur kemur fram að Bent þessi Scheving hefur kvartað und- an vínkrá eða ölstofu sem innrétt- uð hefur verið á jarðhæðinni beint andspænis íbúð Bents. Hafa hann og hans fjölskylda haft mikinn ama af starfsemi bjórstofunnar og hafa leitað allra leiða til að stöðva starf- semi hennar. Þessum málatilbúnaði og röfli í Bent Scheving vih meirihluti íbú- anna í Breiðabhki mótmæla og stöðva. Þeir vfija fá að selja hús- næöi í sameign húsfélagsins án þess aö Bent geti ráðið því. Þeir vhja hafa sína ölstofu í friði og drekka sinn bjór á síðkvöldum án þess að það abbist eitthvað upp á Bent. Ekki geta eldri borgarar og heldri borgarar ráfað um á bjórkrám Reykjavíkur eöa látið sjá sig á al- mannafæri innan um annað fólk, enda valinkunnir heiðursborgarar sem hafa vanist því að vera yfir almúgann hafnir. Þeir þurfa sinn einkabar og sinn einkabjór og Bent Scheving á ekkert með að segja þeim hvenær þeir geta drukkiö sinn bjór. Ef hann vih ekki búa við hhðina á barnum þá getur hann flutt. Og ef hann vill ekki flytja þá kemur það fylhlega til greina að víkja hon- um brott úr blokkinni. Ef maður- inn tekur ekki sönsum og sættir sig við aö búa í húsi með öðru sívihser- uöu fólki verður hann fluttur í burt með valdi. Það mun verða rætt á aðalfundin- um innan skamms. í gamla daga héldu þessir menn aðalfundi í sínum fyrirtækjum og sínum stjómmálaflokkum og af- hausuðu þá sem voru með múður. Enda þótt þeir reki ekki lengur fyr- irtæki né flokka þá gildir sama reglan á aðalfundum. Ef menn brúka kjaft og em ekki sammála meirihlutanum þá getur fjandinn hirt þá. Þá hafa þeir ekkert að gera í félagsskapinn eða blokkina sem þeir búa í. Bent og hans fáu fylgismenn ætla ekki að sætta sig við þessa vald- níðslu og Bent hefúr krafist þess að stjóm húsfélagsins biðji sig af- sökunar á ærumeiðandi ummæl- um í fundarboðinu. Húsfélags- stjómin sinnir því í engu. Það stefnir því í hörkuslagsmál á þessum aðalfundi og er vonandi að fréttamönnum og sjónvarpsfólki verði hleypt inn á fundinn til að skýra frá atburðarásinni og vopna- brakinu. Vonandi kemur til handa- lögmála og slagsmála og það verður dýrleg sjón að sjá hinar gömlu kempur og ellihfeyrisþegana í Breiðabliki gera út um sín mál á fundinum. Vonandi stenst blokkin þau átök. Af þessari deilu má ráða að ís- lensk gamalmenni seljast ekki á friðarstól þótt þau dragi sig í hlé frá amstri dagsins. Það má ahtaf finna sér eitthvaö til dundurs í ell- ínm. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.