Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 Vidskipti Bensín hækkar íRotterdam Frekar lágt verð hefur fengist fyrir karfa á fiskmörkuðum að undanfómu. Meðalverðiö í gær var 44 krónur kílóið. Hlutabréfavísitala VÍB hefur hækkaö jafnt og þétt í þessari viku eftir sveiílur í síðustu viku. Talan í gær fór í 594 stig, einkum vegna hækkunar hlutabréfa 01- íufélagsins. 98 oktana bensín hækkaði um tvo dollara tonnið í Rotterdam á þriðjudag, fór í 164,50 dollara. Japanska jenið er komið upp fyrir 0,70 krónur en var þar fyrir neðan í síðustu viku. Hang Seng vísitalan í kauphöll- inni í Hong Kong hefur á einni viku hækkað um 5,6%, var 9753 stig í gær. -bjb Hagnaður fyrirtækja á hlutabréfamarkaði: 1,7 milljarðar Af því 21 fyrirtæki á hlutabréfa- markaði sem hefur tilkynnt afkomu sína á síðasta ári skiluðu 17 þeirra hagnaði upp á 1,7 milljarð alls. Fjög- ur fyrirtæki töpuöu alls um 900 millj- ónum. Þetta er mun betri afkoma en árið 1992. Athygli vekur árangur sj ávarútvegsfyrirtækj a. Ástæður betri afkomu eru einkum hagræðing fyrirtækjanna og auknar kröfur hluthafa um hallalausan rekstur. Fyrirtæki hafa almennt aukið arðsemi eiginfjár sem þykir góður mæhkvarði á árangur þeirra. Á meðfylgjandi grafi má sjá arðsemi eigmfjár 6 stærstu fyrirtækjanna sem hafa haldið aðalfund. Þess má geta að íslenska útvarpsfélagið náði 175% arðsemi eiginfjár en eiginfjár- hlutfallfélagsinsermjöglágt. -bjb Arðsemi eiginfjár* * 6 eignamestu hlutafélög sem hafa haldið aöalfundi ............................................. Verðsprenging væntanleg á loð- dýraskinnum íslensk minka- og refaskinn verða á uppboði í Kaupmanna- höfn í næstu viku. Reiknað er meö aö verö fyrir skinnin hækki enn meir. Vísbending um það er frá uppboði sem fram fór í Finn- landi sL þriðjudag á flnnskum loðdýraskinnum. Þar fékkst t.d. hæsta meðalverð fyrir blárefa- skinn sem sést hefur í Finnlandi í hálfa öld eða 9 þúsund krónur fyrir skinnið. Fyrir uppboðin í Kaupmanna- höfn í vetur voru send frá islandi 150 þúsund minkaskinn og 20 þúsund refaskinn. Tvö uppboð eru að baki og tvö eftir i vor. ís- lenskir loðdýrabændur eiga jafn- vel von á enn hærra verði fyrir skinnin en þeir hafa séð til þessa. Hagnaður hjá ís» lenskum sjávar- afurðum hf. Lögmaður húsfélagsins Breiðabliks: Fundurinn haldinn og enginn beðinn afsökunar „Við erum að velta bréfinu fyrir okkur og alls kostar óvíst hvort eða hvemig verður tekið á því. Það er öruggt að aðalfundurinn verður haldinn og enginn beðinn afsökun- ar,“ sagði Siguröur Helgi Guðjónsson í samtali við DV en hann er lögmað- ur húsfélagsins Breiðabhks sem rek- ur fjölbýlishúsið Efstaleiti 10-14 í Reykjavík. Eins og kom fram í DV í gær sendi lögmaöur Bents Schevings Thor- steinssonar, íbúa í húsinu, bréf til húsfélagsins þar sem athugasemd er gerð við aðalfundarboð. Þar er óbeint gefið í skyn að Bent verði rekinn úr húsinu láti hann ekki af „ítrekuðum brotum á umgengnisreglum", eins og stóö í fundarboöinu. Lögmaður Bents fór fram á það við formann húsfélagsins að Bent yrði beðinn af- sökunar. Svar lögmanns húsfélags- ins liggur fyrir þannig að átökin í félaginu halda áfram. Hér birtist mynd af Efstaleiti 10-14 sem húsfélagið Breiðablik rekur. Vegna mistaka birtist mynd í DV í gær af blokk við Miðleiti sem húsfé- lagið Gimli rekur. Svo vitað sé er allt í góðu lagi þar og Gimlis-félagar beðnir velvirðingar á myndaruglinu. DV-mynd ÞÖK Bent var ásamt tveimur öðrum íbú- um í húsinu ekki sáttur við þá ákvörðun meirihluta húsfélagsins að selja hluta sameignar á jarðhæðinni. Dómur hefur gengið i því máli í hér- aðsdómi sem á að áfrýja. Héraðsdómari dæmdi þremenn- ingunum í húsfélaginu í hag sam- kvæmt þeirri meginreglu að hlutur í óskiptri sameign verði ekki seldur nema allir eigendur samþykki. Á húsfundi Breiðabliks í september á síöasta ári var samþykkt að selja hluta sameignarinnar með 29 at- kvæðum gegn 3. Samþykktin er athyglisverð í ljósi orðsendingar sem stjórn húsfélags- ins sendi til allra íbúa í júlí 1993. Þar segir m.a.: „Stjórn húsfélagsins þarfnast samþykkis allra íbúðareig- enda til sölu þessarar. Hafi stjórninni. ekki borist söluumboð frá öllum íbúðareigendum fyrir 15. ágúst 1993 mun hún hta svo á að mál þetta sé niður fallið og ekki aðhafast frekar í því.“ Söluumboð barst ekki frá öll- um eigendum en samt var salan tek- in fyrir á húsfundi í september. Með_ fundinum hófust átök sem ekki er séð fyrir endann á. -bj b Áhríf frá átökum i Bosníu Áhrifa er farið að gæta á olíumark- aði frá átökunum i Bosníu. Verð á gasolíu hækkaði á þriðjudag en henni er blandað saman við þotu- eldsneyti. Magnist átökin þar syðra má almennt búast viö verðhækkun á olíu og bensíni. 95 og 98 oktana bensín hækkaði sömuleiðis á þriðju- dag en 92 oktana bensín er á svipuðu verði og fyrir viku. Tunnan af hráolíu var í gærmorg- un að nálgast 15 dollara en svo hátt verð hefur ekki sést á mörkuðunum síöan í nóvember á síðasta ári. Líkt og aðrar tegundir gæti hráolían fylgt gasohunni eftir ef allsheijarstríð hefst fyrir alvöru í Bosníu aftur. Sykur og gull á markaði í London hafa lækkað frá því meðfylgjandi grafapakki var birtur síðast. Verð fyrir bómull og kafíi hefur htið breyst. Tölurnar inni á gröfunum eru frá þriðjudegi hvað ohu og bensín varð- ar en aðrar tölur eru frá síðustu helgi. -bjb Aðalfundur Islenskra sjávaraf- urða hf. fyrir árið 1993 hófst í morgun á Hótel Sögu. Samkvæmt ársskýrslu, sem þar var lögð fram, hagnaðist fyrirtækið um 62 milljónir króna á síðasta ári. Ef hlutdeild í dótturfélögum er tekin meö nam hagnaöurinn rúmri 51 milljón króna. Heildartekjur á síðasta ári voru 13,9 milljarðar króna sem er 808 milljónum meira en árið 1992. Útfluttar sjávarafurðir að magni til námu 54 þúsund tonnum eða einu þúsundi tonna meira en 1992. Eigið fé var 862 mifíjónir í árslok 1993 og eiginfjárhlutfallið 57,5%. Á aðalfundinum leggur stjórn félagsins til að hluthöfum verði greiddur 5% aröur. Ritumvið- skiptaáætlanir Út er komið smáritið Gerð viö- skiptaáætlana sem er þriðja ritiö í smáritaröö Viðskiptastofnunar Háskólans og Framtíðarsýnar hf. Höfundar þessa rits eru þeir Gestur Bárðarson hjá Tækniþró- un hf. og Þorvaldur Finnbjöms- son hjá Rannsóknarráði ríkisins. Smáritið er ætlað öllum þeim sem hyggjast stofna nýtt fyrir- tæki eða breyta þegar starfandi fyrirtæki á einhvern hátt og vilja setja fram hugmyndir sínar í formi viðskiptaáætlunar. Sextíu þúsund verðbréfskiptu umeigendur Samkvæmt fréttabréfi frá Verð- bréfaþingi íslands skiptu 60 þús- und verðbréf um eigendur á tíma- bilinu l. október 1993 til 31. mars 1994. Að meðaltali skiptu því 10 þúsund bréf um hendur á mánuði á tímabilinu. Mestur var fjöldinn tæplega 3 þúsund bréf á einum degi og var það „vaxtalækkunar- daginn mikla" þann 29. okt. sl. Heildarverömæti þessara viö- skipta voru tæplega 36 mfíljarðar króna. Bankarípappírs- lausviðskipti Bankar og sparisjóöir munu innan skamms taka upp pappírs- laus viðskipti. Þetta kemur fram í Viðskiptavakanum, fréttabréfi um papplrslaus viöskipti. Verið er aö ljúka við frágang tækni- legra atriða til að geta hafist handa. Með pappírslausum viðskiptum í bönkum og sparisjóðum bjóöast fjölmargir möguleikar fyrir fyrir- tæki. Hægt verður aö afgreiöa launagreiöslur og skil launa- tengdra gjalda beint til bankans meösjálfVirkumhætti. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.