Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 15 Þegar lýðræðið bregst: Sirkus J-Olína enn á ferð „Þegar henni varö ljóst aö venjulegt félag myndi ekki nægja til þess aö ná einum fulltrúa inn á næsta flokksþing ákvað hún að stofna félag á landsvísu utan um sjálfa sig.“ Fyrir tveimur árum skrifaði ég grein í Moggann um fjölmiðlasirk- us þeirra Olínu Þorvarðardóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur sem þær buðu landsmönnum upp á í kringum síðasta flokksþing Al- þýðuflokksins. Þessi pólitíska sam- loka virðist ætla að byrja æfingarn- ar snemma í ár með því að smíða heimatilbúna fallbyssu fyrir Jó- hönnu undir nafninu Jafnaðar- mannafélag íslands. Sirkus J-Ólína er enn á ferð. í fyrsta lagi er það auðvitað hin mesta móðgun að ætla sér að nota eins virðulegt nafn og Jafnaðar- mannafélag íslands um fýlufélag nokkurra einstakhnga sem hafnað hefur verið í lýðræðislegum kosn- ingum innan Aiþýðuflokksins. Það er hins vegar ágætt að það upplýs- ist hér að undirritaður og nokkrir sannir jafnaðarmenn komu fram með þá hugmynd fyrir tveimur árum að stofna Jafnaðarmannafé- lag Reykjavíkur. Þessari hugmynd stal Ólína. Þegar henni varð ljóst að venjulegt félag myndi ekki nægja tíl þess að ná einum fulltrúa inn á næsta flokksþing ákvað hún að stofna félag á landsvísu utan um sjálfa sig. Eitt félag - eitt atkvæði, er slagorð ÓMnu. Yfirfrakkafélag Ólínu undir nafninu Jafnaðar- mannafélag íslands verður aldrei tekið inn í Alþýðuflokkinn á meðan undirritaður hefur þar einhver áhrif. Ólína XV Það er tilræði við lýðræðið í land- inu, skipulag Alþýðuflokksins og sjálfa jafnaðarstefnuna að stofna félag utanum gjallarhorniö Ólínu Þorvarðardóttur. í hvert skipti sem henni hefur verið afhentur hljóð- nemi í hönd hefur hún öskrað eins og ljón. Allir vilja þagga niður í henni, jafnvel hin ríkisrekna fréttastofa Sjónvarpsins gat ekki notað hana. Við jafnaðarmenn reyndum að nota hana í síðustu borgarstjórnar- kosningum. Hún stóð sig mjög vel - nema hvað kjósendur höfnuðu henni í lýðræðislegum kosningum. En Ólína hafði dottið í lukkupott- inn því sem borgarfulltrúi var hún sjálflcjörin á flokksþing. Þar nudd- aði hún sér utan í virðulega jafn- arðarmenn af landsbyggðinni og reyndi fyrir sér í flokksstjórnar- kjöri. Þar var henni hafnað í lýð- ræðislegri kosningu en náði inn KjaHariim Ámundi Ámundason framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins sem 15. og síðasti varamaður. Þess vegna gengur hún undir nafninu Ólína XV hjá gárungunum í flokkn- um. Næst reyndi borgarfulltrúinn fyrir sér í stjórn Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur sem undanfarin ár hefur verið sjálfkjörin. En allt kom fyrir ekki - Ólína var feUd í lýðræðislegri kosningu. í þetta sinn af stórskotaUði Þorláks Helgasonar sem nú ætlar að stofna fýlufélagið með ÓUnu. Smellurinn í ár Þau stórtíðindi gerðust í upphafi ársins að jafnaðarmenn og félags- hyggjufólk íjögurra flokka samein- uðust um framboð Reykjavíkur- listans. Samkvæmt skUgreiningu Ólínu og meðferðarsveins hennar er Ólína sjálf persónugervingur fyrir þessar skoðanir og utanum þær á að stofna fýlufélagið. En eins og Karl gamli Marx þá trúi ég á „díealektíska efnishyggju" og-end- urtekningu sögunnar. Breiðfylking jafnaðarmanna, allaballa, róttækra kvenna og samvinnumanna hafn- aði ÓUnu Þorvarðardóttur. Hún fékk ekki einu sinni að vera með á listanum. En eins og Ólína veit þá er fjöl- miðlafiknin ein af frumþörfum mannsins og til þess að komast í pressuna þarf aö hafa ályktun- arapparat. Ólína XV fékk því Láru V. barnadeildina úr Röskvu og tvo fyrrum starfsmenn Alþýðuflokks- ins (sem ég gat því miður ekki not- að) til þess að stofna fýlufélagið. Ef hún Jóhanna mín kemst ein- hvern tímann á loft úr leikfanga- byssu ÓUnu getur hún ekki treyst á mjúka lendingu. Öryggisnetið er riflð, félagarnir hlaupa í burtu í stað þess að draga úr falhnu og lík- legast er aö hún lendi í ljónagrifj- unni eins og síðast. Eða eins og maðurinn sagði: „Betra er að eiga flokk á fæti en ljón í gryfju". Ámundi Ámundason „Eitt félag - eitt atkvæði er slagorð Olinu. - Eða eins og maðurinn sagði: „Betra er að eiga flokk á fæti en Ijón i gryfju““, segir í greininni. Þráhyggja utanríkisráðherra Ég lét eitt sinn orð faUa á þá lund að ég treysti ekki Jóni Baldvin í utanríkismálum. Sú afstaða min hefir ekki breyst, nema síður sé. Um leið og samningar Norðmanna við ESB virtust í höfn rauk hann í fjölmiðla með þá staðhæfingu að forsendur væru breyttar, þannig að við ættum nú þegar að kanna möguleika á aðild. Það hafði hins vegar verið yfir- lýst stefna ríkisstjórnar að umsókn um aðild kæmi ekki til greina. Jón einn úr stjórnarflokkunum rauf það samkomulag. Kjartan Jó- hannsson í Brussel reyndi á sama tíma að særa okkur til að hefjast handa um aðildarumsókn en hann fékk verðuga áminningu fyrir frumhlaupið af hálfu utanríkis- málanefndar Alþingis. Mikil mótspyrna Jón Baldvin hefir nú þegar nóg- samlega að gert með því að þrýsta okkur inn í EES. Það kostaöi nokkra skerðingu sjálfstæðis og opnun landhelginnar að hluta. Sú var yfirlýst stefna Sjálfstæöis- manna að leita eftir tvíhUða samn- ingum við EB. Hún er hin eina rétta og við getum enn farið þá leið. Að víkja af þeirri stefnu var of dýr fórn KjaUarmn Eggert Haukdal alþingismaður fyrir samvinnu Jóns Baldvins um stjórnarmyndun. Af hverju stafar þessi ákefð Jóns Baldvins að koma okkur í Evrópu- sambandið? Skýringin er einfold og liggur ljós fyrir. AðUdinni fylgir þvínær óheftur innflutningur bú- vara en það er nánast eina póUtíska kappsmál hans. Þarna mætir hann mikfili mót- spyrnu í öUum flokkum. Landbún- aðarfurðir frá Evrópulöndum eru ekki umhverfisvænar. Þær eru meira eða minna spUltar. Þær eru styrktar af opinberu fé, eins og sak- ir standa, en að sögn fróðra ekki tÚ frambúðar. Þegar styrkirnir verða lagðir niður, hækkar verð varanna og nálgast okkar. Láta sér ekki segjast Landbúnaður er elsti atvinnu- vegur á íslandi, nátengdur þjóðlífi okkar og menningu. Hrun hans mun stórauka atvinnuleysið hér- lendis sem þegar hefir vaxið úr hófi fram. Atvinnuleysisbætur yrðu marg- falt hærri upphæð en núverandi stuðningur við landbúnaðinn. Sjávarútvegur er annar aðal- atvinnuvegur okkar. Óvarlegt er að treysta á hann einan. Honum er m.a. ógnað af Thorp-stöðinni við Sellafield sem eykur geislavirkni í sjó. Lítið þarf út af að bera til að gera fiskafurðir óseljanlegar. Von- andi kemur það ekki fyrir. Hvar stöndum við þá með landbúnaðinn í rúst! En Kratar láta sér ekki segjast. Þeir skella skolleyrum við fregnum um yfirgang Spánverja og lögbrot við Nýfundnaland og í írskri land- helgi enda þótt telja megi víst að svipað gerðist hér. Við íslendingar verðum að gera upp við okkur, hvort við viljum eiga landið okkar og auðlindir þess, ellegar renna inn í þjóðhaf Evrópu. Eggert Haukdal „Sú var yfirlýst stefna sjálfstæðis- manna að leita eftir tvíhliða samning- um vð EB. Hún er hin eina rétta og við getum enn farið þá leið.“ Sameining Tálknafjardar við fjögur sveitarféiög í Endurreisn „Með sam- einingu sveit- arfélaganna fimm verður í fyrsta sinn gert eitthvað raunhæft í að snúa þeirri óheillaþróun við sem fólksfækkun- Steindór Ögmunds- son vélstjóri. in er. Margt hefur veriö rey nt, til dæmis byggt mikið iþróttamannvirki sem er ekki nema hálfnýtt og útbúnar byggingarlóðir á leigulandi sem enginn vfll byggja á um leið og atvinnutækifáerum fækkar i þjónustugeíranum í byggðinni og vinnan verður enn einhæfari. Ég skil ekkihvernig byggð sem þessi á að geta lifað þessar þrengingar ein og einangruð frá nágranna- byggðariögunum. Það er þjóðfé- lagsleg skylda okkar að takast á við vandamál héraðsins og vinna að uppbyggingu þess. Fjárhags- staða sveitarfólaganna er misjöfn og hefur veriö þaö lengi en ekki má gleyma því að skjótt skipast veður í fjármálalifinu og ekki er víst að atvinnulífið standi eins vel og mai'gir vUja vera láta. Ég veit að sameiningin ein sér er engin töfralausn en horft tíl framtíðar er hún það eina sem getur gert Vestur-Barðastrandarsýslu að byggilegu svæði um ókomin ár. Ég skora því á alla Tálknfirðinga að velja byggðastefnu næstkom- andi laugardag og hafna einangr- un og afturhaldssemi. Tökum saman höndum um endurreisn atvinnulífsins í sýsiunni og stöðvum búferlaflutningana." Ekki fýsilegt „Tálknfirð- ingar eru búnir að segja nei viö sam- einingu einu sinni og mér finnst það ■ óvirðing við ný'auk'þess 'ki,a"'a E Jossdott- sem Þíb“ ur í bága við sveitarstjómariög þó að félags- málaráöuneytið hafi samið nýja reglugerð svo að Tálknfirðingar geti kosið aftur. ÖU framganga ráðuneytisins og ráðherra i þessu máli er með þeim hætti að ekki er hægt að kyngja því þegjandi oghljóðalaust. Ástand í atvinnuraálum breyt- ist ekki svo mjög við sameiningu sveitarfélaganna en Tálknfirð- ingar missa lúns vegar ýnús störf sem skipta máU. Þá er ekki fýsi- legur kostur aö húa til eina bekkj- ardeild úr öllum skólum á svæð- inu eins og starfsmenn ráðuneyt- isins hafa talað um. Þannig myndu bekkjardeildir í grumv skóla Tálknafjarðar týna tölunni en Tálknfirðingar hafa lagt mikla vinnu í eflingu og uppbyggingu skólastarfs i Tálknafirði. Sameiningin er ekki vænlegur kostur þegar litið er til áætlaðra heildarskulda sveitarfélaganna með árið 1993 í huga. Tálkna- fjarðarhreppur skuldar aðems 116 þúsund á íbúa meðan Bíldu- dalshreppur skuldar 269 þúsund á íbúa og Patrekshreppur 238 þúsund á íbúa. Ég vil sjá samstarf þessara sveitarfélaga eflast í náinm fram- tíð en liins vegar eru mörg atriði varðandi sameiningu óskýr og neikvæö. Því; segi ég nei við sanv einingunni." -GHS L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.