Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 21 Basar og kaffisala Vorbasar veröur haldinn í Dag- dvöl Sunnuhlíðar í Kópavogi á laugardag kl. 14. Þar verða seldir ýmsir handunnir munir, unnir af eldra fólki. Kafiisala verður í matsal þjónustukjarna Sunnu- hlíðar. Allur ágóði rennur til styrktar starfsemi Dagdvalar fyr- ir aldraða í Kópavogi þar sem fólk nýtur ýmissar þjónustu og stuðnings til að geta búið sem lengst heima. Björgunar- sveit Ingólfs 50ára Björgunarsveit Ingólfs í Reykjavík verður 50 ára á þessu ári og heldur upp á það með merkjasölu um helgina. Sölubörn á aldrinum 10-12 ára ganga í hús í Reykjavík og bjóða merkið tii sölu á 200 krónur. Nemenda- sýning hjá Dagnýju Björk Nemendasýning dansskóla Dagnýjar Bjarkar fer fram á Hót- el Sögu, Súlnasal, á sunnudag kl. 15. A sýningunni koma fram nemendur frá þriggja ára aldri og verða sýndar allar greinar innan skólans. Tónleikar Kársneskóra Vortónleikar Skólakórs Kárs- ness, Barnakórs Kársnes- og Þingholtsskóla og Litla kórs Kársnesskóla verða í Víðistaða- kirkju á laugardag kl. 14. Efnis- skrá kóranna er fjölbreytt og er þar að finna söngperlur íslenskra og erlendra tónskálda, þjóðlög, barnagælur og þulur. Fuglaskoðun Reyndir fuglafræðingar verða með sjónauka og fjarsjár við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði á laugardag frá kl. 16-18 við Drátt- arbrautina. Hvaleyrarlón er ákaflega áhugaverður staður til fuglaskoðunar og ekki minnst vegna þess að hann er inni í hjarta eins stærsta bæjarfélags landsins. Vortónleikar Söngsmiðj- unnar Einsöngvaradeild Söngsmiðj- unnar heldur vortónleika sína á laugardag kl. 15 í sai skólans, Skipholti 25. Flutt verða íslensk sönglög, gamlar ítalskar aríur og sviösett atriði úr óperum eftir W.A. Mozart. Ganga og útifundur Eins og undanfarin ár mun full- trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iönnemasamband íslands standa saman að hátíða- höldum í tilefni 1. maí. í ár ér fyrir- hugað að hátíðahöldin verði með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30 og mun gangan leggja af stað ■ kl. 14.00. Gengið verður niður Lauga- veg, út Austurstræti að Ingólfstorgi til útifundar. Aðalræðumenn dagsins verða Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, og Guðmundur J. Guömundsson, formaður Dagsbrúnar. Ávarp flytur Brjánn Jónsson, formaður Iðnnema- sambands íslands. Fundarstjóri verður Þórunn Sveinbjömsdóttir, formaður Sóknar. Milh ræðna leikur Bossa- nova bandið og í lok fundar munu Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína, ásamt Reyni Jónassyni, syngja nokk- ur lög. Tónleikar í Langholtskirkju Kór Langholtskirkju heldur Englands í júní. og heldur 8 tónleika. Allir tónleik- tvenna tónleika á næstunni þar sem Fyrstu tónleikarnir verða í Lang- amir eru í mjög stórum og virtum fluttar verða efnisskrár væntanlegr- holtskirkju kl. 17 á laugardag. Kór- kirkjum og tónleikasölum. ar tónleikaferðar kórsins til Suður- inn heldur til Suður-Englands 3. júní Rarik og lögreglan Vortónleikar Rarikkórsins og Lög- reglukórs Reykjavíkur verða á fóstu- dag í Fella- og Hólakirkju kl. 20.00. Stjórnendur eru Violeta Smid og Guðlaugur Viktorsson. Tónleikamir eru haldnir á 60 ára afmæli Lögreglu- kórsins. Lögreglukórinn er 60 ára um þessar mundir. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Bókmennta- hátíð á Hressó Undanfarna daga hefur staöið yfir bókmenntahátíð á Kaffi Hressó. í kvöld er síðasta kvöld hátíðarinnar og hefst upplestur kl. 21. í kvöld koma fram Magnús Gezzon, Hörður Gunnarsson, Jón Óskar, Ásdis Óladóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Þorri Þorleifsson, Bjarni Bjarnason, Nína Björk Árnadóttir og Pétur Þorsteinsson. Kynnir kvöldsins er Kjartan Magnússon. Fyrstu tónleikar Tónhstarskóla Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafn- arborg á sunnudag, 1. maí. Þaö em Greta Guðnadóttir fiðluleikari og Guðrún Guðmundsdóttir píanóleik- ari sem halda tónleikana. Greta Guðnadóttir hefur starfað sem fiðlukennari við Tónlistarskól- ann í Hafnarfirði frá því haustið 1992. Hún er einnig fastráðin sem leiðari annarrar fiðlu í Sinfóníuhljómsveit íslands og kennir við Tónhstarskól- ann í Garðabæ. Guðrún Guðmundsdóttir hefur verið undirleikari með kórum, ein- leikurum og einsöngvurum. Vortónleikar Mosfellskórsins Mosfehskórinn heldur vortónleika PáU Helgason. Meðal laga á efnis- eldri borgara í Mosfehsbæ og ná- sína í Hlégaröi, Mosfehsbæ, á fóstu- skránniemPresley-IögogBítlasyrpa grenni og kom fram í þætti hjá dagskvöld kl. 21. Kórinn var stofnað- auk fleiri laga í þeim dúr. Um síð- Hemma Gunn fyrir stuttu. ur árið 1988 og er stjómandi hans ustu helgi hélt kórinn tónleika fyrir Leikhús Þjóðleikhúsiö Stóra sviðið: Gaukshrelðrið fósttidag kl. 20.00 su nn udag kl. 20.00 Gauragangur laugardag kl. 20.00 Skilaboðaskjóðan laugardag kl. 14.00 Borgarleikhúsið Stóra svið: Gleðigjafarnir laugardag kl. 20.00 Eva Luna föstudagkl. 20.00 Leikfélag Akureyrar: Óperudraugurinn föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Bar Par sunnudag kl. 20.30 Leíkfélag Kópavogs Hedda Gabler og Brúðuheimilið föstudagkl. 20.00 Hugleikursýnir Hafnsögur 13 stuttverk föstudagki. 20.30 laugardag kl. 20.30 Jakusho Kwong-roshi heldur kynn- ingu á Zen-iðkun. Zen-iðkun Kynning á Zen-iðkun verður í hús- næði Guðspekifélagsins, Ingólfs- stræti 22. Hinn kínverskættaði Jak- usho Kwong-roshi sér um kynning- una sem er á vegum Zen-hópsins. Kwong-roshi fæddist í Santa Rosa í Bandaríkjunum árið 1935. Hann byrjaði að iðka Zen undir hand- leiðslu Shunryu Suzuki-roshi árið 1959. Árið 1978 keypti hann ásamt sjö nemendum sínum sveitasetur i Sonomafjöllunum í Kaliforníu til að þróa hið heföbundna Zen í anda kennara síns en hann er jafnframt kennari hópsins. Kynningin hefst kl. 10 á laugardagsmorgun. Þrykkí Galleríi Allrahanda í Galleríi Allrahanda, Listagili á Akureyri, sýnir Magdalena Margrét Kjartansdóttir þrykk. Verkin eru dúkristur og einþrykk unnin á þessu ári. Myndefnið er furðuhestar og til- veran. Magdalena hefur tekið þátt í mörgum sýningum hérlendis og er- lendis, til dæmis í Philadelphia í fe- brúar. Opið hús R-listans Á laugardaginn verður opið hús í kosningamiöstöð Reykjavíkurlistans að Laugavegi 31. Aö venju verður fiölbreytt dagskrá fyrir alia aldurs- hópa frá ki. 12.30 tíl 17 en megin- áherslan verður lögð á verkalýðsmál í tilefni af baráttudegi verkalýösins 1. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.