Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1994, Síða 7
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 23 Messur Árbæjarkirkja: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Þór Hauksson predikar og þjónar fyrir altari. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00. Kirkjukaffi Snæfellinga og Hnappdæla eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson, Breiðholtskirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Lok barnastarfsins, barnakór- arnir syngja. Guðsþjónusta isfirðingafé- lagsins í Reykjavík kl. 14. Prestur er sr. Örn Bárður Jónsson. Vorferðalag þarna- starfsins, þrottför frá Breiðholtskirkju kl. 13.30. Samkoma Ungs fólks með hlut- verk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11.00. Heimsókn þarna og unglinga frá Akra- nesi. Guðsþjónusta kl. 13.30. Athugið messutimann. Lögreglumenn annast alla þjónustu messunnar. Hans M. Hafsteins- son lögreglumaður predikar. Fyrir altari þjóna fyrrum lögreglumenn, sr. Sigurður Kr. Sigurðsson, sr. Kjartan Örn Sigur- björnsson og sr. Pálmi Matthíasson. Alt- arisganga. Kaffi á vegum eiginkvenna lögreglumanna eftir messu. Allir hjartan- lega velkomnir I þessa messu sem helguð er málefnum lögreglunnar. Digranesprestakali: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorþergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Dómkórinn syngur. Fella- og Hólakirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Prestur er sr. Hreinn Hjartar- son. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram og Ágústs Steindórssonar. Prestarnir. Frikirkjan i Hafnarfirði: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson. Frikirkjan í Reykjavik: Guðsþjónusta kl. 11.00. Cecil Haraldsson. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir messuna. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11, ath. breyttan messutima. Hilmar Guðlaugsson Grafarvogsbúi predikar. Barnakór Grafarvogs syngur við guðs- þjónustu í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, kl. 14 undir stjórn Sigurþjargar Helgadóttur organista. Sr. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa með altarisgöngu kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Tónleikar List- vinafélags Hallgrímskirkju kl. 17.00. Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Arni Eyjólfsson. Kór Hjallakirkju syngur. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Hvammstangakirkja: Barnasamvera kl. 11 I umsjá Lauru Ann-Howser barna- fræðara. Hafinn verður undirbúningur að vorferðalagi sunnudagaskólans sem verður I maí. Kristján Björnsson. Kársnesprestakall: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Keflavíkurkirkja: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 árd. Stund fyrir börnin í upp- hafi sem síðan fara yfir í safnaðarheimil- ið. Gurðún Ólafsdóttir, formaður Verka- kvennafélags Keflavíkur og nágrennis, og Kristján Gunnarsson.formaðurVerka- lýðs- og sjómannafélags Keflavikur og nágrennis, lesa lexíu og pistil dagsins. Prestur: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Prestarnir. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 11.00. Bjöllusveit, Drengjakór og Kór Laugar- neskirkju taka þátt í messunni sem verð- ur síðasta messa sóknarprestsins að sinni. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Neskirkja: Arlegt ferðalag barnastarfs- ins í dag. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 11.00. Farið verður I Kaldársel, grillað og skemmt sér við leik og störf. Guðs- þjónusta kl. 11.00. Athugið breyttan tíma. Guðmundur Óskar Ólafsson. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffiveitingar eftir messu. Þór- steinn Ragnarsson safnaðarprestur. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar. Sóknar- prestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.00. Organisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Ræðuefni: „Sá sem hefurtvöstörf..." Barnastarf á sama tíma. Jóhannes Sveinbjörnsson hefur sigrað í Íslandsglímunni tvö undanfarin ár. Á myndinni er hann að leggja andstæð- ing sinn að velli og tryggja sér sigur í Íslandsglímunni fyrir ári. DV-mynd GS Íslandsglíman fer fram á laugardaginn: Vinnur Jóhannes Grett- Íslandsglíman, stærsta glímumót vetrarins, fer fram í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ á laugardag- inn en þar er keppt um Grettisbeltið svonefnda. Keppni hefst klukkan 14. Til leiks eru skráðir 11 kappar, hver öðrum óárennilegri. Má þar meðal annars nefna Jóhannes Svein- bjömsson, HSK, sem unnið hefur Grettisbeltið tvö síðustu ár og Eyþór Pétursson, HSÞ, sem einnig hefur unnið tvisvar sinnum til þessa fræg- asta verðlaunagrips íslandssögunn- ar. Þá má fullvíst telja að menn á borð við Arngeir Friðriksson, bikar- meistara úr HSÞ, Ingiberg Sigurðs- son, skjaldarhafa úr Ármanni, og KR-inginn Orra Björnsson, bikar- meistara Reykjavíkur, hafl fullan hug á að bæta titlinum glímukóngur íslands í safnið. Það er því reiknað með jafnri og spennandi keppni í Mosfellsbænum á laugardaginn og spurningin er hvort Jóhannesi tekst að vinna Grettisbeltið þriðja árið í röð. Farið verður suður í Reykjanesvita. Útivist: í vitagöngunni leggur Utivist áherslu á að bjóða upp á gönguferðir við allra hæfi. Farið er í vita á suö- vesturhorni landsins og fjörur og strandlengjan í nágrenni þeirra skoðuð. í tengslum við vitagönguna er fjölskyldugangan, létt ganga fyrir fólk með börn og alla sem vilja fara rólega. Góður tími er til að skoða líf- ríki fiörunnar, spjalla og spauga. í næstu Vita- fiölskyldugöngu verður farið suður í Reykjanesvita. Lagt verður af stað frá Ingólfstorgi og komið verður við á bensínsölu BSI. Ókeypis er fyrir böm 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. íslandsmótið í pílukasti islandsmótið í pílukasti verð- ur hatdið á veitingahúsinu Fossinum, Garðatorgi 1 í Garðabæ, um helgina. Keppt verður á laugardag og sunnu- dag og hefst keppni báða dagana klukkan 10. Á laugar- deginum verður keppt í ein- menningí hjá körlum og öld- ungum en á sunnudeginum verður keppt í einmenningi kvenna og tvímenningi karla. Reykjavíkur- mötið í knattspyrnu Tveir leikir eru á dagskrá Reykjavíkurmótsins í knatt- spymu um helgina. i A-deild- inni leika í kvöld klukkan 20 KR og Víkingur. KR hefur unnið báða leiki sína og getur með sigri farið á toppinn en Víkingar hafa tapað báðum leikjum sínum. Þá er einn leik- ur í B-deildinni á laugardag- inn. Þróttur og Léttir eigast víð og hefst leikurinn klukkan 16.30. Báðir leikirnir fara fram á gervigrasinu I Laugardal. Þingholts- hlaupið á laugardaginn Skokkhópur Námsflokka Reykjavíkur stendur fyrir Þing- holtshlaupi á laugardaginn. Hlaupið hefst við Miðbæjar- skólann klukkan 12. Keppnis- vegalengdin er 5 kílómetra leið um Þingholtin. Keppt verður í þremur flokkum karla og kvenna 16-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Þrír fyrstu í hverjum flokki fá verð- launapening. Þá verður keppt í sveitum og gildír sama flokkaskipting þar. Golfmót á Hellu Vertíð kylfinga er smám saman að hefjast og um helgina verð- ur haldið golfmót hjá Golf- klúbbnum Hellu. Mótið, sem er hið árlega vormót GHR, fer fram á sunnudaginn. Leikinn verður 18 holu höggleikur, með og án forgjafar. Hengill og hellaskoðun Ferðafélag íslands stendur fyrir göngu- og skíðaferð á Hengil á sunnudag. Lagt verður af stað klukkan 10.30. Á sunnudag verður einnig farið í. hellaskoðunarferð í Arnarker. Arnarker er í hraun- breiðunni skammt neðan við vesturenda Hlíðarendafjalls- ins í Ölfusi og er það um 470 metra langt. Nafníð Arnarker er lítið notað. i daglegu tali kallast hellirinn einfaldlega Kerið og er það lýsandi nafn- gift fyrir niðurfallið. i hellin- um er hátt til lofts og vítt til veggja. Mikið er um skemmti- iegar ísmyndanir, sérstaklega síðla vetrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.