Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 7
Nemendur úr Tækniskóla. Bjarni Kristjánsson skólastjóri: AÐ „FRAMLEIÐA" TÆKNI- FRÆÐINGA ÚRIÐNSVEINUM Ræða við skólaslit í Tækniskóla íslands ÞREÐJA starfsári Tækniskóla ís lands er að ljúka. Tækniskólinn er ung stofnun og á sér ekki hliðstæðu hérlendis. Til hans er stofnað að beztu manna yfirsýn, og lög um hann eru nr. 25. 1963, en reglugerð hans er frá 22. ágúst 1964 Aðalverkefni skólans er að „framleiða“ tæknifræðinga úr iðnsveinum. Fyrirmyndin að stofnun og starfi skólans var frá upphafi dönsk, og vorið 1965 fengum við dönsk verk- efni fyrir raungreinapróf. Dan ir og Norðmenn þekktust og boð um að senda hingað sinn tækni skólamanninn hvorir, til að at- huga aðstöðu, námsefni og próf. Við vorum þá í fyrsta sinn að ljúka kennslu í námsefni fyrsta árs af þrem. sem hið eiginlega tæknifræðinám tekur. Danir viðurkenndu prófið og tóku um haustið við nemendun- um, því að ekki þótti fært að halda lengra hér heima. Þess ir nemendur eru raunverulega fyrsti árgangur Tækniskóla ís- lands og munu í sumar útskrif ast frá dönskum skólum. Næsta ár tóku norskir skólar, auk þeirra dönsku, við allmörg um nemendum héðan, eftir að við höfðum bætt i námsefnið vissum atriðum, sem Norðmenn irnir fara í á fyrsta ári Haustið 1965 gerist það hjá Dönum, að undirbúningsmennt un fyrir hið 3ja ára tæknifræði nám lengist um eitt ár. Þeir fóru þá af stað með 10 mánaða „adgangskursus“, þar sem bók- leg inntökuskilyrði eru „realek samen med matematik". Við höfum nú í fyrsta sinn lokið sama ársnámsefni í okkar svo- kallaða 1. bekk. Námstíminn iðnsveinn/tækni- fræðingur er því 5 ár, og hafa þau verið kölluð undirbúnings- deild, 1., 2., 3., og 4. bekkur. Vorpróf undirbúningsdeildar svarar til ,realeksamen með mat ematik“ eða rösklega það, en vorpróf 1. bekkjar svarar til inntökuprófs dönsku tækniskól- anna. En hvar á þá Tækniskólinn heima í íslenzka menntakerf- inu? Til að svara því að nokkru leyti má bera saman kennslu- greinir og samanlagðan viku- stundafjölda þeirra á nemenda- stundaskrám fyrir undirbúnings deild og fyrsta bekk Tækniskól- ans annars vegar og stærðfræði deild menntaskóla hins vegar, og er þá þriðji bekkur meðtal- inn. Samkvæmt skólaskýrslu M. R. 65/66 verðu'r þessi samanburð ur svona: Tæknisk. Stærðfr.d. ísl. menntask Stærðfræði 25 24 Eðlis- og efnafr. 21 21 íslenzka 41/2 17 Danska 8V2 7 Enska 9 10 Þýzka 8V2 12 Umfram þetta er ekki um samanburð að ræða í stærð- fræðideild M. R. voru aðrar kennslugreinir: franska, latína, saga, náttúrufræði, stjörnufræði, bókfærsla, leikfimi og söngur. Af kennslugreinum undirbún- ingsdeildar og 1. bekkjar Tækni skólans er aðeins menningarsag- an ótalin, en hún er hluti af hinni stórauknu almennu undir búningsmenntun tæknifræði námsins. Nú væri það eðlilegt, að menntun þeirra, sem standast hinar ströngu einkunnakröfur í 1. bekk Tækniskólans, fengi Frh. á 10. síðu. SJÓSÓKN OG AFL| Á VESTFJÖRÐUM Yfirlit um sjó&ókn og aflabrögð í Vestfirðingafjórffungi í maí 19 67. Vertíffarlok. VEGNA algjörs aflaleysis höfffu margir netabátarnir dreg- iff upp net sín fyrir mán.mótin. en hinir drógu upp fyrstu daga mánaffarins. Aftur á móti hélzt ágætur afli hjá línubátunum fram yfir miffjan mánuffinn, og fengu þeir margir á annaff hundraff lestir í mánuðinum. Var aflinn aff sjálfsögffu ein- göngu steinbítur. Aflahæst var Sif frá Súgandafirffi meff 157,2 lestir í 14 róffrum. Heildaraflinn á Vestfjörðum í maí varð nú 2.875 lestir, en var 1.857 lestir í fyrra. Varð heildaraflinn í fjórðungnum frá áramótum til vertíðarloka nú 27.221 lest, en var í fyrra 30. 722 lestir. Er það fyrst og fremst aflabrestur hjá netabát- unum, sem veldur samdrættin- um í aflanum. Hefir aflabrestur- urinn komið harðast niður á Þingeyri, þar sem allir vertíðar- bátarnir réru með net. 1148 lestir í 45 róðrum. Af bát- um, sem réru með línu alla yer- tíðina, var Sif frá Súgandafirði aflahæst með 775 lestir í 77 róðr um. Sami bátur var einnig afla- hæstur í fyrra með 728 lestir í 70 róðrum. Á þessari vetrai-vertíð voru gerðir út 55 bátar til þorskveiða, og réru 22 þeirra með línu filla vertíðina, en hinir réru með net lengri eða skemmri tíma. Árið ! áður voru gerðir út 51 batur, og réru þá 19 með línu alla veiitíð- ina. 1 vertíðarlokin fóru tveir bát ar, Þrymur frá Patreksfirði og Jömndur III frá Tálknafirði, til veiða með net við Vestur-Græn- land, en varð lítið ágengt. Síðar í mánuðínum fór Þrymur íneð línu til Vestur-Grænlands og gerði ágætan túr, þrátt fyrir mikið ísrek, sem hamlaði mjög veiðum. Landaði Þrymur 60 lestum af slægðum fiski, og iiélt aftur á sömu slóðir, áspmt Þorra frá Patreksfirði. Voru báðir bátamir á heimleið fneð fullfermi af slægðum fiski um mánaðamótin. Aflahæsti báturinn á vertíð- inni var Helga Guðmundsdóttir Handfærabátar vom lítillega frá Patreksfirði með 1123 lestir byrjaðir veiðar í maí, aðallega í 54 róðrum, en í fyrra var Fram í Bolungavik, og verið var a $ nes frá Þingeyri aflahæst með búa dragnótabát til veiða. Aflahæstu netabátarnir á vertíðinni voru: Helga Guðmundsdóttir, Patreksf Lestir 1123,2 Róðrafj. 54 Jón Þórðarson, Patreksf 1096,8 69 Sólrún, Bolungavík 770,1 35 Þrymur, Patreksfirði 761,7 40 Jörundur III., Tálknafirði • . • t 751,1 44 Þorri, Patreksfirði 748,4 38 Andri, Bíldudal 724,3 59 Guðbjartur Kristján, ísafirði ,. 701,2 57 Pétur Thorsteinsson, Bíldudal .. 644,2 34 Ólafur Friðbertsson, Suðureyri .. .... 615,9 33 Aflahæstu línubátarnir ó vertíðinni voru' 1 Sif, Suðureyri Lestir 775,0 Róðrafj. 77 Guðný, ísafirði 764,5 83 Heiðrún II., Bolungavík 705,0 73 Víkingur II., ísafirði 685,9 81 Brimnes, Tálknafirði 625,9 65 , Aflinn í hverri verstöð: Maí Vertíðin Vertí íin 1967 1967 1966 • Lestir Lestir Lest r Patreksfjörður 382 4.695 4.89 5 Tálknafjörður 186 2.087 1.96 b Bíldudalur 180 1.751 1.62 Þingeyri 17 1.538 2.64 7 Flateyri 235 1.607 2.155 Suðureyri 511 3.590 3.817 Bolungavík 518 3.731 4.041 Hnífsdalur 179 1.803 2.228 ísafjörður 602 5.433 6.14 Súðavík 65 976 1.186 Drangsnes 2.875 27,221 f1 30.72j2 Framhald á bls.i 10 24. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.