Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.08.1968, Blaðsíða 9
 Séð yfir bókasal'inn við vígsluatliöfnina. Á fremsta bekk sitja forsetahjónin, herra Kristjón Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn. Á hægri hönd forsetanum situr prófessor Alvar Aalto, en forseta- frúnni til vinstri handar situr háskólarektor Ármann Snævarr. (Ljósmynd B.B.). Stjórn Norræna hússins er þannig skipuS: ísland: Ár- mann Snævarr, rektor Há- skóla íslands, stjórnarformað- ur, Sigurður Bjarnason, alþing ismaður, Halldór Kiljan Lax- ness, rithöfundur. Danmörk: Eigil Thrane, ráðu neytisstjóri, Finnland:- Ragnar Meinander, ríkisráðunautur, Noregur: Jo- han Z. Cappelen, sendiherra, Svíþjóð: Gunnar Hoppe, pró- fessor. ir Dam, lögmaður Færeyja, Stefán Jóhann Stefánsson og Jón Sigurðs i húsið á laugardagsmorguninn, begar húsið var vígt. Fljótlega mun verða hafizt handa við uppbyggingu útlána safns á 12-15.000 bindum nor rænnar fagurfræði og vísinda bókmennta til afnota fyrir alla. Þetta bókasafn á í rlk- um mæli að innihalda ódýrar bækur, nýútkomin norræn dag blöð, flutt flugleiðis, tímarit og plötusafn með norrænni tónlist og bókmenntum til heimaláns. Safnið verður byggt upp með hlutdeild allra Norðurlandanna. Á laugardag sagði Ivar Eskeland, forstöðumaður Nor- ræna hússins: ,,Ég hefi þá á- nægju að tilkynna, að í gær fékk ég gleðilegar fréttir um áform, sem eiga eftir að ná yf ir allt ísland og helming Norð urlanda, áform um íslenzka hátíðartónleika eða mennjng- arviku, í fyrsta sinn árið 1969, sennilega í júní, rétt eftir há- tíðatónleikana í Helsingfors og Bergen, nema hvað snertir gæðin: Við munum koma fram með íslenzka og norræna lista menn, sem standa fremst í flokki. Við munum enn sem komið er kalla þetta íslenzka menningarviku, sem er vinnxi titill, en munum fljótlega efna til samkeppni um bezta íslenzka listamanninn. Menn- ingarvikan mun ná yfir 5-7 daga og á m. a. að ná til leik- húss, kirkjutónlistar, stofu- og sinfóníutónlistar, einleikstón- leika, bókmenntakvöld rrieð norænum rithöfundafundurri, ljóðlistarkvölda, listsýninga o s, frv. Við munum hefja samstarf m. a. við Borgarráð Reyk.ia-' víkur, sem þegar hefur sýnt áhuga sinn. Þetta verður há- tíð i Reykjavík, en hún verð- Rr. fyrir alla landsmenn. Þessi stórhátíð mun að sjálfsögðu ná langt út fyrir Norræna húsið, en aðeins hluti hennar fer fram' í því.'í Fýrsta sýningin, sem efnt er til í Norræna húsinu er samnorræn listiðnaðarsýning, en í henni taka þátt lista menn frá öllum Norðurlönd- unum. Hún verður opnuð al- menningi um miðja þessa viku. Sýningin er sett upp af norska teikriaranum, kennara við Lista- og handiðnaðar- skóla ríkisins í Ösló, Roar Ilöy land. Er það von stjórnar Norræna hússins, að sýningin iari síðan til annarra staða á Norðurlöndum. (tJr bækliiigi um Norræna húsið) L . I ' . -I : k •:iil.inít fl lí.li ad.iiii » Innrömmun »OBBJÖBNS BENEDXKTSSONAR IngfóUsstræli 7 Athugið opið frá kl. I — 8 e.h. Viðskiptamenn athugið! Sími 19447 hefur verið lagður niður. Vinsamlegast hringið framivegis.í síma 18560 gegnum skiptiborð, eða í síma 13027, sem er beint samband vilð verzlunina. G. J. Fossberg, vélaverzlun h.f. Skúlagötu 63, Reykjavík. Fósturheimili í Reykjavík Barnaverndarnefnd Reykjavíkur óskar eftir að ráða heimili til þess að taka barn/börn í fóstur um skamman tíma í senn. Upplýsingar veittar á skrifstofu barnaverndarnefndar. Traðarkotssundi 6. AUGLÝSING um meðferð forsetavalds í fjárveru forseta íslands. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, fer í dag í embættiserindum till útlanda. í fjarveru hains fara forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta fslands samkvæmt 8. gr. stjórn- arskrárinnar. I I forsætisráðuneytinu, 26. ágúst 1968. Bjarni Benediktsson (sign.) Birgir Thorlacius (sign.) VBtZLUNARSTARF vill ráða verzlunarstjóra. Aðeins vanur maðuir kemur til greina. Upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS. STARFSMANNAHALD iBar 27. ágúst 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.