Dagur


Dagur - 09.05.1945, Qupperneq 4

Dagur - 09.05.1945, Qupperneq 4
1 D A G U R Miðvikudaginn 9. maí 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Aígreiðslu og innheimtu annast: Marinó H. Pétursson. Skrifstoía í Hafnarstræti 87. — Sími 166. Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. „Upp skýtr jörðunni þá ór sænum.“ þEGAR ÞESSAR LÍNUR eru ritaðar, vænta menn á hverri stundu þeirra langþráðu frétta, að Evrópustyrjöldinni sé að fullu lokið og friður aftur kominn á um allan hinn gamla heim. Vel má svo fara, að í þann mund, að blaðið verður fullprehtað og kemur fyrir augu lesendanna, verði þessi miklu feginstíðindi þegar orðin full staðreynd og alþjóð manna kunn. Það er óþarfi að fara um það mörgum orðum, hvílíkur heljar- bylur dettur þá af húsum. Engin þjóð né ein- staklingur er svo utanveltu eða óminnugur, að hann þurfi að láta annan segja sér það. Vissulega mun flestum þykja-sem sex undanfarin stríðsár minni furðanlega á spásögn Snorra í Gilfaginn- ing um fimbulvetur og ragnarök. Vetur margir hafa farið saman „ok ekki sumar milli,--------þá er um alla veröld orrositur miklar; þá drepask bræðr fyrir ágirni sakir og engi þyrmir föður eða syni í manndrápum eða sifjasliti; svá segir í Völu- spá: Bræðr munu berjask ok at bönum verðask; munu systrungar sifjum spilla; hart es með höldum- hórdómur mikill, skeggöld skálmöld, skildir klofnir, vindöld, vargöld áður veröld steypisk." QG ENN HAFA þeir Líf og Lífþrasir þreyð þorraþorra og góu sjálfs fimbulvetrar dauð- ans og tortímingarinnar og nærzt á morgun- döggvum vonarinnar. Og þessa fögru og minnis- stæðu maímorgna, þegar hver stórtíðindin öðru feginsamlegri berasit okkur dag hvern utan úr löndum, þykjumst við eygja þann tíma, að „upp skýtr jörðunni ór sænum ok er þá græn og fögur; vaxa þá akrar ósánir“. Þó mun flestum finnast, að hin síðustu spádómsorð séu þó stórum vafasöm- usí: Mannkynið mun enn um sinn þurfa að plægja og sá — bæði bókstaflega og í líkingum talað — áður en það getur vænzt góðrar og ríku- legrar uppskeru. Og enn fer því víðs fjarri, að engar uggvænlegar blikur séu nú lengur á lof'ti, þótt hinn þýzki Fenrisúlfur sé að velli lagður. Enn eru litlar og hernaðarlega vanmáttka þjóðir drepnar í dróma erlends ofríkis og þjánar, og það jafnvel hér í álfunni — á næstu grösum við okkur að kalla. Á meðan slíkt ranglæti er látið viðgang- ast, er ekki sýnt, að núlifandi kynslóð verði forð- að frá ósköpum þriðju heimsstyrjaldarinnar. En gjarnan vildum við mega væn'ta þess, að þeiin vandræðum verði afstýrt með friðsamlegu og undirhyggjulausu samstarfi frelsisunnandi og friðsamra þjóða. gEZTU MENN ÞJÓÐANNA dreymir nú fagra dagdrauma um nýjan og betri heim, er rísa muni á rústum þeim, sem ofsi ófriðarins hefir hvarvetna eftir sig láta — heim jafnréttis, friðar og bræðralags allra þjóða og kynþátta, veröld vaxandi velmegunar og menningar itil handa oll- um lýðnum. Það er eðlilegt og réttmætt, að menn séu bjartsýnir nú, þegar mikilli og ægilegri hættu hefir verið afstýrt á elleftu stundu að kalla. Eng- úm geitum skal hér að því leitt, hversu miklar Iík- ur séu til þess, að hinn fagri draumur mannvin- anna rætist. En það er þó öldungis víst, að hinn nýji heimur verður að rísa á grunni hinna æva- fornu lífsverðmæita — frelsis, lýðræðis, sannleika og mannkærleika — ef hann á að fá staðizt — og verða nokkru sinni annað og meira en draumur- inn einn. Einu sinni var ... ■OB v I' Myndin sýnir ameríska hermenn á leið í gegnum Siegfried-varnarlinuna á landamærum Frakktands og Þýkalands. Einu sinni var sú tíð, að nazistar gerðu gys að söng brezkra hermanna um, að þeir mundu hengjá þvottinn sirm til þerris á Sieéfriedlínunni. Sú tíð er nú liðin. RJÓMAÍS. PINHVERN TÍMA, þegar kalt hef- ir blásið og kyngt niður sjó um Norðurland, kvað Indriði á Fjalli fer- skeytlu þessa: „Margur fengi mettan kvið, — má því nærri geta — yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta.“ Þetta er nú ekki svo fjarri sanni á sumum tímum árs, — og þess á milli mætti svo kannske „sleikja sólskin- ið!“ En sennilega yrði nú þetta fæði þeim hollast, sem eiga „á lager“ forðanæringu, að sínu leyti eins og næpan t. d.! Oðru máli er víst að gegna með þann snjóhvíta ís, sem Akureyringar sleikja ofan í sig á götum bæjarins nú á dögum. Mun þar næringin meiri og gæðin eftir því. En rjómaísinn leggst á bæinn nú með vordögunum, kemur eins og skriðjökull og ruðningur hans liggur eins og hráviði og til lítilla þrifa um stéttir, torg og stræti. Vel get eg viðurkennt að góður sé rjómaísinn, ekki sízt, þegar hitna tek- ur í veðri, en er ekki óþarfi af vöxnu og menntuðu fólkd að labba um götur bæjarins sleikjandi ís og pappa og kasta svo umbúðunum frá sér hvar sem er? Það ber vott um vafasaman smekk og veruleg óþrif. Börn eru börn og þurfa leiðbeiningar við, og öll þurfum við á samhjálp að halda og samtökum, til þess að eiga sæmilega útlítandi bæ að búa í. Þar duga ekki til ötulir umsjónarmenn og starfandi hendur nokkurra manna, ef skriðjökl- ar sóðaskapar almennings skella yfir, í hverju, sem það kemur fram. Nokkur vorkunn er fólki í þessu efni nú, þar sem” mjög óvíða eru sjá- anlegar ruslakröfur á staurum — a. m. k. hér í miðbænum. Þær verður að setja upp sem fyrst vel gerðar og tryggilega festar. Við skulum vona, að þær dragi að sér mikinn hluta af því rusli, sem annars lenti hjá mörgum á götunni. Svo má e. t. v. vænta þess bráðum, að hjá öllum sölumönnum verði umbúðir íssins matarkyns og allt saman verði svo lostætt og girni- legt, að fólk geti varla gengið yfir einn þröskuld áður en það hefir gleypt alla krásina! -----En svo mætti virðast, að ey- firzkir bændur muni rækta eitthvað meira en sína hundaþúfu hver, er þeir geta framleitt svo mikinn rjóma, að Akureyrarbúar geta jafnvel tekið með sér sleikju þegar þeir fara á skemmti- göngu í bænum, meðan íbúar sumra annarra kaupstaða fá ekki einu sinni mjólk út á grautinn hvað þá rjóma í kaffið! Það má þó vera oklcur nokkur bót í þesau máli að hugsa til þess. Gamall vinur á ferð. gREZKA útvarpið skýrði hlustend- um sínum frá því í gær, að gam- all vinur frá friðarárunum væri nú kominn á kreik aftur. Það er lægðin, sem alltaf var á sveimi hér umhverfis okkur Islendinga á friðarárunum. Síð- an í september 1939 hefir verið hljótt um hana. Nokkurn veginn þyk- ir þó víst, að hún hafi flakkað eitt- hvað hér um höfin á stríðsárunum, en allar hennar-ferðir hafa verið ströng- ustu hernaðarleyndarmál. Það hljóm- ar skemmtilega og róandi, að frétta nú af henni á ný, og í gær var hún stödd á hafinu milli Islands og Ir- lands. Þess verður nú væntanlega ekki langt að bíða, að veðurspámenn- irnir okkar rjúfi þögnina í útvarpinu og taki aftur upp eltingaleikinn við lægðina og allt það sem henni fylgir, regn, skúri, kalda, andvara, kul og hvað það nú allt hét á þeirra máli hér á árunum. Þá fáum við aftur að frétta um vindhraðann á Sléttu og úrkom- una í Vestmannaeyjum. Og ekki má gleyma sjálfri veðurspánni, sem lofar okkur sólskini á morgun. Komi hún sem allra fyrst! Sfúlku vantar mig um eins eða tveggja mánaða tíma. Jóhann Kröyer STÚLKA óskast í létta vist. lósefína Pálsdótiir Sími 179 Uppboð Þriðjudaginn 29. maí næstk. sel eg búslóð mína á dpinberu uppboði, sem Hefst kl. 11 f. h. að Yztuvík. Verður þar selt, ef viðunandi boð fást, meðal ann- ars: Kerra, langgrind, sleði, ak- tygi, rakstrarvél, mjólkurbrúsar, skilvinda og fl. búsáhöld. Einn- ig timbur ýmiss konar og fleira. Uppboðsskilmálar birtir á staðnum. Yztuvík, 5. maí 1945. Steingrímur Jóhannesson. Lagleg vordraét. Piisið er dökk- blátt, en jakkinn hvítur og dökk- blár. Dökkblá taft-slaufa i háls- inn. mínútur — á 40 mínútna fresti sig úti. „Viltu ekki ræða um. útivist barna á kvöldin, í dálkinum þín- um,“ sagði hús- freyja nokkur við mig fyrir skömmu. „Eg á litla dóttur, sem eg á oft erfitt með að fá inn á rétítum tíma, af því að leikfélag- arnir mega vera lengur o. s. frv.“. Mér er mikil ánægja að verða við beiðni þess- arar reglusömu húsfreyju. — — Allir foreldrar, sem láta sér annt um velferð barna sinna, láta þau ekki vera úti á síðkvöld- um. Börnin hafa allan daginn til þess að leika sér úti, þó að börn á skólaaldri séu inni nokkrar .stundir daglega. Skólabörn hafa mín. leyfi — frí- , og þá viðra þau Allir eru á einu máli um það, að nauðsynleglt sé heilbrigði barnsins, að það sé mikið úti. — En jafnframt eru allir samróma um það, að kvöldið sé ekki tími til útivista barna og unglinga, heldur dagurinn og birtan. En það er ekki gott viðureignar fyrir húsmóð- urina, sem vill kalla barn sitt inn kl. 8 e. h. Þegar félagarnir mega vera úti itil 9 eða 10 og sumir eins lengi og þeim þóknast, að því er virð- ist. — Barninu finnst móðir sín ósanngjörn og ströng: „Stína má vera lengur, af hverju má eg það ekki l*íka?“ „Allir krakkar fá að vera úti nema eg.“ Slíkar setningar mun hin reglusama móðir fá að heyra æði oft, og hætt er við að þrái og kergja komi í barnið. Það, sem húsmæður þurfa að gera er, að bind- ast samitökum. — Ákveða einhvern vissan tíma og kalla börn sín inn, allar á sama tíma eða því sem næst. — Eflaust er heppilegast að ung börn fari ekkert út eftir kvöldverð, en sumarmánuðina ætti það ekki að gera stálpaðri börnum illt að vera ú'ti til 8 eða svo — en, „þegar klukkan er orðin 8, fara öll þæg börn að hátta“. — Mér finnst, að það ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir húsmæður að tala sig saman um þötta. Auðvitað er hér aðeins um að ræða einn og einn bæjarhluta, eða jafnvel eina og eina götu. Venjulega á barn vissan hóp félaga í nágrenn- inu, sem það leikur sér við. Ef ekkert þessara leiksystkina væri úti eftir vissan tíma, myndi barnið enga löngun hafa til að vera eitt. Þeitta, held eg, væri það langbezta, sem þið gæt- uð gert. Talið saman, grannkonur, og skipuleggið málið. Þið munuð uppskera margfalt, og þakkir allra bæjarbúa munuð þið hljóta fyrir tiltækið. „Puella“. /

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.