Dagur - 09.05.1945, Side 8

Dagur - 09.05.1945, Side 8
8 BAGUR Miðvikudaginn 9. maí 1945 Óeirðir á götum Rvíkur í gærkvöldi Brezkir sjóliðar fóru með óspektum og óvirtu ís- lenzka fána — Lögreglan notaði táragas Aðalfundur KEA: Áburðarverksmiðja fyrir forgöngu sam vinnufélaganna, ef ríkið ræðst ekki í framkvæmdir tafarlaust 15 þúsund krónur veittar til skógræktarmálanna r"...— . Úr bæ og byggð V...... .. .................... I. O. O. F. 12751181/2 KIRKJAN. Messað í Lögmannshlíð á upstigningardag kl. 12. Ferming og altarisganga. — Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Messur í Grundarþingaprestakalli: Saurbæ sunnudaginn 13. maí kl. 1. — Grund hvítasunnudag kl. 1 (ferming). — Munkaþverá 2. hvítasunnudag kl. 1 (ferming). Fermingarmesstur í Möðruvallakl.- prestakalli: Sunnudaginn 13. maí að Bægisá. — Hvítasunnudag á Möðru- völlum og annan í hvítasunnu á Bakka. Kl. 1 e. h. Áheit á Strandarkirkju. Frá N. N. kr. 25.00. Frá D. J. kr. 10.00. Frá N. N. kr. 20. Móttekið á afgr. Dags. Róstur nokkrar urðu hér í bænum að kvöldi vopnahlésdagsins, 8. maí. Kom til átaka milli lögreglumanna og erlendra sjómanna við Hótel Norðurland. Höfðu þeir brotið þar rúðu og haft aðrar óspektir í frammi. Einn lögreglumaður og annar Islend- ingur fengu lítilsháttar áverka. Bæjarstjórnarfundur verður hald-_ inn hér í bænum síðdegis í dag. A dagskrá er meðal annars álit frá meiri hluta hinnar nýju sjúkrahúss- nefndar um vandkvæðin á því, að reisa sjúkrahúsið í brekkunni sunnan gamla spítalans. Vill þessi meiri hluti láta reisa húsið á svonefndu Boga- túni, vestan Þórunnarstrætis, norðan Vesturgötu. Á þessum fundi verður einnig tek- in ákvörðun um málaleitan Verzlunar- mannafélags Akureyrar, Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfélags Verkamanna og Pöntunarfélags Verkalýðsins um, að reglugerð um laugardagslokun verzlana á sumrin verði breytt þann- ig, að lokun kl. 1 e. h. hefjist 1. júní i stað 15. júní svo sem nú er. Dagskrá, tímarit Sambands ungra Framsóknarmanna, 3. hefti 1. árg., er nýkomið út. Ritið flytur þessar grein- ar: Mold eftir Hermann Jónasson, Bæir og kauptún, eftir Jens Hólm- geirsson, Hvernig verður hægt að tryggja næga atvinnu, þýtt úr hvítri bók brezku stjórnarinnar, Nýsköpun fyrir fimmtán árum, eftir Þór. Þórar- insson, Ferðasaga frá Italíu eftir Hörð Þórhallsson. Auk þess er grein um ameríska stjórnmálamanninn Charles Sumner og fleira til fróðleiks og skemmtunar. Ritið er 72 bls., mjög vandað að frá- gangi og hið læsilegasta. Ritstj. eru Jóhannes Elíasson og Hörður Þór- hallsson. Karl Kristjánsson, oddviti, Húsa- vík, verður fimmtugur á morgun. Friðarins minnzt um allt ísland. (Framhald af 1. síðu). herrar sameinuðu þjóðanna voru ákaft hylltir. Guðsþjónusta var í dómkirkjunni og að henni lok- inni var klukkum um land allt hringt í 10 mínútur. Norræna félagið efndi til hóp- göngu itil bústaða sendiherra Danmerkur og Noregs. Tóku þúsundir manna þátt í henni. Voru sendiherrarnir ákaft hyllt- ir af mannfjöldanum. Á-lsafirði, Siglufirði, Neskaup- stað, Ólafsfirði, Akranesi, Blönduósi, Hafnarfirði og rnörg- um öðrum stöðum á landinu var hins mikla dags minnzt með sam- komum, guðsþjónustum eða á annan hátlt. NÝJUSTU FRÉTTIR. Ameríkumenn hafa handtekið Hermann Göring í Austurríki. Þjóðverjar halda enn uppi loft- áyásum á Prag. Aðalfundi KEA. lauk 3. maí. Tillögur stjórnarinnar um ú't- hlutun arðs, er greint var frá í síðasta blaði, voru samþykktar. — í áburðarverksmiðjumálinu gerði fundurinn svohljóðandi samþykkt: „Aðalfundur KEA., haldinn 2. og 3. maí 1945, telur það aðkallandi pauð- syn landbúnaðarins, að áburðarverk- smiðju sé komið upp í landinu, nægi- lega stórri til þess að fullnægja þörf landsmanna um köfnunarefnisáburð í náinni framtíð. Fundurinn felst í aðal- atriðum á frumvarp það um áburðar- verksmiðju, sem lagt var fyrir Alþingi 1944 og lætur í ljós undrun á með- ferð málsins hjá núverandi stjórn og meirihl. Alþingis. Skorar fundurinn á þing og stjórn, að taka málið upp aft- ur og hrinda því í framkvæmd tafar- Þjóðverjar gefast upp Framhald af 1. síðu Algjör isgur yfir Japönum væri takmarkið. Hann sagði, að kjör- orð Bandaríkjaþjóðarinnar nú ætti að vera: Vinna, vinna, vinna. ' Stalin tilkynnti stríðslok í gær- kvöldi, en Rússar átti í orrustum í Tékkó-Slóvakíu í gærdag. Til- kynningin þýðir endalok ófriðar- ins fyrir Rússland, þvi að Rúss- ar eiga ekki í stríði við Japan. — Friðarins er minnst í Rúss- landi í dag. Norðurlönd. Hinn 4. maí gáf- ust Þjóðverjar upp á vígsvæði Montgomerys marskálks. Þar með var Danmörk leysit undan oki nazismans. Fregnin vakti mikinn fögnuð hvarvetna. Hinn 5. maí ávarpaði Kristján kon- ungur X. þjóð sína í útvarp. Ný stjórn var mynduð, forsætisráð- herra er Vilhelm Bulil, en utan- ríkisráðherra Ghristmas Möller. Brezkur her er kominn til Dan- merkur og starfar að afvopnun þýzka Tersins. Nokkrar óeirðir hafa orðið í Danmörku. Danskir frelsisvinir hafa áöt í bardögum við Þjóðverja og kvislinga og hafa margir menn fallið og særst. Allt er nú með kyrrum kjörum þar. Hákon Noregskonungúr og Nygaardsvold forsætisráðherra ávörpuðu norsku þjóðina í út- varpi frá London í gær og til- kynntu, að Noregur væri frjáls aftur. Sendinefnd frá Banda- mönnum er komin til Oslo til þess að semja um uppgjöfina í einsitökum atricfum við Þjóð- verja í Noregi. Búizt er við, að norska stjórnin og konungurinn hverfi heim nú á næstunni. Hátíðahöld. í gær var friðin- um fagnað með ofsalegri gleði í löndum Bandamanna. Hvar- vetna var mikill manngrúi á göt- um úti, hús voru fánum skreytt og blómum. Almennur frídagur var i Bretlandi og Bandaríkjun- um og í mörgum öðrum lönd- um. 1 dag er þakkardagur í Bre't- landi og almennur frídagur. laust. Fari svo, að ekki verði ákveðið á næsta Alþingi, að hefjast þegar handa um byggingu áburðarverk- smiðju, leggur fundurinn eindregið til, að SIS. taki að sér forgöngu um byggingu og rekstur hennar og telur rétt, að> sambandsfélögin leggi fram lánsfé til stofnunarinnar með hag- kvæmum vaxtakjörum, t. d. í sömu hlutföllum og áburðarkaup þeirra hafa numið undanfarin ár. Þá telur fundurinn sjálfsagt, að ríkissjóður leggi fram ríflegan styrk til verk- smiðjubyggingarinnar, jafnframt því, sem Alþingi veiti SIS. einkaleyfi til framleiðslu og sölu á tilbúnum áburði. Ennfremur lætur fundurinn það álit í ljós, að heppilegast muni vera að reisa verksmiðjuna á Akureyri eða í nágrenni." Tillagan var samþykkt með 125 atkvæðum gegn 1.. Samþykkt var að félagið legði fram 15000 kr. til Skógræktarfélags Ey- firðinga til þess að koma upp uppeld- isstöð fyrir trjáplöntur. Fleiri sam- þykktir voru gerðar á fundinum og verður vikið að þeim í næsta blaði. Guðmundur Kamban skot- inn til bana í Danmörku Þau tíðindi bárust frá Dan-> mörku nú um helgina, að Guð- mundur Kamban, rithöfundur, liefði verið skotinn til bana af dönskum skæruliðum á matsölu- húsi í Kaupmannahöfn, s.l. laugardag. Fjórir menn komu til hans og vildu hafa hann á brotít með sér. Neitaði hann að fara með þeim. Ætluðu þeir þá að taka hann fastan, en hann mun hafa snúizt til varnar. Var hann þá skotinn og andaðist samstundis. Nánari tildrög að þessum hroittalega atburði eru ekki kunn. Ekki var vitað, að Guð- mundur Kamban hefði verið í flokki nazista, þótt fregnin um viðureign þessa virðist gefa það til kynna. Karnban var fæddur 1888. Hann var einn af kunnustu rit- höfundum íslands og hafði ritað leikrit, skáldsögur og ljóð, er mikla athygli vök'tu. Fjölyrkjar hentugir fyrir litla kartöflugarða Brýnsluvélar fyrir sláttuvélablöð Kaupfélag Eyfirðinga Véla- og varahlutadeild. BARNAVAGN og leikgrind til sölu. — Afgr. vísar á. Um klukkan 6 í gærkvöldi hóf- ust talsverðar róstur og óeirðir á götum Reykjavíkur, í nánd við höfnina. Upphaf þeirra mun hafa verið það, að ölvaðir, brezk- ir sjóliðsmenn, sem fóru um göt- urnar reyndu að rífa niður ís- lenzka fána, t. d. á Hótel Heklu. Skárust þá íslendingar í leikinn og magnaðist ófriðurinn fljót- lega. Er leið á kvöldið var fjöldi manns frá báðum aðilum kom- inn í leikinn og gekk þá á grjót- kas'ti í nágrenni Varðarhússins. Lögreglan kom brátt á vettvang en fékk ekki við neitt ráðið. Brezk lögregla kom og á vett- ! vang og hafði samvinnu við ís- lenzku lögregluna. Ekki tókst að hafa hemil áhinum drukknu sjó- liðum, héldu þeir uppi grjót- kasiti og gengu um og brutu rúð- ur. Greip lögreglan þá til þess um kl. 11,30 í gærkvöldi, að nota táragas til þess að dreifa mann- fjöldanum. Var komin á ró um miðnætti. — í fregnum í morgun segir, að rúður séu brotnar í flestum verzlunarhúsum í mið- bænum og muni tjónið nema mörgum tugum þúsunda króna. Brezki aðmírállinn í Reykjavík mun hafa reynt að sitilla til frið- ar í gærkvöldi, en tókst það ekki. Sömuleiðis mun borgarstjórinn þar hafa reynt að koma á ró, en án árangurs. Amerískt herlið óg lögregla lét viðureignina afskiptalausa. í Reykjavík er talið, að ölvun sjóliðanna og agaleysi þennan dag, eigi rnegin þáttinn í því, að svona fór. Nánari fregnir voru ekki fyrir hendi er blaðið fór í pressuna. íbúð óskast til leigu. Há leiga og nokkur fyrirframgreiðsla ef óskað er. Sigurður Heílgason, Sími 299. Til sölu: Borð, dívan og kommóða. Afgr. vísar á. KAPPREIÐAR Hestamannafélagið Léttir á Akureyri gengst fyrir kapreiðum á skeið- velli félagsins við Eyjafjarðará sunnudaginn 27. þ. m. — Ef nægileg þátttaka fæst, verður keppt í eftirfarandi hlaupum: Stökk, 350 m., 1. verðl. kr. 300, 2. verðl. kr. 150, 3. verðl. kr. 75 Stökk, 300 m., 1. verðl. kr. 200, 2. verðl. kr. 100, 3. verðl. kr. 50 Folahl.,250 m., 1. verðl. kr. 125, 2. verðl. kr. 60, 3. verðl. kr. 30 Skeið, 250 m., 1. verðl. kr. 300, 2. verðl. kr. 150, 3. verðl. kr. 75 Auk þess verða veitt flokkaverðlaun, í folahl. kr. 25, í öðrum hlaup- um kr. 50., og metverðlaun í stökki kr. 400. — Þátttökugjald, í folahl. kr. 15, í öðrum hlaupum kr. 25. — Veðbanki verður starfræktur. — Þátttaka tilkynnist fyrir 20. þ. m. Birni Halldórssyni eða Jóhannesi Jónassyni. STJÓRN HESTAMANNAFÉLAGSINS LÉTTIS. Nýkomið: FATNAÐUR á ungbörn NET-SOKKAR, hentugir sumarsokkar SILKIS0KKAR, verð kr. 6.35 HÖRDÚKAR, verð kr. 7.10 mtr. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson iSVISSN ÉSKIR SILKISOKKAR fást nú Verzlunin Eyjafjörður h.f.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.