Dagur - 09.05.1945, Síða 6

Dagur - 09.05.1945, Síða 6
D AG U R Fimmtudaginn 3. maí 1945 - Mig langar til þín - Saga eftir ALLENE CORLISS (Framhald). staðar. En þegar hún kom þangað, brá henni í brún. Þetta var að- eins venjulegur bær, og gistihúsið var aðeins venjulegtt gistihús. Henni leiddist á gistihúsinu og flutti í leiguherbergi eftir þrjá daga. Hún lét innrita sig í verzlunarskóla bæjarins. Þegar tvær vik- ur voru liðnar, skrifaði hún Bill Sabins: Heilsan var ekki á marga fiska til að byrja með, en eg hress ist með hverjum deginum. Red borgar fyrir þessa daga hér, það er að segja allt nema skólavistina. Hana borga eg sjálf. Eg á sjálf rúma þúsund dali og eg reikna með, að það nægi til nokkurra mánaða veru í New York, á meðan eg leita mér að starfi þar. Eg ætla að skrifa Dorcas March. Þú mannst efitir henni, hún er tízkuritstjórinn, sem eg starfaði fyrir áður en eg kynntist Red. Dorcas er inndæl sál og hún gerir sjálfsagt eiltt- hvað fyrir mig. Neðanmáls hafði hún ritað: Marta skrifar mér, að drengirnir séu báðir frískir og glaðir. Eg mundi samt verða rólegri ef þú litir til þéirra og sendir mér línu. Eg veit að vísu, að eg þarf ekki að hafa áhyggjur og hefi raunar enga ástæðu <tii þess, og hefi það heldur ekki. „Ónei, hún hefir ekki áhyggjur, stúlkan," sagði Bill, þungur á svip, um leið og hann sýndi Barry Isham bréfið. „Þú skrifar henni, Bill?“ sagði Barry. „Auðvitað geri eg það. Og meira en það, eg ætla líka að skrifa Dorcas March.“ Hann stóð við orð sín. Dorcas March fékk svohljóðandi bréf frá honum: Kæra ungfrú March! Þér hafið sennilega fengðið bréf frá Ginny Stevens, þar sem hún biðst aðstoðar yðar við að fá starf í New York. Tilgangur- inn með þessum línum er, að biðja yður að veita henni alla aðstoð, sem þér getið. Hún á í miklum erfiðleikum, bæði fjár- hagslegum. og sálarlegum. Hún þarfnast ekki aðeins peninga til þess að geta lifað heldur líka sitarfs, sem tekur huga hennar sjö til átta stUndir á dag. Hún er miklu nær því, að láta bugast en hún heldur. Eg er læknir hennar og veit það. Dorcas March í New York fékk bréfið frá Bill. Hún hafði ekki fyrr lokið við að lesa það, en hún greip símaáhaldið og hringdi til vinar síns, Shannon MacKye, í Rockefeller-hverfinu. „Sæll, Shan,“ sagði hún. „Hvað segir útvarpskóngurinn í frétt- um?“ „Allt ágætt, — prýðilegt. Menn eru hættir að skopast að dag- skránum okkar.“ „Það gleður mig að heyra. Annars var erindið að biðja þig að gera mér greiða.“ „Það er svo sem ekki ný bóla. En ef þú ætlar að biðja mig að bjóða þér út í kvöld, þá er það ekki hægt — eg hefi engin efni á því. Því hringirðu ekki í Charlie Burton. Hann hefir all'taf nóga peninga?" „Vertu ekki með þessi ólíkindi. Eg er ekki í neinum slíkum hug- leiðingum." „Og hvað er það þá?“ „Mig vantar starf." „Fyrir þig sjálfa?" „Nei, þakka þér fyrir, eg hefi nóg að gera.“ „Ofurlítil viðbót sakaði líklega ekki.“ „Jú, — ein stúlka — eitt starf. Stúlkan, sem eg er að tala'um, hefir ekkeht starf. Hún hætti öllu, sem hún átti í giftingu, og tapaði.“ „Nú, ekki annað. Það er svo algengt. Ef eg ætti að hjálpa hverj- um kvenmanni, sem hefir þá sögu að segja. .. .“ „Þetta er ekki neinn venjulegur kvenmaður, góði minn. Hún heitir Ginny Stevens. Hún var einu sinni einkaritari minn.“ „Hvað er langt síðan?“ „Kærðu þig ekkert um það. Hún er ennþá innan við þrjátlu og fimm ára aldur, og það er meira en hægt er að segja um þig.“ „Eða þig, kæra mín, ef því er að skipta." „Hún er Ijómandi lagleg og hún er ágætur ritari." „En eg hefi nóga ritara á minni skrifstofu. Of mikið af þeim, auk heldur. Þú getur komið og séð sjálf, ef þú trúir mér ekki." „Eg veit, að þig vantar ekki fólk. En þú ert í stórri byggingu. Þú hlýtur að geta komið henni að á einhverri skrifsitofu þar. Svo mað- ur tali í alvöru, þá þætti mér mjög vænt um, ef þú gætir hjálpað þessari stúlku, Shannon." „Nú, því sagirðu það ekki fyrr? Eg skal athuga hvað eg get gert og hringja til þín afitur á morgun eða svo.“ (Framhald). Vorsólin kveikir líf í öllum litum! MáliCS því á vorin Margar tegundir af málningarvörum og lakki Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Corn Flakes n ý k o m i ð. Kostar nú kr. 1.25 pakkinn. Kaupfjelag Eyf irðinga Nýlenduvörudeild og útibú. <?555S5S$SSS5S5*SÍ5SSÍ$$$SÍ$S5S5ÍS5ÍSÍ5S$S55í55$S5í5555555555555555555555555:5/£ C-bætiefni í gosdrykkjum Efnagerð Akureyrar auglýsir nú í bæjarblöðunum, að gos- drykkurinn Valash innihaldi helmingi meira af C-baétiefni en barnamjólk. í sambandi við þessa auglýsingu hefir blaðið fengið eftirfarandi upplýsingar frá Efnagerðinni: Enda þótt ávaxtamauk sú, sem notuð er til framleiðslu á Val- ashdrykknum innihaldi C-bæti- efni þegar hún fer frá Ameríku, hverfur þetta bætiefni smátt og smátt og hefir því verksmiðjan byrjað á því, að setja C-bætiefni í drykkinn (40 mg. í lítra), þann- ig að hann inniheldur helmingi meira af þessu bætiefni en ný- mjólk, á þeim tíma ársins, sem hún er auðugust af þessu bæti- efni. Um C-bætiefni í íslenzkuna fæðutegundum farast Júlíusi Sigurjónssyni lækni þannig orð í nýútkominni bók um ma'tar- æði og heilsufar á íslandi: C-vitaminskortur í sinni fullu mynd — skyrbjúgurinn — hefir verið algengur hér á landi, einkum við sjóinn, langt fram á síðustu öld. Er það raunar sízt að furða, því að oft mun mjólkin hafa verið eina C-vitaminupp- sprettan, að minnsta kositi þegar líða tók á veturinn og því von að illa færi, þar sem hún var af skornum skammfi eða brást al- veg. Þjóðabandalagsnefndin telur 30 mg. af.C-vitamini (ascorbin- sýru) nægilegan dagskammt fyrir fullorðið fólk, það má að vísu kpmast af með miklu minna, án þess að til skyrbjúgs komi, allt niður í 10 mg. og sennilega enn minna, að m. k. um situndarsakir. En þ óað nógu mikið fáist til verndar gegn skyrbjúg, getur það verið of lítið til að halda fullri heilsu og þrótti, enda er oft talað um „leyndan" skyrbjúg einkanlega á börnum, ýmiss óljós einkenni og vanþrif, sem stafa af því, að of lítið fæst af C- vi'tamini, þótt það sé ofan við skyrbjúgsmarkið. C-vitaminið er einkum í græn- meti og alls konar ávöxtum. í dýrafæðu er fremur lítið af því, nema helzt i innmat ýmsum, hrognum og ennfremur mjólk. Vegna þess, að grænmetisneyzla og ávaxta er lítil hér á landi verða mjólk og kartöflur helztu C-vitamingjafar okkar að sitað- aldri. Vitaminmagn mjólkurinn- ar er breytilegt eftir árstíðum, er það mest sumar og haust (um 2 mg. 100 g.), en minnkar eftir því sem líður á vet- urinn og er orðið meir en helm- ingi minna undir vorið. (Hér var reiknað með 0,8 mg. 100 g. um vorið). Vitaminmagn kahtafl- anna rýrnar og við geymsluna. Má búast við, að ekki sé eftir nema 1/3 upphaflega magnsins þegar komið er fram á vor. Mest er af C-vitamininu á haustin, þá eru kartöflurnar vita- minauðugastar, mjólkin ekki farin að tapa neinu og auk þess munar um grænmetið, þótít ekki sé mikið af því. Síðan fer C-vita- minið ginnkandi bæði í mjólk og kartöflum og grænmetið er úr sögunni, þegar kemur fram á veturinn, en ávextir ekki telj- andi til að vega upp á móti því. Eins og fyrr segir, er Efnagerð- in farin að blanda C-bætiefni í gosdrykki sína, og er magnið 40 mg. á lítra. Snúningshraði kommúnista (Framhald af 2. síðu). að launa hjálpina með land- vinningakröfum, sem stofna frið- armálunum í öngþveiti. Stríðsyfirlýsingin. Þjónslund kommúnista gagn- vart Sovétstjórninni hefir á ný komið greinilega í ljós í hinu svonefnda stríðsyfirlýsingarmáli. Þingmenn Sósíalistaflokksins vildu, að íslendingar yrðu við þeirri kröfu Rússa að varpa frá sér yfirlýstu, ævarandi hlutleysi í ófriði og lýsa sig stríðsaðila að ófriðarlokum, ef þeir ættu að fá að taka þátt í ráðsstefnunni í San Fransisco. Kommúnistar eru sýnilega komnir í megnustu klípu út af þessu máli. Þeir hafa rekið sig á megna andstöðu gegn stefnu þeirra og tillögum, en vilja ógjarnan koma sér úit úr húsi vegna þess. Á hinn bóginn mega þeir ekki styggja Rússa. Því hafa þeir tek- ið það ráð að leika tveim skjöld- um í blöðum sínum, fullyrða eitt í dag og annað á morgun. Annan daginn segja þeir, að það sé bara „Framsóknarlygi", að þeir hafi nokkurn tíma viljað láta íslend- inga segja öðrum þjóðum stríð á hendur, hinn daginn lýsa þeir yfir, að þeir vilji láta íslendinga „viðurkenna, að þjóðin sé raun- verulega í stríði og hafi háð það og vilji heyja það með hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yf- ir“. Fyrri fullyrðin ætlasit þeir til að snúi að íslenzku þjóðinni, en hin síðari að Rússum. En þessi loddaraskapur bjargar þeim ekki, en gerir hlut þeirra aðeins enn verri. Og nú síðast tekur að- alblað kommúnista undir áróður og rangar getsakir í garð Islend- inga, er rússneskur blaðamaður flutti í Moskvaútvarpið 3. apríl sl. í ’sambandi við þetta mál, og gerir að sínum orðum. Sanrta kommúnistar á þenna há'tt, eins og þeir raunar hafa oft áður gert, að þeim er annarra um rangan málatilbúnað Rússa en réttan málstað sinnar eigin þjóðar. Það var eitt sinn talað um ..danska íslendinga", og þótti sú nafngifit lítill vegsauki. Aldrei komst þó þjónslund þessara dönsku íslendinga við „þjóð við Eyrarsund" í hálfkvisti við skrið- dýrshátt forsprakka íslenzkra kommúnista gagnvart valdhöf- um stórþjóðarinnar í austri. Fer þá að verða álitamál, hvort ekki sé réttara að kenna þá Itil Rússa fremur en Íslendinga. Þá sýnist heldur ekki úr vegi fyrir Sjálfstæðisflokksmenn að taka til endurskoðunar það álit Ólafs Thors, að rússneskir Is- lendingar séu sjálfsagðir að vera í ríkisstjórn til þess að byggja upp og halda við virðingu Al- þingis inn á við og út á við. Auglýsið í „Degi”

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.