Dagur - 09.05.1945, Síða 5

Dagur - 09.05.1945, Síða 5
Miðvikudaginn 9. maí 1945 D A G U R 5 F atnaðar söf nun handa dönskum börnmn Danskur heimskautakönnuður segir frá neyðar- ástandi í Danmörku. Hjartanlega þakka eg öllum vinum og vandamönnum fyrir auðsýnda hjálp og samúð við jarðarför mannsins míns BJARNA PÁLSSONAR, Krabbastíg 2, Akureyri. — Sérstak- lega vil eg þakka kaupfélagsstjóra Jakob Frímannssyni fyrir drengilega hjálp. — Guð blessi ykkur öll! Sigríður Helgadóttir. Ennþá hafa ekki borizt ná- kvæmar fréttir um ástandið í Danmörku eftir að þjóðin hlaut frelsi si'tt á nýjan leik. Þó er vit- að, að skortur er á ýmsum nauð- synjum í landinu og allt at- vinnulíf landsins er í rústum eftir hernámsárin. Af þeim fregnum, sem þegar hafa borizt, er svo að sjá, sem mjög tilfinnanlegur fataskortur sé í landinu. Ástandið í Evrópu mun yfirleict vera þannig, að ekki er von um að úr rætist þar á næstunni, og væri því ástæða fyrir þá, seiri það geta, að koma Dönum til hjálpar. Margt bendir til þess, að sendingar á ullarfatn- aði á börn mundu bæta úr sárri neyð í landinu. Nokkur hreyfing mun nú hafin 'til þess að koma slíkri söfnun á hér á landi. Danska félagið í Reykjavík hefir haft slíka söfnun á hendi um skeið og nú munu ýmsir íslend- ingar ætla að taka höndum.sam- an við félagið. Til þess að gera mönnum ljóst, hve hér er mikið nauð- synjamál á ferðinni, er hér birt- ur útdráttur úr'frásögn danska heimskautakönnuðarins Ejnars Mikkelsen, um fataskort danskra barna: Frásögn Ejnars Mikkelsen. Hinn frægi, danski heim- skautakönnuður. Ejnar Mikkel- sen, hefir nýlega birt frásagnir af ástandinu í Danmörku í amerísk- um blöðum. Mikkelsen dvaldi í Danmörku þangað til í sepltem- ber sl., er hann flýði til Svíþjóð- ar og komst þaðan vestur um haf. Síðan hann kom vestur hafa Danir, búsettir í Ameríku, hafizt handa um fatnaðarsöfnun handa bágstöddu fólki í Danmörku, en Mikkelsen segir klæðaskorlt þar svo mikinn,*að neyð geti kallast. Fara hér á eftir nokkrir þættir úr frásögn hans: „Eg get ekki sagt, að bama- fatnaður hafi nokkru sinni vakið sérstaka athygli mína, fyrr en í júnímánuði síðasltliðnum. Þá var eg neyddur til þess að gefa mál- inu gaum. Tengdadóttir mín skrifaði mér bréf. Leitaðu í skáp- um. og skúffum, sagði hún, og reyndu að finna gamlan og slit- inn nærfatnað og annað af því tagi, sem hægt væri að nota utan á börnin. Leilt mín bar engan árangur. Allt hafði þegar fyrir löngu verið látið af hendi, en eg ásetti mér að reyna að finna eitt- hvað utan á börnin í borginni. Eg hélt þá í einfeldni minni, að það mundi létt verk. En raunin varð önnur. Eg varð að jálta, að kvenfólkið liafði rétt fyrir sér, þegar það sag$i mér, að ekki væri hægt að fá neitt fatakyns fyrir börn í allri Kaupmannahöfn. Búðafólkið leit með undrun á manninn, sem var svo grunnfær að halda, að barnafatnaður feng- ist enn í ’verzlunum. ... Þegar eg kom heim úr þessari árangurslausu leit var alllt heim- ilið í uppnámi. Konan mín hafði tekið rnálið í sínar hendur. Hún hafði fundið ullarsnúrur á gömlum glugga- og dyratjöldum. Þessi tjöld höfðu raunar fyrir löngu verið tekin og sniðin í flíkur, en snúrurnar höfðu orðið eftir. Við létum hendur standa frarn úr ermum. Við gátum bætlt við nokkrum snúrum og legging- um af sófum og stólum. Og nú var setzt við að rekja þetta upp í þráð, binda spottana saman og vefja bandinu upp í hönk. Hvað gerði það til þóltt sokkar, bolir og skyrtur væru í senn gulir, blá- ir, rauðir og grænir! Aðalatriðið var, að börnin áttu þess kost, að klæðast hlýjum ullarfatnaði þeg- ar kaldur vetur færi í hönd og ekkert eldsneylti væri að fá til þess að ylja upp liúsin.... Þannig er klæðaleysi danskra barna í dag orðið. Neyðin hefði fyrr knúið á dyr ef hinar úrræða- góðu, dönsku húsmæður hefðu ekki haft lag á því, að nota allt, bókstaflega allt, sem að gagni mátti koma. En þessar ævagömlu snúrur og leggingar eru þó síð- asta úrræðið, sem völerá. Börnin slíta miklu og vaxa fljótt. Þegar þetta úrræði er fullnotað hvað hvað tekur þá við? — Eg veit það ekki, og dönsku húsmæðurnar vita það ekki heldur. Ekkert að fá lengur, sem hægt er að rekja upp eða sauma saman. Þegar' annar vetur gengur í garð og engin kol eru fyrir hendi !til varnar kulda. og súld, þá verður neyðin sár. Ástandið er því mjög alvarlegt. Eg bið alla velunnara Danmerkur að gera sitt ýtrasta til að hægt verði að útvega dönskum börnum skjólklæði. Allur ullarfatnaður, hverju nafni sem nefnislt, bætir úr sárri neyð. Hann má vera notaður eða slitinn, — þarf aðeins að vera hreinn og þokkalegur. . . Þessi lýsing Mikkelsens hefur orðið til þess, að danskar konur víða um heim hafa hafizt handa um að prjóna ullarföt fyrir dönsk börn. Stígandi, 1. heíti III. árg. Ritið hefst á alllangri grein eftir Sigurð skóla- meistara Guðmundsson, er nefnist: Blysför og greinargerð — að stofni flutt fyrir minni Davíðs skálds frá Fagraskógi á fimmtugsafmæli hans. Fylgja nokkrar myndir greininni. Þá flytur heftið tvö kvæði eftir Gfím Sigurðsson; Bersöglismál, glein eftir Jón Sigurðsson, Ytafelli; Síðasti róð- urinn, kvæði eftir Heiðrek Guð- mundsson; grein um Hauk Stefánsson málara og tvær myndir af málverkum hans; Norðlenzkur framburður, grein eftir dr. Björn Sigfússon; Knýið á! kvæði eftir Þráin; Barnaskírn í Garði, saga eftir Rósu Einarsdóttir; Jakob á Breiðumýri, þáttur eftir Helga Jíóns- son frá Þverá; Um ætt Baldvins skélda, grein eftir Indriða Indriðason frá Fjalli; Vegir örlaganna, þýdd saga eftir O. Henry; Milli Skjöldólfsstaða og Möðrudals, ferðapistlar eftir Þrá- in; Um bækur eftir ritstjórann, Braga Sigurjónsson, og Friðgeir H. Berg. Þetta hefti Stíganda er hið læsileg- asta að vanda. Útgöngusálmur (Recessional). RUDYARD KIPLING. Fulltingi drottinn feðra veit fylkingum vorum út um lönd. Með þér vér höfum sagst í sveit á sandsins auðn og frjórri strönd. Guð herskaranna hjá oss ver, og hjálpa að vér ei gleymum þér Hljóðna orrustu hróp og köll hetjur og kongar rýma á brott; » samt mun vara þín heilög höll: hjarta auðmjúkt og laust við spott. Guð herskaranna hjá oss ver, og hjálpa að vér ei gleymum þér Víðförlir drekar sökkva í sæ, á sjávarhömrum slokknar glóð, og gærdagstign, í borg og bæ, er brott í dag og týnd vor slóð. Guð herskaranna hjá oss ver, og hjálpa að vér ei gleymum þér Að valdadrukknir óhófsorð vér aldrei mælum vörum frá, né högum oss á hafi og storð sem heiðingjar er nafn þitt smá. Guð herskaranna hjá oss ver, og hjálpa að vér ei gleymum þér Þeim heiðingjum sem hafa traust á hlaupvídd sett, og sprengjubrot, í hendi jafnan leikur laust sitt lán, ef þín ei hafa not. Frá ’svigurmæla og syndahríð, sveigðu í miskunn guð þinn lýð. F. H. Berg. Skógræktarsjóður Saurbæjarhr. (Framhald a£ 3. síðu). „Tilgangur sjóðsins er að vinna að aukinni itrjá- og skógrækt í ireppnum, bæði með því, að stuðla að verndun skógarleyfa þeirra, sem til eru, og með rækt- un nýrra skóga, eftir því sem efni og ástæður leyfa.“ Flest öll starfandi félög í hreppnum hafa tekið höndum saman um þetíta mál og má því ætla, að það verði eftirlætisbarn sveitarinnar. En Saurbæingar hafa fleira á prjónunum. Öldruð, en dugmik- il kona, Sesselja Sigurðardóttir frá Leyningi ,hóf á loft nierki raforkumálsins. — Lagði hún fram myndaiiega peningagjöf til stofnunar raforkusjóðs í lireppn- um. Skildi hann vera hreppsbú; um til hjálpar á sínum tíma, er raforkumálum landsins væri komið í Farsæla höfn. — Fólk þyrpttist þegar undir merki gömlu konunnar, óg er nú svo komið ,eftir því sem mér er tjáð, að í þann sjóð sé komið, eða verði bráðlega, um 15 þúsundir króna. Saurbæingar hafa eitt áhuga- mál, er þeir berjast fyrir, það er að koma upp góðri sundlaug fyrir unga og óborna. — Þeir liafa unnið allmikið að því máli bæði með fjársöfnun, og með því að gjöra tilraunir til að finna liina gömlu og góðu laug Hleiðargarðslandi, sem varð fyr- ir skriðuhlaupi að líkndum um aldamótin 1800. — Sérfræðingur hefir verið fenginn til að leita hennar, en sem því miður heppnaðist ekki, en hvað sem um það kann að ráðast/er það þó vísit, að sundlaug verður kom- NÝJA-BfÓ Miðvikudaginn 9. maí, kl. 9 e. h.: Kona hermannsins Fimmtudaginn 10. maí, kl. 5 og kl. 9: Leyndarmál kvenna Föstudagiim 11. maí, kl. 9: Sherlock Holmes í hættu staddur Laugardaginn 12. maí, kl. 6: Leyndarmál kvenna Sama dag kl. 9: Kona hermannsins Súnnudaginn 13. mai, kl. 3: Smámyndir Sarna dag, kl. 5: Sherlock Holmes í hættu staddur Sama dag, kl. 9: Kona hermannsins STÚLKU vantar mig frá 1. júní n.k. Fátt í heimili. Kaup eftir samkomulagi. KRISTJÁN ÁRNASON. Verzl. Eyjafjörður. r Utvarpstæki notað, mcð stuttbylgjum, óskast til kaups. Gott verð í boði. Skipti gætu komið til greina á 6 lampa Phil- ip’s í ágætu standi. Jón Norðfjörð. ið upp, þó aðstæður séu erfiðar. Nú býr. í Saurbæjarhreppi margt ungra og vaskra manna, sem hafa sterkan vilja til mikilla átaka í ræktunar- og menningar- málum. — Miklar byggingar- framkvæmdir o. fl. verða þegar hafnar er um rýmist. 4 dráttar- vélar verða að verði þar í vor, og máske í sumar. — Heyvinnuvél- um fjölgar á hverju ári, og þær fá færri en vilja. — Stórkostlegur uppþurrkunarskurður verður gerður frá Arnarstöðum út að Núpufelli, strax og vélar fást til verksins — og er búið að mæla fyrir honum. — Er ætlast til að akbraut verði lögð meðfram lionum til að nota uppgröftinn. Þetíta aðhefst nú „syfjaða" fólkið í sveitunum. — Fólkið, sem óheillaöflin í landinu segja að „Hriflu-andinn" hafi fært í dróma fávizku og ómenningar. — Fólkið, sem þessi öfl segja að búi í húsum, sem einhverjar djöfla- myndir séu málaðar á. H. J. Gólfteppi • með tækifærisverði, til sölu og sýnis á afgreiðslu Dags. Veiðimenn! Höfuni eins og áður gotít úrval af allsk. veiðitækjum, svo sem: Laxa- og silungalínu, m. teg. Girni, frá 6—33 tbs. Flugur, ein- og tvíkrækjur. Flugur, eins- og tvíkrækjur, með enskum önglum. Spæni. Flotholt. Lykkjur. Öngla, 10 stærðir. ENNFREMUR: Eina Hardy laxastöng, 16 feta. Brynjólfur Sveinsson h/f Sími 129. Akureyri. 86 þús0 króna gjöf til Sjúkrahússins frá fé lagsmönnum KEA Á aðalfundi KEA. á öndverðu ári 1944 var samþykkt, að stjórn félagsins skyldi gangast fyrir fjársöfnun á félagssvæðinu til styrktar nýju sjúkrahúsi á Akur- eyri. Á aðalfundi félagsins 2. maí sl. skýrði stjórnin frá árangri af þessari fjársöfnun. Félagsmenn KEA. liöfðu þá gefið kr. 86.337.00 til sjúkrahússins og var upphæðin innborgúð í KEA. 100 ára dánarafmæl- is Jónasar Hallgríms sonar verður minnzt með hátíðahöldum í • • Oxnadal Ungm ennafélag Öxnadals hef- ir ákveðið að gangast fyrir há- tíðahöldum í Öxnadal hinn 26. maí næstk. í itilefni af 100 ára danarafmæli Jónasar Hallgríms- sonár. Ekki er að fullu gengið frá dagskránni, en ákveðið er að lialda minningarguðsþjónustu í Bakkakirkju og síðan samkomu í skólahúsinu á Þverá. Þar mun , Bernharð Stefánsson alþm. flytja erindi. Auk þess verður söngur, upplestur úr ritum Jónasar o. fl. dagskrárliðir. Vorþing Umdæmisstúku Norður- lands verður haldið á Siglufirði dag- ana 12.—13. maí næstkomandi. Samkomur í Zíon. Uppstigningar- dag (þakkar- og bænasamkoma). — Sunnudag almenn samkoma. Kl. 8.30 báða dagana.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.