Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 4
D AGUR Miðvikudaginn 6. júlí 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingav, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kcnutr lit á hverjum miðviktulegi Árgangnrinn kostar kr. 25.00 Cjakldagi er 1. júlí. l’RENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Kálfarnir og ofeldið r ÞVÍ LENGUR SEM liðið hefir frá því, að nú- verandi stjórnarsamvinna hófst, hefir það verið sívaxandi ráðgáta og undrunarefni landsmanna með hvaða hætti sjálfstæðismönnum — en þó einkum og sér í lagi innsta kjarna íhaldsins, heild sala- og fjárplógsmannaklíku höfuðstaðarins - hefir heppnazt að tryggja sér svo auðsveipa og algerlega viðnámslausa þjónustu alþýðuflokks- foringjanna í ríkisstjórn og á Alþingi, sem raun her svo rækilega vitni. Hefir ýmissa skýringa á þessu fyrirbrigði verið leitað — líklegra sem ólík- legra — en sannleikurinn er þó sá, að þessi örlaga- gáta hefir enn ekki verið ráðin á viðhlítandi hátt, og raunar vafasamt, hvort fullnægjandi skýring muni nokkru sinni verða fundin á þessu einstæða og furðulega fyrirbrigði, sem segja má þó um með nokkrum sanni að markað hafi öllu öðru fremur stjórnarstefnuna frá upphafi, og þó því meir, sem lengra hefir liðið. ÞARFLAUST ER að rekja það nákvæmlega hér, sem allir vita, að stórfelldustu og örlagarík- ustu mistökin, sem átt hafa sér stað í tíð núver- andi ríkisstjórnar, hafa verið framin á sviði við- skipta- og fjárhagsmálanna. Það er lýðum Ijóst, enda viðurkennt af öllum aðiljum, að ríkisstjórn- inni hefir algerlega misheppnazt það höfuðverk- efni, sem henni var trúað fyrir — að vinna gegn dýrtíðinni og þoka henni niður á við. Sú barátta hlaut frá upphafi fyrst og fremst að vera háð á sviði verzlunar og viðskiptamálanna. Ef lands lýðurinn hefði séð, að röggsamlega, hlutdrægnis- laust og hyggilega hefði verið gengið til verks í þeim efnum, er vafalaust, að hann hefði reynzt fús og reiðubúinn að taka á sínar herðar sann- gjarnan og eðlilegan þunga þeirrar baráttu, sem það hlaut að kosta að færa verðlag og kaupgjald aftur í það horf, að atvinnuvegir landsmanna gætu enn orðið sjálfbjarga og samkeppnisfærir. Oddvit ar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins á þingi og í ríkisstjórn tóku hins vegar þann kóstinn, sem verri var. í bróðurlegri einingu tókst þeim að koma í veg fyrir hverja tilraun til umbóta á verzlunarástandinu og verðlagsmálunum. Innsta hring Sjálfstæðisflokksins, stórbröskurunum Reykjavík, tókst að koma fram þeim vilja sínum að maka enn krók sinn — og það rækilegar en nokkru sinni áður í forarvilpu brasksins, svarta markaðarins og hvers kyns verzlunaröngþveitis, í skjóli hafta, „kvóta“ og gegndarlausrar óstjórnar ofstjórnarstefnunnar — á sama fíma og öllum al- menningi blæddi og þjóðarbúskapurinn í heild komst á vonarvöl. Þegar svona var á málunum haldið, reyndist auðvitað algerlega ókleift að spyrna með festu og einurð gegn nýrri kauphækk unaröldu, sem aldrei rís hærra en nú og viðbúið er að skoli síðustu leifum fjárhagslegs sjálfstæðis og afkomu þjóðarinnar með sér út í hafsauga full- komins ráðleysis og vitleysu. EN NÚ bregður svo við, þegar sökudólgarnir þykjast sjá hilla undir nýjar kosningar á næsta leiti — e. t. v. þegar í haust — að vinskapurinn tekur mjög að kárna og vinmælin snúast í hin óþvegnustu brigzl og skammir, þar sem hvor i .kennir hinum um, hvernig komið er. Eitt nýjasta dæmið af mörgum slíkum er að finna í blaði vestfirzkra sjálf- stæðismanna, Vesturlandi, undir ritstjórn Sigurðar alþm. Bjarna- sonar frá Vigur. Þar birtist nú á dögunum heljarmikil forsíðu- grein undir aðalfyrirsögninni: „Verzlunaróreiðan undir stjórn krataráðherrans Emils Jónsson- ar“. Er ástandinu lýst þar — sjálfsagt réttilega — á ófagran hátt, og er aðalályktun ritstjór- ans og alþingismannsins sú, að ekki sé það „ofmælt, að ástandið í verzlunar- og viðskiptamálum hafi aldrei orðið verra en nú und- ir stjórn krataráðherrans Emils Jónssonar, sem fer með yfirstjórn þessara mála“. Hins vegar er rit- stjórinn af eðlilegum ástæðum stórum orðfærri og orðvarari um þá staðreynd, að samflokksmenn hans sjálfs, formenn Viðskipta- nefndar og Fjárhagsráðs, munu vissulega eiga bróðurpartinn af ábyrgðinni á öllu öngþveitinu, ranglætinu, hlutdrægninni og hringavitleysunni — að ótöldum sjálfum fjármálaráðherranum, skömmtunarstjóranum og öllum þeim fjölmörgu legtáum „sjálf- stæðisins" öðrum, sem koma við sögu, þegar rætt er um ástand og og framkvæmd allra þessara mála. OG FFORYSTUGREIN blaðsins, er nefnist „Algert ofaníát krat- anna,“ klykkir út á þessa leið: „Aldrei hefir nokkur flokkur leikið aumara hlutverk í stjórn- arforystu en Alþýðuflokkurinn íslenzki nú. Aldrei hefir ráðvillt- ari klíka átt að heita í stjórnar- forystu á fslandi en þeir Stefán Jóhann, Emil, Ásgeir og Finnur. Þessi sama klíka hleypti dýrtíð- arskriðunni yfir þjóðiua árið 1942 með eyðileggingu gerðardóms- laganna.“ (Hvar var Ólafur Thors og kappar hans niðurkomnir þá?) „Nú hefir hún hvolft íiýrri verð- bólguöldu yfir atvinnuvegi lands- SVO MÖRG eru þau orð og þó raunar langtum fleiri og magn- a&ri, þótt hér verði hreystiyrði sjálfstæðishetjunnar fx-á Vigur ekki rakin nánar að sinni. Víst munu ummælin rétt, það sem þau ná, en undarlega hljóma þau ankannalega í munni íhaldsþing- manns. Og væntanlega þykir Emil og öðrum framámönnum Alþýðuflokksins sannast hér hið fornkveðna, að „sjaldan launi kálfar ofeldið“, þegar leiðtogar heildsalaflokksins þakka honum og þeim félögum forsjá sinna mála að undanförnu á svo við- felldinn, smekklegan og drengi- legan hátt! FOKDREIFAR Gestsauga í bænum og nágrenninu. „DAGUR AUSTAN“ hefir sent blaðinu nokkra pistla um at- huganir sínar á ýmsum hlutum, er borið hafa honum íyrir sjónir sem gesti hér í bænum nú um nokkurt skeið að undanförnu Rithöfundarnafn þetta er að vísu ekki sérlega víðfrægt — enn sem komið er að minnsta kosti — en þó ekki alls ókunnugt ýmsum þeim, sem lesið hafa tímarit ís- lenzk síðustu árin, því að „Dag- ur Austan" hefir stundum átt í \y þeim liðlega ritaðar smásögur. -----Skoðanir þær og athuga- semdir, sem hann lætur hér uppi um ýmis efni úr bæjarlífi okkar, eru auðvitað algerlega á hans á- byrgð, þótt rétt þyki að birta þær hér, því að ekki er ófróðlegt að heyra, hvað gestir í bænum hafa til málanna að leggja. En þyki einhverjum ómaklega að sér sveigt í þessum pistlum hans, skal þeim auðvitað heimilt rúm hér í blaðinu síðar til þess að svara fyrir sig, ef þeim finnst á- stæða til þess. — ,Dagur Austan* nefnir sjálfur þessa pistla sína: „Nokkur óharmónisk fy rirbrigði“. MÉR HEFUR ALLTAF fundizt Akureyri rólegur og viðkunnan- legur bær; í mínum augum er hann svipmjúkur og hreinn nema hvað vinnuaðferðir götuhreinsar- anna breyta bæjarbragnum í þessu efni, en þeim væri hægt að breyta til batnaðar með einni lít- ilfjörlegri dagskipan, og ég er bara alveg hissa, að sú dagskipan skuli ekki hafa verið gefin út fyr- ir löngu,, því að mér er það ó- skiljanlegt, að þessir faslitlu, ró- lyndu borgarar, snyrtilegir til fara og prúðmannlegir í fram- komu — skuli gera sér það að góðu, t. d. í þurrviðrum, að full- orðnir menn, launaðir af bænum — mjakist eftir götunum með sóp í hönd og bókstaflega þyrli upp rusli og ryki, beint framan í vegfarendur. ÉG HEFI STUNDUM verið að veita vinnuaðferðum þessara fastlaunuðu verkamanna bæjar- ins athygli og mér hafa oft dottið í hug menn, sem væru að reyna að fá tímann til að líða. Hjá sum- um er þetta starf orðið svo vana- fast, að þeir vinna það algjörlega vélrænt — meira að segja ganga þeir frá ryk- og ruslhrúgunum vélrænt. — Þeir sópa kræl- þurru moldarduftinu í breiðri spildu þvert yfir götuna, út á rennisteininn og þar í hrúgu, sem þeir svo ganga nokkra hringi í kring um og. snurfusa og laga Síðan taka þeir næstu spildu, og þegar henni er lokið rheð list- rænu stikli og snurfusi, er oftast eitthvað af síðustu hrúgunni ým- ist fokið út á götuna aftur, upp á gangstéttina eða gluggarúðurnar í nærliggjandi húsum, kannski hefur einhver framhjágangandi tekið svolítið af henni með sér heim á klæðum sínum. Einn daginn gekk ég utan frá Oddeyri og innundir Gróðrar- stöð, sem sagt bæinn á enda. Alla leið frá Samkomuhúsinu og inn- undir Höefnersbryggju voru ryk- og sandhrúgur á götunni, svo að jkipti hundruðum — enginn maður að verki, ekkert ökutæki (Framhald á 5. síðu). Afbragðs steik á einfaldan liátt ENGINN ER FÆDDUR fullkominn, né hefir allt sitt vit af sjálfum sér. Oll verðum við að læra okkar starf, á einn eða annan hátt, ef við eigum að duga til þess, og vaka stöðugt yfir nýjungum og fram- förum, hver á sínu sviði, ef við viljum standa í stöðu okkar og ekki dragast aftur úr og gerast nátttröll og steinrunnar fornaldarleifar fyrir aldur fram. — Hversu gott tækifæri sem heppnustu húsmæðra- efnin kunna að hafa nú á dögum til þess að búa sig undir hið þýðingarmikla starf sitt, með því að ganga í húsmæðraskóla eða notfæra sér önnur þau menntunarskilyrði í sinni grein, sem nútíminn hefir upp á bjóíia umfram fortíðina, kemur þó þar að lokum, að húsmæðurnar geta ekki lengur sótt skóla eða námskeið — a. m. k. ekki í hinni venjulegu, þröngu merkingu þeirra orða — heldur verða þær að standa einar og óstuddar og spila algerlega upp á eigin spýtur. En þar með er þó engan veginn sagt, að þær eigi að stirðna strax í föstum formum, hætta að taka.framförum — hætta að læra. Þvert á móti, því að segja má með sanni, að þá fyrst taki strang- asti og markverðasti skólinn við — skóli reynslunn- ar og lífsþroskans. Og svo megum við aldrei gleyma því, að enginn er upp yfir það hafinn að læra góða hluti af náunganum. Og nú á dögum eru fleiri ná- ungar okkar en þeir einir, sem búa á næstu bæj- um, eða við sömu götu. Með hjálþ nútímatækninn- ar má t. d. segja, að húsmóðirin í Ameríku sé orðin náungi okkar í vissum skilningi og geti þannig orðið lærimeistari okkar, þegar svo ber undir, við matar- gerðina, heimilisstörfin og yfirleitt á öllum þeim sviðum, þar sem hún kann að standa framar en við og okkar gömlu og grónu nágrannar. NÚ VILL SVO TIL, að sænsk húsmóðir, sem ný- lega er komin heim úr Ameríkuför, hefir skrifað grein í „VI“, heimilisblað sænsku kaupfélaganna, og skýrt frá því, að amerískar húsmæður séu mun slyngari en landar hennar að búa til góða og lostæta steik úr hvers konar kjöti. Þessi sænska frú segir, að sig hafi aldrei órað fyrir því, fyrr en hún sá það með sínum eigin augum — eða kannske öllu heldur — fann það með sinni eigin tungu — að hægt væri að matbúa annað eins lostæti úr einum óvöldum kjötbita eins og amerísku húsmæðurnar leika sér að. FRÚIN SEGIR, að í Ameríku séu til heilmiklar bókmenntir um hvers konar framreiðslu á kjöti, og í mörgum háskólum og vísindastöfnunum hafi rann- sóknir á þessu sviði verið stundaðar með kostgæfni svo árum skipti. Eftir tveggja áratuga vísindastarf séu menn nú loks komnir að alveg fastri niðurstöðu, sem öll skólaeldhús og húsmæðraskólar þar í landi styðjist einhuga við og fari algerlega eftir. OG HVER ER ÞÁ þessi mikli munur í sem allra skemmstu máli sagt? Hann er sá, að þar vestra steikja menn og sjóða kjötið við sem allra lægst hitastig, en í langan tíma. Þetta virðist einfalt, en látu mokkur athuga málið dálítið nánar. Ameríku- menn kunna auðvitað ýmsar aðferðir við að mat- reiða kjöt, en mest halda þeir upp á að steikja það. Það veltur á ástandi kjötsins, hvort það er steikt í ofni, á rist, á steikarteini, á pönnu eða í potti meS loki yfir. Fyrst og fremst fer þetta eftir því, hversu meyrt kjötið er. Hér þykir sjálfsagt, segir frúin, að brúna kjötið fyrst við háan hita, til þess að steikar- skorpan verndi það gegn því, að kjötsafinn fari for- göröum. Ameríkumenn segja, að þetta sé þýðingar- laust, en ef menn óski eftir hinum sterka, brúna lit og skorpunni ,sé réttara að brúna kjötið á eftir við háan hita í fáeinar mínútur. FRÚIN SEGIR auðvitað margt fleira fróðlegt um þetta efni, en fyrst og fremst fullyrðir hún, að steik- inu verði miklu lostætari með þessu móti, og auk þess sé þetta miklu áhyggjuminna, einfaldara og vandalausara, að því ógleymdu, að það sé ódýrara (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.