Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 6. júlí 1949 9Í« r 4 f HVERFLYHD ER VEROLDIN * Saga eftir Charles Morgan r&...' 27. DAGUK. íbRÓTIIR OG ÚTILÍF (Framhald). „Julian blés andanum frá sér milli harðlokaðra tannanna, svo að hvásandi andardráttur hans varð ekki greindur frá málm- gjöllu hljóðinu, sem heyrðist, er hann spratt leiftursnöggt á fætur og þreif rýting sinn viðnámslaust úr slíðrum. Hljómur stálsins þagnaði jafnskjótt og hann var vakinn — í brjósti „Hegrans", sem hneig örendur til jarðar í sömu andránni. Til hans heyrðist hvorki stuna né hósti, nema síð- asta dauðahrygglan í gegnum- stungnum lungum hans. Mér varð litið í augu honum um leið og hann féll til jarðar við hlið mér. Otrúlega kann það að láta í eyr- um, en samt er það satt: Engum skugga sektar né syndar sló á þessar brestandi sjónir — aðeins hyldjúp undrun--------.“ Sturgess tók sér hvíld í frá- sögn sinni, líkt og hann bæði Valerie með þögninni um skiln- ing og samúð — og sjálfan sig fyrirgefningar. Svo lauk hann sögunni furðulega hikandi og tví- ráður: „Þegar Julian rétti úr sér eftir hina snöggu og óvæntu hníf- stungu og horfði ringlaður eins og svefngengill kringum sig, svo sem til að átta sig sjálfur á því, sem gerzt hafði, — sagði María hratt og hiklaust: „Komið. — Fylgið méi' eftir.“ — Svo leit hún á mig um leið og hún sagði við Julian: — „Hann mun segja þér allt af létta, þegar tími vinnst til.... Komið þið strax!“ Við slepptum öllum varúðar- ráðstöfunum, sem ákveðið hafði verið að gera, þegar við færum. Við skildum allt eftir í óreiðu, spilin á víð og dreif og ábreið- urnar útbreiddar á gólfinu. Við gátum ekki leitt hugann að slík- um smámunum, eins og á stóð, enda var tíminn hlaupinn og mikil umsvif fyrir höndum. Juli- an leit á úrið sitt við dauft skin lampans, um leið og hann fór. Eg gat greint vísana á skífunni: — Klukkan var tuttugu og fjórar mínútur gengin í eitt. Við fórum gegnum herbergi Chassaignis. Hann sagði ekkert, en hann taldi okkur með augunum. Við héldum þögul leiðar okkar um göngin, yf- ir svalirnar og út á stéttina, þar sem bíllinn beið okkar. Við ókum burt, en María sneri aftur inn í húsið án þess að segja nokkurt orð að skilnaði. Við vörpuðum heldur ekki á hana nokkru kveðjuorði. Það var engu líkara en að við hefðum öll tapað ráði og rænu og ekkert okkar gat fengið sig til þess að rjúfa þögnina og varpa af tungu sinni möru þessa skelfilega viðburðar. Þegar til Virac kom, náðum við sambandi við hjálparmenn okkar. Þeir höfðu búizt við því, að við værum fjórir saman, en nú gáfu aðeins þrír sig fram. Hvernig stóð á því? Hvað var. orðið af þeim fjórða? Við gátum engin gild svör gefið við þessum eðlilegu spurningum Deirra. Enginn okkar gat svo mik- ið sem imprað á því, sem gerzt hafði, fyrr en lengra var frá liðið. Bílstjórinn okkar áttaði sig ekki hót á þessum kynlegu farþegum, sem sátu þarna saman í bílnum hans alla liðlanga nóttina eins og steingervingar og mæltu ekki orð frá vörum, en mændu aðeins sem þrumulostnir út í bláinn. Það var aðeins einu sinni, að Julian rauf þögnina. Hann sagði, hálfvegis eins og við sjálfan sig: — „María verður ein að gera allt, sem gera þarf.“ — Enginn okkar svaraði honum nokkru orði, og þannig var för 'þessarra þriggja kynlegu svefngengla haldið áfram í stein- runninni órofaþögn."---- Eftir að Sturgess fór af fundi Valerie þetta kvöld, svaf hann um .nóttina fyrir opnum glugg- um. Hann dró meira að segja gluggatjöldin frá svefnherbergis- gluggunum sínum, því að hann beið þess með eftirvæntingu, að morgunsólin kæmi upþ og vekti hann á nýjum degi. Hann var snemma á ferli og fór strax út undir bert loft ,því að hann var eirðarlaus af fögnuði. Að lokum hafði hann hleypt í sig nægilegum kjarki og hörku til þess að segja sögu sína til enda, og nú fannst honum hann hafa varpað af sér byrði — miklu þyngri og erfiðari byrði en hann hafði sjálfan órað fyrir, að hún væi'i — áður en þessi beiski bikar var tæmdur í botn. Valerie hafði hlýtt á frásögn hans með ýtrasta hlutleysi, — hvorki hrósað árvekni hans, né heldur áfellzt harðýðgi þá og ofsa, sem orðið hafði afleiðing hennar. Á einhvern óskiljanlegan, en þó ótvíræðan hátt, hafði hann orðið þess var, að hún sá glöggt gegnum alla álagaþokuna, sem hjúpað hafði hug hans og myrkv- að dómgreind hans — sá ljóslega gegnum alla hina ljósfælnu drauga, er risið höfðu upp úr gröfum sínum við særingar sí- fells og yfirgnæfandi háska og banvæns ótta. Og allt þetta hafði hún séð og skilið, án þess að (Framhald). Orðsending frá Mæðrastyrksnefnd Þær konur, sem vilja hvíla sig á vegum nefndarinnai' í sumar á hóteli í Reykjahlíð, Mývatnssveit, sæki um það sem allra fyrst og snúi sér til skrifstofu nefndarinn- ar í Brekkugötu 1, mánudaga og föstudaga, sem er opin kl. 5—7 e. h., eða í síma 315 og 115. Þór til Reykjavíkur. (Síðari hluti). Þriðji leikur II. flokks í Rvík var móti Víkingi, kl. 4 á laugar- dag. Drengirnir voru ekki vel fyrir kallaðir, þreyttir af labbi og fyrri leikjum. Pollar miklir voru á vellinum og veðrið vont, kaldi og regnslitur. Leizt þeim og fyrir- fram Víkingarnir allstórir og ald- urslegir sumir, en þó ekki um of, til að vera sigurvænlegir, m. ö. o.: Rauðbuxar áttu von á að tapa. Það er nú aldrei góð byrjun! Það fór líka svo, að Víkingam- ir voru þegar framsæknir, en Þórsliðar, eins og í fyrri leikjum, daufir framan af ,hlupu í „2. gir“, gáfu eftir og misstu, svo að V. tókst að skora 2 mörk á 10 fyrstu mínútunum. Þór hafði valið að leika á móti vindi fyrri hálfleik og var það kór-villa að mínu áliti og úrslita-atriði í þessum leik. Þeim veitti ekki af vindinum með sér, einmitt í upphafi. Hermann virtist alveg utangátta, óviss mjög og ólíkur sjálfum sér. Milli bak- varða og framlínu var slitrótt og óviss tenging. En með tvö mörk í kollinn fór þó liðið að lagast og sóttu mjög á, er nálgaðist leikhlé. Tókst Tryggva að komast inn úr og skora. Stóð 2 : 1 hálfleik og út- litið hreint ekki slæmt fyrir Þór, þrátt fyrir markamun, eftir síð- ustu átökunum að dæma. í síðari hálfleik sýndu báðir hættuleg upphlaup, og varð Vík. fyrri til að gera mark 3 :1. Ljótt var það! Mjög stuttu síðar setti Tr. þó annað mark fyrir Þór. Síð- ustu 15 mín. lá mjög á Vík., „pressað“ fast, skotið oft og „brennt af“ á gó.ðu færi. Þóttu Vík. orðnir seinir til að skila inn knetti þegar út fór, dómarinn daufur, og þó hvorugum betri en hinum. Gerðist ekki fleira mark- vert í leiknum og úrslitin því Vík. í vil 3 : 2 mörkum. Víkingar þessir voru duglegir, sýndu góð upplilaup, Vörnin síðri. Jafntefli hefði mátt heita eðlilegt eftir gangi leiksins. Víkingar voru glaðir og buðu að kaffiborði eftir baðið. Voru þar allir með hýrri há og masandi. — Ræðumenn af beggja hálfu tóku til máls, húrrahrópin, bæði norð- lenzk og sunnlenzk, kváðu við og loks skilið með kærleikum. En síðan á skyndifundi með liðs- mönnum og fararstjórum í bíln- um hans Deida, var þó ákveðið, að reyna að komast hjá þvi að leika móti Keflvíkngum næsta dag, eins og þó hafði verið ákveð- ið. Drengirnir þreyttir, sumir skrámaðir og skakkir, Keflvík- ingar taldir erfiðir viðureignar og við sterkasta félagið í Reykjavík, K. R., að eiga á mánudag. Á sunnudag var ekið til Kefla- víkui' — í stormi og oft ausandi rigningu. Knattspyrnuskómir voru með, því að ekki hafði náðzt í Hafstein til að stöðva undirbún- ing. En erindið var öllu heldur á flugvöllinn og treyst á illviðrið, að ekki yrði „hundi út sigandi11, jafnvel þótt farið væri í Iðunnar- skó og rauðar Gefjunarbuxur! En Keflvíkingar voru klárir, er við komurn, veðrið frekar skárra og völlurinn álitlegur, sléttur grasvöllur, ekki stór. Og piltarnir þarna voru jafn- stórir, knálegir og mjög líklegir að sjá til afreka á knattpyrnu- velli. En hjá okkur var útlitið slæmt .En er Aggi, sem hafði ver- ið mjög slæmur í ökla eftir síð- asta leik, hafði þó ákveðið að vera með, var í skyndi bitið á jaxlinn og skipt um „galla“. Og svo undarlega brá við, að fyrst þarna léku norðanmenn eft- ir sínu eðli, eftir efnum og ástæð- um vel. Hermann átti ekki mörg- um skotum að verjasl, en tókst það vel. Varnarmenn samtaka og í framlínunni oft góður samleik- ur. Heimamenn voru ekki í „ess- inu“ sínu, það er eg viss um. En mistök þeirra voru ýmiss konar og óheppni með að auki. Sigraði Þór með 4 : 0 mörkum. U. M. F. Keflavíkur, sem beðið hafði um þennan leik, bauð okkur öllum að myndarlegu kaffiborði á eftir. Tveir fulltrúar þess reyndust okkur síðan ágætir leið- sögumenn um Keflavíkurflugvöll, í „stjórnarturninn“ og hótelið, sem að stærð, glæsileik og ýms- um þægindum mun eiga fáa sína líka hér á norðurslóðum hnattar- ins. Um kvöldið sátuin við í Hafn- arbíó í Rvík í boði Fram og hló- um óspart að „hnefaleikaranum“, enda léttir í skapi eftir daginn. Síðasti leikurinn, við K. R., hófst kl. 6.30 á mánudag. Nú skyldi varizt eftir föngum; um sókn var lítið rætt. Almennt talin líkleg úrslit (af þeim sem séð höfðu bæði lið) að K. R. sigraði með 5:0 — eða svo. — En — allt skyldi reynt! Allir voru sæmilega á sig komnir, þrátt fyrir kappleik 4 daga í röð á undan (aðéins í einn leik settur inn varamaður). Enn fékk Þór að velja um mark, lék undan stinningsgolu í fyrri hálfleik. Sást nú betri byrjun en fyrr og auðséð viðleitni. Upp- hlaup hættuleg á báðar hliðar. Eftir nál. 8 mínútur var dæmd vítaspyrna (hönd á vítateigi) á K. R. Hinrik skaut — óverjandi — 1: 0 fyrir Þór. Góð og óvænt byrjun — og enn til hvatningar. Varð þessi leikur norðanmanna sá bezti í ferðinni. Hermann varði * mjög vel, bakvörnin, Tryggvi Gests, Aggi Kr. og svo Kiddi reyndust vel þarna, og reyndar í flestum leikjunum öðrum fremur sjálfum sér líkir. Tryggvi Georgs þótti oftast bera af í framlínunni, en vantaði markskot. Haddi tók þarna, eins og oft, snögga spretti inn úr, en jafnvel inni á miðjum vítateigi átti hann hvort tveggja til: að skila knetti á réttan stað eða skjóta utan hjá og yfir. Hin- í'ik náði sér ekki á strik — aldrei í þessum leikjum eins góður og stundum heima. — í þessum leik við K. R. voru mistökin í heild minni en áðm’, dugnaður meiri og tækni. Úrslitin urðu því öllum vonum betri, því að K. R.-pilt- arnir eru vissulega duglegir, sýndu oft ágætan samleik og skutu föstum skotum og hættu-' legum. En tækifæri þeirra fóru þó stundum illa. Allt til þess að 3 mín. voru eftir af leik stóð 1 : 0 Þór í vii. Sigurinn virtist nærri vís. En--of laus- leg hendi á vítateigi og vítaspyrna jafnaði metin. Úrslitin 1 :1 marki, bæði sett með vítaspy'rnu fyrir sams konar brot, sýndist eðlileg niðurstaða þessa leiks. Beggja sókn átti sterkri vörn að mæta. Hitt er annað mál að norðanmenn litu á þetta sem — e. t. v. — sinn stærsta sigur :að gera jafntefli við Rvíkur-meistarana og það á 5. keppnisdegi í röð. Skömmu síðar var hópurinn kominn „út á völl“, sat í stúku og hrópaði — eins og aðrir — þegar „stóru spámennirnir“ í Fram og Ú Akranesi áttust við, með eld- snöggum upphlaupum, ágætan ^amleik, markskotum og-----af- þrennum! Á úrslitastundu virðist flestum geta brugðist bogalistin. að skjóta í markið! K. R.-ingar buðu Þórsurunum Vim kvöldið, í ánægjulegt kaffi- samkvæmi í Verzlunarmanna- húsinu. M. a. talaði þar Sigurjón Jónsson knattspyrnudómari og ’sagði vel frá fyrri — erfiðum og skemmtilegum — skiptum K. R. og Akureyringa. Ráðgert var að gefa II. fl. þess- ara félaga fleiri tækifæri á næstu árum til átaka og sameiginlegrar ánægju. Kl. 8.30 á þriðjudagsmorgun, rann bíll Akureyringanna „úr hlaði“ Framskálans. Hafði hátt og í hljóði verið þakkað þeim ágætu gestgjöfum og hjálparmönnum okkar þar. — Við Lágafell var lexíu að fá: Fjöldi bíla á vegar- brún, í miðju tveir samanbeygl- aðir og tættir. Tíu menn höfðu slasast á leið til sinnar daglegu vinnu. Frá Akureyri fóru 13 knatt- spyrnudrengir til Rvíkur, kepptu dag eftir dag, 5 leiki og nú allir ómeiddir á heimleið. Mega þeir ekki vera glaðir — og þakklátir forsjón og gætnum bílstjóra- Knattspyrnan er talin hættuleg íþrótt, en slysin geta orðið á ólík- legustu stöðum; síður í vel leik- inni knattspyrnu en í bílunum eða heima í baðkerinu, ef svo ber undir. Kl. 9 um kvöldið beygir okkar stóri bíll niður á Ráðhústorg úr Brekkugötu, hversdagslega, eins og eftir „smárúnt" um bæinn. En langri ferð er lokið og þátttak- endur hennar og íþróttafélagið Þór á Akureyri sendir beztu þakkir suður öllum þeim mörgu, sem á einn eða annan hátt greiddu götu hópsins eða gerðu dvölina syðra auðveldari og ánægjulegri. J. J. Handknattleiksmót Akureyrar. Kvennaflokkarnir kepptu sl. föstudagskvöld í góðu veðri. En margt fleira var um að vera í bænum og því fátt áhorfenda við leik stúlknanna, enda hafði lítið borið á auglýsingum. — Dómarar voru Sigurður Steindórsson og (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.