Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 06.07.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 6. júlí 1949 DAGUR JL 5 - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). sjáanlegt- til að hirða hrúgurnar, sem voru svo þurrar og skræln- aðar að rauk úr þeim við minnstí. andblæ. — Eftir þrjá klukkutíma kom ég til baka, og hrúgurnar voru óhreyfðar. OG SVO VAR það einn laug- ardag, laust fyrir hádegi, að einn vandvirkur sópari skóf saman í heljarmikinn bing, öllu því ryki og rusli sem fannst á stóru svæði á Strandgötunni. Síðan fór hann sína leið. Klukkan tvö var helmingurinn af bihgnum á fleygiferð um gang- stéttina, og afgangurinn dansaði í hringiðandi djöfladansi um göt- una. Kl. tvö þrjátíu tók ég mér sóp í hönd og sópaði af gang- stéttinni, til þess að ruslið bærist ekki inn í húsið, þar sem ég hélt til, meðan ég dvaldist hér. Það er mjög merkilegt, að yf- irgötusóparinn, eða einhver ann- ar ennþá hærra settur, skuli ekki sjá — eða kannast við — að götu- hreinsunin í þessum bæ, eins og hún er unnin núna, er hreinn og beinn skrípaleikur —- svo mikill og fjarstæðukenndur frá öllum sjálfsögðum vinnuaðferðum — að það ætti ekki að þurfa „gests- auga“ til að benda á vitleysuna. Ég vil gera það að tillögu minni að sópmönnunum yrðu fengnar hjólbörur eða handvagnar til umráða, svo að þeir gætu hirt skarnið upp jafnóðum og þeir safna því saman — fyrst bæjar- félagið er ekki það öflugt að nota bifreiðar; ég segi bifreiðar, en ekki bifreið — því gallinn er kannski mestur sá, að menn eru að reyna að baslast með eina hjólatík, og það máske vélvana með köflum. Ofagur leikur í Vaglaskógi. ÞAÐ ER VÍST bezt að fara sem fæstum orðum um það, er eyfirzk æska fjölmennti fyrir nokkru í Vaglaskógi til þess að spila ídíóta. En í þessu sambandi mætti benda á, að það ætti alls ekki — ekki undir neinum kringumstæðum — að leyfa dansleik á Hótel Brúar- lundi. Þetta hóteþ gista fyrst og fremst þeir, sem leita að brjóst- um móður náttúru, til þess að njóta hvíldar og næðis, öðlast friðsælar stundir í skauti skógar- ins, en ekki til að drekka sig fulla og stæla gamla svertingja í hjól- heinóttum jitterbúg, eða reyna krafta sína á nágrannanum. Það er m. o.: siðaðir og gætnir borgarar, kannski þreyttir ferða- langar, eða heilbrigð ungmenni, en ekki hálf-amerískur skríll. — Að mínum dómi ætti að varast að stofna til almennra dansleikja á góðu hóteli á slíkum slóðum, því að hætt er við að þeir verði að- eins allsherja fylliríissamkundur. Svo lengi sem mannskepnan öðl- ast ekki meiri andlegan þroska, en raun ber vitni — verður það alltaf svo, að fylliraftar, ungir eða gamlir, konur og menn, sem ekki þora að hella í sig áfengi heima hjá sér — leita uppi samkomu- staði upp til sveita, þar sem gott er að drekka og sætt er að slást. Hið rétta eðli þessara greyja verður að fá útrás við og við, en menntaðir hótelstjórar á hvíldar- hótelum upp til sveita, eiga ekki sama sem að bjóða þeim til drykkju og kvennafars, slagsmála og spelivirkja, í sölum hótelsins. OG SVO ER það bílaþvotturinn í þessum elskulega fæðingarbæ ipínurn. Hann fer fram á þvotta- plani, fast við íbúðarhús. Hurð- arskellir, urgandi sarg í járnböl- um, sem ýmist eru dregnir eftir Isienzk fjöldaframleiðs á ódýrum karlmannsfatnaði Framleiddir 4000 klæðnaðir á ári Klæðagerðin Última h.f. í Rvík hefir nú hafið framleiðslu á karl- mannafatnaði, og er verðlag tals- vert lægra en tíðkazt hefir, m. a. vegna slcipulegra vinnubragða og hagkvæmra innkaupa. Blaðamönnum hefir gefizt kost- ur á að kynna sér starfsemi Ul- tima, sem er til húsa í stórhýsi Sveins Egilssonar við Hlemmtorg, milli Laugavegar og Hverfisgötu. Hefir fyrirtækinu, sem er níu ára gamalt, vaxið mjög fiskur um hrygg, og hefir það nú um 400 fermetra húsnæði til umráða. Kristján Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Ultima ,skýrði svo frá, að segja mætti, að nú hefði tekizt að breyta vinnubrögðum fyrirtækisins í það horf, að nefna mætti verksmiðjurekstur, þar sem hver starfsmaður hefir sin ákveðnu handtök að vinna, með svipuðu sniði og sambærilegar verksmiðjur í nágrannalöndun- um. Gert er ráð fyrir, að framleidd- ir verði um 4000 klæðnaðir á ári, þar af um 3000 úr útlendu efni, en um 1000 úr innlendu efni. Tekizt hefir að lækka verð á klæðnaði allverulega og kostar alklæðnað- ur karla úr góðu erlendu efni um 485 kr. (með söluskatti), en innan skamms verður hægt að fram- leiða fatnað fyrir kr. 440—460. Verða framleiddir um 20 klæðnaðir á dag, en nú eru þar framleiddir 15—20 klæðnir. Er vonandi, að við „útskækla- búar“ fáum innan alltof langs tíma einnig að kynnast rekstri þessa fyrirtækis í sjón og raun, með því að fatnaður sá, sem þar er framleiddur, sjáist einnig í verzlunum úti á landsbyggðinni, en prýði ekki aðeins búðarglugga höfuðstaðai’ins, eins og svo oft hefir viljað við brenna, þegar líkt hefir staðið á. Þá er og vonandi, að fyrirtæki þetta og annað fyrir- tæki í Rvík í sömu grein, er feng- ið hefir sams konar sérréttindi á fataefnainnflutningi, efni öll þau. fyrirheit, sem gefin hafa verið í sambandi við þessa fjöldafram- leiðslu, bæði hvað verðlag og gæði vörunnar snertir, því að öðrum kosti væri alltof miklu til kostað að taka þennan innflutn- ing af klæðskerum og öðrum, sem áður hafa haft hann á hendi, og fá bróðurpart hans þessum tveim fyrirtækjum einum í hendur. hrufótti'i steinsteypu, eða spark- að aftur og fram, hlátrar, hávær samtöl, söngur og píkuskrækir nótt eftir nótt, og það stundum fram á morgun. Og stundum, ef ekki eru óhreinir bílar til að þvo — þá safnast þarna saman ærsla- fullir nátthrafnar og sprauta vatni hvern á annan með rjúpu- ropi og kríugargi. Bæjarstjórnin og bifreiðar- stjórar hefðu gott af að gista ná- læg hús í nokkrar nætur, þó held eg að bæjarþúar almennt hefðu enn bétra af því, og þvottaplanið yrði kannski fært á hentugri stað. OG SVO ER ÞAÐ eitt enn í sambandi við bifreiðarnar: Hvar í heiminum skyldi það líðast nema hér, í höfuðstað norður- strandar íslands, að sama bifreið- in beri tvö ólík einkennismerki? Síðast núna, rétt áðan — kl. er 5,45 að morgni til — kom þessi fallega rauða bifreið í bað, merkt A—198 að framan en A—188 að aftan. Met!“ „Dagur Austan“. Tjöld, 2 og 4 manna. Tjaldbotnar í 2 og 4 manna tjöld. Bakpokar Leður-merkispjöld á töskur. Seðlaveski Seðlabuddur og Rennilásabuddur. STEFAN ISLANDI óperusöngvari Veturinn var hvort tveggja: langur og leiður. Líklega var guð okkur fjúkandi reiður. Þunga okkur sendi hann sjúkdóma plágu, svo að flestir bœjarmenn rúmfastir lágu. Svo fór þó að lokum, að sóttinni létti. Sól úr skýjaböndunum liknarhönd rétti. Allir báru vonir og harma i hljóði. Horfðu eftir geisla i tónum og Ijóði. Nú er Stefán koniinn til norðlenzkra stranda. Nú erum við leystir úr plágunnar vanda. Litaður ogfagur er laufsprott.inn meiður. Landinu og okkur er guð ekki reiður. Söngur pinn er alla tíð sólskin i hjarta. Söngur pinn ber töfra, sem vornóttin bjarta. — Hamingjan pér brosi á láði og legi. Lýsi pér og fylgi á ókomnum vegi. Akureyri, 4. júlí 1949. F. H. BERG. v— miiiiiiiiuii itiiitiiiiiiiiiiitiiiitiitiiiiiMiiiiiiiiniiiiiiiiiiaiii llllltlllllS*lllllllllllllllllllll Járn- og gleruörudeild. j Skuldabréf 5% handhafa-skuldabréf landssímans eru beztu verð- bréfin, sem nú eru í boði. Með því að kaupa bréfin, ávaxtið þér bezt fé yðar og barna yðar. - Skuldabréfin eru seld á skrifstofu landssímans kl. 10—12 og 1—4- daglega. Símastjórinn. 111111111111111111111111111111111111111 iii1111111111111111111111111111111niiiiiiiiiiiiiiiiiiiin 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiii Grunnl. Dagv. Ettirv. N. & hdv. I 3.08 9.24 13.86 18.48 | 3.15 9.45 14.19 18.90 f 3.20 9.60 14.40 19.20 I Kaup verkamanna frá og með 20. júní 1949 Almenn vinna og skipavinna .......................... Vinna við katlalagriingu, hellulagningu og lagningu brúnsteins ........................................ Vinna í grjótnámi, holræsahreinsun og sorphreinsun Steypuvinna, ' handlöngun hjá múrurum, fagvinna, lijálparvinna í járniðnaði, slippvinna, stjórn á hvers konar dráttar- og lyftivögnum, vélgæzla á loftpress- um, gæzla hrærivélar, vinna í lýsishreinsunarstöðv- um, hreinsun benzín- og olíugeyma að innan, gufu- lneinsun á tunnum í olíustöðvum, riðhreinsun með handverkfærum, vinna á smurningsstöðvum og út- skipun á ís ....................................... Kola-, salt- og sementsvinna, uppskipun á saltfiski, löndun síldar og ísun síldar í skip, vinna við kalk og krít, stúfun lýsistunna í lest, vinna við loftþrýsti- tæki, vélgæzla á togurum í höfn, tjöruvinna, veg- þjöppustjórn, kranastjórn, sigtis- og kjafthúsvinna í grjótnámi og sandnámi, sprengingavinna, vinna á 3.25 9.75 14.64 19.50 steinsteypuverkstæðum 3.30 9.90 14,85 19.80 | Stjórn á vélskóflum, ýtum og vegheflum 3.60 10.80 16.20 21.60 í Boxa- og katlavinna, ryðhreinsun með rafmagnstækj- um, botnhreinsun skipa innanborðs, hreinsun með vítissóda 4.00 12-00 18.00 24.00 f Dixilmenn, fláningsmenn og vambatökumenn á slátur- húsum 3.50 10.50 15.75 21.00 | Nóta- og netavinna 3.40 10.20 15.30 20.40 I Drengir 14 til 16 ára 2.40 7.20 10.80 14.40 | Næturvarðmenn, 12 stunda vaka 37.00 111.00 7. vakt 222.00 | Ef drengir vinna kola-, salt- eða sementsvinnu fá þeir sama kaup og fullorðniV. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. iiliiiiiiiiiiiipiiiiiiiiiiiDiMipiiiiiiiiiiiiiiii|"i'ii'iiiii|*ii|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii||i||y|iiiiiiii|iiitiiiiiiiuiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iillliiiiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii» 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ..................................... ......................................................................................................................................

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.