Dagur


Dagur - 21.03.1973, Qupperneq 4

Dagur - 21.03.1973, Qupperneq 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Fjölgar við flóann SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Hagstofunnar var íbúatala landsins 1. des. sl. rúmlega 210 þúsund. Af þeirn áttu nálega 106 þúsund rnanns eða rúmlega helmingur þjóðarinnar heima í kaupstöðunum þrem við sunnanverðan Faxaflóabotn, þ. e. í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði. í öðrum byggðum við sunnan- vreðan Faxaflóa, þ. e. í Keflavík, Gullbringusýslu og Kjósarsýslu, áttu heima nær 19 þúsund manns, mest- megnis í þéttbýli. Samtals í Kjálár- nesþingi nær 125 þús. manns, en í öllum öðrum landshlutum 85—86 þúsund manns. Þróunin er ótvíræð, byggðirnar við sunnanverðan Faxaflóa halda áfram að vaxa á kostnað annarra landshluta. Margir eru sammála um, að þetta sé óheppileg byggðaþróun, og að þjóðin tryggi betur framtíð sína og sjálfstæði með því að byggja sómasamlega landið allt, eða það af því, sem byggt hefur verið og byggi- legt má teljast með tilliti til náttúru- gæða á landi og í sjó. Margt leggst á eitt til að stuðla að fólksflutningum og ójafnvægi milli landshlutanna. Sem dæmi má nefna stórvirkjanimar syðra, sem nú standa fyrir dyrum og stóriðju í því sambandi á sama tíma sem Norður- land býr við orkuskort, sem reynt er að bæta úr með rafmagni frá disil- vélum. Skal sú raunasaga ekki rakin hér að þessu sinni. Nú liefur Alþingi stofnað viðlaga- sjóð til aðstoðar Vestmannaeying- um, vegna þess sem yfir þá hefur dunið. Fjármagn það, sem þjóðin greiðir í þennan sjóð, samkvæmt lögum, er áætlað 2000 milljónir króna, en auk þess á hjálparstarf- semin mikla fjárvon með öðrum hætti innanlands og utan. Allt útlit er fyrir, að mikið af þessu fé fari í ýmiskonar fjárfestingu á Faxaflóa- svæðinu eða nágrenni þess, að minnsta kosti fyrst um sinn. Á þessu svæði hefur mesti hluti hinna brott- fluttu Vestmannaeyinga tekið sér bólfestu, hvað sem síðar kann að verða. Um þetta þýðir ekki að fjöl- yrða. En staðreyndir blasa við þeim er sjá vilja, og þá einnig sú stað- reynd, að þrátt fyrir allt tal um jafn- vægi í byggð landsins og góðan vilja margra í því efni, miðar enn alltof skammt til réttrar áttar. Byggðasjóð- urinn, sem stofnaður var í fyrra, héf- ur ennþá allt of lítið fé til umráða, enda sagði forsætisráðherra um ára- mótin, að þar þyrfti að taka til liendi svo að um munaði. Vonandi verður það gert. □ AÐ þessu sinni eru svarfdælsk mál á dagskrá. Hinn fríði Svarf- aðardalur er kunnur af sjálfum sér og af mjög duglegu, þrótt- miklu og félagslyndu fólki, er þar hefur búið. Þar eru sveitir grösugar, flæðiengi gamalkunn, mikil ný og nýleg ræktarlönd, góður húsakostur, byggðin þétt og búskapur jafnari talinn en í öðrum sveitum. Ár renna um byggðir, sameinast og mynda lygna og fagra Svarfaðardalsá frá dalamótum og allt til sjávar. Umkringdir eru dalirnir, bæði Skíðadalur og Svarfaðardalur, háum og tignarlegum fjöllum. Að vestan er hinn mikli fjall- garður, af giljum og smádölum sundurskorinn, sem endar í Múl anum á milli Olafsfjarðar og Hve margir vinna í frysti- húsinu? Þegar þar er unnið af fullum krafti vinna þar um 70 manns, undir stjórn Tryggva Jónssonar frystihússtjóra og stjórnar hann einnig beinaverksmiðjunni. Er útgerð vaxandi? Já, verulega og er það einkum smærri dekkbátum, sem fjölgar, 8—20 tonna bátum. En nú er verið að smíða 5 tonna bát í Hafnarfirði fyrir Snorra Snorra son og bætist þar enn við flot- ann. Þessi bátur kemur væntan lega í júní. En nú eru á Dalvík 8 dekkbátar. Svo eru það áður- nefnd togskip, og Loftur Bald- vinsson, aflaskip, sem bæði stundar loðnuveiðar og síldveið Kristján Ólafsson, útibússtjóri. Um 10 þúsund fjár var lógað í sláturhúsinu hjá okkur á síð- astliðnu hausti. Meðalvigt dilka varð 15.581 kg og er það veru- lega meiri vigt en fyrri ár. Fleiri búgreinar? Ekki eru nú fleiri almennar búgreinar, sem að kveður, þótt nokkrir hafi fiðurfénað, enn- fremur hross, svo sem lengi hef- ur verið. Þó má nefna nýja bú- grein á Böggvisstöðum og er það minkabú Þorsteins Aðal- steinssonar.. Þar eru núna um 1500 dýr ogifyrr á þessu ári var pelsað þar í fyrsta sinn og voru fyrstu skinnin seld á loðdýra- markaði í Lundúnum fyrir jólin. Og hvernig er svo mannlífið, svona yfirleitt? Mannlífið á Dalvík er dálítið fastmótað og yfirleitt mjög ánægjulegt og gott. Félags- hyggja er mikil og samheldni um þau mál er einhverju skipta. Fjölmörg félög eru starfandi, meira og minna. Fyrir nokkrum árum fluttist sóknarpresturinn til okkar á Dalvík, en var áður á Völlum. Prestur okkar er séra Valdimar Snævarr, prófastur. Barna- og unglingaskóla höfum við og er Helgi Þorsteinsson skólastjórinn. Gott íþróttahús og nýlegt eigum við og plast- sundlaug og við höfum heitt vatn, sem hitar upp nær öll íbúðarhúsin. Það er alveg ómet- anlegt. Læknir okkar er Eggert Dalvíkingar ætla að auka útgerðina KRISTJÁN ÓLAFSSON ÚTIRÚSSTJÓRI Á DALVÍK, SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM BLAÐSINS Svarfaðardals. Þar um liggur Múlavegur. .Fyrir um það bil 83 árum fæddust fyrstu börnin á Dalvík. Það voru börn þeirra landnema, er fyrstir höfðu þar fasta bú- setu, sem þá var kallað á Bögg- visstaðasandi. Þá voru þar og áður á sandinum margar ver- búðir bænda, sem héldu róðrar- bátum til fiskjar vor og haust. Nú er Dalvík myndarlegt kaup- tún og íbúar á annað þúsund. í sveitinni hefur minni bú- setubreyting orðið en víða ann- ars staðar, en því meiri 'fram- farir á hverju byggðu býli. Bændur og kauptúnsbúar virð- ast una hag sínum vel. Þeirra í milli hefur aldrei myndazt sá rígur milli þéttbýlis og sveitar, sem víða er raun á og gjörir fáum glatt í geði en mörgum gramt. Svarfaðardalur hefur mörg- um til mikil þroska komið, bæði konum og körlum. Þar yrði langt upp að telja, en stundum kalla ég Svarfaðardalinn for- setasveitina, því að þar er for- seti okkar, dr. Kristján Eldjárn, upprunninn. Mun sú sveit vilja við hann kannast. En nú hentar ekki að slóra við hugleiðingar um ágæti hinna fögru byggða, því að erindið til Dalvíkur er að ræða stundarkorn við ungan stjórn- anda Útibús KEA á þeim stað. Hann er 34 ára, heitir Kristján Ólafsson, var áður deildarstjóri KEA á Akureyri, síðan starfs- maður hjá ÚKE á Dalvík en nokkur síðustu árin útibús- stjóri. Viltu fyrst segja mér frá út- gerð og frystihúsi? Frystihús KEA á Dalvík bygg ir reksturinn að mestu á afla tveggja togskipa, Björgvins og Björgúlfs, sem KEA og Dalvík- urhreppur eiga í félagi og heitir það félag Útgerðarfélag Dalvík- inga. Þá er beinaverksmiðja rekin í tengslum við frystihúsið og tekur hún bein til vinnslu, er til falla á Dalvík, í Hrísey og á Árskógsströnd. Þá keypti KEA síldarverksmiðju þá, sem hér var reist í lok síldartíma- bilsins og Fiskveiðasjóður átti. Voru þau kaup gerð í byrjun þessa árs og var það sam- kvæmt ósk heimamanna. Þar mun í framtíðinni verða rekin beinaverksmiðja, þegar hráefni vex. ar í Norðursjó á hverju ári. Þá er eigandi hans, Aðalsteinn Loftsson, að láta smíða togara í Póllandi og kemur það skip á næsta ári. Þá er Útgerðarfélag Dalvíkinga að láta smíða togara í Noregi, einn af sex, sem smíð- aðir eru þar fyrir íslendinga. Þessi togari er innan við 500 tonn. Hann verður afhentur um miðjan nóvember í haust. Er á þessu auðséð, að útgerðin mun fara vaxandi, svo um munar á næstu misserum. Þá eru ótaldir margir trillubátar, sem stunda grásleppuveiðar og handfæra- veiðar. En hinir eiginlegu trillu- karlar, sem svo voru kallaðir, þ. e. menn sem eingöngu stunda sjó á opnum vélbátum, eru naumast lengur til. En aðrar dcildir útibúsins? Byggingavörudeild selur bygg ingarefni og er deildarstjóri Friðþjófur Þórarinsson. Vefn- aðarvörudeild, er einnig selur skóvörur og gjafavörur, er und- ir stjórn Hallgríms Björnssonar og er hann einnig deildarstjóri matvörudeildar. Þá er sérstök fóðurvörudeild og lítið útibú í syðri hluta kauptúnsins, við Skíðabraut og sér Jóhann Tryggvason um það. Bifreiða- verkstæðinu veitir Jónas Hall- grímsson forstöðu. Þetta eru nú deildir útibúsins hér á Dalvík og er frystihúsið þeirra mest í veltu. Þegar öll starfsemi úti- búsins er í fullum gangi, vinna um 130 manns hjá útibúinu. Verzlunin hefur aukizt um 20—23% á síðasta ári og launa- kostnaður hefur einnig aukizt mikið. Á síðasta ári greiddi Úti- bú KEA á Dalvík 52 milljónir króna í laun. Framkvæmdir hjá ykkur? Við frysthúsið var á síðasta ári byrjað á byggingu til að skapa betri starfsmannaaðstöðu og er þar um að ráeða 500 fer- metra húsnæði. Á þessu ári verð ur væntanlega unnt að bæta um hverfi þessa vinnustaðar, enda á því full þörf. Þá má geta þess, að slátur- húsið var mikið endurbætt á síðasta ári og er ætlunin að ljúka þeirri viðgerð í ár, enda einkum um auknar hreinlætis- kröfur að ræða, sem fullnægja verður. Hvað um landbúnaðinn? Svarfdælingar og Dalvíkingar lögðu á síðasta ári inn 2.7 millj. lítra hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og eru þeir því veru- legir mjólkurframleiðendur. En að sjálfsögðu er lítill hluti af þeirri framleiðslu frá okkar sveitarfélagi, þótt allmörg góð býli séu innan Dalvíkurhrepps. Verður mikið byggt á Dalvík í sumar? Byrjað verður á átta íbúðar- húsum í vor. Fyrirhugað er að byggja heimavist fyrir 40 nem- endur við barna- og unglinga- skólann. Þá verður byrjað á sex íbúðum í verkamannabústöð- um. Fyrirhuguð er svo gagn- fræðaskólabygging, bygging elliheimilis og við vinnum að því að upp verði komið lækna- miðstöð, áður en mjög langt líður. Fjöjgar fólkinu? Við síðasta manntal voru 1085 íbúar í Dalvíkurhreppi. Fjölgun í sveitarfélaginu hefur verið um 2% á ári. Hefur atvinna verið nægileg? Já, þegar gefur á sjóinn. Því miður er ætíð eitthvert atvinnu- leysi í desember til febrúar, en misjafnlega mikið eftir afla- brögðum. Er það þá einkum kvenfólk, sem atvinnu vantar, ef ekki er nægileg vinna í frysti húsinu. Þó sýnist mér núna, að fyrirsjáanlegur skortur verði á vinnuafli með tilkomu hinna nýju skipa. Þá er verið að koma á fót plastgluggaframleiðslu og á framleiðslan að hefjast í sumar. Briem, nýkominn. Hann þjónar líka Hrísey og fer þangað tvisv- ar í mánuði. Lífskjörin eru frem ur góð og fólk unir hag sínum sæmilega. Gildir það jafnt í báð um svarfdælsku sveitarfélögun- um. Félags- og gistiheimilið Vík urröst veitir okkur góða að- stöðu til hinnar ýmsu félags- starfsemi. En einnig eigum við gamla samkomuhúsið, sem hef- ur verið stórlega endurbætt. Það er sameign nokkurra félaga. Fleiri embættismenn? Já, við höfum áður nefnt prest og lækni óg skólastjórann. Sveitarstjóri er Hilmar Daníels- son, hreppstjóri Jón Stefánsson og oddviti Baldvin Magnússon. 1 Stöku maður hefur orð á því, að Dalvíkingar eigi að stofna sitt eigið kaupfélag? Sú skoðun mun vera til, og er af algerri vanþekkingu sprottin. Vitna ég þar í viðtal Dags við Ármann Þórðarson nýlega, þar sem hann gerir grein fyrir því, hve mikið óhagræði og fjárhags legt tjón það er fyrir Kaupfélag Ólafsfjarðar, að vera sjálfstætt kaupfélag í stað þess að vera útibú KEA. Kaupfélag Eyfirð- inga selur vörur á sama vérði á öllu félagssvæðinu, allt til Siglu fjarðar. Kaupfélagið í Ólafsfirði getur ekki haldið vöruverði sínu til jafns við KEA og er það alveg útilokað. Smærri staðirnir geta ekki flutt vörur sínar beint að utan eins og KEA, heldur verða þeir að sætta sig við óhemjumikinn flutningskostnað frá Reykjavík, einkum með bif- reiðum, og hækkar það vöru- verðið um nokkrar krónur á hvert kíló. Þetta verða menn a'ð horfast í augu við, eins og kaup- félagsstjórinn í Ólafsfirði gerir og rökstyður svo skýrt með dæmum, sem verða má. Það er okkur, sem búum hér út með Eyjafirði, mikilvægt, að búa við sama vöruverð og t. d. Akur- eyringar, og þá þjónustu veitir KEA. Þess vegna er það ekkert undarlegt þótt Ólafsfir'ðingar vilji njóta hins sama, í nánum tengslum við KEA á Akureyri. Ég myndi fagna því, persónu- lega, ef að Kaupfélag Ólafsfjarð ar sameinast Kaupfélagi Eyfirð- inga á. þann hátt, sem kaup- félagsstjórinn þar hefur rökstutt nauðsyn á, til þess a'ð skapa sínu fólki betri verzlunarkjör, segir Kristján Ólafsson að lokum og þakkar blaðið svör hans. E. D. T Á KETILÁSI SKÍÐFÉLAG Fljótamanna hélt skíðamót á Ketilási um fyrri helgi og bauð Siglfirðingum til keppni, og einnig Ólafsfirðing- um en þeir gátu ekki komið. Um 40 manns voru skráðir til keppni og var þetta göngu- keppni í sex flokkum. Sunnan stinningskaldi var á og átta stiga hiti, svo að færið var fremur þungt. Ræst var með nýjum hætti og allir í einu. Útslit 8 ára og yngri urðu þau, að fyrstur varð Haukur Eiríksson, annar Magnús Val- Frá Bridgefélagi Akureyrar SL. SUNNUDAG fóru fimm sveitir frá Bridgefélagi Akur- eyrar til Dalvíkur til að spila við félaga í Bridgefélagi Dal- víkur og nágrenni. Akureyring- ar sigruðu með töluverðum mun. Tvær umferðir hafa verið spilaðar í fjögurra umferða sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyrar. Röð efstu sveita er þessi: stig 1. Sv. Þormóðs Einarssonar 470 2. — Sigurbj. Bjarnasonar 466 3. — Alfreðs Pálssonar 463 4. — Páls Pálssonar 454 5. — Guðm. Guðlaugss. 443 6. — Jóns Stefánssonar 419 7. — Stefáns Vilhjálmss. 405 8. — Þórarins Jónssonar 405 9. — Sveinbj. Sigurðss. 363 Meðalárangur er 432 stig. bergsson og þriðji Bjarni Traustason. í 9 til 10 ára flokki varð hlut- skarpastur Ríkarður Lúðvíks- son, annar Hannes Valbergsson og þriðji Sveinn Zophoníasson. í 11 til 12 ára flokki sigraði Guðjón Björgvinsson, næstur varð Egill Þórarinsson og þriðji Alfey Lúðvíksdóttir, en drengir og telpur kepptu saman í þess- um flokkum. Allir úr Fljótum. í flokki 13 til 14 ára sigraði Maron Björnsson, annar varð Ragnar Antonsson, Siglufirði og þriðji Ingþór Eiríksson. í flokki 15 til 16 ára sigruðu Arngrímur Sverrisson, Siglu- firði og Jósep Ásmundsson, er voru jafnir, en þriðji varð Gunn ar Steingrímsson. Tími fyrstu manna var 27 mínútur, en vega- lengdin 5 km. í flokki 17 ára og eldri sigraði Trausti Sveinsson á 43.8, annar varð Magnús Eiríksson á 43,37 og þriðji Reynir Sveinsson á 44.2 og fjórði varð Sigurður Steingrímsson, Siglufirði. Allt eru þetta Fljótamenn, nema annars sé sérstaklega getið. (Aðsent) Nýr bátur frá Baldri Halldórssyni skipasmið á Hlíðarcnda var sjó- settur á laugardaginn. (Ljósm.: E. D.) Eitt og annað frá bæjarstjórn — Könnun á húsbyggingum vegna Vestmannaeyinga. BÆJARRÁÐ tilnefndi þá Ingólf Árnason, Sigurð Hannesson og Stefán Reykjalín í nefnd, sem kanni í samráði við Vestmanna- eyjanefnd möguleika á að koma upp húsnæði hér í bæ fyrir Vestmannaeyinga, sem þess MINNING Lllín Jónsdóttir Fædd 17. júní 1911. Dáin 28. janúar 1973. HLÍN er dáin. Þetta barst mér til eyrna sunnudaginn 28. jan. Ég undraðist ekki yfir þessari frétt. Svo oft hafði Hlín staðið við dauðans dyr, að áliti dauð- legra manna. En, hvenær sem kallið kem- ur, kaupir sér enginn frí. Þá var að búast til ferðar, með það veganesti, sem hún bjó sér á lífsleiðinni. Það veit ég með sanni, að sannfæring Hlínar var Að þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Hlín Jónsdóttir var fædd hér á Akureyri þann 17. júní 1911 á hundraðasta afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Þá var hátíð, og það fór vel, því hún kunni að njóta gleðinnar á meðan allt lék í lyndi fyrir henni. Foreldrar hennar voru Þór- unn Friðjónsdóttir og Jón Jóna- tansson járnsmiður, bæði þing- eyskra ætta. Hlín ólst upp í for- eldrahúsum, lengst af í Glerár- götu 3, ásamt 4 systkinum, ein- um bróður, Bolla, sem dó ung- ur, og þrem systrum, Gerði, Helgu og Guðrúnu, sem allar eru búsettar hér við Eyjafjörð- inn. —- Heimili þeirra Þórunnar og Jóns var mikið rausnar- og menningarheimili, og var ekk- ert til sparað að gera börnin sem bezt úr garði til a'ð standa lífsbaráttuna. Bjó Hlín alltaf að þeirri fyrstu gerð, að hennar eigin sögn. Ekki má gleyma ömmunni, Helgu Halldórsdótt- ur, sem varð athvarf systranna eftir lát Þórunnar. Ung giftist Hlín Gústaf Jónas- syni rafvirkjameistara. Bjuggu þau lengst af hér í bæ og gerðu sér indælt og smekklegt heimili hvar sem þau voru, og þar réði gestrisnin ríkjum. Sambúð þeirra hjóna var mjög góð, og var Hlín umvafin ástríki manns síns, ekki sízt eftir að veikindi hennar urðu eins erfið og raun varð á. Þeim varð þriggja barna auðið: sr. Bolli í Laufási, dreng- ur, sem dó þriggja mána'ða og Ingibjörg sjúkrali'ði, sem búið hefur með foreldrum sínum. Hún hefur verið stoð og stytta mó'ður sinnar í hennar löngu og oft erfiðu veikindum. Svo eru það barnabörnin í Laufási, sem sakna ömmunnar góðu. Þau umvafði Hlín kær- leika sínum — þau hafa að lík- indum mest misst. Hlín var glæsileg ung stúlka bæði í sjón og raun, a'ð eindæm- um glaðlynd, en alvörumann- eskja þó. Hún var greind, las bæ'ði gamlar og nýjar bókmennt ir og var ljóðelsk, eins og hún átti kyn til. Hún fylgdist vel með í þjó'ðmálum og gerði sér glögga grein fyrir hvar hún stóð í flokki. Nú er Hlín vinkona mín horf- in yfir móðuna miklu. Hennar dillandi hlátur geymist í minn- ingunni og ornar manni. Ég sendi hugheilar samúðar- kveðjur til Gústafs, Ingibjargar og heim í Laufás til sr. Bolla og fjölskyldu, til systra Hlínar, sem reyndu með öllu móti að létta henni byrðina. Hér hæfa ekki harmatölur, það var ekki siður Hlínar að kvarta. Ég bið gu'ð að varðveita þig og styðja á nýja veginum. Vinkona. óska. Nefndin finni í samráði við skipulagsnefnd og tækni- deild bæjarins lóðir fyrir timb- urhús, sem til greina kæmi, að- flutt yrðu til bæjarins. Nefndin geri og áætlanir um hugsanjeg- ar byggingaframkvæmdir og ræði við stjórn Viðlagasjóðs uni fjármögnun þeirra. Frá byggjngarnefnd. Eyrir dyrum stendur nokkur stækkun á Niðursuðuverk- smiðju Kristjáns Jónssonar. Ver búðarbyggingar eru að hefjast í Sandgerðisbót. Híbýli fær lóð á Óseyri 7 til áð byggja þar verkstæði. Bústólpi h.f. fær , leyfi til að byggja fóðurbirgða- hús við Strandgötu. Auk þessa var lóðum til íbúðarhúsabygg- inga úthlutað. ÁÆTLANIR um gatnagerð á Akureyri ó þessu ári er að finna í eftirfarandi: Endurbygging og holræsi kr. 9.945.000, malbikun og kant- steinn kr. 9.465.000, nýbygging kr. 23.100.000, ýmisverk kr. 3.190.000. — Samtals kr. 45.700.000. Malbikun og kantsteinn: Byggðavegur frá Hamarsstíg og norður kr. 2.370.000, Þórunn- arstræti frá Þingvallastræti að Hrafnagilsstræti kr. 1.740.000, Þingvallastræti frá Mýrarvegi r • • FRA SOGUFELAGI EYFIRÐINGA FYRIR jólin í vetur kom út bók in Sýslu- og sóknarlýsingar (ey- firzk fræði 2) og eru þær frá 1839—1854, mjög fróðlegar og einnig á ýmsan hótt skemmti- legar. Afgreiðsla bókarinnar er í Lönguhlíð 2 í Glerárhverfi, opin 11—12 og 16—18. En á sama stað fæst einnig Eyfirð- ingaritið (eyfirzk fræði 1 a), sem út kom 1968. Nýir félagsmenn eru minntir á að gefa sig fram við Jóhannes Óla Sæmundsson, óg um leið er rétt að benda á, að upplag fyrri bókarinnar, sem hér var nefnd, er takmarka'ð. Þriðja bók Sögu- félags Eyfirðinga kemur út strax og fjárhagsástæður leyfa. að Hamragerði kr. 1.925.000, Eyrarvegur að Sólvöllum kr. 205.000, Sólvellir kr. 325.000, Hvannavellir kr. 1.200.000, Kot- árgerði kr. 1.700.000. — Alls kr. 9.465.000. Lengdir og flatarmál: Byggðavegur frá Hamarsstíg að Hrafnagilsstræti 480 m og 4320 ferm., Þórunnarstræti frá Þingvallastræti að Hrafnagils- stræti 280 m og 3920 ferm., Þing vallastræti frá Mýrarvegi að Hamragerði 290 m og 4060 ferm., Eyrarvegur að Sólvöllum 60 m og 420 ferm., Sólvellir 95 m og 665 ferm., Hvannavellir 275 m og 2610 ferrn., Kotárgerði 400 m og 3600 ferm. — Alls 1880 m og 20365 ferm. Götur á Akureyri eru 44.6 km langar. Rúmur þriðjungur þeirra er með varanlegu slitlagi. Frá Skákfélagi Akureyrar SKÁKÞINGI Akureyrar 1973 er lokið og urðu helztu úrslit þessi: í meistaraflokki sigraði Jón Björgvinsson og hlaut 9 vinn- inga, í 2. sæti varð Jóhann Snorrason með 7 vinninga og í 3. sæti Hrafn Arnarson með 6V2 vinning. í fyrsta flokki urðu jafnir og efstir þeir Donald Kelly og Hólmgrímur Heiðreksson me'ð 8 vinninga, í 3. sæti varð Marinó Tryggvason með 6V2 vinning. í unglingaflokki varð Örn Þórðarson efstur með 4 vinn- inga, í 2.—3. sæti urðu þeir Jón Andrésson og Úlfar Ólafsson með 3 vinninga hvor. Hraðskákmót Akureyrar fór fram síðastliðinn sunnudag. Þátttakendur voru 18. Efstir og jafnir urðu Hrafn Arnarson og Jón Björgvinsson með 15 vinn- inga, í 3. sæti varð Júlíus Boga- son með 13 vinninga. Þeir Hrafn og Jón tefldu síðan til úrslita um efsta sæti og lauk þeirri keppni með sigri Jóns Björgvins sonar. Hraðskákkeppninni í ungl- ingaflokki lauk me'ð sigri Bald- vins Þorlákssonar. (Aðsent) [)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.