Dagur - 21.03.1973, Síða 8

Dagur - 21.03.1973, Síða 8
8 II Ð! Hl GERIZT ÁSKRIFENDUR SÖGUFÉLAG EYFIRBINGA PÓSTHOLF 267 • AKUREYRI ACjUM Akureyri, miðvikudaginn 21. marz 1973 FERM- INGAR- GJAFIR í SMÁTT & STÓRT á Húsavík um þessar mundir, en leikstjóri er Sigurður Hall- marsson. Þykja sýningar eftir- tektarverðar, að sögn þeirra, er séð hafa. Leikfélag Akureyrar æfir Fjalla-Eyvind af kappi og frumsýnir hann bráðlega og jafnframt undirbýr félagið sýn- ingar á nýju leikriti Jökuls Jakobssonar. Mó segja, að nokk- urt líf sé í leiklistinni, og bætist verulega við norðlenzkt leik- listarlíf, ef Skagafjörðurinn er tekinn með. MIKIÐ UM HJÓNASKILNAÐI í nýútkomnu Foreldrablaði seg ir, að á síðasta ári hafi hér á landi orðið 941 hjónaskilnaður, en giftingar 1624. Orsakir hinna tíðu hjónaskilnaða eru margar, en þessar helztar: Áfengis- neyzla, fjármálaóreiða og laus- læti annars aðila eða beggja. Ennfremur sé sú ástæða oft fyrir hendi, að hjónabönd séu í uppliafi á ótraustum grunni byggð, og jafnvel til þeirra stofnað út úr vandræðum. VÍSAÐ FRÁ DÓMI Deilur liafa staðið um það, liver eigi botninn í Mývatni, þ. e, í hinum svokallaða Almenningi. Ennfremur, livort að Kísiliðjan eigi að greiða landeigendum við Mývatn gjald fyrir tku kísil- leirs úr botni vatnsins. Nýlega var máli þessu vísað frá dómi og aðalkröfum stefn- anda, Veiðifélags Mývatns, vís- að frá. Þarf Kísiliðjan því, sam- kvæmt þessu, ekki að greiða gjald fyrir hráefnið, er hún tek- ur í botni vatnsins. LITLU MUNAÐI Kona á Oddeyri kom að máli við blaðið í gær og hafði þau (Framhald á blaðsíðu 2) TONLEIKAR í AKEREYRARKIRKJU Sigurvcig og Þráinn, sem Halla og Eyvindur. NÝ VIÐHORF Svo virðist, sem mörgum hafi komið á óvart rökstuðningur Ármanns Þórðarsonar, kaup- félagsstjóra, fyrir því, að hag- kvæmara væri að sameina kaup félag sitt Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri. Þetta er mjög gagn- stætt metnaði byggðarlaga, sem vilja róða sínum niáhun sem allra mest. En aðstaða í við- skiptamálum hér um slóðir skapa litlum kaupfélögum mik- inn vanda. Kaupfélagsstjórinn í Ólafsfirði segist ekki vilja eða geta varið það fyrir sjálfum sér eða sínum félagsmönnum, að verða að selja margar almennar vörur mun hærra verði en KEA geti selt. En verðmunurinn staf- ar af því, að Ólafsfirðingar þurfa að flytja vörur sínar með ærnum kostnaði frá Reykjavík, en KEA fær þær beint til Akur- eyrar. AÐALFUNDUR klúbbsins Ör- uggur akstur á Akureyri og Eyjafjarðarsýslu var haldinn á Hótel KEA laugardaginn 17. niarz. Fundinn sóttu um 80 manns og voru þar afhentar viðurkenningar og verðlauna- merki Samvinnutrvgginga. Hlutu 3 bílar fvrir 20 ára örugg an akstur, 25 bílar.fyrir 10 ára og 58 bílar fyrir 5 ára öruggan akstur. Má segja að þetta sé frekar hagstæð tala miðað við stór-Reykjavíkursvæðið, en þó hefur þeim farið fækkandi sið- ustu árin sem slíka vegsemd hljóta og er það illa farið. Á fundinum flutti Gísli Ólafs son yfirlögregluþjónn athyglis- vert yfirlit um óhöpp og slys í umferðinni í bænum á sl. ári og þá tvo mánuði sem af þessu ári eru liðnir og verður að segja það eins og er, að þar þarf eitt- hvað að gera til að sú þróun haldi ekki alltaf í sömu átt. Ejnnig var Snæbjörn Jónas- son yfirýerkfræðingur Vega- gerðarinnar mættur á fundin- um og flutti hann erindi um væntanlegar framtíðarfram- kvæmdir í vegalagningu í ná- grenni Akureyrar. Sýndi hann mjög ' greinargóðar teikningar af þeim leiðum sem um er að ræða og lítur nú helzt út fyrir að Leiruleiöin verði valin. Urðu nokkrar umræður og fyrir- spúrnir um austurleiðina, þar sem sumir álíta og óttast nátt- úruspjöll af þessu vegarstæði. Að loknum aðalfundarstörf- um og stjórnarkosningu sýndi Baldvin Þ. Kristjárisson félags- málafulltrúi nökkrar athyglis- verðar litskyggnur um verð- mæti þau og hvað gera mætti fyrir það fé sem fer í beinan kostnað við umferðaróhöpp á öllu landinu. Kom í ljós að fyr- ir bótagreiðslur tryggingafélag- anna árið 1971 mátti kaupa á NÆSTKOMANDI sunnudag hinn 25. marz frumsýnir Leik- félag Akureyrar Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigurjónsson. Fjalla-Eyilind þarf ekki að kynna, frá því hann kom fram liefur hann verið eitt vinsælasta leikrit á landinu. Leikfélag Ak- ureyrar hefur tvívegis áður sýnt Fjalla-Eyvind, árið 1922 og aftur 1943. Leikstjóri er Magnús Jónsson, Magnús Pálsson gerir leiktjöld og með helztu hlutverk fara Sigurveig Jónsdóttir, sem leikur Höllu, Þráfnn Karlsson er í titil- Hlutverkinu, Jón Kristinsson leikur Arnes og Marinó Þor- steinsson Björn hreppstjóra. Miðasalan verður opin milli þrjú og fimm, fimmtudag, föstu- dag, laugardag og sunnudag og klukkutímá fyrir sýningu. Frumsýningargestir þurfa að sækja miða sýna, eða staðfesta sætispantanir, fyrir klukkan fimm á föstudag, annars verða miðar þeirra seldir öðrum. (Frá Leikfélagi Akureyrar) KIRKJUTÓNLISTARSVEITIN á Akureyri ætlar, ásamt ný- stofnuðum blönduðum kór, að halda tónleika í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 25. marz n. k. og hefjast þeir klukkan 9 síðdegis. Þar verður einnig einsöngur, fiðlu- og flautuleikur og orgei- leikúr, og blásarar koma fram. Stjórnandi er Roar Kvam. Flutt verða verk gömiu meistar- anna frá Barrock-tímabilinu (1600—1750), m. a. eftir Bach, Handel og Buxtehude. □ Litið inn hjá Pedromyndum. ir í nýju húsnæði PEDROMYNDIR eru nú fluttar úr Hafnarstræti 85 í Hafnar- stræti 98 (Hótel Akureyri). Þetta fyrirtæki Friðriks Vest- manns annast framköllun og koperingu á myndum og selur myndavörur. Þar munu senn bætast við gjafavörur. Húsnæðið er lítið en mjög smekklegt. Dagur hefur átt margra ára frábær viðskipti við þetta fyrir- tæki, og óskar því til hamingju með nýjan stað og velfarnaðar á komandi tímum. □ þriðja þúsund bifreiðir m. a. Stjórn klúbbsins skipa nú: Stefán Tryggvason skrifstofu- stjóri, Einar Gunnarsson deild- arstjóri og Jón Tryggvason framkvæmdastjóri. í varastjórn voru kosnir: Baldur Kristjáns- son bifvélavirki, Sigfús Þor- steinsson, Rauðuvík og Ingólfur Kristinsson. (Aðsent) LEIKUR HÉR OG LEIKUR ÞAR Leikfélag Dalvíkur hcfur sýnt sjónleikinn Þrjá skáika tíu sinn- um á Dalvík, ennfremur í Laug- arborg og í Ljósvetningabúð. Leikstjóri er Jóhann Ögmunds- son. Leiknum hefur verið ágæt- lega tekið og aðsókn verið frá- bær. Skugga-Sveinn er sýndur Áiaifundir Akureyrardeiidar AÐALFUNDUR Akureyrar- deildar KEA var haldinn 15. marz á Hótel KEA. Deildar- stjórinn, Ármann Dalmannsson, setti fundinn og stjórnaði hon- um, en ritari var Sigurður Jó- hannesson. í skýrslu deildarstjóra kom fram, að innvegin mjólk frá deildinni var á síðasta ári 695417 lítrar og var meðalfitan 4.165% og reyndist flokkunin mjög góð. Til íramleiðenda voru greiddar 10 milljónir króna. Sláturfé var á þrettánda hundrað og meðal fallþungi dilka 15.88 kg. Félagsmenn deildarinnar eru nú 2776 og hafði þeim fjölgað verulega. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri flutti mjög greinargóða skýrslu um rekstur kaupfélags- ins á liðnu ári. En hún er að mestu samhljóða því, sem fram kom á félagsráðsfundi fyrr í vetur og frá hefur verið sagt. Fyrirspurnir og umræður spunn ust af skýrslu kaupfélagsstjór- ans. Ármann Dalmannsson var kosinn deildarstjóri til þriggja ára. Aðrir í stjórn eru: Brynj- ólfur Sveinsson, Jón Aspar, Tryggvi Þorsteinsson, Sigurður Jóhannesson, Ingólfur Sverris- son og Hákon Hákonarson. Fé- lagsráðsmaður var kjörinn Er- lingur Davíðsson. Einn listi kom fram til fulltrúakjörs á aðal- fund KEA, með nöfnum 92 manna og var hann sjálfkjörinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.