Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 16. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.____________________________ Aðrar leiðir en gengisfellingu! Háværar kröfur hafa heyrst um það frá fulltrúum fiskvinnslustöðva að gengið verði að fella um 10%, þar sem tapið á stöðvunum nemi 8-9% í dag. Þetta sé eina leiðin til þess að rétta rekstr- argrundvöll þeirra við. Þrátt fyrir að tap sé einn- ig á útgerðinni, hafa forsvarsmenn hennar látið það álit í ljósi að gengisfelling myndi aðeins gera illt verra. Ástæðan er sú að svo mikið af skuídum útgerðarinnar er í erlendri mynt, að það myndi setja hana í enn meiri erfiðleika ef gengið yrði fellt. Það er eiginlega skelfilegt til þess að hugsa, ef fara á gengisfellingarleiðina einn ganginn enn. Ætla mætti að þjóðin hefði fengið sig fullsadda á þeim leik að fella gengið æ ofan í æ. Þetta ætti einnig að geta átt við eigendur og fulltrúa fisk- vinnslustöðvanna, því þó svo að gengið yrði fellt verulega og staðan lagfærð með þeim hætti, er alveg öruggt að kostnaðarhækkanir í kjölfarið myndu draga allt niður í sama svaðið. Það er ekki hægt að reikna með því að t.d. launþegar sætu þegjandi hjá við slíka aðgerð. I viðtali sem Dagur átti við Val Arnþórsson stjórnarformann Sambandsins segir hann að það sé ljóst, að afkoma fiskvinnslunnar hafi versnað mikið. Þrátt fyrir auknar tekjur vegna gengisbreytinga á árinu og styrkingar á mark- aðsverði erlendis hafi staðan versnað um a.m.k. 10% vegna kostnaðarhækkana. Það sé því ljóst að að meðaltali sé fiskverkunin rekin með halla. Staða útgerðarinnar sé hins vegar ennþá verri og hún þoli illa gengisfellingu vegna skulda í erlendri mynt. „Það er því ekki einhlítt að fella gengið. Gengisfelling myndi framkalla verðbólgu og hafa áhrif á komandi kjarasamninga og það yrði hræðilegt áfall fyrir atvinnuvegina ef riði yfir ný verðbólguholskefla. Mestu varðar að ná verð- bólgunni niður. Stöðu útgerðarinnar þarf að leið- rétta með því að létta af henni vaxtakostnaði og svipaðra leiða verður að leita til að létta af fisk- vinnslunni. Það er auðvitað fráleitt að grundvall- aratvinnuvegirnir, sem skapa fjármagnið í þjóð- félaginu, séu að kikna m.a. undan allt of háum fjármagnskostnaði. Á sama tíma raka fjár- magnseigendur saman peningum vegna geysi- hárra raunvaxta. Leita þarf leiða til að rétta grundvöll fisk- vinnslunnar og útgerðarinnar í gegnum fjár- magnskostnað og aðra þætti, sem ríkið getur haft áhrif á, en reyna eftir föngum að halda við þá gengisstefnu sem ríkisstjórnin markaði, þ.e. að svigrúm til gengisbreytinga væri öðru hvor- um megin við 5%, sagði Valur Arnþórsson í við- talinu. -Afy-rvœsr £>£rr/t &Æ3/?k.st3or. /MV, r/l H\/£R& ER RÁ 3Æ3/JRS T3 ÓR///H ? var það að árið 1978 byrjaði hann að framleiða allt að 15 tonna báta úr trefjaplasti. Um áramótin 1982-’83 kaupir hreppurinn hálft fyrirtækið af Guðmundi og upp úr því var nýr framkvæmdastjóri ráðinn. Um þetta leyti hafi Fisk- veiðasjóður lokað fyrir lánveit- ingar vegna smíði nýrra báta og versnaði staða skipasmíðastöðv- arinnar mjög við það. Þar kom um síðustu áramót að Guðmund- ur lýsti yfir þeim áhuga sínum að selja þann hluta sem hann átti eftir í fyrirtækinu. Það varð að ráði að starfsmenn fyrirtækisins og hreppurinn keyptu hlut Guð- mundar og jafnframt komu inn nýir hluthafar með aukið hlutafé. Þannig komu alls 5 milljónir til viðbótar inn í fyrirtækið og eiga starfsmenn u.þ.þ. 51% en hrepp- urinn og Hólanes hf. skipta af- ganginum á milli sín. Hreppurinn stóð svo fyrir því að byggð var dráttarbraut við hliðina á skipa- smíðastöðinni sem nú hafði hlot- ið nafnið Mánavör hf.“ - Hvað er svo framundan hjá Mánavör? „Við ætlum að vera komnir í startholurnar með smíði á trefja- plastbátum þegar aftur verður opnað fyrir lánveitingar til ný- smíða. Það hlýtur að koma að því áður en langt um líður og þá ætlum við að vera tilbúnir að smíða báta allt upp í 40-60 tonn. Meðalaldur Sáta af þessari stærð í íslenska flotanum er e.t.v. einhvers staðar í kringum 35 ár og viðhaldskostnaður á þeim er mikill. Við teljum okkur geta smíðað þessa báta úr plasti fyrir lægra verð en það kostar að smíða álíka stóra báta úr tré eða stáli og auk þess tekur smíði plastbát- anna styttri tíma en smíði hinna sem er mikilvægt þegar litið er til fjármagnskostnaðar sem kaup- endur þurfa að bera áður en skip- in fara að skila einhverju í kassann.“ - En hvað gerið þið núna á meðan þið bíðið eftir að geta byrjað á plastbátunum? „Við vinnum í hefðbundnum viðhaldsverkefnum fyrir báta frá Húnaflóa og þar munar mikið um að vera búnir að fá dráttarbraut- ina. Einnig erum við að vinna við trésmíði í iandi og svo erum við að ljúka hér við 15 tonna plastbát sem Fiskifélag íslands. Haf- rannsóknastofnun og líffræði- deild Háskóla Islands kaupa af okkur. Þessar stofnanir ætla að gera bátinn út til rannsókna og kennslu. Svo höfum við smíðað dálítið af rennum og öðru úr plasti fyrir fiskeldisiðnaðinn. En framtíðin er í plastbátunum og ég tel að bátar að 25 metrum á lengd verði smíðaðir úr plasti í framtíðinni." -yk. ^viðtal dagsins. „Framtíðin er í plastbátunum“ - segir Ómar Haraidsson, framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar Mánavarar á Skagaströnd. Á Skagaströnd hefur gamal- gróiö fyrirtæki, sem heldur var farið aö halia undan fæti hjá, verið endurskipuiagt og m.a. hefur nafni þess verið breytt. Það hét Trésmíða- og skipa- smíðastöð Guðmundar Lárus- sonar, í höfuðið á stofnanda og lengst af aðaleiganda fyrir- tækisins. Núverandi fram kvæmdastjóri heitir Omar Haraldsson. Hann segir les- endum Dags frá endurskipu- lagningu fyrirtækisins og fram- tíðaráformum. „Guðmundur Lárusson byrjaði upp úr engu með bátasmíði og viðgerðir og árið 1970 er hann kominn með smíði á eikarbátum. Hann keypti hálfa mjölskemmu af Síldarverksmiðjum ríkisins og breytti henni í skipasmíðastöð. Næsta stóra skref Guðmundar Ómar Haraldsson framkvæmdastjóri með plastbát Fiskifélags íslands, líf- fræðideildar HÍ og Hafrannsóknastofnunar í baksýn. Mynd: -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.