Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 11
16. október 1985 - DAGUR - 11 Helgi Gíslason myndhöggvari og Tryggvi Finnsson forstjórí FH. Mynd: IM Húsavík: Lágmyndir á íshús FH „Ég vona að Húsvíkingum líki þetta. Ef hver fínnur eitthvað við sitt hæfi í myndunum er ég ánægður. Mér líður alltaf eins, en það er gott að vera búinn með verk sem maður hefur tekið að sér og að sjá að verkið stenst,“ sagði Helgi Gíslason myndhöggvari aðspurður um hvernig honum liði að lokinni uppsetningu lágmynda á íshúsi Fiskiðjusamlags Húsavíkur. íshúsið stendur á uppfyllingu sunnan við bryggjuna, og er mjög áberandi séð frá bænum. Þegar lóð fyrir húsið var úthlutað af bygginganefnd fylgdi kvöð um útlit hússins. Að sögn Tryggva Finnssonar forstjóra FH hefur Helgi nú leyst það mál með mikl- um sóma með uppsetningu þess- ara lágmynda. Tryggvi kvaðst mjög ánægður með verkið og vonast til að svo væri einnig með bæjarbúa og þeir gætu noíið verksins um ókomna tíma. Einnig vonaðist hann til að verkið yrði eitt af því sem ferða- fólki yrði minnisstætt eftir kom- una til Húsavíkur. Lágmyndirnar eru hugverk og smíði Helga, auk þess sem hann vann við uppsetn- ingu þeirra ásamt harðsnúnu liði starfsmanna FH með Frey Bjarnason í broddi fylkingar. Hrósaði Helgi starfsmönnunum, enda tók uppsetning verksins að- eins fjóra daga þrátt fyrir norðan- fjúk og strekking. Myndirnar má telja með stærri verkum af þessu tagi eða eins og Helgi lýsir þeim: „Verkin eru fjögur, eitt á hverja hlið hússins. Þau eru gerð úr ryð- fríu gljáandi stáli, það er jafn kalt og ísinn sem húsið geymir. Myndirnar eru 8 m á hæð og allt að 3Vi metri á breidd, heildarflat- armál um það bil 60 fm. Hvað varðar tákngildi verksins er það óhlutlægt í útfærslu, en þegar horft er á verkið ofan af bakkanum þá má finna samsvör- un með því og fallegum borð- stokki á báti í Húsavíkurhöfn eða stórbrotnum formum Kinnar- fjallanna. Jafnvel formum brim- aldanna sem komu hér inn fjörð- inn í vikunni, svo ef grannt er skoðað getur hver og einn fundið sér eitthvað við hæfi í myndun- um.“ Ekkert verkanna er eins, þau taka sífelldum breytingum eftir birtu og hugleitt hefur verið að koma upp lýsingu við þau. Helgi er að undirbúa einkasýningu í Berlín sem opnuð verður 9. næsta mánaðar. Hann hefur áður haldið 3 einkasýningar og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Verkið á íshúsinu er hans fyrsta af þessari stærðargráðu. í húsinu er hægt að framleiða 45 tonn af ís á sólarhring. Þar er einnig geymsla fyrir 150-170 tonn af ís. Sem dæmi má nefna að Kol- beinsey tekur 70-80 tonn af ís fyrir veiðiferð. Neðsta hæð húss- ins verður síðan notuð fyrir fisk- móttöku og sem viðbót við salt- fiskverkunarhús FH. IM Fasteignasala við Ráðhústorg Opið kl. 13-19 virka daga. Sími21967. Innbær. 5-6 herb. einbýlishús á einni hæð ca. 160 fm með tvö- földum bílskúr. Stór verönd með sundlaug. Fallegt hús á fallegum stað, stendur eitt sér. Skipti á minni eign kemur til greina. Flatasíða. Húseign með tveimur íbúðum. Aðaleign er 5 herb. efri hæð ca. 150 fm og innbyggður bílskúr ásamt öðru plássi á neðri hæð ca. 80 fm. Auk þess 3 herb. 60 fm íbúð sem getur verið alveg sér. Tungusíða. 5 herb. einbýlishús með innbyggðum bílskúr. íbúð- arhæðin er 147 fm. Bílskúr og annað pláss 66 fm. Skipti á minni eign kemur til greina. Bakkahlíð. 5 herb. 128 fm ein- býlishús. Eiðsvallagata. 4-5 herb. íbúð- arhæð yfir skrifstofuhúsnæði 136 fm auk þess stór bílskúr og mikið geymslupláss á neðri hæð og kjallara. Áshlíð. 5 herb. neðri hæð í tvf- býli ásamt bílskúr, möguleiki á lítilli íbúð í kjallara. Grenivellir. 4ra herb. íbúð, hæð og kjallari ásamt vönduðum bílskúr sem hentar undir hvers konar starfsemi. Skipti á minni eign kemur til greina. Sólvellir. 4ra herb. íbúð 95 fm á annarri hæð í 5 íbúða húsi. Dalvík. 4ra herb. íbúð á 1. hæð 85 fm og 40 fm í kjallara, við Skíðabraut. Tjarnarlundur. 3ja herb. íbúð 78 fm á annarri hæð í fjölbýlis- húsi, góð íbúð. Hrísalundur. 2ja herb. íbúð 55 fm á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Höfðahlíð. 2ja herb. íbúð 60 fm á jarðhæð. Sér inngangur. Laus strax. Gránufélagsg. 4ra herb. ódýr íbúð á annarri hæð við 3ja íbúða stigagang. Laus strax. Verð 850.000. Melgerði. 3ja herb. íbúð tvær hæðir 90 fm og kjallari. Verð 500.000 eða tilboð. Kaupandi að 4ra herb. rað- húsi, eða eldra einbýlishúsi. Vantar eignir á skrá. ÁsmundurS. Jóhannsson lögfratðingur m — Fasteignasala Brekkugötu 1. Sölustjóri: Ólafur Þ. Ármannsson. Heimasími 24207. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Starfsmaður óskast viö hjólbaröaviðgerðir og framleiðslu. Gúmmívinnslan hf. Rangárvöllum Umboðsmaður í Reykjavík Óskum eftir að ráða umboðsmann í Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veita Jóhann Karl Sigurðs- son og Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir í síma 96-24222 frá kl. 9-17. Strandgötu 31 Akureyri. A söluskrá: Hamarstígur: 6 herb. efri hæð í tvíbýlishúsi. Gránufélagsgata: 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Laus strax. Lækjargata: 2-3ja herb. ódýr íbúð. Góð kjör. Laus strax. Norðurgata: 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Eldra einbýlishús á Svalbarðseyri. Hrafnagilsstræti: 5 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli. Tjarnarlundur: Lítil 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Svalainn- gangur. Bakkahlíð: Einbýlishús á einni hæð. Stórholt: 4-5 herb. íbúð á neðri hæð. Henni geta fylgt tvö herbergi, eldhús og snyrting í kjallara. Til sölu sem ein heild eða sitt í hvoru lagi. Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á efri hæð. Norðurgata: 4ra herb. íbúð í parhúsi. Jörvabyggð: 5 herb. einbýlishús með bílskúr. Brekkugata: 4ra herb. íbúð. Byggðavegur: 5 herb. íbúð á neðri hæð. Hvammshlíð: Einbýlishús í byggingu. Skipti. Keilusíða: 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Laus fljótlega. Eyrarlandsvegur: 4-5 herb. íbúð á neðri hæð. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878 kl. 5-7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Johannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður-------------- Blaðabingó Vinningur SKODI, að verðmæti 193.000, Hvert spjald kostar kr. 100,- Sölustaðir: ESSO, Tryggvabraut Veganesti Shell Kaupangi Ný númer: g-51 b-15 Áður birt númer: G-50, N-40, N-43, N-39, B-13, B-9, N-45, 0-73.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.