Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 16.10.1985, Blaðsíða 3
16. október 1985 - DAGUR - 3 - segir Jónas Jónasson Blaðinu hafa borist mörg les- endabréf, flest frá ungu fólki, sem er ósátt við tímasetningu á svæðisútvarpinu. Kvartað er yfir því að góðir þættir séu á Rás 2 þegar svæðisútvarpið kemur inn og tekur yfir út- sendingar Rásar 2 norður. Jónas Jónasson deildarstjóri RÚVAKS sagði í samtali við blaðamann að engin breyting yrði á útsendingartíma svæðisút- varps. „Þarna erum við og verð- um að vera, því við höfum engan annan tíma. Fólk verður bara að sætta sig við það,“ sagði Jónas. „Ég er persónulega ánægður með það að ungt fólk í dag skuli vera djarft og hafi sínar skoðanir. Við vonum að með ýmsum til- færingum á dagskrá Rásar 2 tak- ist að milda sársaukann. Við fögnum öllum tilraunum ungs fólks til að koma einhverju á framfæri sem hentar því, því við viljum gjarnan gera eitthvað fyrir það í þessu litla svæðisútvarpi. Hins vegar hef ég persónuíega, eftir 35 ára starf við útvarp, aldrei vitað nokkurn dagskrárlið vera á heppilegum tíma,“ sagði Jónas Jónasson að lokum. BB. Rás 2 á miðbylgju?: Mjög kostnaðarsamt - segir verkfræðingur hjá Pósti og síma ÖIl mál hafa fleiri en eina hlið. Til þess að forvitnast um hina tæknilegu hlið útvarpssending- anna hafði blaðamaður sam- band við tæknideild Pósts og síma. Haraldur Sigurðsson verk- fræðingur varð fyrir svörum. Blaðamaður spurði fyrst hvers vegna Rás 2 væri ekki send út á miðbylgju. „Ætli það sé ekki vegna þess að slíkt hefði verulegan kostnað í för með sér. Það þyrfti að setja upp a.m.k. 30-40 senda og mót- tökustöðvar um allt land og ákvörðun um slíkt er í höndum útvarpsstjóra." Spurningunni um það hvort mögulegt væri að senda út svæð- isútvarp og Rás 2 samhliða á FM- bylgju með núverandi tækjakosti svaraði Haraldur neitandi. „Til þess þyrfti að kaupa þriðja sendinn á alla þá staði sem svæð- isútvarpið nær til. Sendarnir verða að vera jafn margir og dag- skrárnar sem eru í gangi. Það má segja að hver sendir sé eins og bíll, hann fer bara eina götu í einu.“ Og þá vitum við það. Það er ekki framkvæmanlegt að leysa útsendingarmálin svo öllum líki án verulegs tilkostnaðar. BB. Ingibjörg Gyða Júh'usdóttir og Fríður Leósdóttir, annar af eigendum Brynju, í versluninúiv Mynd: KGA Verslunin Biynja opnuð að nýju Það hýrnaði yfir mörgum Inn- bæingnum sl. laugardag þegar verslunin Brynja við Aðal- stræti var opnuð að nýju. Nýir eigendur hafa tekið við rekstri verslunarinnar, hjónin Júlíus Fossberg Arason og Fríður Leósdóttir. Þau munu hafa ýmsar nýlenduvörur á boðstólum s.s. mjólk og mjólkurvörur og að sjálfsögðu hinn sívinsæla Brynju- ís, sem flestir bæjarbúar þekkja. Brynja er opin frá kl. 10.00 til 23.30 alla daga vikunnar. -ám. Ný myndbandaleiga opnuð „Ég er bjartsýnn á að fólk taki þessu vel,“ sagði Guðlaugur Bessason á fimmtudaginn er hann var að opna nýtt fyrirtæki BG Myndbandaleiguna ásamt Birni Olgeirssyni. Myndbandaleigan er til húsa að Hjarðarhóli 4 og verður opin virka daga frá 17 til 21 en frá 16 til 20 um helgar. Þeir félagar sögðust að sjálfsögðu verða með neyðarþjónustu, og mætti þá hringja heim til þeirra á öðrum tímum. Þrjár myndbandaleigur eru fyrir á Húsavík. Eigendur nýju myndbandaleigunnar eru báðir miklir áhugamenn um knattspyrnu, og stefna þeir á að bjóða myndbönd með þannig efni. „Við ætlum að hafa nýjar myndir í hverri viku og ódýrara efni. Bjóðum það sem við köllum okkar verð. Menn þyrftu að Guðlaugur Bessason og Björn Olgeirsson. koma og kynna ser kjorin, sagöi Guðlaugur. IM Skrífstofuvélasýning U-Bix CB 1000 er bylting fyrir fundar- og fræðslustarfsemi. Hún tekur afrit í A-4 af töflu sem er 1470x700 mm. Nýjungar á sviði skrifstofutækja og fl. Sýningin verður haldin á Hótel KEA dagana 16. og 17. október frá kl. 13.00 til 18.00 SILVER REED Silver-Reed og Message rafeindaritvélar. Meðal annars hentugar ritvélar fyrir skrifstofur auk mjög fullkominna ritvéla með innra minni. Omron afgreiðslukassar sem eru vinsælustu afgreiðslu- kassar á Islandi og um víða veröld. Sýndir verða kassar með og án fastra verða, hótel- og veitingahúsakassar og einn- ig trompið Omron System 81 með 1-32 KB EMF ytra minni, og getur því verið með allt að 1800 vörunúmer með 12 stafa bókstafatexta, lagerkontróli og sjálfvirkum verðaflesara. ÍÍiiiiÍÍÍÍMilaÍgBll OMRON U-Bix Ijósritunarvélar með frumritamatara, afritaraðara, zoom minnkun, stækkun og fleiri þægindum. U-BIX280Z00M % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. © Isf. Kaupvangsstræti 4 • Sími 26100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.