Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 7. október 1987 mmm, ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUFt: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík, ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÚRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari.___________________________________ Mikilvægt samkomulag Fyrir skömmu kynnti Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra reglugerð um stjórn sauðfjár- framleiðslunnar á næsta verðlagsári og samkomu- lag milli bænda og ríkisvaldsins um framkvæmd búvörusamningsins. Nýja reglugerðin byggir í veigamestu atriðum á samþykktum aðalfundar Stéttarsambands bænda og er gerð í nánu sam- starfi við stjórn Stéttarsambandsins. Enda er það nauðsynlegt ef vel á að vera. Full samstaða náðist einnig um framkvæmd búvörusamningsins og sýn- ir það best hversu mikinn skilning bændur sýna á þeim erfiðleikum sem landbúnaðurinn á við að etja og vilja þeirra til að vinna sig fram úr vandanum. Jón Helgason landbúnaðarráðherra beitti sér fyrir því í lok síðasta kjörtímabils, að gerður yrði búvörusamningur, sem tryggði bændum árlega fullvirði fyrir 11 þúsund tonn af kindakjöti og 102- 104 milljónir lítra af mjólk á næstu 5 árum. Vegna þessa varð landbúnaðarráðherra fyrir nokkru að- kasti þeirra, sem ekki skilja í hverju vandi landbún- aðarins felst og vilja helst af öllu leggja atvinnu- greinina niður og treysta alfarið á innflutning. Talsmenn þessarar „stefnu" gera sér augsýnilega enga grein fyrir afleiðingunum. Staðreyndin er sú að með búvörusamningnum er bændum gefinn nauðsynlegur og dýrmætur tími til að aðlaga framleiðslu sína að þörfum innan- landsmarkaðarins. Samkomulagið sem náðst hefur milli ríkis og bænda um framkvæmd búvörusamn- ingsins, ber það greinilega með sér að bændur ætla að nýta aðlögunartímann sem best. í sam- komulaginu eru m.a. nokkur atriði sem fela í sér verulega stefnumörkun. í fyrsta lagi er í reynd viðurkennd svæðaskipting í íslenskum landbúnaði. Það hefur löngum verið vitað að sum héruð hafa fáa eða enga kosti aðra í atvinnumálum en sauðfjárrækt. Þessi svæði eru í samkomulaginu látin njóta forgangs við þá fram- leiðslu og fullvirðisréttur þeirra skertur mun minna en annarra. í öðru lagi er bændum, sem eru 67 ára eða eldri, gefinn kostur á að selja eða leigja fullvirðisrétt sinn. Vitað er að margir eldri bændur vilja gjarnan hætta búskap af ýmsum orsökum, en hafa hingað til veigrað sér við þeirri ákvörðun. Þeim er nú gert kleift að draga úr eða leggja niður framleiðslu án tekjuskerðingar og án þess að skerða rétt jarðar- innar til framleiðslu síðar meir. í þriðja lagi er framleiðendum sem hafa engan eða óverulegan fullvirðisrétt, gefinn kostur á að leggja inn á afurðarstöðvar allt sitt sauðfé og fá greitt fyr- ir það að fullu, gegn því að þeir hefji ekki fram- leiðslu að nýju. Öll þessi atriði eru skref í rétta átt og þótt alltaf megi deila um einstök atriði þessa samkomulags, er ljóst að það mun treysta stöðu íslensks land- búnaðar þegar til lengri tíma er litið. BB. Þegar blaðamaður Dags átti Ieið um Víðihlíðina á Sauðár- króki á dögunum vöktu athygli listar sem búið var að negla utan á einn bflskúrinn í göt- unni. Það var búið að hrauna íbúðarhúsið á lúðinni og kom- ið að bílskúrnum. Sá sem sá uin múrverkið var Aðalsteinn Maríusson múrarameistari sem hefur unnið sér það til ágætis að lífga upp á bæinn með skrautmyndum á nokkrum þeirra húsa sem hann hefur annast múrverk á. „Múrverkið er áhugamál hjá Aðalsteinn Maríusson. „ Múrinn er skemmti- legasta efni sem til er“ ** - spjallað við Aðalstein Maríusson múrara Stafn á raðhúsaiengju í Grenihlíð á Sauðárkróki sem Aðalsteinn skreytti. mér. Ég ætlaði að hætta einu sinni og entist í annarri vinnu í 8 mánuði, en sá þá að ég gat ekki hætt. Það er með mig eins og Jóhann heitinn Guðjónsson, eða Jóa Múr eins og hann var kallað- ur, að ég tel múrverkið vera það göfugasta í byggingariðnaðinum. Múrinn finnst mér vera skemmti- legasta efni sem til er, enda er ég búinn að vinna með hann í 20 ár. Möguleikarnir eru svo miklir, ef hugmyndaflugið er fyrir hendi. Það er hægt að vinna svo mikið úr honum og á misjafnan hátt. En fyrir þá sem hugsa ekki um neitt nema að pússa, verður hann leiðigjarn. Það er með múrvinn- una eins og allt annað sem mað- urinn gerir, að fjölbreytnin verð- ur að vera fyrir hendi.“ # Stórveisla í Höllinni Á föstudagskvöld var haldin í íþróttahöllinni á Akureyri ein stærsta matarveisla sem fram hefur farið í bænum. Þarna voru saman komnar á nemendamóti, yfir 800 konur á flestum aldri, sem voru að minnast þess að 50 ára eru liðin frá því að Húsmæðra- skólinn að Laugalandi í Eyja- firði var settur í fyrsta sinn. Veislan tókst í alla staði mjög vel og skemmtu konurnar sér hið besta. Þær drukku, sungu og dönsuðu af mikilli innlifun og það virtist alls ekki hafa neitt að segja þótt karlpening- urinn væri hvergi nærri. (Það hefði verið gaman að sjá þetta marga karlmenn skemmta sér á þennan hátt). # Veturínn genginn í garð Norðlendingar sem og aðrir landsmenn hafa óneitanlega orðið varir við það að vetur- inn er á næsta leiti. Ökumenn þurfa því að fara að huga að bílum sínum og útbúa þá þannig fyrir veturinn að hægt verði að brúka þá við nánast hvaða aðstæður sem er. Þá er átt við að setja undir þá vetrardekk, athuga með frostlöginn og ísvarann svo eitthvað sé nefnt og að sjálf- sögðu að hafa góða sköfu við hendina. • Slysum alltaf að fjölga Það hefur sennilega ekki far- ið framhjá nokkrum manni sem fylgist með fréttum, að slysum í umferðinni er alltaf að fjölga og verða enn alvar- legri. A þessum árstíma er hættan á umferðarslysum hvað mest og það er of seint fyrir ökumenn að fara útbúa bíla sína fyrir veturinn, eftir að hafa lent í árekstri fyrir það að vera enn með sumar- dekkin undir. Við skulum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að snúa þessari óheillaþróun við og hugsi hver um sig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.