Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 7. október 1987 Leikfélag Akureyrar: Fjölbreytt og áhugaverð verkefnaskrá Er rekstrargrundvöllurinn tryggður? Á að byggja við Samkomuhúsið? Hvernig gekk á síðasta leikári? Er hægt að ná til fleiri áhorfenda? Hvað verk verða á boðstólum í vetur? Hvaða leikarar verða hjá leik- félaginu? Er atvinnuleikhúsið í samkeppni við áhugaleikhús- in? Eða eru sjónvarpsstöðvar og myndbönd að kæfa leik- húsmenninguna? Þessar spurningar og margar fleiri vakna í upphafi leikárs hjá Leikfélagi Akureyrar. Við ætlum að leitast við að svara þeim hér og fengum Pétur Einarsson leikhússtjóra í lið með okkur. Fyrst skulum við líta á hvað er á boðstólum hjá L.A. í vetur. Veisla fyrir börnin í ljósi eigin reynslu á undanförn- um árum held ég að mér sé óhætt að fullyrða að bækurnar um Ein- ar Áskel séu þær bækur sem börnin eru hvað sólgnust í. Enda eru þær bráðskemmtilegar og teiknimyndin um pottorminn var líka skemmtileg en afskaplega held ég að börnin verði þakklát að fá að sjá leikrit um félaga sinn, Einar Áskel. Að sjá hann ljóslif- andi á sviðinu, hvílík upplifun hlýtur það að vera. Leikfélagið ætlar sum sé að byrja leikárið með því að gleðja börnin. Að sögn Péturs Einars- sonar verður Einar Áskell líklega frumsýndur í Freyvangi nú í vik- unni. Síðan fer sýningin á flakk um allt Norðurland en á Akur- eyri verður sýnt í Dynheimum og skólum í byrjun nóvember. Sýn- ingarnar í Dynheimum verða fyr- ir börn á dagvistum, en ég segi í fullri alvöru að ég mun ekki láta Einar Áskel fram hjá mér fara. Leikstjóri barnaleikritsins um Einar Áskel er Soffía Jakobs- dóttir en leikarar í sýningunni eru þau Skúli Gautason, Marinó Þorsteinsson og Arnheiður Ingi- mundardóttir. Leikmyndina gerir Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Lokaæfing Fyrsta frumsýningin í leikhúsinu verður 23. október. Þá setur leik- félagið upp Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur. Þetta verk var sýnt í Þjóðleikhúsinu 1983 í frumútgáfu en Svava lauk við nýja gerð af leikritinu 1985 og það er sú gerð sem Leikfélag Akureyrar setur upp. Að sögn Péturs Einarssonar er það sér- staklega byrjun verksins sem Svava breytti og sú breyting hef- ur áhrif í gegnum allt leikritið. Lokaæfing hefur hlotið mikla athygli út um allan heim. Hún var frumsýnd í Kaupmannahöfn 18. september. Pólverjar voru búnir að gera sjónvarpsleikrit eftir handriti Svövu en frestuðu frum- sýningu því um sama leyti kom Tsjernobyl slysið upp á og leikritið var of nátengt slíkum atburðum. Nýlega keypti menn- ingarmálaráðuneyti Sovétríkj- anna sýningarréttinn á Lokaæf- ingu fyrir öll Sovétríkin og á næstunni verður uppfærsla á leikritinu í London. „Hjónin Ari og Beta prófa' nýja, glæsilega kjarnorkubyrgið sitt í kjallaranum undir kjallaran- um. Þetta er fullkomnasta kjarn- Menn telja að viðbygging vestan Samkomu- hússins sé besti kosturinn varðandi stækkun þess, en sú viðbygging er ekki í sjónmáii. Mynd: KGA „Mmm, varaðu þig á söginni," segir pabbi Einars Áskels. Hér eru Marinó Þorsteinsson í hlutverki pabbans og Skúli Gautason sem Einar Áskell. Sýn- ingar verða víðs vegar um Norðurland. Mynd: tlv Lokaæfing. Hjonin Ari og Beta profa nyja kjarnorkubyrgið sitt, en einangrunin verður smám saman þrúg- andi. Sunna Borg og Theódór Júlíusson fara með aðalhlutvcrkin. Mynd: tlv orkubyrgi á landinu, ef ekki í heiminum. Það er allt tölvuvætt. Þau einangra sig þarna niðri og einangrunin fer að reyna á þau. Ég býst við að við getum séð okk- ur sjálf dálítið mikið í Ara og Betu,“ sagði Pétur m.a. um efni verksins. Pétur Einarsson leikstýrir Lokaæfingu en í aðalhlutverkum eru þau Sunna Borg og Theódór Júlíusson. Erla Ruth Harðardótt- ir fer einnig með hlutverk í sýn- ingunni. Leikmynd gerir Gylfi Gíslason og verður fróðlegt að sjá hið fullkomna kjarnorkubyrgi á sviði Samkomuhússins. Ástarsagan um Pilt og stúlku Fjölskyldusýningin í ár er alþýðuleikurinn vinsæli, ástarsag- an hugljúfa, Piltur og stúlka, í leikgerð Emils Thoroddsens eftir sögu Jóns Thoroddsens. Piltur og stúlka er talinn vera fyrsti íslenski söngleikurinn, en hug- takið er vissulega teygjanlegt. A.m.k er ljóst að tóniist Emils á ekki lítinn þátt í vinsældum verksins. Pétur Einarsson sagði að leik- gerð Emils hefði fyrst verið sýnd árið 1934, en áður var búið að gera margar leikgerðir sem aldrei nutu neinna vinsælda, en eftir að Emil fór í sögu afa síns hefur verkið náð miklum vinsældum. „Það makalausasta í þessu verki er að þarna er mjög ákveð- in þjóðfélagslýsing á tímum erlendra áhrifa og ég er handviss um það að þegar verkið kom fram hafi það verið mjög þjóð- ernishvetjandi," sagði Pétur. Borgar Garðarsson mun leik- stýra sýningunni en hann starfar í Finnlandi. Örn Ingi Gíslason ætl- ar að skapa umgjörð um sýning- una og hann er nú á leið til Finn- lands þar sem hann mun vinna með Borgari og kynna sér leikhús og leikmyndagerð. Horft af brúnni Horft af brúnni er víðfrægt leikrit eftir Arthur Miller sem Jakob Benediktsson íslenskaði. Það verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í lok febrúar ’88. Theódór Júlíusson verður leik- stjóri og leikmynd gerir Hall- mundur Kristinsson. „Þetta verk var leikið í Þjóð- leikhúsinu á 6. áratugnum. Ég hef séð tvær uppfærslur á þessu verki og það snart mig í bæði skiptin mjög djúpt. Ég held að þetta sé verk sem lætur engan áhorfanda ósnortinn," sagði Pétur. í leikritinu fylgjumst við með fjölskyldu ítalsks hafnarverka- manns í Brooklyn sem hýsir tvo ólöglega innflytjendur frá Ítalíu. - Sá yngri fellir hug til stjúpdóttur- innar á heimilinu og stjúpfaðirinn hefur einkennilega mikið á móti sambandinu. Klykkt út með Fiðlaranum Síðasta verkið á leikárinu er söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu eftir Joseph Stein, Sheldon Har- nick og Jerry Bock, í þýðingu Egils Bjarnasonar. Fiðlarinn verður frumsýndur í apríl. Ég spurði Pétur hvort það væri orðin venja að klykkja út með söng- leik: „Þetta er engin föst regla en hins vegar eru gerðar þær vænt- ingar til okkar að við komum með söngleik. Fiðlarinn höfðar til okkar enn í dag, við þekkjum öll þessa tónlist. Þarna er mikið af dönsum líka þannig að ég held að það fari ekkert hjá því að hér verður um stóra sýningu að ræða. Hún verður samt að miðast við húsið og sviðið okkar, en á okkar mælikvarða verður þetta stór sýning,“ sagði Pétur. Fiðlarinn á þakinu fjallar um gyðinginn Tevje og fjölskyldu hans, mótlæti þeirra, glaðværð og drauma. Sagan er hrífandi og söngvarnir listilega fléttaðir inn í hana. Margir þekkja lögin úr verkinu, t.d. „Ef ég væri ríkur“, og sjálfsagt muna margir eftir Tevje í túlkun Róberts Arnfinns- sonar. Það verður spennandi að sjá hvernig Leikfélagi Akureyrar tekst til, en ekki gat ég togað upp úr Pétri hver ætti að fara með hlutverk Tevje. Leikarar hjá L.A. Ekki verða alveg sömu leikarar hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur og á síðasta leikári. Inga Hildur Haraldsdóttir og Einar Jón Briem eru farin. Theódór Júlíusson er kominn aftur eftir Englandsdvöl, Þráinn Karlsson er kominn aftur eftir veikindi og Sunna Borg tek- ur til starfa á ný eftir barnsburð- arfrí. Erla Ruth Harðardóttir heitir leikkona sem verður hjá leikfé- laginu í vetur og vonir standa til að Arnheiður Ingimundardóttir, sem tekur þátt í Einari Áskeli, verði áfram. Skúli Gautason verður með svo og Marinó Þor- steinsson. Pétur sagði að það væri ljóst að bæta þyrfti við leikurum í Pilti og stúlku, svo ekki væri minnst á Fiðlarann, þar verður að fá mik- inn mannskap til starfa. SS Leikfélag Akureyrar náði ekki nieðaltalsaðsókn á síðasta leikári en mesta aði hljóta mesta athygli um þessar mundir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.