Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 07.10.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. október 1987 Þorbjörg Ingvadóttir: Hugleiðingar að loknum fundi Jafnréttisnefndar Akureyrar Frístæl keppni í Sjallanum Þann 24. október verður hald- in á vegum tímaritsins Hárs & fegurðar frístæl keppni (frjáls greiðsla) og förðunar sýning í Sjallanum Akureyri. Stórglæsileg verðlaun eru í frístæl keppninni en fyrstu verð- laun eru ferð á International Beauty Show í New York og verðlaun frá Pyramid, KMS, Forval, Jingles, heilsupakki frá TÓRÓ og peysur frá Don Cano. Önnur verðlaun eru Canon F-70 myndavél frá Ljósmyndabúðinni Laugavegi 118 samtals að verð- mæti kr. 56.000.- Þriðju verðlaun eru armbandsúr frá ORIENT. Það eru meðlimir úr Förðunar- félagi íslands sem frumsýna nýtt „förðunar show“ þar sem sýnt verður meðal annars: Búálfur - Djöfull - Monster - Sjóskrímsli. Meðfylgjandi er mynd af vinn- ingsmódeli frá Frístælkeppninni sem haldin var í Broadway 17. maí sl. og vakti gífurlega lukku en um þá keppni og heimspólitík- ina í tískuheiminum er fjallað í tímaritinu Hár & fegurð sem kom út fyrir nokkru. Það var með nokkurri eftirvænt- ingu að ég fór á auglýstan um- ræðufund sem Jafnréttisnefnd Akureyrar boðaði til, þar sem samkvæmt fundarboði átti að fjalla um m.a. opinbera þjónustu sem snýr að meðgöngu, fæðingu og kvensjúkdómum. Að vísu þótti mér það frekar skrýtið að ekki var minnst á það í áður- nefndri auglýsingu að fulltrúar þeirra aðila sem fram að þessu hafa sinnt þessum málum yrðu á fundinum til þess að svara spurn- ingum sem án efa myndu koma upp, þegar fjalla á um jafn viða- mikið mál sem þetta. Sem kona og jafnframt móðir hafði ég mik- inn áhuga á að ræða þessi mál við kynsystur mínar, skiptast á skoð- unum og fá svör við ýmsum spumingum sem gaman væri að fá svör við, eins og til dæmis þeim þremur spumingum sem varpað var fram í fundarboði. En viti menn, þegar fundurinn var vel á veg kominn gerði ég mér grein fyrir því að á þessum fundi var alls ekki ætlunin að fjalla um þessi mál, heldur aðeins hluta af áður auglýstu fundarefni, þ.e. óskið þið eftir að kona komi til starfa sem kvensjúkdómalæknir á Akureyri. Þegar heim kom tók ég fram Dag til að lesa auglýsing- una aftur og athuga hvort ég hefði misskilið fundarboðið svona hrapallega eða hvað. En þetta stóð þarna svart á hvítu. Svo þegar ég fletti Degi aftur næsta dag sá ég þar að í frétt um fundinn var sagt að tilgangur fundarins hefði verið að kanna hversu mikill vilji væri meðal kvenna að fá konu til starfa sem kvensjúkdómalækni á Akureyri. Ég hafði greinilega ekki skilið nema hluta af því sem ég las, en nóg um það. Þessi fundur hverfur mér seint úr minni fyrir margra hluta sakir og skal ég nú greina frá örfáum atriðum sem komu mér frekar undarlega fyrir sjónir. Ég hef í sjálfu sér ekkert að segja um þær ræður eða erindi sem þarna voru flutt annað en það, að það er jú öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á hlutunum, og að skilningur minn á orðum eins og „jafnrétti“ og „réttlæti“ er allur annar en þeirra er þarna töluðu. Samkvæmt upplýsingum sem þarna komu fram höfðu umsækj- endur um stöðu kvensjúkdóma- sérfræðings við F.S.A. allir verið jafnhæfir til starfsins, eins og það var orðað en „að vísu“ hafði sá maður sem var ráðinn í stöðuna „nokkrum mánuðum" lengri starfs- aldur en hinir, en viti menn það skipti þær bara ekki máli núna Sú kona sem var meðal umsækjenda hafði verið sett í annað sætið sam- kvæmt niðurröðun stöðunefndar, að því er okkur var sagt, og okk- ur fundarmönnum jafnframt tjáð, að þar hefði fyrst og fremst munað um þann tíma sem hún gaf sér til að ganga með og ala börn. Nú gæti einhver álitið sem svo að ég vildi ekkert með kon- una hafa, en það er mesti mis- skilningur, ég vildi gjarnan að konur hefðu það val að geta leitað til konu sem væri kven- sjúkdómalæknir, ef þær sjálfar óskuðu þess, en mér er spurn, er það starf til þar sem meðganga og fæðing er metin til starfsaldurs? Ef svo er fá þá feður eitthvert sambærilegt mat? Ég á afskap- Iega erfitt ineð að ímynda mér hvernig slíkt mat á að fara fram og get ekki réttlætt það í mínum huga, að þegar verið sé að ráða í stöðu kvensjúkdómafræðings, eigi frekar að meta til starfsaldurs og menntunar það, hvort um- sækjandi hafi gengið með og alið börn, frekar en öll önnur störf sem konur ráða sig í. Ég hjó eftir því í upphafi fund- arins að eftir umræður í hópum og almennar umræður, átti að fjalla um niðurstöður. Sá 8 manna hópur sem ég var í, var t.d. alls ekki sammála um mörg atriði sem fram höfðu komið á fundinum, m.a. það atriði að ráða fjórða kvensjúkdómafræðing- inn til bæjarins. Mér var og er enn, alveg fyrirmunað að átta mig á því hvernig þeir 3 sér- fræðingar og einn að auki (verði fjórði sérfræðingurinn ráðinn í hlutastöðu við F.S.A.) eigi með góðu móti að geta skipt á milli sín þeim 6-7 legurúmum sem Kven- sjúkdómadeild hefur upp á að bjóða. Mér finnst að það muni vera eðlilegri gangur mála, að konur í bænum skoruðu á heil- brigðisyfirvöld, að veita fjár- magni til Kvensjúkdómadeildar F.S.A., þannig að sú aðstaða skapist að fjórir kvensjúkdóma- sérfræðingar geti með góðu móti starfað hér í bænum. Málum er nú þannig háttað að ekkert skoð- unarherbergi er á Kvensjúk- dómadeild F.S.A., engin setu- stofa né snyrtingar, nema sam- eiginlegar með því aldraða fólki sem er á B-deild, svo mér finnst, og ég veit að svo er um fleiri, að úrbóta sé þar þörf. Ég geri mér grein fyrir því að til kvensjúkdómafræði heyri margt annað en skurðaðgerðir, en upplýsingar um það aðstöðu- Ieysi sem nú er á Kvensjúkdóma- deild, hefðu að ósekju mátt ber- ast til fundargesta. Eitt atriði sem kom þarna fram, var sú fullyrð- ing að konur flykktust úr bænum til þess að leita til kvensjúkdóma- lækna í Reykjavík. Gerði ég þá ráð fyrir að þær væru að leita til kvenna sem þar störfuðu sem kvensjúkdómalæknar, en þegar það var skoðað nánar kom í ljós að í Reykjavík er aðeins ein kona sem starfar sem kvensjúkdóma- læknir. Svo að þær konur sem „flykkjast" suður til sérfræðinga eru þá kannski flestar að fara til karla sem starfa sem kvensjúk- dómalæknar. Á þessum fundi var borin upp tillaga til atkvæðagreiðslu, og var henni dreift á borðin svo við gæt- um skoðað hana nánar og skrifað síðan nafnið okkar undir. Við þessa tillögu komu síðan breyt- ingartillögur sem voru samþykkt- ar, og þetta plagg síðan prentað og dreift á ný og konur hvattar til að skrifa undir. Þegar svo fer að líða að því að ég taldi að nú hlyti að fara að koma að lið númer 5 í fundarboði, þ.e. niðurstöður, þá allt í einu var eins og fundurinn leystist upp. Konur, flestar en þó ekki allar rituðu nöfnin sín undir áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að þau bjóði konu starf sér- fræðings í kvensjúkdómum við Heilsugæslustöðina á Akureyri og tryggi henni jafnframt aðstöðu við F.S.A., og margar tóku með sér lista til að dreifa á sínum vinnustöðum til frekari undir- skriftasöfnunar. En mér er spurn, þurfum við ekki að fá svör við fleiri spurningum áður en við söfnum undirskriftum? Eigum við bara að berjast með oddi og egg til að fá hingað konu til starfa, og svo er það bara hennar mál hvort hún sættir sig við þá aðstöðu sem í boði er? Væri ekki nær að skapa aðstöðuna fyrst? Það er gaman svona í lokin að leiða hugann að því hvernig hlut- fallið milli kynjanna er á stofnun eins og F.S.A. Ég leyfi mér að fullyrða að þar eru konur í mikl- um meirihluta. Þegar svo hver starfsgrein er skoðuð nánar sjá- um við að hlutfall innan lækna- stéttarinnar er þannig að karlar eru þar í miklum meirihluta, en ef skoðaðar eru starfsgreinar eins og t.d. hjúkrunarfræðingar, ljós- mæður, sjúkraliðar og ganga- stúlkur er þar nær eingöngu um konur að ræða. Sjúklingur sem leggst inn á sjúkrahús, hvort sem um er að ræða karlmann eða konu fær sína umönnun/hjúkrun nær eingöngu frá konum. Þær sjá um að veita þeim sem ekki eru færir um það sjálfir, alla þá umhirðu sem þeir þurfa frá toppi til táa. Sem betur fer fjölgar þeim karlmönnum smátt og smátt sem fara í hjúkr- unarfræði og sjúkraliðanám og að sjálfsögðu einnig þeim konum sem fara í læknisnám, þannig að þróunin er í þá átt að jafna þetta misræmi. Að lokum þetta: Sú eindregna forréttindastefna j afnréttisnefnd- ar sem fram kom á þessum fundi, kom mér verulega á óvart, og er að mínu mati engan veginn rétt- lætanleg í nafni jafnréttis. Höfundur cr læknarítari. óskar eftir að ráða hugmyndaríkt fólk til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða: ★ Unglingar ★ Neytendur ★ Hannyrðir ★ Popptónlist ★ Sígild tónlist ★ Matargerð o.fl. Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Umsóknir berist Braga V. Bergmann ritstjóra, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar ef óskað er. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Strandgötu 31, Akureyri. Sími 24222. Storveislan í Höllinni: „Dæmið virðist ætla að ganga upp“ - segir Þóra Hjaltadóttir Matarveisla fyrrverandi nem- enda Kvenna- og Húsmæðra- skólans á Laugalandi í íþrótta- höllinni sl. föstudag hefur vak- ið mikla athygli. Þetta er með stærstu veislum sem haldnar hafa verið á Akureyri og voru matargestir í kringum 800. Undirbúningur fyrir slíka veislu hlýtur að krefjast mikill- ar fyrirhafnar og var Þóra Hjaltadóttir spurð nánar um þá hlið máisins. „Félagar úr Lionsklúbbnum Hæng tóku mikið verk að sér. Þeir byrjuðu á því að teikna upp borðaskipulagið þannig að borð- in mynduðu geisla út frá sviðinu sem var við miðjan vesturvegg- inn. Það var einungis úti í horn- unum sem fólkið þurfti að vinda upp á sig til að sjá það sem fram fór á sviðinu. Þeir fengu lánaða hátt í 900 stóla, plötur, borð og allt tilheyrandi. Þá þurftu þeir að koma fyrir hljómflutningstækj- um, fatahengjum, börum og fleiru og síðan þurftu þeir að þrífa allt saman daginn eftir,“ sagði Þóra. Aðspurð sagði hún að margir hefðu furðað sig á því að miðinn í veisluna hefði ekki kostað nema 2000 krónur. Innifalið í því verði var matur, leiga á íþróttahöll- inni, auglýsingar, vasar sem fylgdu hverjum miða, blóm og kostnaður við undirbúning og tiltekt. 830 konur voru skráðar í veisluna en tæplega 800 mættu og að sögn Þóru virðist dæmið ætla að ganga upp þrátt fyrir þessi afföll. Einnig verður að hafa það í huga að þær fjölmörgu „Lauga- landsmeyjar“ sem unnu að undir- búningi gáfu vinnu sína, síma- kostnað o.fl. „Bautinn stóð sig líka frábær- lega vel með matinn og alla þjón- ustu og Sunna Borg stjórnaði af miklum myndarskap. Óhætt er að segja að allir sem tóku þátt í framkvæmd veislunnar hafi stað- ið sig með sóma,“ sagði Þóra. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.