Dagur - 11.04.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 11.04.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. apríl 1992 - DAGUR - 3 Akureyri: Hafspil opnað á nýjan leik Bæjarfógetaembættið á Akur- eyri lét rjúfa innsigli á fyrirtæk- inu Hafspili hf. á Akureyri sl. fimmtudagsmorgun eftir að forsvarsmenn þess höfðu gert upp skuldir sínar viö embætt- ið. Starfsemi Hafspils hf. er því komin í fullan gang á nýjan leik. Hafspil hf. var samkvæmt upp- lýsingum bæjarfógetaembættisins á Akureyri innsiglað þann 12. mars sl. vegna vangoldinna opin- berra gjalda, virðisaukaskatts og staðgreiðslu. Hafspil hf. framleiðir vökva- knúinn búnað í skip, s.s. línu- og netaspil. óþh BakkaQörður: „Næg grásleppa en bölvaður belgingur“ - segir Jóhann Jóhanns- son, grásleppukarl „Já, nú er það grásleppan. Við erum úti af Gunnólfsvíkurfjalli á leið út að Skála á Langanesi. Þar er veiðivon, ef veður geng- ur niður,“ sagði Jóhann Jóhannsson, grásleppukarl frá Bakkafirði. Grásleppukarlar á Bakkafirði hófu veiðar 20. mars sl. sem lög gera ráð fyrir. Karlarnir hafa orð- ið varir við mikið magn grásleppu á heimamiðum. „Við erum tveir á Stapavíkinni og erum búnir að fá 15 tunnur. Frá upphafi vertíðar höfum við átt í erfiðleikunt með að leggja öll þau net sem við höfum leyfi fyrir. í>ví veldur bölvaður belg- ingur. Útlitið er samt gott, grá- sleppa er á hefðbundnum mið- um. Það eina sem við þurfum er að veðurguðirnir hægi á sér og þá fer að veiðast,“ sagði Jóhann grásleppukarl frá Bakkafirði. ój Hjúskapur: Kaupmálum flölgar - hlutfallslega tvöfalt fleiri hjón gerðu kaup- mála árið 1989 en 1980 Það hefur færst í vöxt á undan- förnum árum að hjón geri með sér kaupmáia. Árið 1980 voru kaupmálar 13,5% af hjóna- vígslum þess árs en árið 1989 gerðu tvöfalt fleiri hjón kaup- mála, eða 26,5% af þeim sem giftu sig það árið. Heldur dró þó úr þeim aftur á árinu 1990. Þessar tölur koma fram í grein- argerð með frumvarpi til nýrra hjúskaparlaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar sést að kaupmálar voru 177 árið 1980 en hjónavígsl- ur 1306. Hjónavígslum hefur síð- an heldur fækkað og voru 1176 árið 1989 og 1154 árið 1990. Kaupmálum hefur hins vegar snarfjölgað frá árinu 1986. Flestir urðu þeir árið 1989, 312, en árið eftir voru þeir 239. í greinargerðinni eru tilgreind- ar þær ástæður fyrir fjölguninni að fólk telji tryggara að gera kaupmála í ljósi þess hve atvinnurekstur er orðinn áhættu- samur og hjónaskilnaðir tíðir. -ÞH BONNUÐ ELDRf 18 BLINAÐARBANKI ÍSLANDS Þegar (dú skráir þig í Vaxtalínuna opnast þér ýmsir möguleikar: Félagar fá Vaxtalínubol um leið og þeir skrá sig - þeim aá kostnaðarlausu. HRAÐKORT veitir aðgang að 25 hraðbönkum. Hægt er að millifæra af Gullbókarreikningi yfir á hrað- bankareikning*. Þeir foreldrar sem láta unglinga fá vasapeninga geta samið við bankann um að láta millifæra af sínum reikningi yfir á reikninga barna sinna. AFSLÁTTARKORT veitir þér afslátt á ýmsum matsölustöðum, sólbaðs- stofum, myndbandaleigum, tískuverslunum o.fl. um land allt. FJÁRMALABÓK er hentug til að fylgjast með stöðu á banka- reikningnum og færa inn útgjöld og gera áætlanir. SKÓLADAGBÓK fyrir félaga í byrjun skólaárs. FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ veitir innsýn í hinn flókna heim fjármálanna. VAXTALÍNUVÖRUR Búnaðarbankans á afsláttarverði fyrir félaga. íþróttatöskur, bolir o.fl. BÍLPRÓFSSTYRKIR eru veittir fjórum sinnum á ári fyrir hluta af bílprófs- kostnaði. Hugmyndasamkeppni í samvinnu við Umferðarráð. ■ LÁNAMÖGULEIKI fyrir félaga sem orðnir eru 18 ára. *Unglingar undir 16 ára aldri sem stofna Hraðbankareikning þurfa samþykki foreldra. HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.