Dagur - 11.04.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 11.04.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. apríl 1992 - DAGUR - 7 Bygging tveggja Qölbýlishúsa fyrir aldraða við Lindasíðu á Akureyri: Eitt af draumaverkefnunum - segir Fanney Hauksdóttir, arkitekt húsanna Næstkomandi miðvikudag verða opnuð tilboð í byggingu tveggja sjö hæða fjölbýlishúsa fyrir aldraða við Lindasíðu á Akureyri. Víst er að þess er beðið með nokkurri eftirvænt- ingu hversu margir bjóða í þetta stóra verk, sem óhikað má segja að sé eitt stærsta verkefni í byggingariðnaði á Akureyri. Um hönnun hússins sér Arkitekta- og verkfræði- stofa Hauks Haraldssonar hf. á Akureyri. Til þess að forvitn- ast eilítið um hönnun húsanna hafði Dagur tal af Fanneyju Hauksdóttur, arkitekt. Hún var fyrst spurð um hvort hún hafí haft einhverja fyrirmynd þegar hún settist niður og byrj- aði að teikna þessi fjölbýlis- hús. „Nei,“ svaraði Fanney. „Ég lagði á það áherslu að hanna glæsilcgt hús, sem í yrði rými er myndi skapa samkennd meðal íbúanna. Þeir væru út af fyrir sig í íbúðum sínum, en gætu einnig verið með öðrum íbúum húsanna án þess að það kostaði mikið pláss. Á hverri hæð eru fimm íbúðir og þær tengjast átthyrndu rými, miðrými, sem er opið á milli hæða. Þetta er einsdæmi í íbúðabyggingum hérlendis. Þetta form sparar mikið pláss í göngum og öðru slíku. Með þessu tengj- ast fimm íbúðir við tiltölulega lít- ið rými auk lyftu, stigahúss og sameiginlegra svala,“ sagði Fann- ey og bætti við að kannski mætti segja að þetta sameiginlega rými væri einkennandi fyrir húsin. 35 íbúðir í hvoru húsi Á fyrstu hæð er „torg“ með gosbrunni, plöntum og setbekkj- um, þar sem íbúar hússins geta hist. Frá torginu liggur glergang- ur sem tengir húsin tvö við þjón- ustumiðstöð í hluta kjallara Bjargs, sem Akureyrarbær hefur fest kaup á. Santanlögð stærð húsanna er tæplega 5.900 fermetrar, eða um 15.800 rúmmetrar. í hvoru húsi eru 35 íbúðir. Þar af eru 7 þriggja herbergja íbúðir, 78 fermetrar brúttó og 28 tveggja herbergja íbúðir, 64 fermetrar brúttó. Stærð sameignar á hverja íbúð er 15 fermetrar brúttó. Fanney segir að íbúðirnar séu hannaðir með þarfir aldraðra í huga. Þær séu tiltölulega „opnar“ og haft hafi verið að leiðarljósi að þrengja Fanney Hauksdóttir, arkitekt. hvergi að íbúunum. Hverri íbúð fylgir geymsla og sólskáli. Á vinstri hönd þegar gengið er inn í húsið er lyftuhús og stigahús á hægri hönd. f kjallara húsanna er tækja- rými auk sameiginlegrar geymslu fyrir hjólbarða og annað þvíunt- líkt. í kjallara eru einnig nokkrar aukageymslur sem þeim sem vilja gefst kostur á að kaupa sérstak- lega. Einangrun er utan á húsunum Fanney segir að auk „miðrýmis- ins“ sé ýmislegt annað sérstakt við þessi hús. „í fyrsta lagi eru húsin einangruð utan frá með steinull og akrýlmúrhúð. í öðru lagi hefur verið lögð mikil áhersla á að lagnaleiðum væri vel fyrir komið. Þar má nefna að bað og eldhús liggur við sama vegg, lagnavegg, sem er mjög mikil- vægt í svo háum húsum. Vegna þess að húsin eru einangruð að utan er ekki unnt að hafa hita- lagnir í einangruninni. Þess í stað eru ísteyptir plastbarkar með ídregnum plaströrum. Ég tel að þetta fyrirkontulag spari mikinn tíma á byggingarstigi húsanna um leið og það er ódýrara. Þá má nefna að þeir veggir, sent ekki eru steyptir, eru úr gifsplötum. Á baði og í eldhúsi eru vatnsheldar gifsplötur og steyptir veggir eru með þunnri gifspússningu. Þetta gerir það að verkum að meðan á byggingu stendur þarf ekki að bíða eftir að efni þorni, sem aftur þýðir skemmri byggingartíma en ella. Fjármagnskostnaður ætti að verða minni, sem er auðvitað mjög mikilvægt,“ sagði Fanney og bætti við að við hönnun hús- anna hafi verið lögð áhersla á að bygging þeirra væri sem hag- kvæmust og góð nýting hvers fermetra íbúðar og sameignar næðist, sem er afgerandi fyrir lægra heildarverð íbúðar, án þess þó að slegið væri af kröfum um frágang og útlit. Fanney nefndi einnig að húsin yrðu svotil við- haldsfrí, sem kæmi til af einangr- uninni utan á þeim og áklæðn- ingu utan á gluggunum. Turnarnir á sínum stað Fjórum arkitektastofum, þar af þrem á Akureyri og einni í Reykjavík, var gefinn kostur á að leggja fram frumteikningar að fjölbýlishúsunum. Úr þessum fjórum hugmyndum valdi Fram- kvæmdanefnd um byggingu aldr- aðra á Akureyri hugmynd Fann- eyjar, sem hún sagði að hafi síð- an breyst að litlu sem engu leyti. Grunnhugmyndin hafi aðeins verið þróuð og útfærð. Fanney sagði að þetta verkefni væri það stærsta sem hún hafi fengist við til þessa. Þetta væri eitt af draumaverkefnunum. Af fleiri stórverkefnum sem Fanney hefur fengist við iná nefna Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju, Ólafsfjaröarkirkju, Sundlaug Dalvíkur og Verslunar- og skrif- stofuhús við Skipagötu 16 á Akureyri. En er eitthvað við fjölbýlishús- in við Lindasíðu, sem hægt er að segja að einkenni Fanneyju sent arkitekt? „Kannski turnarnir," sagði hún og brosti. „Það eru tveir stórir turnar, sem ntarka innganginn. Það fer því ekkert framhjá þér að þarna áttu að fara inn í húsin. Mér finnst turnar gefa húsum ákveðna reisn og glæsileika. Fólk tekur eftir þeim. Það er skemmtilegt að upplifa þá, jafnt innan- sem utanfrá." Fanney viðurkenndi að hún væri spennt að sjá hversu margir myndu bjóða í þetta verk og þá væri hún ekki síður eftirvænt- ingarlull að sjá húsin í endanlegri mynd. „Það er von mín og trú að væntanlegum íbúum komi til nteð að líða vel í þessum húsum og njóti elliáranna,“ sagði Fann- ey Hauksdóttir að lokum. óþh Grunnmynd 2-7 hæðar. Á hverri hæð eru 5 íbúðir, 1 þriggja herbergja og 4 tveggja herbergja. Á hverri hæð er svokallað „niiðrýnii“. Skilafrestur auglýsinga! Síðasta blað fyrir póska kemur út fimmtudaginn 16. apríl, skfrdag, og verður það f helgarblaðsbúningi. Skila- frestur auglýsinga f það blað er til kl. 14.00 þriðjudaginn 14. apríl. auglýsingadeild, sími 24222 Nú fá þínar listauppskriftir að njóta sín. Matargerð er list og unairstaðan er úrvals hráefni. Brauðgerð, Smjörlíkisgerð og Kjötiðnaðarstöð KEA leita eftir þínum listauppskriftum. ✓ I matvöruverslunum KEA færð þú þátttökukort og bækling með upplýsingum um samkeppnina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.