Dagur - 11.04.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 11.04.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 11. apríl 1992 Brot ÚR SÖGU BÆNDA Atli Vigfússon Skemmtifundír í sveitum Dagur er að kveldi kominn kkeðast menn í spariflíkur renna létt um hjarn og hauður heim að Bót þar gleðiríkur salur, stendur öllum opinn. en dansinn er alltaf efst á baugi og allir „raila" svo dátt, svo dátt, Þá í einni svipan syrtir sérhvert Ijós á skari deyr, dansinn hœttir, hljóðna strengir, Æskan notar tœkifmrin, ys og þys er utan dyra allur skvaldrí fyllist hœrinn. Iruxi í salnum ðsin magnast einn afmörgum „garganu þrífur, gleðin eykst um allan helming ungar sálir rœllinn hrífur. húsið skelfur ekki meir. Fólkið kallar, spyr og spjallar spurningunum flestir sletta. Hver drap Ijósið? Hvað er þetta? Einhver blessuð blómarósin, biður strax að tendra Ijósin. Og aftur birtir í sál og sal Sveinninn traustataki grýpur tvinnalón, hvergi smeykur, undan fjöldansfótataki „Framhúsið" áþrœði leikur. Og nóttin líður við glaum og gaman gleðisöngva og fiðluslátt, (/g ð\ IJW Vf (A>lV Uffl flvtrJU vvr, en gegnum freyðandi gleðihjal gœgist hálftamið œskufjör. Frá strengjunum dillandi danslögin glymja og dansinn er hafmn á ný. Þeir snúast uns síðustu ómarnir ymja, sem ölvaðir tra-lada-lí. p.). (Btdi f Hdðarbót) Það var Óskar Sigtryggson bóndi á Reykjarhóli S-Þing (f. 1914) sem átti þessar vísur í fórum sínum eft- ir sveitunga sinn Þórð Jónsson í Laufahlíð. Þetta litla kvæði rifjar upp gamla tíma þegar fólk gerði sér dagamun heima á bæjunum og nágranna dreif að til þess að halda uppi gleði og dansa. Það voru vissulega oft frum- stæðar kringumstæður sem fólk gerði sér að góðu og ánægjan var síður en svo minni heldur en í dag, þegar frægar hljómsveitir koma að sunnan og leika listir sín- ar og engum finnst það frásagnar- vert. Óskar brosir þegar hann les kvæðið og fer að rifja upp gamla dansfundi. Hann heldur helst að hann sé fæddur með þeirri löngun að hafa gaman af að dansa. Það er eitt það fyrsta sem hann man af sjálfum sér þegar afi hans steig við hann valsspor og raulaði: „Dansið sveinar og dansið fljóð.“ Hann heldur að vísu að það hafi verið einu danspor afa hans um ævina. Foreldrar Óskars byggðu timb- urhús á Reykjum í Reykjahverfi. Það var þá með veglegri húsum í sveitinni. Hafði það í för með sér að það þótti tilvalið til þess að halda þar samkomur sveitarinnar. Því var það á Reykjum að tíðum vomm haldnir hvers konar fundir þar sem dans var jafnan einn af meginþáttum og leiddi að sjálfu sér að Óskar sótti í að dansa. Stúlkumar vom honum svo velviljaðar að taka hann með í dansinn. Minnist hann þess að í fyrstu hafi hann ekki verið hærri í loftinu en svo að hann hélt utan um læri dömunnar ofanvert með hægri hendi og var fyrir þá athöfn að sjálfsögðu spottaður en það kom ekki í veg fyrir það að hann héldi uppteknum hætti og héldi áfram að dansa. Fjörið entist fram undir morgunverk Á samkomunum var oft byrjað á því að fjarlægja allt úr stofunni, rúmin sem og annað lauslegt, en með veggjum var komið fyrir plönkum sem hvfldu á kössum eða stólum og vom það hægindi sam- komugesta. - Þá var salurinn til- búinn. Skemmtifundimir hófust gjam- an með söng, ræðu eða upplestri. Síðan hófst dansinn. Tíðast var það Sigurjón í Heiðarbót sem sá um fjörið með aðstoð grammó- fónsins með stóm lúðmnum. Þá dansaði Óskar einnig eftir fiðlu- spili Þorsteins á Litlu-Reykjum og orgelspili Kristjönu dóttur hans. En það var sama hver lék fyrir dansinum. Fjörið entist jafnan þar til menn töldu sig ná á hæfilegum tíma heim til morgunverkanna. Trúlega segist hann oft hafa sofn- að áður en fjörinu lauk þegar hann var á yngri ámm. En „toppurinn á tilverunni" segir Óskar að hafi verið þegar harmonikuleikari var fenginn. Dansað á trépöllum „Ég hef alltaf verið fús tii að dansa,“ segir hann og því gripið til þess stopul tækifæri. í sveitinni vom jafnan erfiðar aðstæður til samkomuhalds og úr því rættist ekki fyrr en löngu eftir að hann varð fullorðinn. En hinar bág- bomu kringumstæður og æma fyr- irhöfn sem af þeim leiddi kom ekki í veg fyrir það að gleðskap var haldið uppi í sveitinni. Sundlaugin sem var byggð 1930 á vegum ungmennafélagsins var um skeið aðalsamkomustaður- inn og þar var dansinn að sjálf- sögðu meginþátturinn, en til þess þurfti að setja trépalla yfir dýpri hlutann. Þar var brúkaupsveisla þeirra Óskars og Steinunnar Stefánsdótt- ur frá Smyrlabergi í V-Hún. hald- in 1938. Var þá laugin skreytt greinum og full af hátíðarblæ. Um 90 manns drakk kaffi og þama var sungið og auðvitað dansað. Um þetta var ritað í handskrifaðan annál hreppsins sem nú er vel geymdur. - Merkileg heimild. Þá vom gróðurhús og verk- færageymslur útbúnar til dansiðk- unar og vom þá alltaf lagðir tré- pallar í gólfið hverju sinni, svo sjá Óskar og Steinunn taka sporið. má að ýmislegt var lagt á sig til þess að svala skemmtanaþörfinni. Allt var sjálfboðavinna, bæði undirbúningur og tiltekt og hlutu því menn að reyna að njóta ávaxt- ar erfiðis síns með því að þreyta dansinn kappsamlega. Nú dönsum við heima á eldhúsgólfínu í fyrri daga tíðkaðist ekki það danslag að pörin dilluðu lendum og limum hvort í sínu lagi út um víðan völl. „Ó, nei“, segir Óskar. Daman var spennt mittistökum og virtist það sjaldan koma að sök. Hann segist alltaf hafa verið fús til að dansa þegar tækifæri buðust, en tæpast var það í takt við löngunina þar sem í hlut átti einyrki og bamakarl eins og hann segir sjálfur. Þó leið aldrei langur tími svo að hann hafi ekki tekið sporið. Hann telur fagnaðarefni að nú skuli dansinum vera fagnað sem sérstakri heilsubót og ein af lífs- reglunum sem hann fékk í hönd- um sjúkraþjálfara var að hann skyldi dansa þegar færi gæfust. Það sannaði að hann var ekki á villigötum allt sitt líf hvað dansinn snertir. Þau Óskar og Steinunn brosa bæði og segja að deginum sé tekið að halla hjá þeim og heilsan svona og svona. Þau sem em svo ungleg, en allavega er sálin á besta aldri hvað sem öðm líður og sá dansfé- lagi sem best hefur reynst Óskari þ.e. Steinunn sem nú hefur orðið fyrir hreyfihömlun, veitir það eft- irlæti að taka með honum nokkur dansspor á eldhúsgólfinu þegar Hermann Ragnar stjómar dansi í saumastofunni á laugardagskvöld- um. Þetta var eiginlega leyndar- mál, en þau gefa fúslega leyfi til þess að segja frá því. Það er nauðsynlegt að vera ungur í anda. Óskar Sigtryggsson og Steinunn Stefánsdóttir á Reykjarhóli. „Ég man ekki betur 66 Gott að draga andann Iétt í svona veðri. Reykjadalur vermdur af sól, hvert sem litið er og brúnir heiðanna fagna sumri eftir hinn langa vetur, er steig þungt til jarðar á köflum og fyllti hverja vök með gauli sínu frá upphafi til enda. - Gaman að vera til. Áin leikur á grjótinu og hygg- ur á veislu næstu daga ef guð lof- ar. Hún glæðir neista skáldanna á kvöldin og vekur þau árla þegar dagur skiptir litum yfir Hvítafelli til að hýrga blómin eftir nóttina. Vitaðsgjafi héraðsins á Laugum býður sitt fegursta, nýmálaður og strokinn, næstum hver gluggi op- inn til hálfs þegar ræðumaður dagsins hefur mál sitt. - Þögn fjöldans er djúp og hvert orð hitt- ir í mark. Síðan tekur Páll H. Jónsson við og stýrir söng, léttur í hreyf- ingum, svipað því að hann hefði nýlega gengið yfir Sahara og tálgað af sér holdin á leiðinni. Auðvitað tekur listamaðurinn upp þræðina úr ljóði Sigurðar á Amarvatni til að byrja með. Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Ef til vill stendur kappinn álengdar og hlustar. - Betur að svo sé. Fólkið á lóð skólans er glatt og skiptir hundruðum, jafnvel fjölgar því meir sem líður á dag- inn. Ný andlit koma í ljós, flest ókunn í fljótu bragði. - Hin ekki. Sigurjón á Laugum gengur hjá og „stígur ölduna" lítið eitt. Van- ur að róa á djúp þekkingarinnar til fanga og máski fengið ágjöf þegar lengst var sótt. Ljóðin hans búa yfir þeirri býsn að geta strok- ið hélu af glugga í skammdeginu við Álfaklett, sunnan við björgin blá. Ketil á Fjalli ber að með vor í augum. - Boðsundið er að hefj- ast, þmngið tilheyrandi spennu. - Þessi vinnulúni bóndi hlúir að gróðri landsins nótt og dag, er vormaður heiðríkjunnar og sem- ur ljóð, en geymir þann fjársjóð í handraðanum þar til yfir líkur. Nei annars, kona hans og böm fá eitt. Boðsundinu lýkur og verð- launum er hampað. - Eitt og tvö. Næst á dagskrá er knattspyma og fólkið þyrpist niður á völl í því skyni að fylgjast með öllu jafnréttinu, enda til mikils að vinna, því betri helmingurinn á að keppa á móti hinum lakari. - Ég lendi í spor tveggja kvenna. Þær em vel búnar og bera gull sín á torg, en til vinstri fer Snorri í Geitafelli á kostum, þunnur á vanga eftir þanspretti marga við lambæmar norður undir Jám- hrygg og suður fyrir Þverárgil. Langhlaupari var hann fyrr á tíð. Vann sigra og gekk til rjúpna á vetmm, þar til dag einn að lás- inn gekk úr byssunni með þeim afleiðingum sem urðu honum til baga lengi. Höfuðkúpan skaðað- ist og bar hann þess merki æ síð- Valtýr Guðmundsson frá Sandi an. Það kvöld var leiðin heim í Geitafell seinfarin nokkuð, tíu kflómetra vegalengd. Niður á leikvellinum rúllar boltinn af stað klukkan fjögur og mörkin fæðast eitt af öðm, en fljótlega hallar á veikara kynið. Tekur þá vanur kappleikamaður það til ráðs að skipta á fötum við konu sína og reynir að jafna met- in. Þetta hrífur eftir langa baráttu og sigur er í höfn þegar „bjallan" hringir. - Evudætur skortir bara vængi til að fljúga. „Þannig fer það oftast nær,“ segir Fomi Jakobsson, um leið og hann rís á fætur í brekkunni lítið eitt neðar, en ég sit. Veiði- stöngin er víðsfjarri, en tálbeitan skartar sínu fegursta í hattinum, viðbúin því að færi yrði kastað í Daufhyl þegar heim kemur og sjóbirtingur dreginn á land. (Eftir frásögn Valtýs Guðmundsson- ar á Sandi af bændasamkomu á Laugum S-Þing.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.