Dagur - 11.04.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 11.04.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 11. apríl 1992 Stjörnuspá „Án ábyrgöar“ ■H riÁiiA r4 21. mars - 19. apríl Þaö verður heldur betur bægslagangurinn á þér núna um helgina, enda eflaust ástæöa til. Það eru góðir hlutir að gerast, þér í hag, bæði með og án þinnar vitundar. Það má segja að allar stjörnur himin- hvolfsins séu komnar á þitt band. Sérstak- lega á þetta þó við um ástamálin og önnur mannleg samskipti. /\)aut 20. apríl - 20. maí Þetta veröur frekar pirrandi helgi. Einhver þér nákominn gengur alveg fram af þér með monti og sýndarmennsku. Þú, sem veist alltaf betur, sérð þig knúna (knúinn) til að blanda þér í málið, og CRASCH!!! A mánudag snýst blaðið alveg við og þú drottnar yfir umhverfi þínu með þeirri „hóf- legu sjálfsánægju" sem þér er svo eðlileg. Xvíb 21. maí-20. júní Þetta verður Ijómandi helgi. Sennilega verður þú beðin(n) um að halda ræðu og eftir að hafa samið margar ræður og hent þeim öllum mætir þú í ræðustól og talar af fingrum fram alveg út í bláinn og slærð í gegn! Formlegheit eru ekki þín deild, en tvíburar slá alltaf í gegn í ræðustólum, jafnvel á framandi tungum. K^abbi 21. júní - 22. júlí Þessi helgi verður hvorki af né á, en mánudagur og þriðjudagur gætu orðið óvæntir og skemmtilegir. Sennilega fyllist húsið af gestum í tilefni páskanna og eins og ég hef minnst á áður eru krabbar sæl- astir í faðmi fjölskyldunnar, helst allrar ætt- arinnar. Krabbar þurfa þó oft að verða full- orðnir áður en þeir átta sig á þessu. L-jók\ 23. júlí - 22. ágúst Þetta er þín helgi og þú slærð í gegn, hvað sem þú gerir og hvert sem þú ferð. Raunar má segja að það sé hvergi ský á þínum himni. Þær plánetur sem á annað borð hafa áhrif eru hagstæðar í meira lagi. Þeg- ar svona árar er rétti tíminn til að ræða gömul vandamál, jafnt sem að gera fram- tíðaráætlanir. Hvernig sem allt veltist lend- ir þú á toppnum. AÁeyja 23. ágúst - 22. sepfember Eftir óvenju viðburðalitla helgi hrekkur þú í gang á mánudagsmorguninn. Meyjar í vinnuham geta veriö ákaflega yfirþyrm- andi. Farðu því varlega, ekki er víst að allir séu jafn upprifnir og þú. En í öllu falli ganga flestir hlutir upp á mánudag og þriðjudag. Það er því rétti tíminn til gera allt það sem þú hefur leitt hjá þér af ótta við neikvætt svar. Þetta eru sigurdagar. fyrir dagana 11. Sigfús E. Arnþórsson til 14. apríl 23. september - 22. október •S+eirvgeit 22. desember- 19. janúar Tímarnir eru heldur óhagstæðir vogum. Heilsuleysi, tilfinningaflækjur og leyni- makk ýmiss konar. Þvert ofan í öll þessi leiðindi kemur svo þessi frábæra helgi. Allt í einu ert þú í miðju atburðanna, leiðandi allt til betri vegar og uppskerð verðskuld- aða athygli og aðdáun, jafnvel á fjarlæg- ustu stöðum. Steingeitur eru unnendur hluta, verkfæra og áhalda af öllu tagi. Þeim lætur betur að vinna með tæki en t.d. hugmyndir og til- finningar. Það er því viðbúið að eitthvað verði undan að láta á mánudaginn, þegar þú mætir í vinnuna, úthvíld(ur) eftir tíð- indalausa helgi. Þriðjudagurinn verður líka skemmtilegur átakadagur. ki 23. október-21. nóvember Va+K\sben 20. janúar -18. febrúar Þetta er ekki rétta helgin til útstáelsis fyrir sporðdreka. Sennilega kemur þú til með að hafa allt á hornum þér fram á annað kvöld og finnast flest það leiðinlegt er ver- öldin býður, svo allar skemmtanatilraunir eru fyrirfram dæmdar. Hins vegar verða mánudagur og þriðjudagur skemmtilegir. Bo gmaðuk1 22. nóvember - 21. desember Allar reikistjörnur himinhvolfanna mæla með því að þú farir út að skemmta þér í kvöld. í öllu falli skemmtir þú þér konung- lega, hvað svo sem þú gerir núna um helgina. Á mánudag og þriðjudag verður einhver pirringur í gangi, sennilega ein- hver ótrúleg stífni og smámunasemi. En hin létta bogmannslund er ódrepandi og á miðvikudag er þetta búið. Þetta verður afleit helgi. Þótt vatnsberar hafi ekkert á móti athygli, er innantómur glamúr ekki þeim að skapi. Vatnsberar vilja vera fulltrúar fyrir hóp eða hugsjón. „Við skólafélagarnir", „við vinnufélagarnir", „við konur“, „við esperantistamir", við þetta og hitt eru algeng orötök hjá vatnsberum. Þú verður því hálf-utangátta í allri einstak- lingsdýrkuninni nú um helgina. Þetta lag- ast á mánudag. Kiska^ 19. febrúar-20. mars Fiskar eru draumlyndasta fólk jarðarinnar. Ef þeir eiga að vera hamingjusamir þurfa þeir að fá að vera með annan fótinn í draumalandinu á hverju degi. Þú verður rækilega minnt(ur) á veruleikann núna eft- ir helgina. Það gengur yfir á miðvikudag. Enda þýðir það lítið. Fiskar vita að ekkert er sem sýnist í heimi hér. Matarkrókur Ofiibakaður lax með graslaukssósu - Hanna Guðrún Magnúsdóttir í Króknum Mathrókur Króksins fyrir hálfum mánuði var Skarphéð- inn Jósepsson og skoraði hann á kunningjakonu sína, Hönnu Guðrúnu Magnús- dóttur, að spreyta sig á mat- argerðarlistinni í næsta Króki. Ekki skoraðist Hanna undan merkjum og býður les- endum nú til veislu með ofn- bökuðum laxi, páskaís og lœt- ur í ofanálag fylgja uppskrift af Páskadagskaramellutertu. „Fiskurinn er mjög vinsæll á mínu heimili eins og mörgum öðrum heimilum og uppistaðan í eldamennskunni hjá mér. Það er líka hægt að gera svo margt með fiskinn, setja hitt og þetta út í réttina og þú ert ekki jafn bundinn af neinu ákveðnu eins og með kjötið,“ segir Hanna, en aðalrétturinn sem hún býður upp á, er ofnbakaður lax með graslaukssósu. Ofnbakaður lax með graslaukssósu (fyrir fjóra) 4 sneiðar af laxi (200-250g hver) salt og pipar eftir smekk 2 litlir laukar V/2 dl matarolía safi úr einni sítrónu 80 g af brœddu smjöri 2 dl af brauðmylsnu Fyrst þarf að þvo laxasneið- arnar, en þegar því er lokið er salti og pipar stráð á þær og sneiðarnar síðan lagðar á mátu- lega djúpt fat. Laukarnir eru því næst skornir í sneiðar og þær lagðar yfir laxinn. Þá er komið að því að hella olíunni og sítrónusafanum yfir allt sam- an og síðan er þetta látið standa í eina klukkustund. Á þeim tíma þarf þó að snúa flökunum einu sinni við til að marinering- in verði jöfn og góð. Að klukku- tíma liðnum eru laxasneiðarnar teknar upp úr leginum og þeim velt upp úr bráðnu smjöri og síðan brauðmylsnunni áður en þær fara í ofninn. Laxinn er glóðaður í ofni í u.þ.b. 5 mín. á hvorri hlið, en einnig er tilvalið að glóða hann á grilli. Graslaukssósa 200 ml majones 200 ml sýrður rjómi 1 dl klipptur graslaukur 2 msk. smátt söxuð fersk steinselja 1 tsk. oregano ferskur malaður pipar og cayenne pipar á hnífsoddi safi úr V2 sítrónu Þessu er öllu hrært saman og sósan síðan látin samlagast í a.m.k. þrjár klukkustundir áður en hún er borin fram. Laxarétturinn er borinn fram með sósunni, bökuðum kartöfl- um (sem gott er að láta krydd- smjörklípu í) og grænmetis- salati. Þá er það páskaísinn, en Hanna segir að hann sé virki- lega vinsæll á sínu heimili, enda bragðsterkur og góður. Páskaís 7 egg 3A dl sykur V2 l rjómi 5 lítil Daim súkkulaðistykki 3 tsk sherrý Fyrst eru hvíturnar stífþeytt- ar, síðan er rjóminn þeyttur og að lokum þarf að þeyta rauð- urnar og sykurinn vel saman. Daimið er saxað smátt, t.d. í mixara og því ásamt sherrýinu síðan blandað saman við rauð- urnar og sykurinn. Best er blanda rjómanum næst út í og enda svo á að hræra hvítunum varlega saman við allt hitt áður en ísinn er frystur. Til viðbótar við laxinn og ísinn lætur Hanna eina tertu- uppskrift fylgja með fyrir krakkana. Páskadagskaramelluterta 3 egg 1 bolli sykur 1 bolli saxaðar möndlur V2 bolli súkkulaði 1 bolli Kornflakes 1 tsk. lyftiduft Eggin og sykurinn eru þeytt saman og þurrefnunum síðan blandað út í. Síðan er deigið sett í form og bakaðir tveir botnar, u.þ.b. 22 cm í þvermál, við 200 gráður í um 20 mínútur. Karamellukrem 2 dl rjómi 120 g púðursykur 50 g smjör 1 tsk. vanilla Allt sett saman í pott og soð- ið við vægan hita þar til sleifar- far sést og þá kælt. Helmingur- inn af kreminu fer síðan á milli botnanna og settur þeyttur rjómi með. Afgangnum af kreminu er svo smurt ofan á tertuna og til að fullkomna verkið er hún skreytt með þeyttum rjóma. Hanna skorar á frænda sinn Einar Viðar Finnsson, fram- kvæmdastjóra Dropans, að mæta með uppskriftir í næsta Matarkrók að hálfum mánuði liðnum og væntanlega munu lesendur fá að sjá eitthvað for- vitnilegt þá. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.