Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. apríl 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Pjóðlífsmálið: Mótmælalistar aflientir dómsmálaráðherra í gær OALVIK Dalvík: Bæjarmála- punktar ■ Erna Rós Ingvarsdóttir hefur verið ráðin í 50% starf við leikskólann, Kristín Gunn- þórsdóttir í 100% starf og Jó- hanna Sigtryggsdóttir í afleysingar fyrir hádegi. ■ Vísindanefnd Háskólans á Akureyri hefur gert tillögu til Dalvíkurbæjar um smölun hugmynda og úrvinnslu þeirra á Dalvík. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nýverið að leggja í þetta verk og var kostnaði vegna þess vísað til endurskoðunar fjárhagsátlun- ar. Pá samþykkti bæjarráð að óska eftir því við atvinnumála- nefnd að hún hefji undirbún- ing að þátttöku í verkefninu. ■ Á fundi bæjarráðs 22. apríl sl. voru tekin fyrir tvö leigutil- boð í Víkurröst, annars vcgar frá Lúbamum hf. á Dalvík og hins vegar Júlíusi Snorrasyni á Dalvík. Á þeim fundi var mál- inu frestað og ákveðið að boða tilboðsgjafa til viðræðna um málið. A fundi bæjarráðs síðar þann dag var rætt við tilboðs- gjafa og ákveðið síðan að vísa málinu til ákvörðunar bæjar- stjórnar. Á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag var síðan sam- þykkt eftirfarandi bókun með 4 atkvæðum gegn 3: „Með til- liti til framkominna efasemda um að rétt hafi verið staðið að ákvörðun um auglýsingu á útleigu Víkurrastar og upplýs- ingum um að leigutaki hafi þegar ráðstafað húsinu, beinir bæjarstjórn því til bæjarráðs að taka málið upp að nýju.“ ■ Á fundi Hússtjórnar Ráð- hússins 9. apríl kom fram að heildarkostnaður við endur- skipulagningu lóðar Ráðhúss- ins varð tæpar 12,8 milljónir króna, en kostnaðaráætlun f mars 1991 gerði ráð fyrir kostnaði upp á 8,6 milljónir króna. ■ Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag var samþykkt að heimila breytingu á gildandi aðalskipulagi þannig að leyft verði að byggja einbýlishús á opnu eða grænu svæði við Öldugötu. Fram höfðu komið mótmæli eiganda og íbúa hússins nr. 5 við Öldugötu við að á þessu svæði yrði byggt einbýlishús og bent á að það sé opið eða grænt svæði sam- kvæmt aðalskipulagi. ■ Á fundi umhverfisnefndar 9. apríl var tekið fyrir bréf frá Lionsklúbbi Dalvíkur þar sem óskað er eftir að fá að planta trjám og runnum meðfram þjóðveginum á Hrísum. Umhverfisnefnd lýsti ánægju sinni með erindið og fól Hall- dóri Jóhannssyni að gera til- lögu að gróðursetningu á svæðinu. Þorsteini Pálssyni, dómsmál- aráðherra, voru í gær afhentir undirskriftalistar þúsunda Islendinga þar sem skorað er á hann að stöðva innheimtuað- gerðir gegn 74 ára gamalli konu á Akureyri vegna Alls bárust 14 fyrirspurnir og þar af sjö formlegar umsóknir um rekstur Hótel Norðurljóss á Raufarhöfn, en Raufarhafn- arhreppur auglýsti rekstur hótelsins til leigu í sumar. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar, sveitarstjóra, standa nú yfir viðræður við þessa aðila og Ijóst er að sveitarfélagið mun leigja reksturinn út í sumar. „Rekstur hótelsins í sumar er nánast í höfn en við erum líka að Kaldbakur EA: Tækni- og skoð- unarmenn frá Iioyds kanna titring og háv- aða frá skrúfii Kaldbakur EA fór til veiða í gær, en daginn áður fór togar- inn í siglingu með tækni- og skoðunarmenn frá Lloyds. „í fyrrasumar voru fram- kvæmdar miklar breytingar á tog- aranum Kaldbak EA. Meðal annars var settur skrúfuhringur á skipið. Að frumkvæði Útgerðar- félagsmanna voru tækni- og skoðunarmenn frá Lloyds fengnir til Akureyrar til að kanna óeðli- legan titring og hávaða sem borið hefur á frá því að skipið kom úr slipp. Togkraftur togarans hefur ekki reynst sem áætlað var og olíunotkun meiri. Á þriðjudag- inn var farið í tilraunasiglingu vestur af Grímsey og þar var kastað. í ljós kom að óeðlileg loftbólumyndun frá skrúfu veldur hávaða og titringi. Erlendu tækni- mennirnir munu gera tillögur að lagfæringum og koma trúlega síð- ar til nýrra mælinga,“ sagði Gunnar Larsen hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hf. ój S-Þing: Kona slasast í bflveltu Lítill fólksbfll valt út af veginum skammt neðan við Kvíaból í Kinn á mánudagsmorgun. Ein kona var í bflnum og meiddist hún á höfði og í baki og var flutt á Sjúkrahúsið á Húsavík. Bíllinn er mikið skemmdur, enda valt hann yfir skurð. Krapa- sull var á veginum er óhappið átti sér stað. im áskrifta af tímaritinu Þjóðlífi. Jafnframt var skorað á ráð- herrann að rétta að fullu hlut konunnar og annarra sem orð- ið hafi fyrir fjárhagslegu tjóni vegna sams konar innheimtu- aðgerða. horfa Iengra fram í tímann og aðilar í Pingeyjarsýslum eru að vinna að markaðssetningu og uppbyggingu ferðaþjónustu í sýslunum. Við ætlum að fylgjast með þessari þróun og í framhaldi af því skoða vandlega hvernig rekstri Hótel Norðurljóss verður háttað í framtíðinni," sagði Guð- mundur. Töluverðar skemmdir urðu á hótelinu um miðjan mars þegar vatnsrör sprakk og vatn flæddi um gólf. Ekki hefur verið ráðist í lagfæringar en Guðmundur sagði að það yrði gert innan tíðar því nú væri að koma niðurstaða úr tryggingunum. Hann sagði að Raufarhafnarhreppur yrði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni þar sem hótelið var tryggt gegn áföllum af þessu tagi. „Við höfum verið að bíða eftir lokaniðurstöðum frá trygginga- félaginu og maímánuður verður tími framkvæmda á hótelinu,“ sagði Guðmundur. SS Þeir sem skrifa sig fyrir þessum listum eru aðgerðahópar um félagslegt misrétti. Á listunum stendur: „Við undirrituð mótmælum aðgerðum bæjarfógetans á Akur- eyri í innheimtuaðgerðum gegn 74 ára gamalli konu á Akureyri. Konan var ranglega látin greiða kr. 50.813 21. febrúar sl. án þess að um væri að ræða neina raun- verulega skuld. Innheimtufyrir- tækið sem kom af stað þessari til- búnu og staðlausu kröfu hefur nú enn sent sömu konu rúmlega 18 þúsund króna reikning sem er byggður á sömu rangindum og fyrri krafan. Málavöxtum er lýst á skilmerkilegan hátt í meðfylgj- andi grein sem rituð er af for- manni Neytendafélags Akureyr- ar og nágrennis, Vilhjálmi Inga Árnasyni. Grein þessi birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 15. mars sl. Við undirrituð skorum á dóms- málaráðherra að stöðva þessar aðfarir og rétta að fullu hlut þess- arar öldruðu konu, svo og þeirra fjölmörgu annarra sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni að ósekju vegna innheimtuaðgerða sömu aðila. Jafnframt beiti dómsmálaráðherra sér þegar í stað fyrir löggjöf sem komi í veg fyrir að innheimtufyrirtæki eða opinbert vald geti beitt saklaust fólk misrétti, svo sem hér hefur átt sér stað og í mörgum hlið- stæðum málum.“ JÓH n 1 ■ !5j* W VX'> \i ____ í- II •• 1 t AjS * m- wlHH, 'N :M' . \ \ Veganesti við Hörgárbraut Tilboð vikunnar: Lambasaltkjöt .... 499 kr. kg, áður 624 Salsburgerpylsa .. 541 kr. kg, áður 693 Jólakaka .......... 196 <S. Orvílleí%denbacher& Örbylgjupopp 29 kr. Nú er hagkvæmt að versla í Veganesti Mjólk ★ Brauð ★ Kjöt ★ Nýlenduvörur Opið fró kl. 8.00-23.30 virka daga. Opið frá kl. 09.00-04.00 um helgar. Veganesti við Hörgárbraut Hótel Norðurljós: Sjö aðilar sóttu um leigu á rekstrinum - lagfæringar eftir vatnstjón framundan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.