Dagur - 30.04.1992, Side 14

Dagur - 30.04.1992, Side 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 30. apríl 1992 Atkvæðisréttur - Heimastjóm Þessi grein er þriðja og síðasta grein- in, sem ég hefi ritað í tilefni greinar Jónasar Fr. Jónssonar í 4. hefti 1991 í tímaritinu „Stefni“. Grein sína nefndi höfundur „Jafnt vægi atkvæða - Prófsteinn lýðræðis“. í þessari grein mun ég fjalla um landfræðilega heigaðan kosningarétt, án tillits til jafnvægis um atkvæðisrétt einstakra kjósenda. Stöðvunarvald öldunga- deildar Bandaríkjaþings í grein Jónasar er vitnað í góðan og gildan hæstaréttardóm í Bandaríkj- unum um jafnvægi atkvæðisréttar. Um dóminn segir Jónas orðrétt: „Hæstiréttur Bandaríkjanna benti á þær staðreyndir með dómi sínum fyrir rúmum aldarfjórðungi að þing- menn eru fulltrúar fólks en ekki fer- metra, að efnahagslegir hagsmunir eiga ekki að ráða við val á fulltrúum almennings og að jafn atkvæðisréttur sé forsenda nútímalegra stjórnar- hátta.“ Þessar skýringar eru réttar, að því er varðar skipun fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hins vegar gegnir öðru máli um val til öldungadeildar- innar. Þar hafa öll ríkin, jafnt stór sem smá, sama rétt um fulltrúaval til öldungadeildar; þ.e. hvert ríki um sig kýs tvo öldungadeildarmenn. Það er óþarfi að leiða hugann að þeim gífurlega mun, sem er á atkvæðis- vægi á bak við hvern öldungadeildar- þingmann í Bandaríkjunum. Kjarni bandaríska þingræðisins er fulltrúadeild, með jafnræði kjósenda Þriðja og lokagrein á bak við hvern þingmann, og öld- ungadeildin með jafnræði ríkjanna, án tillits til íbúafjölda þeirra. í hnotskurn er vægið jafnt á milli þingdeilda um lagasetningu. Vægi kjósenda annars vegar og hins vegar vægi ríkja Bandaríkjanna. Forset- inn, æðsti maður framkvæmdavalds- ins í Bandaríkjunum, er kjörinn með kjörmannakosningum, þar sem úrslit ráðast af úrslitum í einstökum ríkjum, þannig að sá sem er sigur- vegarinn í hverju ríki fær alla kjör- menn þess. Hins vegar gætir misvæg- is um fjölda kjörmanna eftir íbúa- fjölda ríkjanna, þannig að fjölmenn- ari ríkin hafa meira vægi en hin fámennari um val forseta. Þetta þýðir í raun að forseti Bandaríkjanna er kjörinn óbeinni kosningu, með kjöri kjörmanna, sem ræðst af því hvernig atkvæði leggjast eftir ríkjum. Hér er ekki um heildar- atkvæðagreiðslu að ræða, þar sem samanlagður atkvæðafjöldi í heild í landinu ræður úrslitum. Það er á marga lund óljóst hvort meira vegur um framkvæmd banda- rískrar þingræðisvenju, hlutur full- trúadeildar eða öldungadeildar. Báð- ar deildirnar þurfa að samþykkja fjárveitingar. Öldungadeildin, sem er skipuð 100 mönnum, hefur sama vægi og fulltrúadeildin, sem skipuð er 400-500 mönnum. Auk þessa hef- ur öldungadeildin það hlutverk að vera eftirlitsaðili, með framkvæmda- valdinu; m.a. verður öldungadeildin að samþykkja allar meiriháttar embættisveitingar og milliríkjaskuld- bindingar. Það er ekki vafamál að öldungadeildin er réttmeiri en full- trúadeildin. Vægi landshlutanna, þ.e. sambandsríkjanna, vegur þyngra í bandarískri stjórnskipan en sá hluti Bandaríkjaþings, sem bygg- ist á fulltrúavali með jöfnu vægi kjós- enda. Það fer því ekki á milli mála að áhrifaréttur „fermetranna", þ.e. Iandshlutanna, hefur úrslitaáhrif í Bandaríkjunum á fleiri sviðum en fulltrúadeildin. Það er því ljóst að sú viðmiðun, sem Jónas Fr. Jónsson velur varðandi bandaríska kerfið, er aðeins hálfsögð saga. Sérstaða efri deilda þjóðþinga Evrópu Sá er meginmunur á stjórnkerfi Bandaríkjanna og Evrópu að í Evrópu tíðkast þingbundið fram- kvæmdavald, þ.e. að ríkisstjórnin sækir vald sitt til þinganna. Frávik frá þessu eru mest áberandi í Frakklandi og jafnvel í Finnlandi. Þrátt fyrir að forsetinn sé þjóðkjörinn, verða ríkis- stjórnir, sem hann skipar, að styðjast við meirihluta á þjóðþingi. Þetta jafngildir því að þingræðisreglan nær til framkvæmdavaldsins, þannig að í framkvæmd verða þessi valdssvið mjög samofin. í mörgum þjóðþingum Evrópu- landa eru efri deildir, sem ýmist er kosið til af fylkisþingmönnum og sveitarstjornarmönnum, en oftast með beinum almennum kosningum. Staða efri deildanna er misjöfn eftir venjum í hverju landi. Víða hafa þær stöðvunarvald á vissa málaflokka. Víða velja þær þjóðhöfðingja. í Þýskalandi er efri deildin með afger- andi stöðvunarvald og er í raun sam- bandsráð. Þess ber að geta að Norðurlanda- þjóðirnar hafa farið öðruvísi að og lagt niður efri deildir þjóðþinganna. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa eflt millistjórnstig í stjórnsýslu og tekið upp milliliðalausar kosningar til þinga þeirra. Hér á íslandi var lögð niður efri deild Alþingis, m.a. vegna þess að hún gegndi engu sérstöku hlutverki í meðferð þingræðisins og gætti ekki jafnræðis á milli landshlutanna. ísland er eina landið, með hliðstæðar stjórnsýsluhefðir, sem ekki hefir þróað stjórnsýslulegt millistjórnstig. Afleiðingarnar blasa alls staðar við í þjóðfélaginu. * Kosningakerfíð á Islandi Á undirbúningsstigi, um skipan sveitarstjornarmála á íslandi frá 1872, var mikill ágreiningur á milli danskra stjórnvalda og Alþingis um stöðu sýslunefnda og amtanna. Danska stjórnin var því ekki sam- þykk að sýslurnar væru gerðar að héraðsstjórnarumdæmum, en lögðu þess í stað til að það hlutverk væri falið amtsráðum. Niðurstaðan var sú að ömtin gegndu á landshöfðingja- tímabilinu eins konar yfirstjórnar- hlutverki, með sýslunefndunum. Með kosningalögum til ráðgjafa- þings 1945 var ákveðið að gera lög- sagnarumdæmin, þ.e. sýslurnar, að kjördæmum, þó með því fráviki að Reykjavík væri einnig sérstakt kjör- dæmi og Skaftafellssýslurnar yrðu tvö kjördæmi. Þá var ákveðið kon- ungskjör 6 þingmanna. í stjórnar- Áskell Einarsson., skránni 1874 var ákveðið að kjör- dæmakjörnir þingmenn skyldu vera 30 talsins. Kjördæmaskipanin byggð- ist á sýslunum og Reykjavík. Auk þess voru á Alþingi 6 konungskjörnir þingmenn. Flinir konungskjörnu þingmenn, ásamt 6 þjóðkjörnum þingmönnum, skipuðu efri deild Alþingis. Hlutverk efri deildar var m.a., með stöðvunar- valdi konungskjörnu þingmannanna ef þeir stóðu saman að vera hemill á hina þjóðkjörnu neðrideild. Á þess- um tíma kom til álita að búsetu hinna konungskjörnu alþingismanna væri dreift eftir ömtunum. Hefði svo farið eru líkur til þess að hinir kjörnu þingmenn á hverju amtssvæði hefðu, ásamt konungskjörnum þingmönn- um amtanna, náð saman um óyggða- lega samstöðu. í staðinn voru hinir þjóðkjörnu þingmenn sýslukjördæm- anna í raun í innbyrðist samkeppni, þar sem allir töpuðu eins og reynslan sýnir. Þetta er skýringin á því að ekki myndaðist nægilega víðfeðm lands- byggðarsamstaða á Alþingi. Hér er einnig að leita skýringar á því hvers vegna ömtin voru afnumin og tillögur Hannesar Hafstein, ráðherra, um stór kjördæmi, voru ekki í takt við sinn tíma. Það var ekki fyrr en 1915 að kon- ungskjörið var afnumið og þess í stað kom landskjörið, sem var eins konar prófkosning á styrk stjómmálaflokk- anna á landsvísu. Það var lagt niður 1933 þegar tekin voru upp uppbótar- sæti að danskri fyrirmynd. Hin upp- haflega kjördæmaskipan, með ýms- um viðaukum, beið skipbrot í hræðslubandalagskosningunum 1956, þegar tveir stjórnmálaflokkar ætluðu sér að ná meirihluta á Alþingi, án þjóðarstyrks. Hlutverk kjördæmabreytinganna 1959 var í senn að jafna kosninga- réttinn og mynda á landsbyggðinni sterkari heildir. Hvorugt þessara markmiða hefur náðst. Af þessum ástæðum tala menn nú um kjör- dæmabreytingar og jöfnun atkvæðis- réttar. Það er ljóst að íbúar þétt- býlustu svæðanna sætta sig ekki við það eitt, að stjórnmálaflokkarnir nái hlutfallslegu jafnvægi sín á milli. Landsbyggðin stendur eftir verr að vígi en áður. Það láðist við kjör- dæmabreytinguna 1959 að aðlaga stjórnsýslukerfið hinni nýju kjör- dæmaskipan. Menn hafa gleymt því, að lengst af hefur farið saman kjör- dæmaskipan og stjórnsýsluumdæmi á íslandi. Byggðaréttur og vægi kosningaréttar Svo virðist sem að enginn mannlegur máttur geti komið í veg fyrir hina blindu þróun um jöfnun atkvæðis- réttar, án tillits til búsetu. Sumir telja þetta eitt mesta mannréttindamálið í dag. Setjum svo að Suðvesturlandið verði með meirihlutavald á Alþingi og þar með allsráðandi um fjárveit- ingar og stjórnsýslu í þessu landi. Þá er spurt hvað óíður annarra lands- hluta? Menn geta eðlilega sagt að þrátt fyrir forréttindi landsbyggð- armanna á Alþingi hefur það eitt sér ekki dugað til. Ástæðan liggur ekki í dugleysi alþingismanna landsbyggðar eða Harmoniku- unnendur Dansleikur verður í Lóni við Hrísalund laugardaginn 2. maí kl. 22-03. Allir velkomnir. Félag harmonikuunnenda. FLUGMÁLASTJÓRN Flugmenn - Flugáhugamenn Fundur um flugöryggismál verður haldinn að Hótel KEA, laugardaginn 2. maí, kl. 13.30. Erindi flytja: Skúli Jón Siguröarson og Kári Guð- björnsson og W.G. Scull. Myndasýning. Vélflugfélag Akureyrar, Flugmálastjórn. m FISKVINNSLUDEILDIN DALVÍK Oalv'V+' Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - V.M.A. veturinn 1992-1993 Skipstjórnarnám: Kennt er til skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs.' Fiskiðnaðarnám: Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs. Almennt framhaldsnám: 1. bekkur framhaldsskóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Upplýsingar í símum 61380, 61162, 61218 og 61160. Skólastjóri. framtaksleysi landsbyggðarmanna sjálfra. Skýringin er kerfislæg. Sú stefna, að færa inn í landið hin marg- víslegu þjónustusvið á einn stað í landinu, sem ávöxt framfarasóknar síðustu ára, „hefur sett jafnvægi" um stéttarskipan byggðasvæðanna úr skorðum. Ástæðan er meðal annars sú að framleiðsluuppsprettur lands- byggðarinnar, sem þó hafa verið undirstaða hagvaxtar, móta ekki þjóðarbúskapinn í raun. Valdsmeð- ferð og fjármálaumsýsla er mjög stjórnsýslutengd starfsemi. Það örlaði á því á landshöfðingja- tímabilinu og á fyrstu árum aldarinn- ar að ömtin, þ.e. landshlutamir, voru að byggjast upp stofnanalega séð. Engar slíkar valdsstöðvar hafa verið til staðar síðust áratugina lög- formlega séð. Niðurstaðan er sú að úti á landsbyggðinni hafa ekki þrosk- ast vaxtarsvæði, með öflugum for- ystukjörnum. Þrátt fyrir stórar kjör- dæmaheildir er enn verið að jagast um hverja einustu starfsemi, sem til mála kemur að færa út á land. Öfundin er slík að heldur vilja menn að starfsemin verði áfram í Reykja- vík, en að hún verði staðsett í næsta kaupstað. Þrátt fyrir að rúm 30 ár séu liðin síðan núverandi kjördæmaskipan tók gildi, hefur hún ekki stjórnskipulega festu sem stjórnsýsluumdæmi. Með- an sú staða verður ekki lögformleg sem stjórnskipulegur grundvöllur, heldur togstreita byggðasvæðanna og sveitarstjórna áfram, þar sem sjónar- miðin miðast við hagsmuni eigin túngarðs. Meðan ríkisvaldið sýnir ekki húsbóndavald sitt stefnir allt í það að núverandi kjördæmi liðist í sundur landfræðilega, í veigalítil svæði undir yfirskyni samstarfs á hér- aðsgrundvelli. Verði þróunin þessi, bendir allt til þess að núverandi kjör- dæmaskipan riðlist og í staðinn komi hreyfanleg kjördæmi, sem vegna óst- öðugleika geta ekki orðið undirstaða að skipan stjórnsýsluumdæma. Skipting landsins í 25 sveitarfélög leysir ekki þann vanda, þar sem í mesta lagi 4 hinna stóru, nýju sveit- arfélaga munu geta axlað verkefni sín, miðað við landshlutastöðu nú í dag. Niðurstaðan er þessi: íslendingar verða eins og allar aðrar þjóðir að virða jafnvægi um réttindi landshlut- anna og réttindi kjósendanna felst í jafnvægi atkvæðisréttinda. Hér er því um mál allarar þjóðarinnar að ræða. Það þarf að skera upp þróun- arkerfið, með lýðræðislegum hætti færa það til í landinu til landshlut- aheilda, sem lúta lýðræðiskjörnu valdi heimamanna, sem kosið er til í beinum kosningum. Það er óraunsæi að ætla þetta verkefni nærsýnu stjórnvaldi ein- stakra sveitarstjórna. Hér verður að skapa sameiginlegt landshlutavald. Vald sem hafið er yfir hrepparíg og byggðalega smámuni úreltra við- horfa, sem fylgir samstarfi sveitarfé- laga eins og draugur. Tilgangur greinarhöfundar Tilgangur minn með því að skrifa þessar greinar er sá að vekja athygli á að hér er á ferðinni málflutningur, sem boðar ný viðhorf. Sannleikurinn er sá að í tímaritinu „Stefni“ hafa iðulega verið boðaðar nýjar hug- myndir, sem síöar hafa sett mark sitt á stjórnmálaþróunina. Hér má nefna skrif um kjördæmamálið og ekki síst um hugmyndir frjálshyggjuliðsins, sem nú eru að springa út í köldum veruleikanum. Ég hefi sýnt fram á að við lands- byggðarmenn höfumst ólíkt að mið- að við það sem gerist í nágranna- löndunum. Hér er ekki stefnt að jafnvægi á milli jafns kosningaréttar á landsvísu og á milli réttar heima- stjórnar í landshlutunum. Reynslan sýnir að erlendis er slíkt vald tryggt með beinum kosningum, án milli- göngu sveitarstjórna. Hér er í raun verið að færa ríkisvaldið til í landinu heim til fólksins eins og tök eru á. Áskell Einarsson. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Norðlendinga.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.