Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. apríl 1992 - DAGUR - 7 Tónlist Tónleikar Kirkjukórs Dalvíkur Sunnudaginn 26. apríl hélt Kirkju- kór Dalvíkur undir stjórn Hlínar Torfadóttur tónleika í Dalvík- urkirkju. Einsöngvarar á tón- leikunum voru Sólveig Hjálmars- dóttir, sópran, og Michael Jón Clarke, baritón. Undirleikari á orgel og píanó var Juliet Faulkner. I fyrri hluta tónleikanna flutti kórinn Alta trinita, ítalskt lag frá 16. öld, Locus iste eftir Anton Bruckner og Ave verum corpus eftir Mozart. Flutningur kórsins var fallegur og felldur og bar vott góðri æfingu og aga. Vel hefði þó mátt beita heldur meiri ákveðni. Flutningur var nokkuð daufleg- ur, einkum í Ave verum corpus, en það var endurtekið sem auka- lag í tónleikalok og þá með miklu líflegri og ákveðnari brag. í sama hluta tónleikanna flutti Michael Jón Clarke Panis Angel- icus eftir Cesar Franck. Svo var að heyra, sem nokkur þreyta væri í rödd söngvarans í þessu lagi. Hinu sama brá fyrir í Lord God of Abraham eftir Felix Mendel- sohn. Þessi vanstilling raddarinn- ar hvarf hins vegar alveg í flutn- ingi Sing God a Simple Song úr Mass eftir Leonard Bernstein, en það verk flutti söngvarinn af hríf- andi innlifun, svo að unun var á að hlýða. í fyrri hluta tónleikanna söng Sólveig Hjálmarsdóttir Laudate Dominum eftir Mozart. Því mið- ur virtist söngkonan ekki hafa fullnægjandi tök á flutningi þessa verks. Rödd hennar var óstyrk og fyrir kom jafnvel, að hún var ekki í rétti tónhæð. Seinni hluti efnisskrárinnar var flutningur Requiems, eða Sálu- messu, eftir Gabriel Fauré. Verkið er í sjö þáttum og skrifað fyrir kór, einsöngvara og litla hljómsveit. Kór Dalvíkurkirkju flutti verkið við undirleik orgels. Requiem Gabriels Faurés er slungið verk og viðkvæmt, en Kór Dalvíkurkirkju hafði í heild- ina tekið aðdáunarvert vald á flutningi þess. í nokkrum hlutum verksins stóð hann sig hreint frá- bærlega. Svo var til dæmis í Introit et kyrie, Sanctus, þar sem sér- staklega lokin voru vel af hendi leyst, seinní hluta Agnus Dei, kórhluta Libera me og í loka- þættinum, In Paradisum. í þess- um hlutum komu vel fram ýmsir bestu eiginleikar kórsins, svo sem ánægjulega tær tónn í sópran, all- góð fylling í milliröddum, ekki síst í alt, og talsvert traustur grundvöllur í bassa. Einnig kom fram góður agi kórsins og þau að jafnaði góðu tök, sem hann hefur náð á ýmsum mikilvægum túlk- unartengdum þáttum. Inokkrum tilfellum gætti reyndar nokkurs hiks og óákveðni í flutningi. Þetta átti einna helst við um tenór, sem reyndar er heldur fá- liðaður, en býr yfir góðum tóni, þegar hann beitir sér. Einnig komu fyrir ýmsir smágallar í hljómmyndun, innkomum og af- Heilræði "Hnífur og skæri - ekki barna meðfæri" slætti, en þeir voru næsta óveru- legir. Sólveig Hjálmarsdóttir söng einsöng í þættinum Pie Jesu og gerði mun betur en framar á tón- leikunum. Michael Jón Clarke söng einsöng í öðrum þætti, Offertoire, og í næstsíðasta þætti, Libera me. Flutningur Michaels Jóns einkenndist af innileika og næmri tilfinningu ásamt með natinni og yfirvegaðri raddbeitingu. Undirleikur Julietar Faulkner bæði á orgel og píanó var örugg- ur og fumlaus. Hún veitti kórn- um og einsöngvurum fullan stuðning og gaf auk þess flutn- ingnum Iit við hæfi. Það, að til þess að gera fáliðað- ur áhugamannakór skuli geta flutt verk á borð við Requiem Gabriels Faurés og komist frá því með fullum sóma, er nánast ótrúlegt. Það gerði Kirkjukór Dalvíkur. Það sýnir, hvers menn eru megnugir undir leiðsögn hæfs stjórnanda. Hann hafa dalvískir söngmenn greinilega í söngstjóra sínum og organista, Hlín Torfa- dóttur. Haukur Ágústsson. PORTIÐ nýju slökkvistöðinni við Árstíg Broddur-minjagripirog veggplattar, brenndir - prjónuð barnaföt - spil - bækur - plötur - myndir - lax - brauð - lakkrís - postulínsvörur- keramik- kartöflur o.fl. o.fl. Komið og skoðið Söluaðilar Opið laugardaga frá kl. 11-16 SUNNUHUÐ VERSUJNARMIÐSTÖÐ Munið laugardagsopnun Notaðar overlockvélar Töskur undir overlockvélar Mikið úrval af garni Qerum við allar tegundir saumavéla Verið velkomin Saumavélaþjónustan TILBOÐ Kjúklingur, franskar, kokteilsósa og hrásalat á aðeins kr. 940 Qrillum fimmtudag og laugardag Eigum mikið úrval rétta á útigrillið Kjörbúð KEA uál , ^rDKArri háí^ C L A U D E BODYUNE Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177 - HABRÓ s. 11119 - Trygging s. 21844 - M. H. Lyngdal s. 26399 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Allt undír eínvi þakí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.