Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. apríl 1992 - DAGUR - 13 Hvað er að gerast? Akureyri: Guðmundur Heiðar með erindi Laugardaginn 2. maí kl. 14, mun Guðmundur Heiðar Frímann- son, heimspekingur, flytja erindi á vegum Félags áhugamanna um heimspeki og Háskólans á Akur- eyri í húsakynnum Háskólans við Þórunnarstræti. í erindinu mun hann fjalla um hvaða rök hníga að því að mað- urinn eigi að ráða sjálfur öllu því sem hann varðar; hugsjónina um að hver geti verið sjálfum sér nógur og óháður öðrum. Guðmundur er Akureyringar, fæddur 1952, nam heimspeki við H.Í., í London og St. Andrews, en þaðan útskrifaðist hann á sl. ári. Hann hefur í vetur stundað kennslu við M.A., en auk þess hefur hann ásamt Kristjáni Kristjánssyni staðið að námskeiði í siðfræði heilbrigðisstétta við FSA. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Eyrarbakka, Hjalteyri, Arnarnes- hreppi, þingl. eigandi Guðrún Stefánsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 5. maí 1992, kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er: Baldur Guðlaugsson hrl. Hólabraut 19, Hrísey, þingl. eigandi Birgitta Antonsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 5. mal 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtustofnun sveitarfélaga, Gunnar Sólnes hrl., innheimtumað- ur ríkissjóðs og Ólafur Birgir Árna- son hrl. Miðbraut 13, Hrísey, þingl. eigandi Hríseyjarhreppur, talinn eigandi Ólafur S. Guðjónsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 5. maí 1992, kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Arnarsíðu 10c, Akureyri, þingl. eig- endur Óskar Jóhannsson og Jórunn Jónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 6. maí 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Hafnarbraut 23, Dalvík, þingl. eig- endur Haraldur Teitsson og Stefanía Heiða Magnúsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 6 mal 1992, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl., Gunnar Sólnes hrl., Jón Ingólfsson hdl., Hróbjartur Jónatansson hrl. og Ólaf- ur Gústafsson hrl. Skíðabraut 11, Dalvík, þingl. eig- endur Svavar Marinósson og Hall- fríður Hauksdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri miðvikud. 6. maí 1992, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Axelsson hrl., Húsnæðis- stofnun ríkisins, Gunnar Sólnes hrl., Jón Ingólfsson hdl., Benedikt Ólafs- son hdl., Hróbjartur Jónatansson hrl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Strandgötu 6, íbúðarhús, Akureyri, þingl. eigandi Sportbúðin hf., fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 6. maí 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Ingólfur Friðjónsson hdl., Benedikt Ólafsson hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Gunnar Sólnes hrl., Bæjarsjóð- ur Akureyrar, Ólafur Birgir Arnason hrl. og Þorsteinn Einarsson hdl. Sunnuhlíð 23f, Akureyri, þingl. eig- andi Fanney Rafnsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 6. maí 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaöurinn í Eyjafjarðarsýslu Að erindi og umræðum lokn- um verður stuttur fundur um starfsemi félagsins á vetri komanda og færi gefst á að gagn- rýna stjórn félagsins og velta henni úr sessi. Aðgangur er að venju ókeypis og kaffiveitingar eru í orði kveðnu einnig að kostnaðar- lausu. Vefhaðarsýningar að Ýdölum og Vín Elín Kjartansdóttir heldur vefn- aðarsýningar að Ýdölum í Aðaldal 1. og 3. maí og opnar sýningu í Vín við Hrafnagil 5. maí. Sýningin að Ýdölum verður opin kl. 15-20 en sýningin í Vín kl. 12-22. Hjálparlínan, símar: 12122 -12122. Hjálpræðisherinn: Fimmtud. 30. aprfl kl. 20.30: Bæn. Föstud. 1. maí kl. 20.30: Kvöldvaka. Majorarnir Reidun og Káre Morken stjórna og tala. Fleiri gestir frá Reykjavík taka þátt. Veit- ingar og happdrætti. Laugard. 2. maí kl. 18.00: Her- mannasamvera. Sunnud. 3. maí kl. 11.00: Helgunar- samkoma. Kl. 13.30: Sunnudagaskóli. Kl. 15.30: Bæn. Kl. 16.00: Almenn samkoma. Ath. breyttan tíma. Ingibjörg og Óskar Jónsson, Daníel Óskarsson og gestir frá Reykjavík sjá um samkomurnar. Mánud. 4. maí kl. 16.00: Heimila- samband. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn: Flóamarkaður verður fimmtudaginn 30. apríl kl. 10-12 og 14-17. Ath. breyttan dag. Komið og gerið góð kaup. Þingstúku- og umdæmis- stúkuþing verður haldið í Félagsheimili templara fimmtudaginn 7. maí 1992 kl. 8.30 e.h. Stigveiting, kosn- ir fulltrúar á stórstúkuþing. í trú, von og kærleika. Þingtemplar, umdæmistemplar. Opið hús fyrir aldraða í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju á fimmtudag kl. 15-17. Verið velkomin. Stígamót, samtök kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi. Símatími á Ak- ureyri á fimmtudagskvöldum frá kl. 21.00-23.00. Síminn er 27611. Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna fást í Bókabúð Jónasar. Minjasafnið á Akureyri. Lokað vegna breytinga til 1. júní. Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól- borgar, selur minningarspjöld til stuðnings málefna þroskaheftra. Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu í Sunnuhlíð og Blómahúsinu við Glerárgötu. Minningarsjóður Þórarins Björns- sonar. Minningarspjöld fást í Bókvali og á skrifstofu Menntaskólans. Minningarkort Björgunarsveitar- innar Ægis, Grenivík, fást í Bók- vali, Útibúi KEA Grenivík og hjá Pétri Axelssyni, Grenimel, Greni- vík. Elín vefur úr hefðbundnum efnum, ull og hör, en einnig vefur hún mottur úr leðri og mokka- skinni. Verkin eru til sölu á sýn- ingunum. Þetta eru fyrstu einkasýningar Elínar en hún hefur tekið þátt í tveimur samsýningum á Akureyri með félaginu Nytjalist og 1989 tók hún þátt í sýningu í Svíþjóð, á vegum Norrænna samvinnu- starfsmanna. Diskó- stemmnmg í SjaUanum í kvöld, fimmtudagskvöld, verð- ur sannkölluð diskóstemmning í Sjallanum á Akureyri til kl. 03.00. Þeir fóstbræður Gunn- laugur Helgason og Jón Axel Ólafsson ætla að rifja upp gömlu góðu og hina einu sönnu diskó- stemmningu og verða með sprell eins og þeim einum er lagið. Akureyri: Mánakórinn með tónleika annað kvöld Mánakórinn verður með tónleika annað kvöld, að kvöldi fyrsta maí, kl. 21 í Lóni við Hrísalund á Akureyri. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt. Stjórnandi kórsins er Gordon G. Jack og undirleikari Guðný Erla Guðmundsdóttir. Einsöngvarar með kórnum verða Ingunn Aradóttir og Jósa- vin Arason. Salur A Fimmtudagur Kl. 9.00 Deceived Kl. 11.00 Föðurhefnd Föstudagur Kl. 9.00 Deceived Kl. 11.00 Föðurhefnd DANNY DrVITO «utr hettu tyrtrtA^tn * mwfttmvo*?. „Otfwtr Moeöy* stwiítiMtea bat MO«it}ömurtW OaVitoog Ofsttwy Salur B Fimmtudagur Kl. 9.00 Other peoples money Kl. 11.00 Dauður aftur Föstudagur Kl. 9.00 Other peoples money Kl. 11.00 Bilun í beinni útsendingu BORGARBÍÓ ‘SSr 23500 Frá Hrafnagilsskóla Sýning á handavinnumunum, teikningum og vinnu nemenda verður í skólanum, laugardaginn 2. maí, kl. 14.00-18.00. Selt verður kaffi. Skólastjóri. Höfum til sölu Eignarhluta ístan hf. í Hafnarstrœti 100, Akureyri. Um er að rœða 2., 3., 4. og 5. hœð og hluta fyrstu hœðar og kjallara. FASTEIGNASALA Hafnarstræti 108 Símar 11444-26441 Fax: 21499 Þvoum og bónum fyrir ykkur bílinn! 10. bekkur nemenda í Glerárskóla ætlar að þvo og bóna bíla, sunnudaginn 3. maí frá kl. 14.00-18.00 við Glerárskóla til fjáröflunar í ferðasjóð nemenda. Verð kr. 2.000,- fyrir bón og þvott og kr. 500,- aukalega ef bíllinn er ryksugaður og þrifinn að innan. ★ Kaffi og kökur innifalið í verði. ★ Kennarar hafa umsjón og eftirlit með verkinu. Nemendur 10. bekkjar Glerárskóla. Opið hús fyrir aldraða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 30. apríl kl. 15.00-17.00. Á dagskrá verður: Söngur söngnema í kór Akureyrarkirkju. Ræða: Sr. Svavar Alfreð Jónsson: í gamni og alvöru. Edda Hermannsdóttir, íþróttakennari, spjallar um nýjan lífsstíl og sýnir glærur. Kaffi á borðum. Verið velkomin. Undirbúningsnefndin. Norður-Þingeyingar takið eftir X-TRÍÓ heldur tónleika í Þórsveri Þórshöfn föstudaginn 1. maí kl. 21.00. í Hnitbjörgum Raufarhöfn laugardaginn 2. maí kl. 21.00. í grunnskólanum Kópaskeri sunnudaginn 3. maí kl. 20.30. Léttir grín- og gleðisöngvar, lög við Ijóð Davíðs Stefánssonar, Jóns Thoroddsen Jónasar Friðriks, Sigurðar Þórarinssonar og fleiri. Einnig frumsam- ið efni. Góö skemmtun fyrir alla f jölskylduna. X-TRÍÓ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.