Dagur - 27.11.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 27.11.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. nóvember 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SIMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENTHF. Versnandi færð og vont skyggni minnka slysahættuna! Mörgum finnst sem veturinn sé enn ókominn, þótt dagataliö segi annað. í það minnsta er ljóst að fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna hliðstæðu þeirrar einmuna veðurblíðu, sem ríkt hefur hér á landi í haust og það sem af er vetri. Hins vegar má búast við að Vetur konungur hefji innreið sína hvað úr hverju, sumum til gleði en öðrum til armæðu. Það breytist margt í þjóðfélaginu þegar jörðin klæðist drifhvítum vetrarkuflinum. Meðal þess eru samgöngurnar. Þær fara úr skorðum suma daga og landleiðin til einstakra byggðarlaga teppist fram á vor. Öll skilyrði til ferðalaga versna og í fljótu bragði mætti ætla að hættun- um fjölgaði. Svo er þó ekki. Hálka, snjóþyngsli og slæmt skyggni eru vissulega hættulegir óvinir vegfarenda á þessum árstíma en samt ekki þeir verstu. Tölulegar upplýsingár um slys í umferðinni hér á landi síðastliðin tuttugu ár sýna að helstu orsakir umferðaslysa eru þættir sem eiga ekkert skylt við ytri aðstæður. Reynslan sýnir nefnilega að sumarið er langhættulegasti tíminn í umferð- inni. Flest slysin eiga sér stað í júlí og ágúst, það er að segja þegar akstursskilyrði eru með allra besta móti. Skammt á eftir í slysatíðni koma september, maí og júní en akstursskilyrði eru jafnan hin ákjósanlegustu þá mánuði einnig. Þetta segir okkur að skortur á aðgæslu er það víti sem vegfarendur ættu öðru fremur að varast. Fullyrða má að ef vegfarendur haga sér ávallt í samræmi við aðstæður og halda vöku sinni, eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist ferða sinna klakklaust, hvernig svo sem viðrar. Af framansögðu má sjá að þeir, sem halda að skammdegið, hálkan og ófærðin hafi aukna slysahættu í umferðinni í för með sér, fara villur vega. Svo einkennilega sem það hljómar eru versnandi færð og vont skyggni nokkur „trygg- ing“ fyrir áfallaminni umferð! BB. í UPPÁHALDI • •• i - er í uppáhaldi hjá Aðalsteini Baldurssyni a ð þessu /V sinni er það / % Húsvíking- / % urinn Aðal- JL- JBl. steinn Bald- ursson sem frœðir les- endur Dags um hvað helst er í uppáhaldi hjá honum. Aðalsteinn er varaformaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur og í stjórn atvinnuþróun- arfélagsins. Meðal margra er Aðalsteinn þó þekktastur fyrir störf sín að íþróttamál- uni Hann hefur lengi ver- ið á fullu í starfi Völs- ungs, þjálfað fyrir fé- lagið og gegnt ýmsum öðrum embœttum, formlegum og óformleg- um. Hann er einnig í hópi svokallaðra „hobbibœnda“ og erfor- maður Fjáreigendafé- lags Húsavíkur. Það þarf því vart að koma á óvart að sauðféð er honum hugleikið. Hvað gerirðu helst í frístund- um? „Þær cru nú reyndar allt of fáar. Þá reynir maður helst að sinna sínu heimili, þjáifa og síóan er- um vió nokkrir hérna saman með Aðalsteinn Baldursson. kindur. Frístundirnar fara í þctta.“ Hvaða matur er í mestu uppá- haldi hjá þér? „Hangikjöt. Helst af heimaslátr- uðu,“ bætti hann síðan við í létt- um tón. Uppáhaldsdrykkur? „Mjólkin” Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Já, ég er alveg annálaður fyrir þaö, sérstaklcga uppvaskið." Er heilsusamlegt líferni ofar- lega á baugi hjáþér? „Já, eigum við ekki að segja að ég hlaupi myrkranna á milli.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? Dag, Víkurblaóið, Hús og híbýli og Vikublaðið. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Hún heitir vinnuréttur.” Hvaða hljómsveitítónlistarmað- ur er t mestu uppáhaldi hjá þér? „Ef við nefnum hljómsveit þá er þaó Rolling Stones.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Minn gamli og góði félagi, Arnór Guðjohnsen.” Ilvað horfirðu mest á í sjón- varpinu? „Fréttir og íþróttir að sjálf- sögðu.“ Á hvaða stjórnmálamanni hef- urðu mest álit? „Steingrími J. Sigfússyni." Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan hcimahagana? „í fjárræktarhéraóinu Þistilfirói.” Hvaða hlut eða fasteign langar þig mesttilað eignastum þessar rnundir? „Eigum vió ckki aó scgja nýtt tjárhús.” Hvernig myndir þú eyða þríggja vikna vetrarleyfi? „Eg hcf trú á að cg mundi sækja til heitari landa.“ Hvað œtlar þú að gera um helg- ina? „Ég ætla að byrja á að horfa á bikarleik í handbolta á föstudags- kvöldió [gærkvöldj og þar verður án efa mikii stcmmning. Síðan verð ég á fúndum. Einnig er ég að þjálfa 4. flokk í fótbolta og er aó hugsa um að færa æfingarnar út. Síðan mun ég að sjálfsögu sinna blessuðum rollunum mín- um.“ HA VISNAÞATTU R ÁRNI JÓNSSON í þessum þætti veröa vísur sín úr hverri áttinni. Fyrsta vísan er eftir Stefán Vagnsson og sýnist enginn fýlutónn í vís- unni: Ei var þröng á efni í brag ómaði afsöng í ranni. Öls við föng og Ijóðalag leiddist öngvum manni. Og Hjörleifur á Gilsbakka Jónsson, bætir við: Bakkus kann að kveikja fjör þótt kominn sé að falli. Það er eins og afturför engin sé í karli. Þar sem farið er að minnast á Hjörleif Jónsson á Gilsbakka, þá rckur mig minni til, að hafa lesið frásögn í Degi fyrir margt löngu, þar sem greint var frá samkomu Skagfiróinga að Abæ. Mig minnir að mess- að væri í kirkjunni að Abæ, og gengið tilýmissa leikja. Reimt er talið í Abæ, en ekki svo, að spilltist gleðin. I frásögninni birtust vísur, og mig minnir að þessi fallcga vísa sé eftir Hjör- leif: Vilja tala viðkvœmt mál vœttir í dalahöllum. Kveikja skal í hverri sál karneval á fjöllum. Næstu tvær vísur orti Jón Jónsson á Gilsbakka, þegar Símon Dalaskáld skildi við konu sína: Aldrei betur brugðið var brandi laga skírum en höggva sundur hneykslunar haft afvillidýrum. Einn sem löngu áður var ófyrirsynju giftur. Nú er loddu Leirgerðar lalli konu sviptur. Um óráósíu sína í fjármálum yrkir Sigurður Breiófjörð: Það er nú það sem að mér er ég óspart skildingfarga. Herrann sá það hentast mér, að hafa þá ekki marga. I tengslum við Sigurð Breið- fjörð, þá koma í hugann tvær vísur sem þeir ortu hvor ti! annars Sigurður og Bólu- Hjálmar. Sagt er, að vísumar hafi þeir ort þá er þeir kvödd- ust vestur í Hrútafirði eftir að hafa dvalið á sama bænum yfir nóttina. Breiðfjörð kvað: Sú er bónin eftir ein ei skal henni leyna, ofan yfir Breiðfjörðs bein breiddu stöku eina. Og Bólu-Hjálmar svaraói: Efég stend á eyri vaðs ofar fjörs á línu, skal ég kögglum kaplataðs kasta að leiði þínu. Næstu þrjár vísur eiga það sammerkt, að þær lýsa bak- mælgi og illum rógi yfirleitt. Sumir telja það til þjóðarein- kenna hve umtalsillir Islend- ingar séu, en hvað sem því líð- ur, þá hafa þó orðið til lista- góðar vísur um þessi efni. Sú hin fyrsta er eftir Guðmund Bergmann Jónsson frá Hauka- gili: Gestrisnina gömlum, ungum, gjarnan frúin sýna vann, en harla oft með tveimur tungum talar hún um náungann. Þessa vísu Björns S. Blöndals þekkja ugglaust margir: Kœta hugann kjaftafréttir kitlar eyrun rógtungan. Hún er lengi ósögð eftir andstyggðin um náungann. Þá er hin síðasta um sama efni, og ekki síður kunn. Hana orti Sigurbjöm Jóhannsson frá Fótaskinni: Vondra róg ei varast má varúð þó menn beiti. Mörg er Gróa málug á mannorðsþjófa Leiti. Næstu tvær vísur eru einnig eftir Sigurbjörn frá Fótaskinni, en hann var beðinn að yrkja klámvísu um Finn nokkurn. Voru og margir fleiri búnir aö yrkja blautvísur til Finna, og fannst Sigurbimi sem nóg væri kveðið: Finna safnast kvœðin klúr kroppa jafnir svínum mannorðshrafnar augun úr eðlisnafna sínum. Seinni vísuna yrkir Sigurbjöm cftir að hafa verió úthýst vegna þrengsla: Héðanfrá þó hrekjast megum heims hvarþjáir vald. Skála háan allir eigum uppheims bláa tjald. Jakob Thorarensen orti næstu vísu á biðstofu í banka: Snuðrar mjög um mammonsbúr margur lánaseppi, en skatnar fœstir skilst mér úr skilamannahreppi. Þorsteinn frá Hamri sendi þessa jólakveóju Sveinbirni Beinteinssyni: Þar sem löngum þínum eldi þráðaspöngin undi svinn. Veit ég söng á vetrarkveldi vera öngvan þelta sinn. Þessi vísa Arnþór Ámasonar sýnist eiga vcl vió: Hratt er stiginn hrunadans hvergi ró né friður alla leið til andskotans eða lengra niður. Síðustu misserin hafa landa- bruggarar vcrió gómaðir, framleiðslunni spillt og tækin ónýtt. Ekki cr þó iðja þessi ný af nálinni. Altént orti Ludvig Kcmp um einn slíkan úr Fljót- unum; Bakkus vandar víða bú, við það standa hljótum. Bcsta landa bruggar þú - brautryðjandi í Fljótum. Lýsing Skúla Guðjónssonar gæti átt vió landa eins og hvaó annað: Glampa slcer á glös og vanga glitra tœrust vín. Varir bœrast veigar anga, væn er mærin þín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.