Dagur - 27.11.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 27.11.1993, Blaðsíða 5
FRETTI R Akureyri: Verslimaraiiðstöðin Krónan eins árs - framkvæmdir við annan áfanga á lokastigi ió og Akureyrarbær kaupi aögengi fyrir Heilsugæslustöðina í gegnum Krónuna, nýti lyftur og opnast þá leió um húsió frá Oddagötu nióur í göngugötu og öfugt. Viðræöur við þessa aóila hafa staðiö um nokkurn tíma og er stcfnt aó því að ganga frá samningi á næstu dögum. Verður þá hafist handa við að fullgera húsið, með lyftu og tengingu yfir í Amaróhúsið að Hafnarstræti 99. Hluthafar í byggingarfélaginu Lind hf. eru llestir aðilar í bygg- ingariðnaði og hugmynd þcirra í upphall var aó skapa sér vinnu við bygginguna, ásamt því að byggja í þaó skarð er var við húsaröð göngugötunnar og skapa þannig fallegri miðbæ. Vonast aðstand- endur félagsins til að þessu mark- ntiði verði náð, aó félagið komist heilt frá verkinu og aó viðskipta- vinir og gestir bæjarins kunni vel að meta Verslunarmiðstöðina í framtíðinni. KK Verslunarmiðstöðin Krónan í göngugötunni á Akureyri fagn- ar eins árs afmæli um þessar mundir. Illutafélag um bygg- ingu verslunar- og skrifstofu- hússins að Hafnarstræti 97, var stofnað 8. desember 1988 og var nefnt byggingarfélagið Lind hf. Hluthafar voru 10 í upphafi, ýmis verktakafyrirtæki og ein- staklingar. Framkvæmdir við byggingu hússins hófust sumarið 1989 en stöðvuðust síðan um haustið. Sumarið 1991 var hafist handa að nýju og fyrstu verslanirnar fluttu inn á götuhæðina í nóvember 1992 og húsið skýrt Verslunar- miðstöðin Krónan. Nú ári síðar er fyrsta áfanga hússins lokið með því að sjö verslanir hafa opnað á fyrstu hæð- inni. Þegar er hafin vinna við ann- an áfanga, frágang annarrar hæðar en þar er áætlað að verói sjö versl- anir til viðbótar. Framkvæmdir eru á lokastigi en óvíst er hvenær hægt verður aó opna þar verslanir en eigendur ætla að lcigja eða selja verslunarsvæðið. Þá hefur lengi staðið til að Rík- í tilefni eins árs afmælis Vcrslunarmiðstöðvarinnar Krónunnar á Akureyri var gestum boðið upp á afmælistcrtu og kaffisopa í vikunni. Verslanir í Krónunni verða opnar í dag frá kl. 10-16 og á morgun frá kl. 13-17. Mynd: Robyn Þingeyjarsýslur: Verslumn Þingey með lægsta vöruverðið Verslunin Þingey á Húsavík reyndist með lægsta vöruverð í 10 til- fellum af 15 í verðkönnun sem Verkalýðsfélag Þórshafnar hefur sent frá sér. Könnunin náði til verslana í Þingeyjarsýslum og var hún gerð 18. nóvember sl. Verslunin Þingey var einnig eina verslunin sem hafði á boðstólum allar þær vörur sem könnunin náði til. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. Kclloggs kornncks 500 g. - 283 257 361 280 314 239 235 299 Aricl Ultra 2 kg. - 894 768 - 750 - 756 - - Rivcr hrísgr. 3 Ib. - - 254 - 265 - 234 233 298 Frón mjólkukex 175 146 120 139 151 139 117 115 169 Toro sveppasúpa 95 - 82 - 78 96 96 72 89 DDS sykur 2 kg 166 147 125 98 137 114 125 114 129 Sano majoncs - - - 195 172 193 143- 142 195 Flórukakó 400 g. 310 304 224 299 - 239 267 254 299 Lux sápa 125 gr. - 53 48 56 59 56 60 49 - Vcx uppþv. gulur - 148 119 - - 139 120 119 153 Colgate tannkr. - - 251 - - 277 239 208 277 Libbys tómatsósa - 119 115 143 125 143 108 99 138 Saltkjöt 1 kg 625 515 610 654 580 - 645 625 326 Nautafilc 1 kg - 2106 - - - - 2055 - - Pampers maxi pl. 1145 1307 1220 1095 1193 1165 1059 998 - Eftirtaldar vcrslanir tóku þátt í könnuninni: 1. Vcrslunarfélag Raufar- hafnar. 2. Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn. 3. KEA Grenivík. 4. Laugaverslunin. 5. Verslunin Kópaskcri. 6. KÞ Fosshóli. 7. KÞ-Matbær, Húsavík. 8. Þingey, Húsavík. 9. Búrfell, Húsavík. Hraðsveitakeppni Bridgefélags Akureyrar: Sveit Reynis leiðir Hraðsveitakeppni Bridgefélags Akureyrar hófst í Hamri sl. þriðjutlagskvöld. Eftir fyrsta spilakvöldið af fjórum, er sveit Reynis Helgasonar í efsta sæti með 305 stig. Svcit Antons Haraldssonar er í 2. sæti með 295 stig cn jafnar í 3.- 4. sæti cru sveitir Ragnhildar Gunnarsdóttur og Stefáns G. Svcinssonar mcð 291 stig. Mcðal- skor var 270 stig. Ef'stu pör í Sunnuhlíðarbridds sl. sunnudagskvöld urðu; Jón Sverrisson og Asgeir Valdimars- son mcð 132 stig, Jónína Pálsdótt- ir og Una Sveinsdóttir með 124 stig og Magnús Magnússon og Stefán Sveinsson nteð 122 stig. Lítil þátttaka var í Landství- ntenningnum (Philip Morris) á Akureyri. Bestum árangri náðu þeir Sigurbjörn Haraldsson og Rcynir Helgason scm fengu 62,07% skor og urðu í 4. sæti í N/S riðli yfir landið. Riðilinn unnu þeir Sveinn Herjólfsson og Þorsteinn Bcrgsson frá Bridgefé- lagi Fljótsdalshéraðs, rneð 65,44% skor. KK Frsftrestii FM 98,7 • Sími 27687 Dabbi Rún og Siggi Rún alla virka daga milli kl. 9.00 og 12.00. Laxveiðimenn Laxveiðimenn Veiðifélag Fnjóskár óskar eftir tilboðum í Fnjóská, veiðitímabilið 1994. Skilafrestur er 15. des. 1993. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öll- um. Upplýsingar veitir Sveinn Sigurbjörnsson í síma 96-33167 eða Benedikt Sveinsson í síma 96-33267. NORÐURLANDS HF. Hlutaf járútboð í nóvember 1993 HlutabréfasjóSur Norðurlands hf. var stofnaður 14. nóvember 1991 og varð því tveggja ára í þessum mánuði. Tilgangur með rekstri félagsins er að skapa farveg fyrir samvinnu lögaðila og einstaklinga um fjárfestingar í hlutabréfum og skuldabréfum atvinnufyrirtækja. Fjárfestingarstefna félagsins miðar að (oví að 40-70% af eignum félagsins sé að jafnaði bundið í hlutabréfum og 25-60% í skuldabréfum. Ávöxtun, stærð og hluthafar: Þau tvö ár sem félagið hefur starfað hafa hlutabréf þess hækkað í verði um 19%, eða sem svarar til 6,7% raunávöxtunar á ári. Sjóðurinn er nú um 65 milljónir króna að stærð og hluthafar tæplega 500. Stjórn og rekstraraðili: Stjórn félagsins skipa Róbert B. Agnarsson, bæjarstjóri, formaður, Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri og Halldór Jónsson, bæjarstjóri. I varastjórn eru þau Lilja Steinþórsdóttir, löggiltur endurskoðandi, Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri og Arni Magnússon, fjármálastjóri. Dagleg stjórnun félagsins er í höndum starfsmanna Kaupþings Norðurlands hf. á Akureyri. Framkvæmdastjóri er Jón Hallur Pétursson. Söluaðilar útboðsins: Fjárfestingarfélagið Skandia hf., Handsal hf., Kaupþing hf., Kaupþing Norðurlands hf., Landsbréf hf., Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf., Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans, auk afgreiðslna Búnaðarbankans og sparisjóðanna. Umsjón með útboði: Kaupþing hf. Kringlunni 5, 103 Reykjavík, Sími 91-689080 og Kaupþing Norðurlands hf., Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri, Sími 96-24700.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.