Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 39 Erum við örugglega á Flórída, elskan? Bryndís Hólm, DV, Sviss: Hver er munurinn á snjóskíðum og sjóskíðum? Þótt flestir þekki mun- inn á þessu tvennu á Willy Bogner í vandræðum með mörkin á milli þessara íþróttagreina. Bogner þekkja fleiri sem fatahönnuð en filmufram- leiðanda. En eitt er þó sammerkt með öllu því ólíka sem hann tekur sér fyrir hendur. Þegar þessi þýski skíðamaður lagði keppnisskíðin á hilluna fyrir áratug- um sneri hann sér að framleiðslu skíðagalla og selur þá í verslunum sem hann rekur víða um lönd. En hann gat þó ekki alveg sagt skilið við brekkurnar sjálfur. Þegar James Bond þurfti að flýja undan skúrkinum Telly Savalas í myndinni í þjónustu hennar hátign- ar með því að renna sér á skíðum niður bobsleðabrautina í St. Moritz þótti enginn líklegri til að vilja taka shka geggjun að sér en Willy Bogn- er. Hann þurfti bæði að renna sér og mynda atriöið sjálfur. Þar með hófst enn einn ferillinn í lífi Willys Bogners. Þegar Bond og aðrar ofur- hetjur þurftu eftir það aö bregða sér á skíði var Willy sjaldan langt undan. En þetta nægði honum þó ekki. Hann fór að framleiða eigin kvik- myndir. Þegar fyrsta stórmyndin hans, Eldur og ís, var frumsýnd í kvikmyndahúsum fyrir nokkrum árum hlaut hún metaðsókn í Þýska- landi og víðar. Þó var efniviðurinn lítill. Aðalatriðið voru skíði, áhættu- atriði, grín, frábær náttúrúfegurð og dúndrandi rokktórúist. Jökulsárlónið í nýjustu myndinni Nú í mánuðinum frumsýndi svo Willy Bogner nýjustu kvikmynd sína í kvikmyndahúsum á meginlandinu. Hvítir töfrar, „White Magic“, heitir hún. Að þessu sinni hggur leiðin til Sviss, Kanada og íslands, nánar til tekið í Jökulsárlónið, sem er nú að verða eitt af eftirsóknarverðustu kvikmyndasviðum jarðarinnar. „Þetta frábæra umhverfi var notað í einni af James Bond myndunum og svo þegar ég var þarna síðar við ljósmyndatöku fékk ég hugmynd að atriði sem mér fannst að ég yrði að festa á kvikmyndafilmu," segir Wihy Bogner. „Þetta er eitt það stórbrotnasta landslag sem ég hef augum htiö. Ég fékk færasta áhættuskíðamanninn í heimi, John Eaves, sem jafnframt er heimsmeistari í skíðafimi, tfl að hanga aftan í hraðbát sem dregur hann upp eftir einum jakanum. Þar missir hann skíðin af sér og fellur í lónið án þess að missa tökin á drátt- artauginni. Þegar honum skýtur upp úr kafi kemst hann á fætur á ný og þeysir hann áfram á skíðaskónum einum eftir vatnsborðinu," segir Willy með miklu handapati þegar hann lýsir einu atriðanna sem hann myndaði í Jökulsárlóni. Á snjóskíðum millijakanna John Eaves hefur áður leikið töfra- brögð sín í einni af James Bond myndunum en í kvikmyndinni Hvít- ir töfrar gerir hann gott betur. Hann lætur hraðbát og síðan þyrlu draga sig og skíðakonuna Alke Reiter á snjóskíðum um á milli jakanna í þessu töfralandslagi. Við sögu kemur einnig skíðamaðurinn og tvöfaldi ólympíumeistarinn Markus Was- meier. í tilefni af frumsýningu myndar- innar hafa þýsk blöð undanfarið birt myndaraðir úr nokkrum atriðum myndarinnar, þar á meðal blaðið Bunte, þar sem sjá mátti meðfylgj- andi opnur. „Við þurftum að æfa okkur í fimm daga áður en okkur tókst að ná erfið- ustu atriðunum á filrnu," segir Willy Bogner. „Skíöin okkar voru sérsmið- uð til að standast álagið en atriðið þar sem John Eaves rennir sér áfram á skíðaskónum kallaði ekki á aðrar breytingar en þær að raspa niður sólana á skónum til að þeir yrðu sléttir og rennilegir. Til að koma í veg fyrir lungnabólgu voru allir í froskbúningi undir skíðagöllunum en það sem hélt fyrst og fremst á okkur hita var þó bara áhuginn og ákafinn við að festa eitt- hvað alveg nýtt og skemmtilegt á filmu í fyrsta sinn,“ heldur Willy Bogner áfram. En af hverju stendurðu í svona rugli, Willy? „Það hefur alltaf heillað mig að færa út mörk hins ómögulega, að sjá toppskíðamenn slá allt út sem hingað til hefur verið gert. Þegar við það er blandað jafn stórfenglegu og töfrandi landslagi og Jökulsárlóni þá veröur árangurinn „Hvítir töfrar“.“ Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensens auglýsir til umsóknar styrk að upphæð 200.000 kr. til rithöfundar, leikara eða leikstjóra sem vill afla sér þekkingar á sviði leikflutnings í útvarpi. Umsóknarfrestur er til 15. des. nk. Skulu umsóknir sendar Leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephensens, Efstaleiti 1, 150 Reykja- vík. Upplýsingar hjá Útvarpsleikhúsinu, sími 693000. Sjóðsstjórn Færasti áhættuskíðamaður í heimi, John Eaves, rennir sér á snjóskiðum milli jakanna i Jökulsárlóni. Atriðið er í kvikmynd skíðakappans og kvikmyndagerðarmannsins Willys Bogners, Hvítir töfrar sem frumsýnd var i mánuðin- um. Umfjöllun um myndina birtist i siðasta tölublaði Bunte. Síðumúla 30 — sími 68-68-22 Opið mánudaga til föstudaga 9-18 laugardaga 10-17 - sunnud. 14-17 Verð frá 9500 kr. TM - HÚSGÖGN 24.500 kr. 14.000 kr. 15.200 kr. 2ja hurða 26.400 kr. 3ja hurða 34.600 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.