Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Fréttir___________________________________________ Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna: Jóhanna sópar til sín f ylgismönnum - allir gömlu flokkamir tapa fylgi nema Framsóknarflokkurinn Fylgi flokka samkvæmt skoöanakönnun Fylgi flokka — samkvæmt kosningaspá — 38,6 □ Kosn. □ Október E) Nú 23,4 Jóhönnu Skoðanakönnun DV Framboðslisti tengdur Jóhönnu Sigurðardóttur yröi samkvæmt skoðanakönnun DV næststærsta stjórnmálaafl landsins ef gengið væri til kosninga núna. Sjálfstæðisflokk- urinn yrði áfram stærsti flokkurinn en tapar engu aö síður umtalsverðu fylgi. Alþýðuflokkurinn tapar mest og mælist nú einungis með um fjórö- ung af kjörfylgi sínu. Framsóknar- flokkurinn, einn gömlu stjórnmála- flokkanna, heldur kjörfylgi sínu. Skoðanakönnun DV fór fram um helgina. Rétt er að taka fram að könnuninni lauk laust eftir hádegi í gær, eða skömmu áður en Jóhanna gerði opinberlega grein fyrir því að hún hygðist bjóða fram í öllum kjör- dæmum undir merkjum Þjóðvakans í næstu alþingiskosningum. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar urðu þær að af þeim sem af- stöðu tóku reyndust 4,0 prósent styðja Alþýðuflokkinn, 19,0 prósent Framsóknarflokkinn, 34,6 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 11,9 prósent Al- þýðubandalagið, 7,1 prósent Kvenna- listann og 23,4 prósent sérstakt fram- boð tengt Jóhönnu Sigurðardóttur. Miðað við könnun DV í byrjun október eykst fylgi lista tengdum Jóhönnu Sigurðardóttur verulega, eða um 15,6 prósentustig. Á hinn bóginn minnkar fylgi Alþýðuflokks- ins um 5 prósentustig og Sjálfstæðis- flokksins um 6,3 prósentustig. Fylgi Alþýðubandalagsins minnkar um 4,2 prósentustig og Kvennahstans um 2,7 prósentustig. Framsóknarflokk- urinn bætir hins vegar við sig 2,6 prósentustigum og er fylgið nú svip- að og í kosningunum vorið 1991. Af öflu úrtakinu reyndust einungis 2,5 prósent aðspurðra styðja Alþýðu- flokkinn, 12,0 prósent Framsóknar- flokkinn, 21,8 prósent Sjálfstæðis- flokkinn, 7,5 prósent Alþýðubanda- lagið, 4,5 prósent Kvennsdistann og 14,8 prósent sérstakt framboö tengt Jóhönnu Sigurðardóttur. Óákveðnir reyndust 32,7 prósent og 4,2 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Til samanburðar má geta þess að í könn- un DV í byrjun október reyndust 38,3 prósent aðspurðra óákveðin og 5,8 prósent svöruðu ekki. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milh kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Hvaöa lista mundir þú kjósa ef þing- kosningar færu fram núna?“ Skekkjumörk í könnun sem þessari eru þrjú til fjögur prósentustig. Kosningaspá DV DV hefur reiknað út kosningaspá sem tekur miö af reynslu úr fyrri könnunum. Samkvæmt spánni fengi Alþýðuflokkurinn 4,8 prósent at- kvæða ef kosið væri núna, eða 10,7 prósentustigum minna en í kosning- unum vorið 1991. Sjálfstæðisflokkur- inn fengi 28,5 prósent, eða 10,1 pró- sentustigi minna en í kosningunum. Miðað við síðustu könnun DV tapa kratar 5,0 prósentustigum og Sjálf- stæðismenn 6,3 prósentustigum. Samkvæmt spánni fengi Fram- sóknarflokkurinn 21,2 prósent at- kvæða, sem er 2,3 prósentustigum yfir kjörfylgi hans. Alþýðubandalag- ið fengi 14,8 prósent atkvæða, bætti við sig 0,4 prósentustigum frá síðustu kosningum. Kvennalistinn fengi 7,4 prósent, sem er 0,9 prósentustigum undir kjörfylgi hans. Loks fengi hsti Jóhönnu Siguröardóttur 23,4 prósent atkvæða. Ef þingsætum er skipt á mihi flokka samkvæmt kosningaspánni fengi Al- þýðuflokkurinn einungis 3 menn kjöma og tapaði þar með 7 af núver- andi þingsætum sínum. Framsóknar- flokkurinn fengi 14 menn kjöma, bætti við sig 1 þingsæti, Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 18, tapaði 8 þingsæt- um, Alþýðubandalagið fengi 9, eða sama fjölda þingsæta og í kosningun- um, og Kvennahstinn fengi 4 menn kjörna, tapaði 1 þingsæti. Listi tengd- ur Jóhönnu Sigurðardóttur fengi 15 menn kjöma, bætti viö sig 10 þingsæt- um sé tekið mið af síðustu spá DV. Skekkjumörk í kosningaspánni eru 1,3 prósentustig hjá Alþýðuflokki, 1,8 hjá Framsóknarflokki, 2,6 hiá Sjálf- stæðisflokki, 2,1 hjá Alþýðubanda- lagi og 1,5 hjá Kvennalista. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana á kjörtímabilinu og úrslit þingkosninga kosn. feb. apr. jún. sept. nóv. jan. mars jún. sept. des. mars júni ág. okt. nú _________________'92 '92 '92 '92 '92 '93 '33 '93 '83 '93 '94 ‘94 '94 '94 Alþýðuílokkur 15,6 8,310,710,411,512,312,2 9,9 8,9 9,8 8,510,813,311,3 9,0 4,0 Framsóknarfl. 18,9 24,5 23,8 24,6 25,1 24,6 25,7 24,4 27,6 26,4 23,6 22,9 20,7 20,816,419,0 Sjálfstæðisfl. 38,6 38,0 35,6 37,4 39,4 37,1 26,6 37,3 33,5 33,4 33,7 35,3 39,4 39,6 40,9 34,6 Alþýðubandal. 14,4 20,7 20,217,1 10,714,6 21,414,816,513,214,813,212,712,716,1 11,9 Kvennafisti 8,3 8,6 9,410,413,1 11,1 14,1 13,312,716,919,216,813,6 9,0 9,8 7,1 Listi Jóhönnu- 0000000000000 6,6 7,823,4 (Þjóóvakinn) Aðrir 1,8 0 0,3 0 0,3 0,3 0 0,3 0,8 0,3 0,2 0,9 0,3 0,0 0,0 0,0 Niðurstöður kosningaspárinnar urðu þessar (í %): kosn. feb. apr. jún. sept. nóv. jan. mars jún. sept. des. mars júnl ág. okt. nú '92 '92 '92 '92 '92 '93 '93 '93 '93 '93 '94 '94 '94 '94 Alþýðufl. 15,5 9,111,511,21Z313,1 13,010,7 9,710,6 9,311,614,1 12,1 9,8 4,8 Framsóknarfl. 18,9 26,7 26,0 26,8 27,3 26,8 27,9 26,6 29,8 28,6 25,8 25,1 22,9 23,018,6 21,2 Sjálfstæðisfl. 38,6 315 29,5 31,3 33,3 31,0 20,5 31,2 27,4 27,3 27,6 29,2 33,3 33,5 34,8 28,5 Alþýðubandl. 14,4 23,6 23,1 20,013,617,5 24,317,7 19,416,1 17,716,1 15,6 15,6 19,014,8 Kvennalisti 8,3 8,8 9,710,7 13,411,414.4 13,613.017,2 19,517,113^ 9,310,1 7,4 Þ-listi 1,8 0 0,3 0 0,3 0 0 0 0,5 0 0 0,3 0 0 0 0 M-listi 0 0 0 0 0 0,3 0 0 0 0,3 0,2 0,3 0 0 0 0 Græntframb. 0 0 0 0 0 0 0 0 0,3 0 0 0 0,2 0 0 0 Borgarafl. 0 0000000000 0,3 0000 Listi Jóhönnu 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6,6 7,8 23,4 (Þjóövakinn) Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrslit kosningaspárinnar verða niðurstöður þessar. Til samanburðar er staðan í þinginu nú: kosn. feb. apr. jún. sept. nóv. jan. mars júní sept. des. mars júni ág. okt. nú Alþýðufl. 10 5 7 7 8 8 8 7 . . 6 7 6 7 9 8 6 3 Framsóknarfl. 13 17 17 17 18 17 18 17 19 18 16 16 14 14 12 14 Sjélístæðisfl. 26 21 19 20 21 20 13 20 17 17 18 19 21 21 22 18 Alþýðub.al. 9 15 14 13 8 11 15 11 13 10 11 10 10 10 12 9 Kvennalisti 6 5 6 6 8 7 9 8 8 11 12 11 9 6 6 4 Listi Jóhönnu 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 4 5 15 (tjóðvakinn) Vilhjálmur Egilsson: Meta þarf hvort list- innsé sterkari án mín Gylfi Kiistjáiissoii, DV, Akureyn: „Ég stefndi á 1. sætið en það gekk ekki. Það voru hka margir sem stefndu að því að koma mér út en það gekk ekki heldur. Ég tapaði því ekki, ég held mínu sæti, en ég vann heldur ekkert," sagði Vilhjálmur Egilsson alþing- ismaður sem lenti í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra um helgina. Vilhjálmur segir að unniö hafi verið gegn sér, það sýni niður- staðan, en hann fékk fæst hehd- aratkvæði allra þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu. En hvað segir hann um sam- starf við Hjálmar Jónsson? „Ég veit í rauninni ekkert um það ennþá, ég og mínir stuðnings- menn eigum eftir að ráða ráðum okkar. Eg nota hins vegar tæki- færið og óska Hjálmari til ham- ingju um leið og ég þakka þeim sem studdu mig: En ég þarf að setjast niður með mínum stuðn- ingsmönnum og vita hvað þeir vhja gera. Ég er umdeildur mað- ur og það þarf að huga að því hvernig listinn verður sterkast- ur.“ - Ertu aö segja að þú takir hugs- anlega ekki sætið á listanum? „Ég þarf að ræða við mína stuðningsmenn og fá fram hvern- ig þeir meta stöðuna. Það þarf að meta það hvort hstinn sé ekki sterkari án mín. En ég náði mínu sæti og er ekkert óánægður þótt ég hefði vhjað betri útkomu." - sjá einnig bls. 41 Stuttar fréttir Samið við Skipalyftuna Hafnarstjórn Vestmannaeyja hefur ákveðið að ganga th samn- ínga við Skipalyftuna hf. í Vest- mannaeyjum um smíði nýs lóðs- báts. Málið var rætt á bæjar- stjómarfundi í gærkvöld. Sæeyraeldikannað Forsvarsmenn Þörungaverk- smiðjunnar á Reykhólum hafa ákveðið að gera hagkvæmniat- hugun á sæeyraeldi í verksmiðj- unni en sæeyru era nokkurs kon- ar sæsniglar. Samkvæmt Mbl. hefur sæeyraeldi áður verið reynt á íslandi. Bókagjöffrá Japan Vináttufélag fslands og Japans ætlar aö styrkja þjóðarátak stúd- enta vegna Þjóðarbókhlööunnar með veglegrí bókargjöf. Rúv greindi frá þessu. Atlantafærboð Atlanta flugfélagið hefur fengið boð frá þremur löndum um að hefja þar starfsemi. Samkvæmt Mbl. hefur eitt landanna boðiö Atlanta skattfríðindi. Vestfjarðaaðstoð Sjötíu mhljónir fara th þriggja fyrirtækja úr svokallaðri Vest- fjarðaaðstoð. Samkvæmt Stöð 2 eru það fyrirtækin Kambur á Flateyri, Ritur á ísafirði og Kaup- félag Steingrímsfjarðar á Hólma- vík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.