Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 43 dv Fjölmiðlar Hin klúru mörk Eiríkur og Sigurður HaU voru nokkuð skemmtilega geggjaðir á laugardagsmorgun. Sáfyrrnefndi er reyndar kominn með hálfgert fíflagangsleyfi - „þetta er jú bara Eiríkursegir fólk þegar strák- urinn nær sér á strik. Laugar- dagsmorgnarnir á Bylgjunni eru gott andlegt veganesti - rýnir komst allavega í gott skap eftir að hafa kveikt á útvarpinu þegar augun voru opnuö og sterkur vindurinn stuðaði stormjárniö á glugganum. Góða skapið dugði að minnsta kosti alla helgina. Á einu má Eiríkur þó gæta sín - að vera ekki of klúr. Það er í lagi þegar menn eru djarflr og skemmtilegir en samanber þaö þegar strákarnir sjá sífellt og nánast ekkert annað en topp- lausar stelpur á ströndinni verða sundbolasnótirnar mest spenn- andi. Menn verða að geta dregið mörkin í útvarpi. Gerist þaö ekki falla gæðin og spennan. Rýnir hlustaði einnig á annan ágætan útvarpsmann á Gufunni á laugardagsmorgun, hann Páli Heiðar Jónsson þegar hann ræddi um daginn og veginn viö þrjá gesti. Páll Heiðar skilar sínu vel og nær fram góðum anda í stúdíóinu en þó undarlegt megi virðast verður þessi vel sjóaði fjölmiðlakarl aö tala skýrar. Sennilega nær hann því með því aö tala hægar. Ekkert liggur á. Óttar Sveinsson Andlát Unnur Hermannsdóttir frá Hjalla í Kjós lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 24. nóvember. Sigurdís Sæmundsdóttir, Sunnuflöt 30, Garðabæ, lést í Landspítalanum 25. nóvember. Kristján Reynir Guðmundsson, Há- teigsvegi 42, lést í Borgarspítalanum 24. nóvember. Steinunn Einarsdóttir frá Nýjabæ, áður til heimilis í Lönguhhð 3, and- aðist í Hafnarbúðum 24. nóvember. Jóninna Þórey Hafsteinsdóttir, Soga- vegi 136, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 24. nóvember. Guðrún Marteinsdóttir, Hraunbæ 84, lést á heimil sínu 24. nóvember. Jóhanna Mar, Hrafnistu, Reykjavik, lést 25. nóvember. Alma Karen Friðriksdóttir lést í Borgarspítalanum 25. nóvembér. Jarðarfarir ÚtförLúðvíks Jósepssonar, fyrrv. al- þingismanns og ráðherra, Stóragerði 25, Reykjavík, veröur gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. Þorgerður Björnsdóttir, Hólmgarði 6, sem lést 23. nóvember, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju fostudag- inn 2. desember kl. 15. Ámi Árnason Hafstað er látinn. Út- för hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Minningarathöfn um Jóhönnu C.M. Jóhannesson (f. Svensson, Hanna Jóhannesson) frá Vatneyri, Patreks- firði, verður í Fossvogskirkju þriðju- daginn 29. nóvember kl. 15 en útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14. Sigmundur Ingimundarson, Heiðar- gerði 24, Akranesi, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 29. nóvember kl. 14. Sigurjón Viðar Alfreðs flugumsjón- armaður verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju í dag kl. 13.30. Hildigunnur Magnúsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag. Aktu eins og þú vilt ,-?£$>■ aöaóriraki! OKUM EIMSOC MtNN ] Lalli og Lína /230 ikstZ 'Vaugts, Kaupmenn elska viðskiptavini eins og Línu, þá sem hafa alls engan smekk. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ' Isafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 25. nóv. til 1. des., að báöum dögum meðtöldum, verður í Hraun- bergsapóteki, Hraunbergi 4, sími 74970. Auk þess verður varsla í Ingólfsapóteki, Kringlunni 8-12, sími 689970, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfelisapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Noröurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fostud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Kefiavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísir fyrir 50 árum Mánud. 28. nóvember: Kommúnistar einráðir ístjórn Alþýðusam- bandsins. Seitjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækiía frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöövarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítaii: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartimi frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Ki. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga ki. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Ki. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú viö áfengis- vandamál að striöa, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 dagléga. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miöv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fostud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega ki. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. ki. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í sima 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fostud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. ki. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Spakmæli Adamson Ástinereldur. En hvort hún yljar hjarta þínueða brennirhús þitttil grunna, um það veistþú ekkert fyrir- fram. Ók. höf. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn Islands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súöarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud, fimmtud, laugard. og sunnudaga kl. 12-17. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjamamesi: Opiö kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suöurnes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnames, sími 615766, Suðurnes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjarnarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28078. Akureyri, simi 23206. Keflavík, simi 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- ar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá ki. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekiö er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 29. nóvember Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Láttu aðra ekki koma þér í erfiða stöðu. Gerðu ráð fyrir þvi að lenda í einhverju sem hefur talsverðan kostnað í fór með sér. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): .Hugsaðu þig vel um áður en þú framkvæmir. Gættu þess að ímyndunarail þitt hlaupi ekki með þig í gönur. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þér gengur vel þrátt fyrir mikið annriki. Taktu daginn snemma og ljúktu verkum sem fyrst til þess að eiga tíma fyrir sjálfan þig. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú rifiar upp gömul kynni með vini þínum. Gott andrúmsloft rík- ir og menn eru sáttfúsir. Dagurinn í heild verður í rólegri kantin- um. Tvíburarnir (21. mai-21. júni): Láttu metnaðargirni þína ekki hlaupa með þig í gönur. Líklegt er að þú þurfir að takast á við mörg vandamál í dag. Happatölur eru 4,16 og 19. Krabbinn (22. júní-22. júli): Ákveðinn aðili er mjög áhugasamur í byrjun en missir áhugann fljótt. Það sem hann átti að gera lendir því óhjákvæmilega á þér. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Vertu sjálfum þér samkvæmur og haltu fast við þitt. Bíddu með breytingar þar til síðar. Vertu þvi viðbúinn að skoðanir þínar mæti andstöðu. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Lestu smáa letrið og láttu það ekki á þig fá þótt öðrum finnist þú vera smámunasamur. Þú nærð góðum árangri þar sem þú beitir þér. Vogin (23. sept.-23. okt.): Reyndu að nýta vel þann tíma sem þú hefur til umráöa. Einhver vill fá endurgoldinn greiða sem hann gerði þér fyrir löngu. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú tekst á við erfið verkefni og nærð ágætum árangri. Vertu raun- sær. Gefðu þér tíma til að slaka á í kvöld. Bogmaöurinn (22. nóv.-21. des.): Láttu baktjaldamakk annarra ekki á þig fá. Þú hefur nóg að gera. Finndu þér eitthvað nýtt ef þér leiðast þau verkefni sem þú fæst við núna. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Hætt er við þvi að þú verðir fyrir vonbrigðum ef þú treystir um of á aðra. Þú hefur ekki lausn á öllu sem upp kemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.