Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Blaðsíða 6
6 ■ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Fréttir Fjöldi manns mætti til stofnfundar Þjóðvaka: Nú er bara að standa sig - segir Jóhanna Sigurðardóttir sem kvaðst feikilega ánægð með stemninguna „Ég er feikilega ánægö með þennan fund. Þetta er mæting sem fór fram úr öllum vonum og það eru sterkir straumar og góð stemning. Maður fann aö hugurinn hjá fólkinu er hjá þessari hreyfingu. Nú er bara aö standa sig,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir eftir stofnfund stjómmála- ISLENSKU ALMANÖKIN '95 Vandaðar gjafir til allra er unna Islandi. hreyfingarinnar Þjóðvaka, hreyfing- ar fólksins sem haldinn var á Hótel íslandi í gær. Fjöldi fólk kom til stofnfundarins, líklega um 800 manns. Fundurinn byijaði með ræðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Jóhanna kynnti stefnu sam- takanna þar sem hún boöaði meðal annars hóflegt veiðileyfagjald sem tæki miö af afkomu útgerðarinnar. Þá segir hún samtökin munu standa vörð um hagsmuni smábátaeigenda. Hún segir að samtökin muni beita sér fyrir jöfnuði atkvæðisréttar með því aö gera landiö að einu kjördæmi. Samhliða þessari breytingu verði stefnt að því að fækka þingmönnum í 50 og tekið verði upp persónukjör. Jóhanna gagnrýndi harkalega að Alþingi skuli enn ekki hafa afgreitt þær stjómarskrárbreytingar sem þarf til að jafna atkvæðisrétt lands- manna. Stjórnlagaþing þar sem þjóðkjörnir fulltrúar úr öllum kjördæmum ættu sæti sagöi hún að ætti að taka á þess- um málum og gera tillögur um stjórnarskrárbreytingar varðandi mannréttindaákvæði og kosninga- reglur. Þá ætti stjórnlagaþing að sefia skýrar reglur um löggjafar- og framkvæmdavald svo sem að setja reglur um það að ráðherra afsali sér þingmennsku og um meðferð auka- fjárveitinga. Þá verði vald fólks auk- iö með auknum rétti til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Tillögur stjómlaga- þings verði síðan lagðar undir bind- andi þjóðaratkvæðagreiðslu. Jóhanna sagði í ræðu sinni að efla yrði siðbót í stjórnmálum með því að setja stjómmálamönnum siða- reglur og að þeir yrðu látnir sæta ábyrgð. Þá verði stefnt að því að gera bókhald stjómmálaflokkanna opin- bert og lögfest yrði að styrktarfjár- hæðir til flokkanna yfir ákveðnu marki yrðu gerðar opinberar til að forðast óeölileg hagsmunatengsl. Jóhanna sagði að stefna samtak- anna væri að halda opnum þeim möguleika að ísland gerðist aðili að ESB. Slíkt kæmi þó ekki til greina nema því aðeins að íslendingar héldu fullu og óskoraðu valdi yfir auðhnd- um sínum. Hún endaði ræðu sína á því að lýsa því að krafa samtakanna væri sú aö gefið yrði upp á nýtt í þjóðfélaginu og þjóðarkökunni skipt á nýjan leik. Þá sagði hún kröfu Þjóð- vaka vera að tekin yrði upp ábyrgð, trúverðugleiki og heiðarleiki í stjóm- málum. Auk Jóhönnu tóku til máls Þor- steinn Hjartarson, skólastjóri af Suð- urlandi, Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Þroskahjálpar, Guðrún Árnadóttir, fyrrverandi formaður Meinatæknafélags íslands, Sigurhn Sveinbjarnardóttir framkvæmda- stjóri, Runólfur Ágústsson, lektor viö Samvinnuháskólann, og Sigurður Pétursson sagnfræðingur. Þeir sem kynntu á fundinum vora Hrannar B. Arnarsson og Steinunn Ólafsdótt- ir. Eldur kom upp í mannlausum sumarbústað á svokölluðum Vatnsendabletti skammt frá Rauðavatni á laugardags- kvöldið. Þegar slökkviliðið i Reykjavik kom á vettvang var bústaðurinn alelda og fékk það litið við ráðið. Hvas- sviðri gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og er bústaðurinn gjörónýtur eftir eldinn. Eldsupptök eru ókunn en málið er í rannsókn hjá RLR. DV-mynd Sveinn Bjami Guðnason: Þarfaðhrista upp í lognmollunni „Það veitir ekki af því að hrista upp í lognmollu íslenskra stjórnmála. Ég er búinn aö gefast upp á Alþýðu- flokknum," segir Bjarni Guðnason, prófessor og fyrrverandi alþingis- maöur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, spm sat stofnfund Þjóðvaka. „Nú eru aðrir tímar en þetta eru svipaðar áherslur og það er betri jarðvegur en þegar Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna voru við lýði,“ segir Bjami. Páll Halldórsson: Úrsagnarbréfið áleiðinni „Ég held að gömlu flokkarnir hafi lokið sínu hlutverki og það sé full þörf fyrir nýja hreyfingu," segir Páll Hahdórsson, formaður BHMR, á stofnfundi Þjóðvaka. Páll er flokksbundinn alþýðu- bandalagsmaður og ætlar hann að segja sig úr þeim flokki: „Úrsagnar- bréfið er á leiöinni," segir Páll. Alþýðubandalagsfólk og framsóknarmenn áberandi „Þarna var fólk úr öllum kimum íslensks þjóðfélags og úr öllum stétt- um. Áberandi var fólk sem aðhyllist sameiningu á vinstri vængnum, svo sem margir þeirra sem stóðu að Nýj- um vettvangi og síðar að R-hstanum í Reykjavík. Það kom mér ekki á óvart að sjá þarna fólk úr Birtingu sem er fijálslyndari armur Alþýðu- bandalagsins. Þá kom það mér held- ur ekki á óvart að sjá framsóknar- menn og gamla félaga úr Alþýðu- flokknum," segir Ólína Þorvarðar- dóttir sem starfað hefur með Jó- hönnu að undirbúningi framboðsins. Beöið hafði veriö með nokkurri eft- irvætingu eftir því að í ljós kæmi hveijir stæðu að nýrri hreyfingu um Jóhönnu Sigurðardóttur sem nú mæhst með fylgi íjórðungs ahra at- kvæðisbærra Islendinga. Það má segja að eftir stofnfund Þjóðvaka hafi fáir í forystusveitinni komið á óvart. Aftur á móti var hið mikla íjöl- menni sem var á fundinum nokkuð óvænt. Áberandi var þar hve margir sem framarlega hafa verið í Alþýðu- bandalaginu komu. Þetta á sérstak- lega við félaga í Birtingu. Þama vora Páll Halldórsson formaður BHMR, Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi og áður krati, undirritar stuðningsyfirlýs- ingu við Þjóðvaka. Helgi Pétursson úr Rió, sem gekk nýlega úr Framsókn, fylgist brosleitur með. Hann gekk sjálfur til liðs við Jóhönnu á fundinum. DV-mynd GVA Mörður Árnason, Kristín Ólafsdóttir og Hrannar B. Arnarsson. Þá voru framsóknarmenn nokkuð áberandi, bæði núverandi og fyrr- verandi. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknar í Reykjavík og neitaði aö taka það sæti, var á fund- inum ásamt Gerði Steínþórsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa, og sömuleiöis Helgi Pétursson, fyrrum framsókn- armaður óg varaborgarfulltrúi R- listans. Talsverða athygli vakti að meðal þeirra krata sem komu voru Pétur Sigurðsson, varaþingmaður á Vest- fjörðum, og Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi og leikari. Þá komu og Vilhelm Ingimundarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýöuflokksins, og Grétar Guðmundsson, stjórnar- maður í Alþýðuflokksfélagi Reykja- víkur. Fulltrúar þeirra framboöa sem áð- ur hafa verið sett til höfuðs gömlu flokkunum áttu fulltrúa. Þarna voru Ásgeir Hannes Eiríksson og Hall- grímur Sveinsson sem tengdust Borgaraflokknum. Þá var Bjarni Guðnason prófessor, fyrrum þing- maður Frjálslyndra og vinstri manna, mættur. Af öðrum þekktum einstaklingum sem sátu fundinn má nefna Birgi Sig- urðsson rithöfund, Jónatan Þór- mundsson prófessor, Sigurjón Valdi- marsson ritstjóra, Jörund Guð- mundsson skemmtikraft og sirkus- stjóra, Gunnar Þórðarson hljómhst- armann og Hannes Jónsson, fyrrum sendiherra. ISL. ALMANAKIÐ stærð; 27,5 x 35 sm. ÍSLANÐ ICE14ND - \ í l. í ;l ISL. NATTURUALMANAKIÐ stærö; 22 x 26 sm. .vMWmiAjp *4fiaum.xAiiu *M,95 STORA NATTURUALMANAKIÐ stærð; 35 x 42,5 sm. ISL. HESTAALMANAKIÐ stærð, 22,5 x 25 sm Útsölustaðir um land allt. Sf Álmanaksútgáfa & náttúruljósmyndun Sími: Ó73350 - Fax: Ó76671.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.