Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1995, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 Iþróttir unglinga Landslið íslands í borötennis keppir þessa dagana á mjög sterku, alþjóð- legu móti sem fer fram í Malmö (Kavlinge-leikarnir), og hélt liðið ut- an í gær. - Þar mun Guðmundur E. Stephensen reyna að verja þá þrjá titla sem hann vann í janúar 1994, en þá sigraði hann í flokki pilta 12 ára og yngri, í flokki drengja 14 ára og yngri og í flokki drengja 15 ára og yngri. Til styrktar ferðinni til Svíþjóðar spilaði liðið maraþon-borðtennis í heilan sólarhring og hófst hann í Umsjón Halldór Halldórsson TBR-húsinu laugardaginn 14. janúar kl. 15 og lauk á sunnudaginn kl. 15. Að sögn tókst mjög vel og safnaðist vel á annað hundrað þúsund króna. Landsliðið Landslið íslands er þannig skipað: Bjöm Jónsson, 17 ára, Eva Jósteins- dóttir, 17 ára, Guðmundur Stephen- sen, 12 ára, Ingólfur Ingólfsson, 17 ára, Kristján Jónasson, 32 ára, Jón Ingi Ámason, 17 ára, og Lilja Rós Jóhannesdóttir, 16 ára. Af þessari upptalningu má sjá að allir leikmenn, að undanskildum Kristjáni, skipa einnig unglingalandsliðið. Þjálfari liðsins er Svíinn Peter Nilsson. Spilum of lítið Peter Nilsson, 25 ára, þjálfari ungl- ingalandsliösins, A-landsliðsins og Víkings, hefur verið starfandi hér á landi í þrjú ár og var fyrstu tvö árin hjá KR. Hann æfði borðtennis og lék fyrir Malmö FF, en það er eitt öflugasta borðtennisfélag Svíþjóðar - en félag- ið er með margar íþróttagreinar á sinni stefnuskrá og hefur til dæmis oft orðið sænskur meistari í knatt- spymu. - Nilsson lék fyrir Malmö FF í 7 ár en slasaðist illa í baki 1990 og þar með lauk ferli hans sem topp- leikmanns - en hann hefur spilað með sænska unglingalandsliðinu. Þegar Nilsson var upp á sitt besta var hann talinn meðal fimm bestu Guðmundur Stephensen, 12 ára, í Víkingi, hefur vakið mikla athygli i Svíþjóð fyrir frábæra frammistöðu sina á borðtennisspilara Svía. hinu alþjóðlega móti í Kavlinge á sl. ári. Hann hefur nú þrjá titla að verja i Svíþjóð. Er í góðu formi Guðmundur Stephensen sigraði í þrem unglingaflokkum á Kavlinge- mótinu í fyrra, eins og áður segir, en hvernig líst honum á að verja þá titla núna? „Mér líst bara vel á það - því ég er í góðu formi núna og hef lagt mikla áherslu á sóknarleikinn að undan- fomu. Hvort mótið er sterkara núna en í fyrra er svolítið erfitt sð segja til um. Maður sér bara til,“ sagði Guðmundur. Byrjaði að æfa 11 ára Björn Brynjar Jónsson, Víkingi, hef- ur æft borðtennis í 6 ár: „Þetta mót í Svíþjóð er mjög góð æfing fyrir Evrópumót unglinga sem fer fram í júlí-ágúst. Mér hefur farið mjög mikið fram frá því í fyrravetur - og þakka ég það sérstaklega hvaö ég æfði vel síðast- liðið sumar - svo er þjálfarinn okkar mjög fær - og finnst mér. mjög gott að skipt var um þjálfara því þá er alltaf viðbúiö að læra eitthvað nýtt. Ég var mikið í fótbolta þegar ég var yngri - en ég tel mig hafa fundið mína íþrótt og ætla ég að stunda borðtennis af fullum krafti í framtíð- inni,“ sagði Björn Brynjar. Unglingalandsliðið í borðtennis lék maraþonkeppni um síðustu helgi. Frá vinstri, Björn Brynjar Jónsson, Jón Ingi Árnason, Peter Nilsson, þjálfari, Ingólf- ur Ingólfsson, Pétur Stephensen, Guðmundur Stephensen, Eva Jósteinsdóttir og Sigurður Valur Sverrisson, formaður Borðtennissambands íslands. DV-myndir Hson „í þau þrjú ár sem ég hef verið við þjálfun í borðtennis á íslandi hef ég orðið var við miklar framfarir. Það sem einna helst stendur í vegi fyrir enn meiri framförum er að það er ekki spilað nærri nógu mikið. Það skapar aukna reynslu og leikæfingu, sem er mjög mikilvægt. Þessi ferð til Svíþjóðar er fyrst og fremst hugsuð sem æfingabúðir og munum við dvelja hjá mínum gamla klúbbi, Malmö FF. Þaðan munum við sækja leiki í Kavhnge-mótinu - en það er útborg Malmö. Landslið íslands er mjög ungt aö árum og veröur spennandi að fylgj- ast með framvindu mála,“ sagði Nils- son. Auka þarf útbreiðsluna Sigurður Valur Sverrisson, formað- ur Borðtennissambands íslands: „Mér finnst borðtennis vera í mik- illi framfór í landinu - en betur má ef duga skal. Stefnan er að gera íþróttina öfluga á landsvisu. Til marks um það get ég nefnt að á döf- inni er að koma á landshluta-deildar- keppni og er mikill áhugi fyrir því úti á landi - og í byrjun febrúar mun landsliðsþjálfarinn, Peter Nilsson, ásamt hinum 12 ára Guðmundi Stephensen, vera meö námskeið á Akureyri og í beinu framhaldi verð- ur haldið mót. Stefnt er að því að halda slík námskeið á fleiri stöðum úti á landi. í sambandi við uppbyggingu landshðanna þá tel ég ferð sem þessa mjög mikilvæga. Vert er og að geta þess að til liðs við íslenska landsliðið í Svíþjóðar- ferðinni koma þeir Adam Harðarson, sem æfir og keppir í Svíþjóð, og Kjartan Briem, sem er viö nám í Danmörku og æfir og spilar með sterku, dönsku liði. Munu þeir að sjálfsögðu styrkja landshðið mjög, en A-landsliðið mun keppa í Evrópu- keppni landsliða í næsta mánuöi og fer hún fram í Lichtenstein," sagði Sigurður Valur. Glíma: Bikarglíma Reykjavíkur Bikarghma Reykjavíkur fór frara í fimmta sinn í íþróttahúsi Melaskólans síðasthöinn laugar- dag. í drengjaílokki sigraði Bjöm Helgi Karlsson, Ármanni, lagði aha sína andstæðinga á glæsileg- um glímubrögðum. í sveinaflokki sigraði Júlíus Benediktsson, Ármanni. Greinilegt er að þjálfari Ár- manns, Ingibergur Sigurðsson, er að vinna mjög gott unghnga- starf hjá félaginu. Reykjavíkurmót- íð í knattspyrnu Reykjavlkurmótinu í knatt- spymu, innanhúss, er nýlokið. Meistarar í 2. flokki karla urðu Framarar. í 3. flokki karla sigraði Fram einnig. í 4. flokki karla vann KR og í 5. og 6. flokkí sigr- aði Fjölnir. Borðtennis: Unglingalandsliðið keppir á alþjóðlegu móti í Svíþjóð - Guðmundur E. Stephensen, Víkingurinn 12 ára, hefur þrjá titla að verja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.