Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 5 Fréttir Rikið kaupi upp húseignir á snjóflóðahættusvæðum: Kemur ekki til greina að greiða peninga beint segir Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri „Þaö verður aldrei samþykkt að ríkið kaupi og greiði út húseignir fólks sem býr á svæðum þar sem er talin snjóflóðahætta. Mín skoðun er sú að verði farin sú leið að kaupa eignir af fólki á þessum svæðum verði það að gerast með þeim hætti að það verði byggð hús á öruggara svæði og skipt við fólk. Það kemur ekki til greina að greiða út peninga beint,“ segir Kristján J. Jóhannes- son, sveitarstjóri á Flateyri, vegna þeirrar hugmyndar að ríkiö kaupi húseignir sem eru á hættusvæðum vegna snjóflóða. Margir hafa velt fyrir sér með hvaða hætti ætti að framkvæma slíkt í sveitarfélögum þar sem fasteigna- verð er lágt. Þeir hinir sömu benda á að hús á hættusvæði sem er í mati upp á 10 milijónir geti hugsanlega selst fyrir 4 til 5 milljónir á frjálsum markaði ef miðað er viö fasteigna- markaðinn á svæðinu. Kæmi til þess að ríkið keypti húseignina yrði að greiða hana samkvæmt mati og þá fengi húseigandinn fullt verð án til- lits til þess hvert mögulegt söluverð væri. Mörg þeirra húsa sem eru á umræddum svæöum eru keypt á markaðsverði. Þarna geti því verið um að ræða verulegan hagnað og það sem meira er margir mundu þá nota tækifærið og hverfa á brott af svæð- inu. „Ef þessi leið verður farin er um að ræöa milljarðakostnað fyrir þjóð- arbúið. Ég ímynda mér að ef keyptar verða þessar 16 íbúðir sem hér eru á hættusvæðinu muni það kosta ríkið eitthvað á bilinu 130 til 160 miUjónir. Ég vil að þessi mál verði tekin tU gaumgæfilegrar athugunar. Við höf- um verið að beijast við stjórnvöld síðan 1991 og framkvæmdir viö snjó- flóðavamir hjá okkur hafa stoppað á 10 tU 12 mUljónum. Við höfum óskað eftir því við ríkisvaldið að það hjálp- aði okkur um þessa peninga til að koma upp lokaáfanga snjóflóðavarn- anna sem eru net við upptök snjó- flóðanna. SUk aðstoð hefði verið veij- andi þar sem um er að ræða tUrauna- starf. Við erum búnir að halda marga fundi með félagsmálaráðherra án þess að niðurstaða fáist,“ segir Kristján. Hann segir að heUdarkostnaður við snjóflóðavarnir ofan við Flateyri sé orðinn um 12 miUjónir króna og það kosti á biUnu 40 til 50 milljónir að ljúka þessum framkvæmdum. „Það er bara reikningsdæmi hjá okkur hvað menn vilja gera. Varn- imar hjá okkur sýndu notagildi sitt þegar það féll á þær þetta stóra flóð. Það þarf að endurbæta og breyta í samræmi við reynsluna," segir Kristján. -rt Ólafstún á Flateyri er á hættusvæði vegna snjóflóða. Ef farin verður sú leið að kaupa upp húseignir á hættusvæð- um verða húsin sem sjást á myndinni keypt. Til vinstri sjást snjóflóðavarnirnar sem ekki hefur tekist að Ijúka við vegna fjárskorts. DV-mynd rt Vatnsveita Reykjavikur: Fær 652 milljónir í tekjur HeUdartekjur Vatnsveitu Reykjavíkur að meðtöldu auka- vatnsgjaldi, vatnssölu tíl skipa og þriggja nágrannasveitarfélaga nemur 652,4 milljónum króna að meðtöldum vaxtatekjum. Tekjuá- ætlunin er byggð á óbreyttum regl- um um vatnsgjald og verður álagn- ingarhlutfaUið óbreytt eða 0,13 pró- sent af fasteignamati. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár. Rekstrargjöld Vatnsveitu Reykja- víkur að meðtöldum afskriftum verður um 539 mUljónir króna. Áætlað er að verja 321,5 imlljónum króna til eignabreytinga. Kostnað- ur við viðhald og rekstur borgar- kerfisins er áætlaður 170 miUjónir, þar af fara 90 miUjónir til endurnýj- unar heimæða. Áætlað er að níu mUljónir fari til endumýjunar stofnæða vestan Ell- iðaánna og 22 mUljónir til end- urnýjunar dreifikerfis Vatns- veitunnar. Rúmar 44 miUjónir fara tU nýlagna og 32 milljónir í nýlagn- ir aðalæða. Ráðgert er að setja 16 miUjónir í rannsóknir og 35 miUj- ónir í hlutafjáraukningu og lán til Þórsbranns hf. Rafmagnsveitan: 3,7 milljarðar í tekjur á árinu Rekstrartekjur Rafmagnsveitu Reykjavíkur eru áætlaðar 3.731 millj- ón króna á þessu ári, þar af eru tekj- ur af raforkusölu 3.445 milljónir. Aðrar tekjur nema rúmum 286 mUlj- ónum króna og vaxtatekjur eru áætl- aðar 45 nnlljónir. Virðisaukaskattur á raforkusölu nemur 844 miUjónum króna. Þetta kemur fram í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir þetta ár. Rekstrargjöld Rafmagnsveitunnar eru áætluð tæpar 3.540 mUljónir króna, þar af gjöld vegna raforku- kaupa 1.970 milljónir. Þá eru reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga 5,2 miUjónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi nemur um 230 milljónum króna. Fjárfesting í veitukerfi Rafmagns- veitunnar er áætiuð 372 miUjónir og önnur fjárfesting 45 milljónir króna. Rafbúnaður í Aðveitustöð 1 við Bar- ónsstíg verður aukinn fyrir 100 miUj- ónir, viðbótarspennir í aðveitustöð við MeistaravelU kostar 34'mtiljónir og rofabúnaður við Korpu kostar 39 milljónir. Afgjald Rafmagnsveitunnar í borg- arsjóð er áætlað 596 mUljónir og lækkun á handbæru fé fyrirtækisins verður því 353,3 milljónir króna. Forsætisráðherra um erindi Hafnarfl arðarkrata: lllskiljanlegt, ósatt og utan við ef ni máls Davíð Oddsson forsætisráðherra telur sig ekki geta hnekkt þeirri ákvörðun Rannveigar Guðmunds- dóttur félagsmálaráðherra að úr- skurða sig vanhæfa til að fjaUa um kæru meirihlutans í Hafnarfirði vegna viðskipta bæjarsjóðs og Hag- virkis-Kletts. í skriflegu svari til bæjarfuUtrúa Alþýöuflokksins segir aö forsætis- ráðherra beri samkvæmt lögum að beita sér fyrir setningu ráðherra. Sá ráðherra yrði sjálfstætt að meta hvort vanhæfisannmarkar væru á því að hann gæti tekið að sér málið. í bréfi sínu segir forsætisráðherra að málatilbúnaður bréfsins sé í grundvallaratriðum byggður á mis- skilningi og rökstuðningur illskUjan- legur. Þá segir í bréfinu: „Önnur at- riði bréfs yðar eru ekki innlegg í umræðu þessa, sum ósönn og önnur utan við efni máls.“ þvottavélar AEG Lavamat 508 Vínduhraði 800 sn/mín, tekur 5 kg, sér hitavalrofi, ullar- forskrift, orkusparnaðarforskrift, orkunotkun 2,1 kWst á lengsta kerfi, einföld og traustvekjandi, Kr. 69.990 stgr. eða 73.674 Raðgreiðslur, kr. 3.574 á mán., í 24 mánuði Raðgreiðslur, kr. 2.541 á mánuði, í 36 mánuði Umboðsmenn Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Helliss- andi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúö, Búðardal. Vestfirðir: Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, isafiröi. Norðurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga. Blöndu- ósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvík. Kf. Þin- geyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirói, Stál, Seyðisfirði. Versl. Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn. Suðuriand: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi, Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Fit Hafnarfirði. BRÆÐURNIR SflÖRMSSONHF Lágmúla 8, simi 38820.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.