Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Neytendur Matgæðingar DV smakka og dæma þorramat: Lundabaggi frá Bautabúrinu bar af - en hákarlinn frá KEA þótti bestur Bautabúriö 5 4 3 2 l! Lundabaggi U D S Kjarnafæöi Lundabaggi U D S fiíSiHjjSÖjJjJJJjJ íi þ'JtMUlií Ú = Úlfar 0 = Dómhildur S = Sigmar Borgarnes Lundabaggi P U D S Hákarl 51 M U D S Lundabaeei ú d s Bautabúrið Hakarl u d s Goði SS Lundabaggi Lundabaggi 5 A ■ * 5! 9 O 3 1 O o 3 I _ 1 "iiaí— HR ' pS 'W*~ — gptaq Ú D S Ú D S Hákarl u d s DV Nú er þorrinn genginn í garö og því fengum við matgæöinga DV, þau Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeist- ara á Þremur Frökkum, Dómhildi A. Sigfúsdóttur, hússtjómarkennara og yfirmann tilraunaeldhúss Osta- og smjörsölunnar, og Sigmar B. Hauksson, áhugamann um matar- geröarlist, til að hittast og bragöa á þeim vörum sem í boði eru. Dómhild- ur var gestadómari okkar í fjarveru Drafnar Farestveit sem stödd var erlendis þegar smökkunin fór fram. Matgæðingamir brögðuðu á súr- um lundabagga frá 6 framleiðendum og hákarh frá 4 framleiðendum og voru beðnir að gefa hverri vöru ein- kunn frá 1-5 (1 = mjög vont, 2=vont, 3=sæmilegt, 4 = gott, 5 = mjög gott). Enn fremur voru þau beðin að gera skriflegar athugasemdir varðandi bragð, útlit og áferð varanna án þess að hafa nokkuð til að styðjast við annað en númer hverrar þeirra. í sömu heimsókn smökkuðu þau súra hrútspunga og súra sviðasultu og verða niðurstöður þeirrar könn- unar birtar næstkomandi þriðjudag. Bautabúrið best Lundabagginn frá Bautabúrinu fékk samtals 13 stig af 15 mögulegum og þótti því langbestur. Dómhildur gaf honum hæstu einkunn, eða 5, og sagði: „Góður og gott, milt súrbragð. Falleg sneið.“ Ulfar og Sigmar gáfu honum 4 og þótti Úlfari sneiðin „snyrtileg og nokkuð súr“ og Sigmar sagði „ágætur lundabaggi, gott bragð og hæfilega soðinn og súr“. Lundabaggar frá Borgarnesi, KEA og Goða lentu allir í 2. sæti með 9 stig samanlagt. Helst voru skiptar skoðanir um lundabaggann frá Borg- arnesi. Sigmar var hrifnastur af hon- um og sagði: „Ágætlega bragðgóður, mætti vera súrari." Dómhildur sagði hann líta ágætlega út en „alltof lítið súrt og bragðlítiö“. Úlfari fannst hann „ósúr og bragðlítilT'. KEA- lundabagginn fékk sömu einkunn hjá öllum en þótti ýmist heldur feit- ur, seigur eða litið súr. Úlfar og Sig- mar voru sammála um að gefa Goða 2 í einkunn fyrir lundabaggann en Dómhildur var hrifnari og gaf hon- um hæstu einkunn með umsögninni „ágætt súrbragð". Úlfari fannst hann lítiö súr þó bragðið væri í lagi og Sigmar sagði hann afskaplega lítið spennandi en þó sæmilegt súrbragð. Vont, hrikalegt! Lundabagginn frá SS lenti í næst- neðsta sæti. Úlfari fannst hann full- feitur og lítið súr, Dómhildi fannst hann líka lítið súr en bragðgóður og sneiðin falleg og Sigmar sagði: „ekki gott hráefni, of mikið af himnum og sinum, slæm kaup“. Loks varð lundabagginn frá Kjarnafæði í neðsta sæti, fékk ein- ungis 5 stig af 15 mögulegum. Úlfar gaf honum 1 með umsögninni „vont, hrikalegt!“. Dómhildur sagði „of lítiö súrt en sneiðin ekkert falleg" og Sig- mar sagði: „bragðlaust og lítið spenn- andi“. KEA-hákarlinn bestur Hákarlinn frá KEA fékk hæstu ein- kunn, eða 9 af 15 mögulegum. Úlfar sagði: „Þessi er fyrir minn smekk, góð bragðfylling og mjúkur." Dóm- Sigmar gaf engum hákarli meira en 3 stig af 5 mögulegum. Hér lyktar hann af einum bitanum. hildi fannst bragðið að honum hins vegar ekkert sérstakt en anganin var sæmileg. Sigmar sagði: „Ágætur há- karl, gott bragð en mætti mögulega hanga lengur." Hákarlinn frá Bautabúrinu og há- karlinn frá Kjarnafæði lentu í 2. sæti en þó var sá fyrrnefndi umdeildari. Dómhildur var hrifnust af honum, sagði hann bragðgóðan og lykta vel, en Úlfari og Sigmari þótti bragðið lít- ið og fara strax og hákarlinn því lítið spennandi. Hákarlinn frá Kjarnafæði fékk lægstu einkunnina hjá Úlfari sem fannst hann „ekkert spes“ en þeim Sigmari og Dómhildi fannst hann „sæmilegur". Hákarhnn frá Goða þótti enn síðri. Úlfar gaf honum 1 í einkunn með umsögninni „tæplega fullverkaður, bragðlaus", Dómhildi fannst hann bragðgóður en „þó vant- aði eitthvað" og Sigmari fannst þetta góður hákarl með ríkt bragð „en þó vantaði herslumuninn“. Dómhildur bragðar hér á lundabagga frá einum framleiðandanum en lunda- bagginn frá Bautabúrinu þótti bera af, fékk samanlagt 13 stig af 15 möguleg- um hjá matgæðingum DV. DV-myndir GVA Skinkusalat fyrir fjóra Hér kemur uppskrift aö fitulitlu skinkusalati sem upplagt er að hafa með matnum. í því eru einungis 860 hitaeiningar, eða 215 á mann. 115 g frosnar baunir 500 g jöklasalat (skorið í ræmur) 1 rauður piparávöxtur (skorinn í hringi) 350 g maiskorn 200 g skinka (skorin í teninga) Salatsósa: !4 dl chilisósa 2 msk. sítrónusafi þurrkaðar kryddjurtir eftir smekk Blandið öllu saman í skál. Þeytið salatsósuna saman og hellið yfir salatið eða berið fram með. ATH.! Ef maískornunum er sleppt sparast 300 hitaeiningar. Allt umnyju lögin Ný lög um fiöleignarhús og húsaleigu tóku gildi um áramót- in. Þar sem lögin koma víða við og snerta allmarga hefur neyt- endasiða DV, í samvinnu við Húseigendafélagið, ákveðið að bjóða lesendum blaðsins að hringja eða póstsenda inn fyrir- spurnir í þessu sambandi og fá svör við þeim birt í blaðinu á fóstudögum. Það eru þau Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaö- ur og höfundur laganna, og Guð- rún Agnes Þorsteinsdóttir lög- fræðingur sem svara spuming- unum en fólk er beðið að hringja þær inn á símsvara í síma991500 og vefia 2 fyrir neytendur. Mikil- vægt er að spurningamar séu stuttar og hnitmiðaöar og hafið í huga að símtalið kostar 39,90 kr. á mínútuna. Einnig má senda okkur bréf á heimilisfangið: Spurt og svarað, Neytendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Notið nú endilega tækifærið! Kvef og aðrar veirusýkingar í efri loftvegum voru langalgeng- ustu farsóttirnar í Reykjavíkur- umdæminu í desember sl. en alls greindust 2.536 manns með þær. Þetta kemur fram í skýrslum 6 heilsugæslustöðva og Lækna- vaktarinnar sf. Næstalgengast er iðrakvef, þ.e. veirusýking í þörm- um (247 tilfelli), og lungnabólga (130 tilfelli). Hálsbólga af völdum sýkla var einnig töluvert algeng (123 tilfelli) en hehni getur fylgt skarlatssótt. Enginn mislingatilfelli voru skráð né hettusótt eða matareitr- un en 30 tilfelli greindust afrauð- um hundum, 25 af hlaupabólu og 9 af maurakláða. 99 1500: Látið íykkur heyra Nú býöst lesendum neytenda- síöunnar loksins tækifæri tíl að tjá sig eða spyrjast fyrir um ýmis mál tengd neytendum með því að hringja í sima 99 1500 og velja 2 fyrir neytendur. Þetta er upplagt fyrir þá sem vilja t.d. koma á framfærí ábend- ingum eða spumingum varðandi óvenjulega viðskiptahætti, verð- breytingar, sniðug húsráð, upp- skriftir, mataræði eða annað. Munið að mínútan kostar 39,90 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.