Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 13 Fréttir Kosningalagabreytingin fallin á tíma: Mjög litlar breytingar gerðar að þessu sinni - vaxandi áhugi hjá öllum flokkum fyrir persónubundnum kosningum að í öllum stjórnmálaílokkunum sé vaxandi áhugi fyrir því að leggja mikla vinnu í umtalsverða framtíð- arbreytingu á kosningalögunum í stað þess að vera að krukka eitt- hvað smávegis í kosningalögin. í því sambandi horfa menn mjög til þess að auka hér persónukjör. Það eykur áhrif kjósenda á uppröðun á lista og losar flokkana við erfið prófkjör. Menn benda á að próf- igörin eins og menn þekkja þau hér skilji eftir sig svo mikil sár innan flokkanna að ekki sé lengur við þetta unandi. Nú er að verða ljóst að engra umtalsverðra breytingar er að vænta á kosningalögunum á þessu þingi. Til þess er tíminn orðinn allt of naumur. Enda þótt þeir nefndar- menn kosningalaganefndarinnar sem DV ræddi við vilji lítið segja, og ekkert undir nafni, er ljóst að eina breytingin sem verður á kosn- ingalögunum er að jöfnunarþing- sætið, sem kallað er „flakkarinn“ færist til Reykjavíkur og verður fest þar. Það er hægt að gera án stjórnarskrárbreytinga. Þá benda menn á að eitt þingsæti hafl þegar verið flutt frá Norðurlandskjör- dæmi eystra í Reykjaneskjördæmi. Þetta þýði samtals tvö þingsæti til R-kjördæmanna og að það verði látið nægja að þessu sinni. Sigbjörn Gunnarsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, á að vísu ekki sæti í kosningalaganefnd- inni en hann benti á að kratar vildu stíga skreflð til fulls í þessu máli. „Með einhverri sýndarmennsku- jöfnun nú, því að auka jöfnuðinn örlítið, óttumst við að málið muni tefjast endanlega. Menn muni láta þar við sitja í allmörg ár og nauð- synleg skref til alvörujöfnunar verði ekki stigin," sagði Sigbjörn. Einn nefndarmanna, sem DV ræddi við, sagðist telja það meira en litla bjartsýni að reikna með því að einhverjar umtalsverðar kerfis- Tvö þingsæti færast suður til Reykjavíkur og Reykjaness í vor. breytingar næðu fram að ganga í þessari lotu. Til þess væri tíminn orðinn allt of naumur. Hann sagðist telja það viturlegast í stöðunni nú að taka saman þá vinnu sem nefndin hefur unnið og hann taldi góða miðað við hvað tíminn hefur verið naumur. Reyna síðar að ná samkomulagi um það hvernig flokkar gengju frá starflnu í þessum málum á næsta eina til eina og hálfa árinu. Það þýddi í raunar að stjórnarskrárbreyting vegna jöfnunar atkvæðavægis myndi dragast í 8 ár. Stjórnar- skrárbreytingu verður að sam- þykkja á tveimur þingum. Þá hefur DV heimildir fyrir því Þróun launavísitölunnar 1991 - 1994 ársmeðaltöl miðaö viö laun á mánuði*- 120 □ Vísit. launa á alm. markaði I Vfsit. launa opinb. stm. og bankam. '90 '91 Samkv. gögnum frá Hagstofu íslands Gylíi Ambjömsson, hagfræðingur ASÍ: Fjármálaráðherra stóð ekki við þjóðarsáttina „Útreikningar Hagstofunnar stað- festa að fjármálaráðherra hefur ver- ið að hækka laun opinberra starfs- manna umfram það sem hefur verið í samningum á almenna vinnumark- aðinum. Að því leytinu hefur hann ekki staðið við þjóðarsáttarsamning- inn sem við gerðum fyrir tveimur árum. Þetta kemur hins vegar ekki á óvart enda héldum við þessu fram í fyrra,“ segir Gylfi Arnbjömsson, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Hagstofan hefur sent frá sér leið- rétt yfirlit yflr þróun launavísi- tölunnar frá því í ársbyrjun 1990. í yfirlitinu er að finna sundurliðun yfir þróun launa á almenna markað- inum annars vegar og hjá opinberum starfsmönnum og bankamönnum hins vegar. Samkvæmt því hafa laun opinberra starfsmanna og banka- manna hækkað tæplega 3,6 prósent meira en laun landverkafólks frá því í ársbyrjun 1990 tfl ársloka 1994. „Þessi tafla var birt í fyrra með smáskekkju. í bréfi sem við fengum lýsti Hagstofan því yfir að hún myndi framvegis birta ársfjóröungslega þessa sundurliðun milli almenna og opinbera markaðarins. Þetta stað- festir einfaldlega það sem við höfum verið að segja. Það hefur orðið veru- legur munur í launaþróuninni." Gylfi bendir á að í nýgerðum kjara- samningi sjúkraliða hafi fengist í gegn ákvæði um að gerðardómur úrskurðaði um hvort tilefni væri til launahækkunar vegna samninga sem væru umfram þá sem gerðir voru á almenna markaðinum. Niður- staðan hafi verið 3,5 prósent launa- hækkun. „Það er skemmtilega nærri því sem kemur fram hjá Hagstof- unni,“segirGylfi. -kaa Selfoss: Nýr stöðvarstjóri P&S Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Ragnar Kristinn Helgason, 58 ára, hefur verið settur stöðvarstjóri Pósts og síma hér á Selfossi og tók við starf- inu 2.janúar sl. Eiginkona hans er Arnheiður Jónsdóttir. Við Selfossbúar vonumst til að Ragnar Kristinn veiti eins góða og fullkomna þjónustu og forveri hans í starfi, öðhngurinn Baldur Böðvars- son. Ragnar Kristinn stöðvarstjóri kemur hingað á Selfoss frá Akranesi en var þar áður á Húsavík. T«pP *0 VHmU-Ga ÍSLENSKI LISTINN ER BIRTUR í DV Á HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER LISTINN FRUMFLUTTUR Á BYLGJUNNI FRÁ KL.16-19. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGSKVÖLDUM MILLI KL. 20-23. Kynnir: jón Axel Ólafsson MARKADSDC LD v.-.r P A “VLOJUNHAR, DV OO COCA-COLA A ÍSLANDI. LlSTINN ER NIÐURSTADA SKODANAKÖNNUNAR SEM ER FRAMKVÆMD AP SVAHENDA ER Á BILINU 300 TIL 400. Á ALDRINUM 18-33 ÁRA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEKIÐ M.D AF OENO. LAOA Á ERLENDUM VINSÆLDARLISTUM OG SFILUN ÞEIRRA A ÍSLENSKUM UTVARPSSTÖOVUM. ÍSLENSKI LISTINN B.RTIST Á HVERJUM LAUOARDEOI I DV OO ER FRUMFLUTTUR w. a.mww. w... 16.00 SAMA DAO. IsLENSKI LISTINN TEKUR ÞÁTT I VALI "WORLD CHART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO CXPRESS í LOS ANOELES. ClNNIO HEFUR HANN BIRTUR ER I TONLISTARBLAOINU MUSIC & MEOIA SEM ER REKIO AF BANDARlSKA TÓNLISTARÐLAOINU DILLDOARD. F Á EVRÓPULISTANN S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.