Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 25 Iþróttir DV Iþróttir Klinsmann ábatavegi Þýski knattspymumaöurinn Jurgen Klinsmann er á góðum batavegi eftir aö hafa rotast í leik Tottenham gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeiMinni í fyrra- kvöld. I gær kom í Ijós að hann slapp við kjálkabrot eöa nefbrot, eins og óttast var, og getur liklega spílað meö liðinu gegn Sunder- land í bikarkeppninni á sunnu- dag. Mark Bosnich, markvöröur Aston Villa, var miður sín eftir að hafa keyrt Klinsmann niður utan vítateigs með glæfralegu stökki. Bosnich fór inn í sjúkra- herbergi Tottenham í hálfleik til aö ræða við Klinsmann og sagði aö Þjóöveijinn hefði tekið sér vel. Matthátisskormn uppígær Lothar Matthaus, fyrirhöí þýska landsliösins í knattspyrnu, var í gær skorinn upp vegna meíðsla á hásin en hann slasaöist í æfingaleik gegn Bielefeld í fyrrakvöld. Ljóst er að hann spil- ar ekki meira á þessu tímabili og hætta er tafin á að ferli þessa snjaUa knattspyraumanns sé jafnvel lokið. Mattháus hefur leikið 122 landsleiki fyrir Þýska- land og hampaöi HM-styttunni á italiu árið 1990. HMáskíðum frestaðumár Heimsmeistaramótinu í alpa- greinum skíðaíþrótta, semhefjast átti í Sierra Nevada á Spáni næsta mánudag, var í gær frestað um eitt ár. Snjóleysi hefur sett strik í reikninginn hjá mótshöldurum og þar sem fjóst var í gær að ekki myndi snjóa í tæka tíö var ekki um annað að ræða en að aflýsa mótinu. Sjö fslenskir skíðamenn áttu aö keppa á mótinu og átti þetta aö vera stærsta verkefni Skíðasambands íslands á þessu ári. Pippen sektaður ogíleikbann Scottie Pippen, leikmaður Chicago Buhs í NBA-deildinni í körfuknattleik, var í gær úr- skuröaður í eins leiks bann og aö auki í 420.000 króna sekt fyrir ópruðmannalega framkomu 1 leik með Chicago gegn SA Spurs í fyrrinótt. Pippen var rekinn í bað þegar þrjár nu'nútur voru eftir og á leið sinni til búnmgsherbergja lét hann öhum illum látum og kastaði meöal annars stól að rit- araborðinu. Cantona-málið í Englandi: Leikur varla framar fyrir Frakkland Enska knattspymusambandið hef- ur ákært Eric Cantona í framhaldi af slæmri hegðun hans í leik Crystal Palace og Man. Utd í fyrradag. Can- tona fær 14 daga til aö útskýra hegö- un sína. Max Marquis, ritstjóri hins þekkta franska tímarits, France Football, sagði í gær að sennilega ætti Eric Cantona ekki afturkvæmt í frönsku knattspyrnuna. „Hegðun hans hefur versnaö síðan hann fór til Englands og fimm rauö spjöld á tveimur árum segja allt sem segja þarf. Þar hefur hann líka oft brotið af sér á hrikaleg- an hátt og það er nokkuö sem ég sá hann aldrei gera í Frakklandi. Hegð- un hans er óafsakanleg, maöurinn er gersamlega stjórnlaus," sagði Marquis í samtali við Sky. „Með framkomu sinni hefur Can- tona sett Manchester United í hræði- lega stöðu. Þetta er stórt og frábært félag sem nú hefur sett meira ofan en nokkru sinni í sögunni og á þaö ekki skilið," sagði Alan Mullery, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins. Engin yfirlýsing kom frá Manc- hester United í gær og talsmaður fé- lagsins sagði að hennar væri ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í dag. Cantona er fyrirhði franska lands- liðsins og framtíð hans þar er í mik- illi hættu. í sameiginlegri yfirlýsingu frá forseta franska knattspyrnusam- bandsins og formanns frönsku deildakeppninnar í gær sagði meðal annars: „Við vorum þrumu lostnir þegar við sáum þetta alvarlega atvik og lásum um það. Við munum óska eftir öllum gögnum um málið frá enska knattspyrnusambandinu og grípum til allra nauðsynlegra aö- gerða, hversu dýrkeyptar sem þær kunna að verða.“ Gary Lineker, fyrrum miðheiji enska landsliðsins, sem aldrei fékk áminningu á 17 ára ferli sínum sem atvinnumaður og vinnur nú sem knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, sagði: „Þetta atvik er ótrúlegt og óafsakanlegt. Það skiptir engu máh hve mikið áhorfendur reyna aö æsa þig upp, hvað sem þeir segja við þig, þá verður þú að hafa stjóm á þér. Cantona fær langt bann.“ Claude Simonet, forseti franska knattspyrnusambandsins, segir aö ferill Cantona sem knattspyrnu- manns sé á enda eftir þessa árás. „Því miður held ég að Cantona verði að hætta í franska landsliðinu. Ég segi því miður vegna þess aö hann er leikmaður með frábæra hæfileika. Stjórnarmenn í aganefnd Alþjóöa knattspyrnusambandsins, FIFA, og í evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, segja að það rsé í höndum enska knattspyrnusambandsins hvernig verði tekið á málum Can- tona. 100 dagar fram að HM í dag eru 100 dagar þangað til flautað verður til léiks í heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik, stærsta íþróttaviðburði sem nokkurn tíma hefur fariö fram hérlendis. Mótiö hefst sunnudaginn 7. maí og stendur yfir í 14 daga en úrslitaleikurinn fer fram í endurbættri og stækkaðri Laugardalshöll klukkan 15 sunnudaginn 21. maí. í tilefni þess að 100 dagar eru þar til handknattleiksveislan hefst hafa fram- kvæmdanefnd HM ’95 og Kringlan sameinast um hátíð um helgina þar sem ýmsar uppákomur sem tengjast heimsmeistarakeppninni veröa á dagskrá. NISSAN-DEILDIN - HAUKAR sunnudagskvöld kl. 20.00 í íþróttahúsinu v/Strandgötu Seldar verða bökur frá Jóni Bakan fyrir leik og í hálfleik. Afram IH!!! Steve Young, liösstjóri San Francisco 49er's. Kosinn besti leikmaður ársins '94 Natron Means, ruónings- maður fyrir San Diego Chargers okkrarre í ruðningi o OVöllurinn er ÍOO metrar* á lengd. Liðin skiptast í sóknarlið og varnarlið Breidd er svipuð # Liö^^tjórinn “ „ M (quarterback «tKJUfgT- stjórnar fótboltavelh sóknarliðinu *Amerískur yard (0,91 m) er hér metri Markmiðið er að koma boltanum inn í endamörk andstæöingsins Sóknarliðið fær mest 4 tilraunir til að koma boltanum 10 metra. Ef það tekst ekki verða þeir að sparka boltanum frá sér. Þar sem boltinn endar byrjar andstæðingurinn o Komist boltinn í endamark fást 6 stig. Að auki fær þaö lið tilraun til að sparka boltanum milli stanganna sem eru á enda vallarins. 1 stig fæst fyrir það Lið nota stundum 4. tilraun til vallar- marks ef þaö er nálægt endamörkum. 3 stig fást fyrir þaö Leikurinn skiptist í 4 leikhluta, 12 mín. hver Það má halda áfram en Stöö 2 verður með ítarlegri tölu í iþróttaþætti sínum á sunnudaginn Latrell Sprewefl er í byrjunarliði Vesturdeildarinnar. NBAínótt: Meistarar Houston Rockets töp- uðu í nótt í firamta skipti í síð- ustu 7 leikjunum þegar þeir sóttu granna sína i San Antonio heim. Shaquille O’Neal átti stórleik með Orlando gegn Chicago og tryggöi liði sínu sigur með 3 stig- um þegar 20 sekúndur voru eftir. Utah vann sinn 15. útisigur í röð og þarf aðeins einn í viðbót til aö jafna met Lakers. Úrslitin í nótt: AHanta - Cieveland.... 68-77 Blaylock 22 - Hill 14/10, Mills 14/11. Detroit-Portland..... 89-106 - Strickland 15, Robinson 14. Indiana - Phoenix..... 86-92 Smits 26 - Perry 14, Green 14, Bar- kley 11/19. NewYork-LAClippers.... 87-74 Bwing 21/10, Davis 18 - Washington- Golden St.... 118-121 Cheaney 32 - Hardaway 30, Gatling 18/12, Morton 14. Orlando-Chicago.......102-99 Shaq 37/17, Scott 19, Anderson 15 - Blount 16, Kukoc 15. San Antonio - Houston.103-100 Elliott 26, Robinson 25 - Olajuwon 36/14. Seattle -Utah........108-120 Kemp 19, Gill 18 - Malone 28, Stockton 18, Hornacek 18, Keefe 16. Sljömuleikur Stjörnuleikurinn í NBA þar sem mætast úrvalslíð austur- strandarinnar og vesturstrand- arinnar veröur leikinn í Phoenix 12. febrúar. Byrjunarliöið hafa verið vaiin af áhangendum lið- anna í NBA. í fyrsta sinn i sögunni var þaö nýliðí sem fékk flest atkvæðin en Grant Hill, miðhetji Detroit, fékk 1.289.589 atkvæði eða rúmum 26.000 fleiri en Shaquille O’Neal, Orlando, sem kom næstur. Þeir tveir skipa byrjunarliö austur- strandarinnar ásamt: Scottie Pip- pen, Chicago, Anfemee Hardaway, Orlando og Reggie Miller, Indiana. Vesturströndin: Charles Bar- kley og Dan Majerle, báðir úr Phoenix, Hakeem Olajuwon, Ho- uston, Shawn Kemp, Seattle og Latrell Sprewell, Golden State. =llP Bikarúrslit í körfu: Grindavík - Keflavík: AIKeða ekkert Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta verður einn stærsti leikurinn á þessum áratug og þetta verður brjálaöur leikur. Þetta eru tvö mjög sterk lið meö mikla breidd og fullt af mönnum meö mikla hæfileika. Það eru margir leik- menn sem geta tekiö leikinn í sínar hendur. Grindvíkingarnir eiga mjög góðar þriggja stiga skyttur og ef þeir fá aö leika lausum hala verður erfitt aö stöðva þá. Reynsla okkar er ekkert meiri en Grindvíkinga en þá hungrar í bikar- inn,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálf- ari og leikmaður Njarðvíkinga. „Leikurinn leggst vel í mig og ég er bjartsýnn á aö þetta verði mjög jafn og spennandi leikur. Það má búast við miklum átökum því aö í þessum leik er þaö allt eða ekkert. Liöin er mjög jöfn en þetta verður einvígi ársins og ég býst við metaðsókn. Ég vonast eftir mikilli og góðri stemningu og þaö er ekkert sjálfgefiö að þessi lið mætist aftur í vet- ur. Þaö er draumur allra að vera komn- ir í bikarúrslitin,” sagði Friðrik Rúnars- son, þjálfari Grindvíkinga. „Við þurfum aö spila okkar toppleik til að leggja þá að velli. Þeir hafa góðu liði á að skipa. Þeir eru með margar góðar skyttur og vonandi verða þær ekki heitar. Við verðum að stöðva þá en það er okkar hlutverk að stöðva þá. Það er þessi eini leikur, við fáum ekki annað tækifæri ef illa fer. Þess vegna verðum við að spila á fullu allan leikinn,” sagði Rondey Robinsson, leikmaðúrinn öflugi úr Njarðvík,- „Þetta verður hörkuleikur en ég vona að strákarnir hiksti ekki eins og síðast á móti þeim. Það verður fjölmennt úr Grindavík og ég reikna með að þúsund manns komi þaðan. Ég vona að við náum bikarnum á afmælisdaginn minn á laug- ardaginn,” sagði Ægir Sigurðsson, form- aður körfuknattleiksdeildar Grindavík- ur. „Ég er ánægður með að vera kominn í hölhna aftur. Njarðvik hefur ekki verið þekkt fyrir að tapa tveimur úrslitaleikj- um í röð. Við erum með sterkt lið og við vinnum þetta. Ég er ánægður að mæta Grindvíkingum en þetta eru tvö sterk- ustu liðin í dag. Ég yrði óánægður aö fá ekki átta hundrað manns úr Njarðvík á leikinn. Þá tel ég að Keflvíkingar styöji okkur en við búum í sama sveitarfé- lagi,“ sagði Ólafur Eyjólfsson, formaður körfuknattleiksráðs Njarðvíkur. Hvað segja „gömlu refimir“: „Hápunkturinn“ Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: „Þessi leikur er hápunktur keppnistímabils- ins. Ég er alveg viss um að þarna verður leik- inn glæsilegur körfubolti. Ég hef mikla trú á mínum mönnum og spái þeim naumum sigri,” sagði Ólafur Þór Jóhannesson en hann lék með liði Grindvíkinga til margra ára. „Til þess aö vinna Njarðvík verður lið Grindavíkur að leika vel í sókninni en hún brást í síðasta leik gegn Njarðvík. Við megum ekki taka ótímabær skot í sókninni. Rondey Robinson er það sterkur undir körfunni að strákarnir fá ekki annað tækifæri í sókninni. Ef Booker spilar eins og hann gerir best þá þurfum við engu að kvíða. Það eru snjallir leikmenn í öllum stöðum hjá báðum liðum og þetta verður hörkuleikur. Áhorfendur fjöl- menna og víða að. Það hafa verið þrengsli í húsunum hér á Suðurnesjum í mörgum úr- slitaleikjum en nú ættu allir að komast á þennan draumaleik allra körfuboltaáhuga- manna,” sagði Ólafur. • „Leikurinn verður skemmtilegur. Þetta eru tvö bestu lið landsins í dag. Allir körfu- boltaáhugamenn hlakka til að sjá þessi góðu Uð mætast. Ef ég ætti að tippa á sigurvegara þá tippaði ég á Njarðvík,” sagði Gunnar Þor- varðarson sem lék lengi með Njarðvík og hefur þjálfað bæði liðin. „Dagsformið mun ráða miklu. Úr- slitin ráðast í blálokin. Þetta verður toppleikur,” sagði Gunnar. • „Viö vinnum þetta í jöfnum og spennandi leik. Booker átti lélegan leik síðast á móti þeim. Hann á eftir að gera mun betur í þessum leik og það munar um minna,” sagði Eyjólfur Guðlaugsson, gamalreyndur leikmað- ur með Grindavík. „Njarðvíkingar vita hvaö þarf til að vinna svona leiki en það kemur að Grindvíkingum. Úrslitin ráðast ekki fyrr en dómarinn flautar af,“ sagði Eyjólfur. • Bogi Þorsteinsson hefur oft verið nefndur faðir körfuboltans á Islandi. Hann verður heiðursgestur á leik Grindvíkinga og Njarðvikinga í Laugardalshöll á morgun. Bogi hefur verið sæmdur mörgum heiðursmerkjum og sést hér með fálkaorðuna, heiðurskross ÍSÍ og heiðurskross KKÍ. DV-mynd ÆMK Bikarúrslitin 1 körfuknattleik á morgun: „Þetta verður jaf nt“ - seglr Bogi Þorsteinsson, heiðursgestur á bikarúrslitaleiknuni Ægir Mar Kárason, DV, Suöumesjum: „Úrslitaleikurinn verður ákaf- lega jafn og skemmtilegúr. Ef leik- mönnum liðanna tekst vel upp eiga þau að geta sýnt allt það besta sem til er í íslenskum körfubolta í dag. Þótt Njarðvík hafi unnið síðasta deildarleik liðanna þá eru bikar- leikir allt öðruvísi. Okkur er minn- isstætt þegar við töpuðum fyrir Keflavík í bikarúrshtunum í fyrra,“ sagði Bogi Þorsteinsson úr Njarðvík. Bogi hefur oft verið nefndur faðir körfuboltans á íslandi og hann verður heiðursgestur KKÍ á bikar- úrslitaleik Grindvíkinga og Njarð- víkinga sem fram fer á morgun kl. 16 í Laugardalshöll. Bogi hefur fylgst með íslenskum körfubolta síðan 1952. Hann var fyrsti formað- ur KKÍ árið 1961 og var formaður í tæp 10 ár. Hann hefur unnið hug og hjarta margra körfuboltaunn- enda með gífurlega miklu starfi í þágu körfuboltans í gegnum tíðina. Bogi hefur meðal annars hlotið fálkaorðuna, heiðurskrossa ÍSÍ og KKÍ. „Grindavík er með gífurlega skemmtilegt liö. í því er mikið af góðum leikmönnum. Þeir spiluðu til úrshta í deildinni í fyrra og eru nú í bikarúrslitunum. Það eru ekki nema góð liö sem ná svona ár- angri. Leikurinn verður mjög jafn og úrslitin ráðast ekki fyrr en á lokasekúndunum. Njarðvíkingar hafa mikla reynslu en það er ekki nóg. En það nægir til að hafa örlít- ið forskot. Breiddin hjá liðinu er mikií og einstaklingarnir eru sterkir. Hjá liðinu er valinn maður í hverri stöðu. Njarðvíkingar þurfa að leika sterkan vamarleik . og reyna að stöðva 3ja stiga skyttur Grindvíkinga en þær eru gífurlega góðar,” sagði Bogi Þorsteinsson. LIÐ GRINDAVÍKUR: Nafn Meðalskor Fráköst Stoðs. Vfti Guðmundur Bragason 18,0 12,0 2,9 75% Guðjón Skúlason 17,9 2,3 2,9 80% Franc Booker 14,6 4,5 5,6 76% Helgi J.Guðfinnsson 13,5 4,6 3,9 80% Marel Guðlaugsson 12,5 3,3 1,6 75% PéturGuðmundsson 10,0 4,7 1,8 78% Nökkvi Már Jónsson 7,0 3,2 0,5 82% UnndórSigurðsson 5,2 1,6 1,3 57% Steinþór Helgason 2,5 0,6 0,3 75% Bergur Hinriksson 2,0 1,3 0,6 93% LIÐ NJARÐVÍKUR: Nafn Meðalskor Fráköst Stoðs. Viti Rondey Robinson 22,4 11,6 2,7 56% Valur Ingimundarson 17,2 4,6 2,8 79% TeiturÖrlygsson 17,0 3.2 3,8 73% Jóhannes Kristbjörns. 9,8 2,6 3,2 76% Kristinn Einarsson 8,3 3,1 1,5 87% Friðrik Ragnarsson 7,9 1,1 3,0 77% ísakTómasson 7,3 1,2 1,9' 71% Ástþór Ingason 5,0 1,4 1,1 78% RúnarÁrnason 4,7 2,3 0,5 50% Jón JúlíusÁrnason 2,6 0,7 0,5 50% „Vinnum ef við spilum vel“ - segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavikurstúlkna Ægir Máx Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta eru tvö bestu hð landsins og ég býst við að leikur- inn verði jafn frá fyrstu til síðustu mínútu. Það eru fimm 16 ára stelpur í hðinu en þær hafa einnig ungar stelpur innan sinna raða en þetta mun skipta miklu máh. Ég myndi telja að við værum með sterkari einstaklinga og jafnvel meiri breidd og ef við náum að spila vel vinnum við leik- inn. Við höfum ekki náð að vinna KR í vetur og það er kominn tími á það,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur. „Þetta er draumaúrslitaleikur, það er enginn vafi á því. Þetta verður mjög erfitt en jafnframt mjög skemmtilegt. Stelpumar eru búnar að bíða lengi eftir þessum tith. Við vorum í úrslitum fyrir tveimur ámm og töpuðum þá fyrir Keflavík. Þá höfðum við tapað fyrir þeim í úrslitakeppninni tvö ár í röð. Ég held að núna séu stelpurnar hungraðar í titil. Við erum með jafnt lið og mjög sterkt byriunarlið. Það eru ekki margir veikir hlekkir í Keflavíkurhðinu en við verðum að stöðva Önnu Maríu og Björgu. Leikurinn verður jafn og úrslitin munu ekki ráðast fyrr en á lokamínútun- um,“ sagði Óskar Kristjánsson, þjálfari KR. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Grindavík jJ Njarövík _2j r o d d jr • ” M FOLKSINS 99-16-00 Hvernig fer úrslitaleikurinn í bikarkeppni karla í körfu á milli Grindavíkinga og Njarðvíkinga Alllr í stafrœna kerflnu mci tónvalsslma geta nýtt str þessa þjónustu. Úrslitaleikirnir í bíkarkeppni karla óg kvenna í körfuknattleik fara fram í Laugardalshöll á morgun. KR og Keflavík leika í kvennaflokki og hefst leikurinn klukkan 13.30 ogklukkan 16 hefst karlaleikurinn þar sem Grinda- vík og Njarövík mætast. KR meistari 1986 Úrslitaleikurinn í kvennaflokki er númer 21 í röðinni. KR hefur 8 sinnum leikið til úrslita og hef- ur 5 sinnum hampað bikarnum, síðast árið 1986. Keflavík hefur 7 sinnum leikið til úrslita og hefur sigrað 6 sinnum og liöíð er núver- andi hikarmeistari. lO.leikurNjardvíkur Úrslitaleikurinn í karlaflokki er númer 26 í röðinni. Njarðvík hefur 9 sinnum leikið til úrslita og hefur unniö 5 sinnum, síðast árið 1992, en Grindavík er að leika til úrslita í bikarkeppninni í fyrsta sinn. Sáfyrstiíúrslitum Grindvíkingar eru að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Hins veg- ar hefur þjálfari þeirra, Friðrik Rúnarsson, unniö bikarinn bæði sem þjálfari og leikmaður. Hann hefur unnið alla bikartitla sem Njarðvík hefur unnið, var þjálfari árið 1992, leikmaður í hín skiptin. Bikarinn í afmælisgjöf ? Ungmennafélag Grindavíkur verður 60 ára 3. febrúar næst- komandi. Besta aftnælisgjöfin sem leikmenn Grindavíkurliðs- ins geta gefið félagi sínu er að vinna bikarinn á morgun. Met hjá Njarðvík? Vinni Njarðvíkingar leikinn á morgun verður það 18. sigurleik- ur líðsins í röð á þessu keppnis- timabili. Þaö er félagsmet en ekki hefur fengið staðfest hjá KKÍ hvort annað lið hafi leikið þetta eftir. Dómarar leikjanna Helgi Bragason og Jón Bender dæma kvehnaleikinn og eftirlits- maður verður Pétur Hrafn Sig- urðsson. Krlstinn Albertsson og Kristinn Óskarsson dæma karla- leikinn og eftirlitsmaöur verður Jón Otti Ólafsson. NBA-stíllákynningu Kynningin á leikmönnum úr- slitaleiksins í bikarkeppni karla verður sérlega glæsileg og verður hún í sérstökum NBA-stíl. Ljósin i Höllmni verða slökkt og mikið verður um að vera. Leikur áratugarins? Úrslitaleikur Grindvíkinga og Njarðvíkinga á morgun er af mörgum talinn emn mesti körfu- boltaleikur sem farið hefur fram í háa herrans tíð hér á landi. Nokkrir körfuboltasérfræðingar hafa sagt að hér verði um leik áratugarins að ræða. 1 íÁsfralíu Andre Agassi mætir Pete Sampras í úrslitaleik karla á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Agassi vann Aaron Krick- stein í nótt, 6-4 og 6-4, en Krick- stein hætti vegna meiðsla í þriðja setti jiegar staöan var 3-0 fyrir Agassi. Fylkir komst í 3. sæti 2. deildar karla í liandknattleik í gærkvöldi með J>vi að sigra Fjölni, 17-22. • IS vann Leikni i 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi, 89-68.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.