Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1995, Side 18
18 LAUGARDAGUR 11. MARS 1995 Dagur í lífi Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns RLR: Erfið mál óupplýst Höröur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. DV-mynd GVA Mánudagsmorgnar hafa í mínum huga alltaf verið ööruvisi en aðrir morgnar - allt er minna spennandi og stundum erfitt að vakna þó aðra daga sé það ekki vandamál. Ég hef oft látið það eftir niér að vera dálítið fúll og jafnvel önugur á mánudags- morgnum þó ég standi í þeirri mein- ingu að það sé ekki lengi í einu. Eg vakna venjulega rétt fyrir klukkan sjö og hlusta á fréttir á Guf- unni og vek síðan þá sem eiga að mæta til vinnu eða í skóla. Morgim- verðarmatseðilhnn er ekki gefinn út til langs tíma í senn, hann er allt frá því að vera ekki neitt upp í hafra- graut, lýsi og kaffi á eftir. Að þessu sinni var þetta dæmigerður mánu- dagur, enginn morgunverður frekar en Moggi. Undanfarna mánuði hefur það ver- ið fastur liður að aka yngri dóttur- inni á leikskólann. Hún er þriggja ára, að vera fjögurra. Með fyrstu verkum í vetur, þegar út er komið, er að líta eftir tunglinu og velta fyrir sér sögum um ætlaða tilvist karlsins þar, auk ýmissa annarra heimspeki- legra umræðna um hvaðeina sem hún kýs að hafa á dagskrá. Oftar en ekki mjög alvarlegar hugleiðingar um lífið og tilveruna frá öðru sjónar- homi en hinna fullorðnu. Til að vera kominn í Kópavoginn fyrir klukkan átta þarf ég að skila dótturinni tímaniega en var seinn fyrir - enda mánudagur. Þar við bættist að bíllinn var sama sem bens- ínlaus og ekki batnaði skapið við það, greinilegt að það eru fleiri á heimilinu en ég sem nota bílinn. Viðburðaríkhelgi Mánudagsmorgnar eru svipaðir þegar á vinnustaðinn er komiö. Við- buröir helgarinnar em aðalviðfangs- efnin fram að hádegi. Fastur hður er fundur í yfirstjórn stofnunarinnar þar sem fjallað er um ýmis innan- hússmál. Einnig þarf aö fara yfir lög- regluskýrslur vegna mála frá lög- regluliðunum í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Dagurinn var annars öðrum líkur, mikið um óformlega fundf og viðræð- ur þar sem til umfjöllunar voru öll möguleg málefni bæði stór og smá. Ég átti stuttan fund með stjórnend- um rannsóknar í alvarlegu máli sem upp kom fyrir viku og enn er óleyst og er alls ekki auðvelt viðureignar. Þá var stuttur fundur með yfir- manni þeirrar deildar sem fer með mál barna og ungmenna sem lenda í afbrotum, hann er í sambandi við starfsfólk Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Nú er fyrirhugað að gera átak vegna sívaxandi fjölda brotamanna í aldurshópnum 16-18 ára. Það er lögreglu og félagsmálayf- irvöldum áhyggjuefni hversu margir í þessum aldurshópi fremja afbrot aftur og aftur og stefna í að verða það sem í faginu er kallað síbrota- menn. Spurulir fréttamenn Þennan dag eins og endranær var mikið um fyrirspurnir frá fjölmiðl- um. Mér taldist til að klukkan fjögur væri ég búinn að svara 17 símtölum frá fréttamönnum af öllum miðlum. Það er að jafnaði um það bil eitt sím- tal á hálftíma fresti - auk allra ann- arra símtala innan- og utanhúss og heimsókna frá báöum sjónvarps- stöðvunum sem vildu fá að mynda þýfi sem var til meöferðar þann dag- inn. Það er hluti af starfi mínu að eiga samskipti við fjölmiðla og halda tengslum viö þá. Eftirspurn eftir fréttum fer vaxandi, ég kalla það eft- irspurn vegna þess að fréttamenn „verða að fá eitthvað nýtt“ í hvert sinn þó ekkert sé að gerast. Ég hef stundum nefnt við blaða- og fréttamenn að mér virðist að gildi fréttar fari ekki alltaf eftir efni henn- ar eða atburðinum sem verið er aö skýra frá heldur því hvaða pláss þarf að fylla í fréttatímum þegar öðrum forgangsfréttum lýkur, svo sem frétt- um af pólitík, samningamálum, afla- brögðum o.s.frv. Það hefur gerst að ósköp hversdagslegt smámál hefur orðið að fyrstu frétt á einni útvarps- stöðinni einn daginn en aðra daga er ekki einu sinni hringt frá fjölmiðl- um til að spyrja um löggufréttir þó bæði mörg og merkileg mál séu í boði. Þetta á einkum við meðan þing situr eða eitthvað sérstakt er að gerast á öðrum vettvangi. Þeir eru ekki margir sammála mér í þessu. Umræðuþáttur um lögguna Samskiptum minum við fjölmiðl- ana var ekki lokið þó komið væri að lokum vinnudags. I stað þess að fara og liðka mig í körfubolta klukkan fimm með eldfjörugum félögum mín- um, eins og ég hef gert á mánudögum undanfarna vetur, fór ég í útvarps- húsið en þar átti að taka upp um- ræðuþátt sem ég hafði lofað að taka þátt í. Umræðuefnið var sígilt um- fjöllunarefni þegar lögreglu og dóm- stóla ber á góma og fjölmiðlar eru annars vegar; kynferðisafbrot og rannsóknir þeirra. Gagnrýni á störf lögreglunnar er ekki alltaf réttmæt en þau má gjarnan ræöa. Mér þykir alltaf ágætt að ræða um málefni lög- reglunnar, störf hennar og starfsað- ferðir við aöra en þá sem starfa við lögreglumál og þátttaka í þessum þætti var engin undantekning. Ég var laus frá útvarpinu á sjöunda tímanum en fór ekki heim fyrr en eftir viðkomu á skrifstofunni. Það má alltaf finna einhver verkefni sem mega helst ekki bíða til næsta dags. Ætli næsta verkefni verði ekki að taka sjálfan sig í gegn og reyna að skipuleggja og nýta tímann betur. Um kvöldiö var ekkert sérstakt á dagskrá, unglingarnir á heimilinu á íþróttaæfingum og við hjónin heima ásamt þeirri þriggja ára sem datt út af fyrir klukkan átta. Það er orðinn ávani að horfa á allt sem er frétta- tengt. Þetta kvöld horfði ég á tvo fréttatíma í sjónvarpi í beinu fram- haldi af kvöldfréttum útvarps. Það var annars góður endir á deg- inum þegar ég fékk upphringingu frá gamalli vinkonu okkar bræðranna og föður okkar. Hún er landeigandi og vildi bjóða okkur að velja veiði- daga en við höfum veitt sjóbirting í ánni hennar undanfarin ár. Finnur þú fimm breytingar? 300 Ég er orðinn þreyttur á að heyra allt um þinn höfuðverk. Þú ættir að vita hvernig minn höfuðverkur er! Nafn:... Heimili: Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og átt- undu getraun reyndust vera: 1. Sveinn Heiðar, 2. Elín Gunnarsdóttir, Bæjarsíðu 5, Jörfabakka 14, 603 Akureyri. 109 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: Zodiac Sigma 300 sími að verömæti kr. 4.950 frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. 2. verðlaun: Örvalsbækur. Bækumar sem eru í verð- laun heita: Líki ofaukið og Bláþjálmur úr bókafiokknum Bróðir Cadfael, að verð- mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefhar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningarnir verða sendir heim. Merkiö umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 300 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.