Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 HJÓLATJAKKAR HVERGI BETRA VERÐ! CML hjólatjakkarnir eru úrvalsvara á fínu verði. Þeir eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð frá kr. 35.990 Fréttir_______________________________ íslenskar sjávarafurðir byggja stórhýsi á tveimur hæðum í Sigtúni: Undirbúningi hraðað og flutt inn í haust - litum á þetta 1 stjóminni, segir stjómarmaður í Asmundarsafni Hringás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. Myndbandalisti vikunnar! Allar upplýsingar um það sem er að gerast í heimi myndhandanna 9 9*1 7*0 0 Verð aðeins 39,90 mínútan. íslenskar sjávarafurðir, ÍS, ætla að byggja 1.950 fermetra skrifstofuhús- næði á tveimur hæðunvundir höfuð- stöðvar sínar á Sigtúnsreitnum milli Blómavals og Ásmundarsafns í Reykjavík. Kristinn Lund, fram- kvæmdastjóri fjárhags- og stjómun- arsviðs ÍS, segir að endanleg hönnun hússins liggi ekki fyrir en ljóst sé að húsiö verði tvær byggingar, um 400 fermetrar að grunnfleti hvor, með léttri 200 fermetra tengibyggingu á milli. Húsið verður byggt í einum áfanga og er gert ráö fyrir að kostn- aðurinn nemi 130-140 milljónum króna. „Við verðum að semja við verk- taka, ganga endanlega frá teikning- um, fá öll leyfi borgarinnar til að hefja framkvæmdir og klára alla vinnu varðandi teikningar og samn- inga við þá sem vinna verkið á einum mánuði. Það verður unnið þannig í því að þetta verður látið ganga og við getum flutt inn í haust,“ segir Krist- inn Lund. „Auðvitað er einn mánuður stuttur tími en ef mikið hggur við hjá svona fyrirtæki er auðvitað hægt að reyna að hraða málum eftir fóngum og það munum viö reyna. Þeir voru byrjaðir aö hanna á lóöinni og eru komnir með ákveðnar teikningar þannig að það flýtir fyrir málinu," segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Þetta hefur ekkert verið rætt í stjóm Ásmundarsafns en ég geri ráð fyrir að stjórnin líti á þetta,“ segir Heildarverðmæti aðal- vinnings er kr. 15D.QOOHÍ Alltafí fararbroddi þegar ævintýrin gerast erlendis! MARMARIS Sólarleikur Úrval-Útsýn er skemmtilegur ieikur þar sem þú getur unnið glæsilega vinninga. Það eina sem þarf að gera er aö hringja í síma 99-1750 og svara þremur laufléttum sþurningum um sumar og sól. Svörin við spurningunum er að finna í ferðabæklingi Úrvals-Útsýnar „Sumarsór. Bæklinginn getur þi^ fengiö hjá feröaskrifstofunni Úrval-Útsýn og umboösmönnum. 99-1750 Verö 39.90 mín. Glæoilegir ferðavinningar 'jA - í boði fyrir heppna pátttakenékrl ' Miðvikudagana 8., 15., 22. og 29. mars veröur eínn heppinn þátttakandi dreginn úr pottinum og hlýtur hann 5000 kr. innborgun fyrir tvo inn á ferð til hins glæsilega sólarbæjar Marmaris í Tyrklandi. Heildarverðmæti hvers vinnings er því kr. 10.000. Allir sem svara öllum þremur spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku og einnig í aðalpottinn. 1. apríl kemur í Ijós hver dettur í lukkupottinn og hlýtur ævintýraferð fýrir tvo í tvær vikur til lands ævintýranna, Tyrklands, á hinn sólríka stað Marmaris við Miðjarðarhafið. Ásdís Ásmundsdóttir, fulltrúi í safn- stjórn. íslenskar sjávarafurðir eiga aö rýma húsnæði sitt á Kirkjusandi 1. ágúst en búið er aö semja munnlega við kaupanda húsnæðisins, íslands- banka, um hugsanlega leigu á því í nokkrar vikur eða þar til hægt verð- ur aö flytja inn í nýja húsnæðiö. Um 65 menn starfa hjá íslenskum sjávarafurðum á íslandi, þar af vinna 15-20 í 4.000 fermetra vöruhúsi á Holtabakka og Þróunarsetri ís- lenskra sjávarafurða sem verður áfram á Kirkjusandi. Um 45 starfs- menn flytja með fyrirtækinu í Sig- túnið. Borgaryfirvöld hafa samið við Odd- fellow-regluna um að afsala sér lóð- inni í Sigtúni gegn því að fá nýja lóð eða byggja við húsið við Vonarstræti. Ólafsfjörður: Rækjutogari keypturfrá Dalvik Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði; Útgerðarfélagið Sæberg hf., Ólafs- firði, hefur keypt rækjufrystitogar- ann Baldur af Snorra Snorrasyni, útgerðarmanni á Dalvík. Gengið var frá kaupum um helgina. Baldur EA 108 er 475 tonn að stærð og fylgja honum 1.021 tonns þorskígildi. Tog- arinn var smíðaður í Noregi 1978. Skipið verður aíhent þegar það kemurúr veiðiferð um miðjan mars. Skipstjóri verður Þorbjörn Sigurðs- son sem er nú skipstjóri á Múlabergi ÓF. 15 manna áhöfn er á Baldri og þaö er gríðarleg lyftistöng fyrir Ól- afsíjörð að fá togarann. Sæberg er með 3 togara fyrir. Frystitogarann Mánaberg og ísfisk- togarana Sólberg og Múlaberg. Framkvæmdastjóri er Gunnar Sig- valdason. Fyrirtækið var stofnað 1974 og er burðarásinn í atvinnulíf- inu á Ólafsfirði. Það á meirihluta í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar eða rúm- lega 70%. Bílanaust: Yfirtekur bílaverslun Bílavarahlutaverslunin Bílanaust hefur keypt bílaverslunina Smyril á Bíldshöfða í Reykjavík ásamt lager, viðskiptavild og húsnæði. Verslun Smyrils verður breytt í útibú Bíla- nausts sem ætlað er að þjóna iðnfyr- irtækjum í nágrenninu en á Ártúns- höfða eru mörg af stærri bílaverk- stæðum á höfuðborgarsvæðinu. Bílanaust starfrækir nú verslanir með varahluti, efni, verkfæri, tæki og bílvörur á 4 stöðum á höfuðborg- arsvæðinu. Björgunar- æfing Á vegum Farskóla Vestfjaröa stendur nú yfir réttindanámskeið fyrir skip- stjórnarmenn á Hólmavik undir stjórn Jón Ólafssonar, skipstjóra á Hólma- vík. í sambandi viö það kom TF SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hingað og var efnt til björgunaræfingar fyrir væntanlega skipstjóra. Systkinin Erla Björk, Birkir og Jóhanna Höskuldsbörn fylgdust ásamt móður sinni, Önnu Margréti Valgeirsdóttur, með strákunum í köldum sjónum. Faðir þeirra er Höskuldur Erlingsson lögregluvarðstjóri. DV-mynd Guðfinnur Finnbogason, Hólmavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.