Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Farsi í ráðhúsinu Blaðamannafundur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í ráðhúsinu á fóstudaginn var sérkennileg uppákoma. Þar var lögð fram greinargerð Ingu Jónu Þórðardóttur um einkavæðingu í rekstri Reykjavíkur- borgar en hana hafði borgarstjóri fengið frá nafnlausum sendanda. Taldi Ingibjörg Sólrún að hér væri komin sönnun þess að sjálfstæðismenn hefðu sagt ósatt fyrir kosningamar í fyrra um að engin slík skýrsla væri til. Þegar máhð er athugað kemur í ljós að um er að ræða eina af mörgum greinargerðum sem Inga Jóna vann fyr- ir Markús Öm Antonsson, fyrrverandi borgarstjóra. Greinargerðin er samin nokkrum vikum eftir að hún hóf' að vinna að verkefninu, þannig að ekki getur verið um að ræða þá loka- eða heildarskýrslu sem auglýst var eftir í kosningabaráttunni. Meðan hún kemur ekki fram verða menn einfaldlega að kyngja því að slík skýrsla hafi aldr- ei verið unnin. Blaðamannafundur borgarstjóra var augljóslega ekki málefnalegur hugsaður. Hann var framlag til kosninga- baráttunnar sem nú er hafm af fullum krafti. Heldur er það raunalegt að embætti borgarstjóra sé notað með slík- um hætti. Þessi vinnubrögð, sem em ekki annað en gam- aldags stjómmálabrella, em því miður til þess eins fallin að draga úr áliti manna á Ingibjörgu Sólrúnu. Hitt er svo undrunarefni út af fyrir sig að sjálfstæðis- menn skuli ekki hafa fengið Ingu Jónu Þórðardóttur til að draga saman í heildarskýrslu niðurstöður athugana sinna fyrir borgarstjóra. Greinargerðin, sem birt var á föstudaginn, sýnir að hún hefur verið að vinna að mjög áhugaverðu og uppbyggilegu verkefni. Þegar einkavæðing opinberra fyrirtækja kom fyrst til umræðu af alvöru fyrir áratug þótti mörgum sem þar væm boðaðar öfgar einar. Vinstri flokkamir máttu þá ekki heyra á einkavæðingu minnst. Þetta hefur ger- breyst. Nú má heita að í öllum stjómmálaflokkum séu menn jákvæðir gagnvart einkavæðingu, þótt mismun- andi sé hve langt menn vilja ganga. Jafnvel Alþýðubanda- lagið, sem til skamms tíma boðaði þjóðnýtingu einkafyr- irtækja, hafnar ekki einkavæðingu. Núverandi ríkisstjóm beittí. sér fyrir sölu nokkurra opinberra fyrirtækja á kjörtímabilinu. Þótt deilt hafi ver- ið um vinnubrögð á stundum var tæpast ágreiningur um söluna sjálfa. Flestir stjómmálaflokkamir viðurkenna réttmæti þeirrar skoðunar að ríkið eigi ekki að keppa við einstaklinga í atvinnurekstri. R-hstinn í Reykjavík er því miður til vinstri við aðra vinstri flokka þegar einkavæðing á í hlut. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir hefur hafnað einkavæðingu borgarfyrir- tækja, enda þótt sum þeirra séu í samkeppni við einkafyr- irtæki eða rekstur þeirra óumdehanlega betur kominn á frjálsum markaði. Þegar fjárhagsáætlun borgarinnar var samþykkt fyrir nokkrum vikum-lýsti Ingibjörg Sólrún því yfir að félags- hyggja myndi nú leysa frjálshyggju fyrrverandi meiri- hluta af hólmi. Forvitnhegt væri að heyra meira um þessa frjálshyggju því lítíð fór fyrir henni og má gagn- rýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir það. Hitt þarf augsýnhega ekki að deha um að félagshyggja eða sósíahsk hugmyndafræði hefur að einhverju marki verið leidd th öndvegis við stjóm Reykjavíkurborgar. Th marks um það era hækkaðir skattar á borgarbúa og bmðl með félagslega aðstoð á sama tíma og enga framtíð- arsýn er að finna sem greiðir fyrir nýsköpun atvinnulífs íborginni. GuðmundurMagnússon Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á að frjáls samkeppni og verð- myndun sé besta trygging neytand- ans fyrir lágu vöruverði. Til að tryggja þetta verður samkeppnin að vera raunveruleg og því mikil- vægt að stjómvöld tryggi öflugt eftirlit og aðhald með fákeppni á markaðnum og uppræti fákeppni þar sem það er mögulegt. Einkasöluaðstaða á einangrunarefnum Markaðsaðstæður í sölu einangr- unarefna, steinullar og glerullar, hafa breyst verulega á undanförn- um árum. Með tilkomu Steinullar- verksmiðjunnar hf. hefur almenn hitaeinaiigmn húsnæðis nánast algerlega færst úr glerull yfir í steinull. Áður kepptu nokkrir inn- flytjendur um sölu glerullar á markaönum. Samkeppni var frjáls. Hver sem viidi gat flutt inn sína glerull í gegnum umboðsaðila, að uppfylltu því skilyrði að keypt væri í heilum gámum, 20 eða 40 feta. Nú er Steinullarverksmiðjan hf. eini framleiðandi steinullar hér á landi og með í reynd einkasöluaðstöðu á íslenska markaðnum. Sölukerfi hennar byggist að mestu á samn- ingi við eitt dreifingarfyrirtæki, Samkeppni/fákeppni? Krókháls hf., sem hefur einkasölu- leyfi til endurseljanda skv. samn- ingi þeirra í millum. Aðalástæðan fyrir því að Stein- ullarverksmiðjan hf. hefur náð yf- irburðaaöstöðu á markaðnum er aö einangrun af þeirri gerö sem hér er rætt um er afar dýr í flutningi. Innflytjendur einangrunar þurfa að greiða allt að því jafn mikið í flutningsgjöld til landsins, eins og til framleiðendanna fyrir vöruna sjálfa, þ.e.a.s., allt að 100% hlutfall flutningskostnaðar. Skaðleg takmörkun á samkeppni Ekki verður annað séö en að í sölukerfi Steinullarverksmiðjunn- ar hf. felist gróf mismunun. Einka- sölufyrirtækið Krókháls hf. er talið vera að 3/4 hluta í eigu tveggja fyr- irtækja (BYKO hf. og Húsamiðj- unnar hf.) sem ráða 90% steinullar- markaðarins á Reykjavíkursvæð- inu. Það er því augljóslega hagur þessara aöaleigenda dreifingarfé- lagsins að dreifing á vörum Stein- ullarverksmiðjunnar hf. verði hjá sem fæstum og sérstaklega er þeim hagkvæmt aö hindra dreifmgu til samkeppnisaðila þessara fyrir- tækja á Reykjavíkursvæðinu. Samningar þessara aöila viö Krók- háls hf. eru ekki opinberir. Aö þvinga samkeppnisaðila BYKO og Húsasmiðjunnar til viðskipta við Krókháls hf., ef þeir vilja versla með vöru Steinullarverksmiðjunn- ar, hlýtur að teljast vafasamt og hindra eðlilega samkeppni. Þýsk-íslenska hf. samkeppnisað- ili eigenda Krókháls hf„ lét reyna á það, hvort unnt reyndist að ná beinum viðskiptum við Steinullar- verksmiðjuna hf. Það reyndist ekki mögulegt og var Þýsk-íslenska hf. vísað frá á grundvelli þess að Kjallarinn Þuríður Jónsdóttir varaformaður Neytendasam- takanna, skipar 5. sæti á lista Framsóknarfi. í Reykjavik í sér skaðlega takmörkun á sam- keppni, sbr. 20. gr. laga nr. 56/1978“. Erfitt reyndist að ná viðskiptum við Krókháls hf. sölusynjun þeirra byggist m.a. á því að gera verði kröfur um að seljendur steinullar verði að vera með smásölu á timbri og stáli til að hafa burði til að geta selt einangrunarefni enda þurfi til þess talsverða sérþekkingu sem ekki fáist nema menn selji timbur og stál líka. Augljóst má vera að hér er um fyrirslátt aö ræða sem ræðst ekki af umhyggju fyrir hags- munum neytenda eða einhverri fagmennsku, heldur af þröngum viðskiptahagsmunum eigenda, heildsöluaðilans Krókháls hf. Viö athugun á dreifikerfi Stein- ullarverksmiðjunnar hf. og sam- skiptum hennar og umboðsaðila hennar við endurseljendur er ekki hægt að sjá að unnt sé að tryggja sanngjarna og eðlilega samkeppni „Að þvinga samkeppnisaðila BYKO og Húsasmiðjunnar til viðskipta við Krók- háls hf., ef þeir viljá versía með vöru Steinullarverksmiðjunnar, hlýtur að teljast vafasamt og hindra eðlilega samkeppni.“ einkasölusamningur Steinullar- verksmiðjunnar hf. og Krókháls hf. leyfði ekki slíkt. Ályktun verö- lagsráðs dags. 06.10.1992 tekur af allan vafa um réttmæti sölukerfis Steinullarverksmiðjunnar hf„ en þar segir „í ljósi markaðslegrar stöðu Steinullarverksmiðjunnar hf. og að fákeppni ríkir í smásölu steinullar á Reykjavíkursvæðinu telur Verðlagsráö að synjun á sölu steinullar til Þýsk-íslenska hf. feh milli aðila, heldur viröist vera um að ræða einokun í sinni verstu mynd, þ.e.a.s. þegar aðili með lykil- aðstöðu á markaði aíhendir einka- fyrirtæki einokunaraðstööu. Slíkt getur aldrei þjónað hagsmunum neytenda. Verst er að hið opinbera (hluthafi í Steinullarverksmiðj- unni hf.) skuli taka þátt í svona viðskiptum í stað þess að uppræta þau. Þuríður Jónsdóttir Skodanir aimarra Hugsjón og sérhagsmunir „Til eru tvenns konar stjómmálamenn: þeir sem eru í stjómmálum af hugsjón og þeir sem em í stjóm- málum til að koma fram sérhagsmunum. Þeir fyrr- nefndu eiga ekki í vandræðum með að taka skýra afstöðu til brýnustu þjóðmála og koma henni frá sér í ræðu og riti. Þeir síöarnefndu eiga aftur á móti erfitt með að tjá sig af nokkurri sannfæringu og enda oftar en ekki á því að villast í hugsanaþoku. I aðdraganda kosninga kemur þessi munur skýrt í ljós þegar gluggað er í stefnuskjöl, bæklinga og greinar flokka og frambjóðenda." Vilhj. Þorsteinsson kerfisfr. í Alþ.bl. 10. mars. Ásókn f neffndlr og ráð „Flestir vita um ásókn þingmanna í hinar ýmsu nefndir og ráð á vegum hins opinbera. Ekki skal lagöur dómur á það hvaö liggur að baki. Hitt er ann- að mál að vart getur það talist eðlilegt að sami mað- ur sitji á Alþingi íslendinga og samþykki lagasetning- ar í mörgum málum sem varða þjóðarhag og sitji síðan í bankaráði og ráðstafi íjármagni sem fer til að framkvæma þá lagasetningu sem áður var sam- þykkt. Að sitja þannig báðum megin viö borðið eru óþolandi stjórnunarhættir að mínu mati.“ Unnur Stefánsd. framsóknarm. í Tímanum 10. mars. Öflug menning „Vera varnarliðsins á íslandi vakti í upphafi ótta um að menning þjóðarinnar myndi að lokum bíða varanlega skaða af. Raunin hefur orðiö önnur, ís- lensk menning hefur líklega aldrei verið öflugri eða fjölbreyttari og leiða má að því getum að nábýlið hafi eflt sjálfstraust þjóðarinnar í menningarlegu tilliti og aukið styrk hennar til að bregðast við breytt- um kringumstæðum og auknum erlendum áhrifum áupplýsingaöld.“ Jón Baldvin Hannibalsson í Mbl. 10. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.