Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1995, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. MARS 1995 Fertugur karlmaður tengdi farsíma við símanúmer 60 fyrirtækja og stofnana: Hringdi í átta mánuði „ókeypis“ til Suður-Afríku » - fékk skilorðsbundið fangelsi - bótakröfu Pósts og síma vísað frá dómi Fréttir Ólafsfjöröur: Enn sjóflóða- hesthúsin Gylfi Kdstjánsson. DV, Akureyii „Þaö er enn hættuástand vegna snjóflóöahættu í Ósbrekkufjalli þar sem Ólafsfiröingar hafa hest- hús," sagöi Jón Konráðsson, lög- reglumaöur á Ólafsfiröi, við DV. Undanfarna daga hafa hesta- menn á Ólafsfirði ekki fengið að fara í hesthús sín nema iáta vita af sér á lögreglustöðinni áður og hafa þrír menn fengið að fara í einu og þá haft með sér talstöðv- ar. Hesthúsin sem eru um 15 tals- ins og hýsa hátt í 100 hesta eru skammt frá flugvellinum en í fjallinu ofan byggðarinnar á Ól- af9firði er engin snjóflóðahætta. He8tamennimir sem hafa feng- ið leyfi til að fara í húsin hafa hins vegar orðið að byija á því að moka sig inn í húsin til að komast inn. Geysimikill snjór er í fjallinu ofan hesthúsanna og sagði Jón Konráösson að sjálfsagt væri að viöhafa allar öryggisráð- stafanir á meðan hætta er taiin þar á snjóflóðum. Snjókoma var á Ólafsfirði í gær, allar götur í bænum ófærar eða mjög þung- færar en veður að öðru leyti ágætt. Göngugarpar: Gistu í Gils> firðitvær nætur „Þeir fóru af staö aftur í gær eftir aö hafa stoppaö í tvo sólar- hringa vegna veðurs," segir Signý M. Jónsdóttir, bóndi að Gróustöðum í Reykhólahreppi. Bretamir íjórir, sem ætla að ganga yfir hólendið, fengu gist- ingu hjá Gróu tvær nætur að Gilsfiarðarbrekku fyrir botni Gilsfiarðar. Þeir hafa nú verið 14 daga á ferðinni og áætla aö vera í Hrútafiröi á morgun. AUs ætla þeir sér 54 daga í ferðina sem far- in er til styrktar mænusködduð- um. Rúmlega fertugur karlmaður, sem á rætur sínar að rekja til Suður- Afríku, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fiársvik með því að hafa tengt síma sextíu fyrirtækja og stofnana við óskráðan farsíma sinn og hringt af hjartans lyst á 8 mánaða tímabili, mest til útlanda. Með þessu tókst manninum að láta fyrirtækin bera kostnað af eigin símtölum sem að miklu leyti voru til Suður-Afríku. Póstur og sími taldi sig hafa boriö 828 þúsund króna kostnað vegna svika mannsins og fór fram á að hann greiddi upphæðina. Dómari vísaði kröfunni frá dómi í sakamál- inu. Stofnunin verður að höfða einkamál til að eiga möguleika á greiðslu verði ekki um annað samið. Maðurinn breytti forriti óskráðs farsíma síns og tókst þannig að kom- ast inn á númer stofnana og fyrir- tækja sem hann valdi af handahófi. Þetta stóð yfir frá desember 1993 til júlí 1994 en þá var gripið í taumana og málið sent í rannsókn hjá lög- reglu. Hald var lagt á Simonsen far- síma og tilheyrandi búnað heima hjá manninum. Þegar upp var staðiö var maðurinn ákæröur fyrir að hafa hringt 200 sinnum til útlanda, þar af margoft til Suður-Afríku. Ákæran hljóðaði einnig upp á 120 innanlands- símtöl. Hann var einnig krafinn bóta fyrir mun meira en beinir reikningar fyrirtækjanna sögðu til um vegna málsins. Dómurinn féllst á kröfu um að gera símann upptækan en bótakröfunni var vísað frá í þessari dómsmeðferð þar sem ekki þóttu næg efni til að fialla um hana með refsimálinu. -Ótt DV Sigluflöröur: Hættuástand- inuaflýst Gylfi Krisjánsson, DV. Akureyii; „Við erum búnir að blása af það hættuástand sem hér hefur verið undanfama daga og fólkið fær að fara heim til sín,“ sagðí Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði og formaður almanna- varnanefndar þar, er DV ræddi við liann í gær. Á Siglufirði vora á tímabilinu frá fimmtudegi til laugardags rýmdar 35 íbúðir vegna snjóflóða- hættu og voru það íbúar við Laugarveg, Túngötu, Noröurtún og Háveg sem þurftu að yfirgefa íbúðir sínar, alls um 120 manns að talið er. „Það er algjör ógerningur að segja nokkuð til um framhaldið eða hvort snjóflóöahætta muni aukast þegar hlánar, það fer al- veg eftir því hvermg þessi mikli snjór sem er giljunum fyrir ofan bæinn sest til og binst. En í augnablikinu er a.m.k. gott veður hér, við sjáum m.a. til sólar en það hefur ekki gerst lengi,“ sagði Björn. ErwinKoeppen: Bók um kynni af íslendingum „Mig langaði alltaf að safna saman ýmsum minningarbrotum frá árum mínum með Sinfóníu- hljómsveitinni og kynnum min- um af íslandi og íslendingum al- mennt og setja þau í bók. Þarna er bæði að fmna gamansögur og gagnrýni á ýmislegt sem orðið hefur á vegi mínúm. En þrátt fyr- ir gagnrýni er þetta engin skammaræða. Það hefur verið mjög ánægjulegt að búa og starfa á Islandi," sagði Erwin Koeppen, annar bassaleikari Sínfóníu- hljómsveitar íslands á árunmn 1950-1976, við DV. Erwin, sem varð sjötugur í febr- úar, hefúr skrifað bókina Með Íslendingum. Hann skrifaöi á þýsku en dóttir hans, Dagmar, þýddi bókina á íslensku. Erwin áritar bókina í Bókabúð Lárusar Blöndai í dag kl. 15-18. Þetta hefur verið algeng sjón á Norðurlandi að undanförnu. Oftar en ekki hefur allt fljótlega fyllst af snjó á ný. Myndin var tekin á Akureyri. DV-mynd GK I nafni samkeppninnar * r .<■ I-.'f",- ‘ ‘y ||S gm mmM I ffM.' • V Dagfari íslendingum er ekki fisjað saman. Þeir kunna ráð við öllu. Eftir að ísland gerðist aðili að evrópska efnahagssvæðinu og útlendingar fóra að skipta sér af viðskiptum hér á landi hafa íslensk fyrirtæki ekki haft frið fyrir markaðnum og þeirri bábflju að þar þurfi að ríkja samkeppni í þágu viðskiptavina! Hver uppákoman hefur rekið aðra og nú eru menn í útlöndum jafnvel farnir aö heimta að íslendingar leggi sömu gjöld á íslenskan bjór sem þann útlenda! Menn fá hvergi að vera í friði með sitt. Gamalgróin fyrirtæki og hefð- bundnir eigendur íslenskra við- skipta og verslunar hafa legið und- ir því ámæli að reka sín fyrirtæki út frá sínum eign hagsmunum og hafa þarfir og kröfur kúnnanna að engu. Til þess er jafnvel ætlast að forstjórar og eigendur þurfi að hafa fyrir því að versla og það er ekki lengur oröin lúxus að eiga business og lifa góðu lífi. Menn þurfa að hafa fyrir því. Samkeppnin er alla að drepa. Við þessu hafa menn þurft að bregðast og eins og jafnan áður hafa íslendingar kunnað fótum sín- um forráð. í stað þess að heyja sam- keppnina eins og þeim er uppálagt írá útlöndum og í anda markaðar- ins hefur sú meginlína verið lögð í viðskiptaheiminum aö skynsam- legast sé að kaupa samkeppnisfyr- irtækin og færa þannig samkeppn- ina inn á eitt og sama borðið. Þann- ig geta eigendumir áfram rekið fyrirtæki sín, stundað samkeppni á milli eigin fyrirtækja og stjómað markaðnum með því að stýra hon- um 1 anda samkeppninnar sem fram fer á milli þeirra fyrirtækja sem þeir eiga einir. Við skulum rifia upp nokkur dæmi. Bónus fór að angra Hagkaup með lægra vöraverði. Hvað gerði Hagkaup? Keypti bróðurpartinn í Bónusi og rekur svo bæði Bónus og Hagkaup í samkeppni hvort við annað! í bílabransnaum er það sama upp á teningnum. Umboðsmenn hinna ýmsu bifreiðategunda kaupa um- boð fyrir aðrar bifreiðategundir og er nú svo komið enginn veit hver selur hvað. En allir era þó að selja bíla í samkeppni við hina bílana sem þeir eru þó að selja sjálfir. Bankarnir kaupa hver annan og í fiölmiðlaheiminum gefur Fijáls fiölmiðlun út Tímann og íslenska útvarpsfélagið kaupir Bylgjima og svo kaupir Islenska útvarpsfélagið hlut í Frjálsri flölmiðlun og allir eru á fullu í samkeppninni og eng- inn veit lengur hver á hvað af því að allir eiga hlut í hver öðram og berjast um markaðinn í krafti þeirrar samkeppni sem þrífst í sameiginlegri eign þeirra manna, sem eiga fiölmiðlana sem eru í sam- keppninni. Nýjasta herbragð íslenskra við- skiptajöfra er kaup Esso í Olís. Þau kaup era gerð í framhaldi á stofnun nýs fyrirtækis sem Shell stofnaði með Bónusi og Hagkaupi og hefur það hlutverk að selja bensín á lægra verði heldur en Shell selur. Þannig hefur Shell stofnað til sam- keppni við sjálft sig með nýju fyrir- tæki sém Shell á og allt er þetta í anda samkeppninnar sem útlend- ingar era að heimta. Kaup Esso á Olís eru sömu gerð- ar. Ohs verður áfram sjálfstætt fyr- irtæki í samkeppni við Esso og Esso verður á fullu í samkeppni við Olís sem Essó hefur eignast rúman þriðja part í. Sameiginlega ætla þessi fyrirtæki að reisa birgöar- stöðvar fyrir olíu og bensín sem þau ætla að selja sitt í hvoru lagi í harðri samkeppni sín í milli, þann- ig að enginn getur kvartað undan samkeppni sem eigendur Esso og Olís ætla aö heyja sín í milli, eftir að sömu mennimir eru orðnir eig- endur að báðum fyrirtækjunum. Samkeppni felst ekki í því að nýir menn komi inn á markaðinn með ný fyrirtæki. Samkeppnin er fólgin í því að gömlu eigendumir kaupi gömlu fyrirtækin og reki þau áfram í samkeppni við sitt gamla fyrirtæki. Með þeim hætti er því afstýrt að nýir menn og ný fyrir- tæki hash sér völl til að heyja sam- keppni sem gæti orðið gömlu fyrir- tækjunum hættuleg. Herbragðið er sem sagt pottþétt með því að kaupa án þess aö sameina og keppa við sjálfan sig á markaðnum án þess að eiga það á hættu að samkeppnin leiði til þess að menn tapi á sam- keppninni. Þetta heitir frelsi í viðskiptum og markaðurinn á sér enga vörn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.